Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina „Mad Love“, með Chris O’Donnell og Drew Barrymore í aðalhlutverkum Geðveik ást RÖKHYGGJA og almenn skyn- semi verða að víkja eins og allt annað þegar eldheitt og eld- fimt ástarsamband Matt Leland (Chris O’Donnell) og Casey Ro- berts (Drew Barrymore) er annars vegar. í algleymi gefa þessir 17 ára unglingar frá Seattle sig hvort öðru algjörlega á vald. En þar kemur að raunveruleikinn bankar á dyrnar og veldur sársauka sem er í réttu hlutfalli við ástríðurnar sem ollu honum. Myndin „Mad Love“ fjallar um það hvemig and- stæður laðast að hvor annarri. Matt, ungur maður á leiðinni í háskólanám, hrífst svo af hinni fallegu og uppreisnargjömu Cas- ey að hann missir fótfestuna. Foreldrar beggja leggjast gegn sambandinu og ekki að undra; eftir að Casey er rekin úr skóla fyrir að toga í brunaboða til að ná tali af Matt reynir hún að stytta sér aldur og er komið fyrir á lokaðri deild. Þaðan frelsar Matt hana og saman leggja þau á flótta. Leiðin liggur frá Seattle allt suður til Nýju Mexíkó og smám saman rennur það upp fyr- ir Matt að Casey er ekki bara hömlulaus og villt, heldur á hún við alvarleg vandamál að stríða. Matt verður ljóst að hann verður að finna hjá sér styrk til að losa sig úr sambandinu og snúa bakinu við lífi með Casey. Þann styrk verður hann að sækja með því að horfast í augu við sjálfan sig og taka ábyrgð á eigin lífi. Það eru tvær breskar konur sem bera ábyrgð á gerð þessarar myndar um ástir tveggja banda- rískra unglinga; Antonia Bird leikstýrir eftir handriti sem Paula Milne hefur skrifað. Handritshöfundurinn og leik- stjórinn búa í 10 kílómetra ljar- lægð hvor frá annarri í London en hittust fyrst á skrifstofu fram- leiðandans David Mansons vestur í Los Angeles. Manson langaði til að gera kvikmynd sem fjallaði um vanda- mál unglinga án þess að tala nið- ur tíl þeirra. Hann var með ákveðna hugmynd að söguþræði, hugmynd sem hann sótti meðal annars i eigin reynslu. „Ég hef lengi ætlað mér að gera mynd um ungan mann sem verður ástfang- inn af stúlku sem á við flókinn tilfinningalegan vanda að stríða. Þetta á rætur í ákveðinni reynslu minni frá unglingsárum; mynd um ungan mann sem lærir að sætta sig við missi og ákveður að halda áfram að lifa lífinu." Manson réð Paula Milne til að skrifa handrit eftir hugmynd sinni eftir að honum höfðu borist í hendur handritsdrög sem hún var að reyna að koma á framfæri. Milne sem árum saman hefur starfað sem handritshöfundur við breskar sjónvarpsstöðvar dvaldist lengi í Seattle að kynna sér að- stæður og líf unglinga í þessari nýju háborg vesturstrandar Bandaríkjanna. Manson fékk svo C ASEY (Drew Barrymore) er í meira iagi villt og heillar hinn ábyrgðarfulla Matt (Chris O+Donnell upp úr skónum. að velja leikarana. Þau tvö eru sérstaklega opnar og geðugar manneslq'ur. Við voi'um eins og fjölskylda og mér leið eiginlega eins og mömmu þeirra, eins ein- kennilega og það kann að hljóma. Ég horfí mikið á bandarískar bíó- myndir og ég veit með hvaða leik- urum mig langar að vinna með.Ég man til dæmis vel eftir Kevin Dunn, sem leikur pabba Chris í myndinni, úr myndini „Dave“. Síðan ég sá hana hefur mig alltaf langað að vinna með honum enda varð hann einn fyrsti leikarinn sem ég valdi í hlutverk." Joan Allen, sem margir muna eftir úr myndinni um bílakónginn Tucker og hefur nýlega lokið við að leika Pat í væntanlegri mynd Oliver Stone um Richard Nixon, fer með hlutverk móður Casey. Aðrir helstu aukaleikarar eru T.J. Lowther, strákurinn úr „A Perfect World“, mynd Costners og Eastwoods, og Amy Sakasitz, sem leika yngri systkini Matts og Matthew Lillard, sonur Kathleen Turner úr „Serial Mom“, sem leik- ur besta vin Matts. sjcnvarpsmynda, þar á meðal í flokknum um Morse lögreglufor- ingja. Antonia Bird segist himinlif- andi yfír fyrstu reynslu sinni af kvikmyndagerð í Bandaríkjunum, sem gangi allt öðru vísi fyrir sig en í Bretlandi. Mesti munurinn sé sá að í Bretlandi sé hún yfir- leitt eina konan á settinu en við gerð „Mad Love“ voru 35 af um 100 manna tækniliði kvenkyns, allt frá rafvirkjum og flutningabíl- stjórum upp í leikstjóra og hand- ritshöfund. Framleiðandinn og leikstjórinn eru sammála um að heppnin hafi verið með þeim í vali á leikurum fyrir myndina. „Ég tel að Chris O’Donnel og Drew Barrymore séu tveir af hæfileikaríkustu og at- hyglisverðustu ungu leikurunum í bransanum," segir Manson. Ant- onia Bird segist einnig sérstak- lega ánægð með frammistöðu aðalleikendanna tveggja þar sem hún hafi sjálf borið ábyrgð að mestu leyti á því að þeim voru falin hlutverkin. „Ég sá í öllum aðalatriðum um Foreldrar Matt og Casey vita ekki sitt rjúkandi ráð. Antoniu Bird til að setjast í leik- stjórastólinn eftir að hafa séð kvikmynd hennar „Safe“ sem vann til verðlauna á ýmsum al- þjóðlegum kvikmyndahátíðum. „Safe“ er ótrúlega hrá og ástríðuþrungin mynd, sem fjaliar um líf unglinga af mikilli nær- færni og virðingu,“ segir Manson. Bird er síður en svo nýgræðingur í kvikmyndagerð. Myndin „Priest“ hefur einnig vakið á henni at- hygli, auk þess sem hún á að baki leikstjórn fjölmargra breskra AÐALLEIKENDUR „Mad Love“ eru óumdeilanlega tveir af efnilegustu kvikmynda- leikurum Bandarikjanna. 20 ára gömul er Andrew Barrymore gamalreynd leik- kona, sem á misheppnað hjóna- band að baki og hefur sent frá sér ævisögu sína. Samt virðist hún eiga bestu árin framundan. Drew Barrymore var 7 ára þegar hún varð ein aðalstjarna fjölsóttustu myndar sem þá hafði verið gerð í heiminum. Árið 1982 lék hún litlu stelpuna með tárvotu augun i mynd Ste- ven Spielbergs um E.T. Þá strax fór ferill Drew, sem er af frægri ætt leikara og hafði unnið fyrir sér með leik í sjón- varpsauglýsingum frá.því hún var nokkurra mánaða gömul, á flug með þeim afleiðingum að um fermingaraldur hafði hún misst alla fótfestu og var farin að neyta viskís í hádeginu og kókains á kvöldin milli þess sem hún lék í myndum á borð við „Firestarter" og „Cat’s Eye“. Haft var á orði að Drew Barrymore væri eitt sorgleg- asta dæmi sem sögur færu af um „barnastjörnu“ sem nær hátindi ferils síns fyrir 10 ára aldur og eyðir því sem eftir er stuttri ævi á hraðri niðurleið. Andrew Barrymore hefur fyrir Iöngu þaggað niður í þess Ung, fræg og rík konar röddum. Hún tók á sínum málum og sneri aftur fyrir 4 árum og hefur síðan átt eitt kröftugasta „come-back“ sem sést hefur seinni ár í Holly- wood. Síðustu misseri hefur hún m.a leikið í myndunum „Boys on the Side“ með Whoopie Goldberg og „Bad Girls" með Mary Stuart Masterson og fleir- um og einnig í „Wayne’s World 2“. Hún keppti um Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í „Guncrazy“ og þar áður vakti hún á sér mikla athygli í „Poi- son Ivy“ og „Irreconsilible Dif- ferences", að ekki sé minnst á sjónvarpsmyndina „The Amy Fisher Story“, sem fjallar um eitt af þessum umdeildu og sóðalegu morðmálum sem af og til koma upp í Bandaríkjun- um. Christopher Eugene O’Donnell er nýútskrifaður viðskipta- og markaðsfræðingur frá Boston- háskóla og jafnframt ein heit- asta unga stjarnan í bandarískj- um kvikmyndaheimi. Hann er 25 ára gamall, fædd- ur 26. júní í Winnetko í Illinois, sá sjöundi í röð jafnmargra systkina. Strákurinn sló fyrst í gegn í kvikmyndaheiminum meðan hann var enn i fram- haldsskóla og lék son Jessicu Lange í myndinni „Men Don’t Leave“. Hann lék aftur á móti Lange í myndinni „Blue Sky“, sem gerð var fyrir 3 árum en færði Lange Oskarsverðlaunin þegar hún var loks frumsýnd í fyrra. Enn var hann í hlutverki sonar- ins í myndinni um Steikta græna tómata, þar sem Kathy Bates, Jessica Tandy og Mary Stuart Masterson voru í aðal- hlutverkum. Vegur hann jókst með mynd- um á borð við nýjustu útgáfuna af Skyttunum þremur og „School Ties“, en þó einkum þegar hann lék á móti A1 Pac- ino í óskarsverðlaunamyndinni „Scent of a Woman“. Sú mynd færði Pacino Óskar og Chris O’Donnell tilnefningu til Gold- en Globe-verðlaunanna. Síðan hefur engum dulist að Chris O’DonnelI ætti að líkindum glæsta framtíð í kvikmynda- heiminum enda kom á daginn að hann var valinn úr stóði ungu folanna í Hollywood til að leika hlutverk Robins í „Bat- man Returns".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.