Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hrópaði á Hjálp ÍBÚA í austurborginni brá illa við þegar hann heyrði að hrópað var á hjálp úti í myrkrinu skammt frá húsi hans, skömmu eftir miðnætti. Eftir að hrópið hafði verið endur- tekið nokkrum sinnum ákvað íbú- inn að hringja á aðstoð lögreglu. Lögreglan brást vitaskuld strax við þessari tilkynningu enda gat mikil alvara verið á ferðum. Leit var gerð í námunda við það svæði sem köllin höfðu heyrst frá en þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan virt- ist enginn vera í nauðum staddur. Þegar leitin stóð sem hæst gaf sig fram maður við leitarmenn og spurði hvort þeir gætu ekki að- stoðað sig við að leita að hundin- um sínum, fyrst þeir væru hvort sem er á staðnum. Hafði ekki skilað sér Hundurinn hefði farið út skömmu fyrir miðnætti en ekki skilað sér aftur. Sjálfur hefði hann kallað nokkrum sinnum á dýrið en án árangurs. Hundurinn gegndi nafninu „Hjálp“. Málþing í tilefni Reykjavíkurfundar Hvatt til áfram- haldandi ráðstefnu- halds í Reykjavík JAFNT bandarískir og rússneskir þátttakendur í málþingi, sem haldið var í tilefni 10 ára afmælis Reykja- víkurfundar Reagans Bandaríkjafor- seta og Gorbatsjovs, leiðtoga Sovét- ríkjanna, hafa hvatt til þess að Reykjavík verði áfram vettvangur funda- og ráðstefnuhalds um sam- skipti Rússlands og Bandaríkjanna. Að sögn Jóns Hákonar Magnús- sonar, skipuleggjanda málþingsins, voru þátttakendur frá báðum ríkjum sammála um að Reykjavík væri kjör- inn staður fyrir skoðanaskipti rúss- neskra og bandarískra sérfræðinga úr háskólum, stjórnsýslu og stjóm- málum. Menn greindi hins vegar á um hvort rétt væri að halda málþing annað hvert ár, á þriggja eða jafnvel fimm ára fresti. Rússarnir fijálslegri og opnari í Reykjavík Jón Hákon segir að bæði banda- rísku og rússnesku fulltrúarnir hafi heitið aðstoð við að gera málþing framtíðarinnar sem bezt úr garði, einkum með því að tryggja að minnsta kosti jafngóðan hóp fyrirles- ara og verið hefði á fundinum í síð- ustu viku. „Rússamir sögðu að Reykjavík væri einstakur staður, vegna þess hvað gott væri að tala hér. Þeir sögðust hafa verið miklu opnari og talað mun fijálslegar en þeir hefðu gert, hefði málþingið ver- ið haldið í New York eða Washing- ton,“ segir Jón Hákon. Hann segir að finna þurfí stofn- anir eða fyrirtæki, sem séu reiðubúin að styðja ráðstefnuhald í Reykjavík í framtíðinni ásamt íslenzkum stjórn- völdum og hafí Bandaríkjamenn heit- ið aðstoð við þá leit. Rússar séu fjár- vana, en hafí heitið því að tryggja þátttöku forystumanna í alþjóða- fræðum og -stjórnmálum. Jón Hákon segir þátttakendur í málþinginu hafa verið afar ánægða með það hvernig til tókst, eins og áherzla þeirra á einhvers konar fram- hald á ráðstefnuhaldi í Reykjavík sýni. „Það er því komin ákveðin virð- ing fyrir Reykjavík sem fundarstað í hópi þeirra, sem fjalla um alþjóða- mál og samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Það er okkur mjög dýrmætt," segir Jón Hákon. Morgunblaðið/Sverrir STARFSMENN Reykjavíkurborgar fóru víða um borgina í gær til að hreinsa upp brotin tré og greinar. FYRSTA stórviðri haustsins gerði vart við sig á sunnudag og aðfaranótt mánudags þegar djúp 950 millibara lægð gekk yfir landið og olli víða lítilsháttar skemmdum. Ekkert alvarlegt tjón varð eða slys á fólki. Þak- plötur fuku af húsum og allt að 30 ára gömul tré féllu. Náði vind- hraðinn víða 12 vindstigum í hviðum. Miklar annir voru hjá lögregl- unni í Reykjavík, björgunarsveit- um og starfsmönnum Reylqavík- urborgar vegna veðurofsans á sunnudag, aðallega vegna foks. Þar til veðurofsinn gekk niður í gærmorgun þurfti að aðstoða fólk, hemja fjúkandi hluti og Fyrsta stórviðri haustsins festa það er fokið gat. í Keflavík voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk við að farga niður lausamuni er líða tók á sunnudaginn. Meðal annars fuku þakplötur af þaki Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og gámur fauk við verslunina Samkaup. Fimm vinnuskúrar Vegagerðarinnar sem staðsettir voru við Djúpá í Ljósavatnshreppi í S-Þingeyjar- sýslu fuku í óveðrinu og gjöreyði- lagðist einn þeirra. I gærmorgun voru tíu vindstig og hvasst á Norðausturlandi en þá var lægðin komin um 100 km norður fyrir Melrakkasléttu. Lægðinni fylgdi snjókoma og snjóaði mest um norðanvert land- ið. í dag er gert ráð fyrir vestan strekkingi með éljum vestan- og norðanlands en þurrt verður vestan- og sunnanlands. ■ Óveðrið/16 Rekstrarhalli forsetaframboðs Guðrúnar Agnarsdóttur um 5,6 millj. kr. Kannað hvort ríkissjóður gefi eftir virðisaukaskatt GUÐRÚN Agnarsdóttir telur áhyggjuefni hve framboð til embætt- is forseta íslands reynist kostnaðar- söm jafnvel þótt aðhalds og ráðdeild- ar sé gætt. Endurskoðuð reiknings- skil framboðs hennar voru kynnt í gær og eru gjöld framboðsins um- fram tekjur um 5,6 milljónir króna. Alls nam kostnaður við framboðið 17.387,756 kr. en tekjur af styrkjum og sölu happdrættismiða 11.779,103 kr. Guðrún er fyrsti forsetaframbjóð- andinn sem birtir endurskoðaða reikninga vegna framboðsins. Taldi hún það vera lýðræðislega skyldu sína. Hún sagði að áfram yrði unnið að því að greiða skuldir, fá þær lækk- aðar eða felldar niður. Sagði Guðrún á fundi með blaða- mönnum í gær að tímabært væri að huga að mótun reglna um fjármögn- un forsetaframboða á íslandi og hlut- verki hins opinbera í þeim efnum. „Það er lýðræðinu hættulegt ef fjár- hagsleg staða frambjóðenda ræður úrslitum en þjóðin getur ekki valið sér forseta úr hópi þess fólks sem henni þykir álitlegt, án tillits til efna- hags,“ sagði hún. Minnti Guðrún á að forsetafram- boð greiddu virðisaukaskatt af þeim kostnaði sem væri skattskyldur og taldi hún að þannig hagnaðist ríkis- sjóður á framboðum án þess að leggja þeim lið. Guðrún segir athug- andi að fara fram á það að ríkissjóð- ur gefí eftir með einhveijum hætti upphæð sem samsvarar þeim virðis- aukaskatti sem framboðin hafa þeg- ar greitt. Fram kom að fjármálahóp- ur framboðsins hafí áætlað að greiða þyrfti 2'/2—3 millj. kr. í virðisauka- skatt. Guðrún telur eðlilegt að fulltrúar framboðanna hafí samflot um að óska eftir þessu við stjómvöld. Kvaðst hún ekki hafa gert upp hug sinn hvort til greina kæmi að hún legði slíka ósk fram ein. Auglýsingakostnaður mestur Mestur kostnaður varð af gerð og birtingu auglýsinga í sjónvarpi og hljóðvarpi og við gerð kynningarefn- is en í rekstrarreikningi framboðsins eru 10,4 milljónir kr. taldar fram undir þessum liðum. Blaðaútgáfa kostaði um 2,1 milljón kr. og skilti um 1,6 milljónir kr. Laun þriggja starfsmanna námu U/2 milljón kr. Tekjur skiptust þannig að tæpar 6,4 milljónir kr. fengust með styrkj- um fyrirtækja, rúmar 2,2 millj. kr með styrkjum einstaklinga en tekjur af sölu happdrættismiða námu tæp- um 3,2 millj. kr. Fram kom að flest framlög einstaklinga hefðu verið á bilinu 1.000-5.000 kr. en fyrirtækja frá 50-100 þúsund kr. Guðrún taldi ekkert hafa komið sér sérstaklega á óvart í rekstrar- reikningi enda hafi verið búist við miklum auglýsingakostnaði. „Á hinn Morgunblaðið/Ásdís GUÐRÚN Agnarsdóttir og eiginmaður hennar Helgi Valdimarsson kynntu í gær endurskoðaða reikninga framboðs hennar til embættis forseta íslands. bóginn kom mér mest á óvart ómæld og ómetanleg sjálfboðavinna, sem fjöldi fólks lagði af mörkum,“ sagði Guðrún. Aðrar leiðir vænlegri Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, telur óeðlilegt að ríkissjóður gefi eftir upphæð sem samsvarar virðisaukaskatti. Hann segir að allir frambjóðendur hafí getað vitað að hveiju þeir gengu varðandi skatta af framlögum og kostnaði. „Það er misskilningur að ríkissjóður sé að græða á forsetaframboðum. Þeir fjármunir sem notaðir voru til að greiða kostnað frambjóðenda hefðu áreiðanlega verið notaðir til annarra virðisaukaskattskyldra útgjalda," sagði Friðrik. „Engin lagaheimild er fyrir hendi og ég efast um að vilji sé til að veita forsetaframbjóðendum beina styrki eftir á úr ríkissjóði á meðan t.d. líknarfélög þurfa að greiða virðisaukaskatt.“ Að mati ráðherra kemur vel til álita að breyta lögum til að koma til móts við frambjóðendur í forseta- kjöri. Slíkar breytingar verði á hinn bóginn að gera með góðum fyrirvara þannig að allir frambjóðendur standi jafnt að vígi frá upphafí. Fremur en að fara leið Guðrúnar segir hann hins vegar koma til greina að athuga hvort framlög til forsetakosninga- baráttu eigi að njóta sams konar skattfríðinda og stjómmálaflokkar. Atakið „Virkjum Bessastaði“ Kostnaður 40 milljónir króna KOSTNAÐUR við framboð Ást- þórs Magnússonar og átakið „Virkjum Bessastaði“ nam 40.059.384 kr. samkvæmt yfirliti sem tekið hefur verið saman og afhent fjölmiðlum. Vinnsla og birting auglýsinga í ljósvakamiðlum annars vegar og rekstur skrifstofu og greiðslur til verktaka voru stærstu kostnað- arliðirnir en liðlega hálf tíunda milljón var lögð í hvorn þátt átaks- ins._ Átakið var unnið í þremur áföngum. Fyrst voru birtar auglýs- ingar til að vekja athygli á þjáning- um almennings í stríðshijáðum og fátækum löndum. Annar áfanginn var útgáfa bókarinnar Virkjum Bessastaði en síðasti áfangi átaks- ins var framboð Ástþórs til emb- ættis forseta íslands. Allir reikningar greiddir Samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu Friðar 2000 hafa allir reikningar verið greiddir en fjármagn var millifært frá reikn- ingi Ástþórs Magnússonar í Bret- landi í gegnum SPRON. Auk áðurnefndra kostnaðarliða var rúmum 6 millj. kr. varið í umhverfisauglýsingar og merking- ar, 4 millj. kr. í auglýsingar í blöð og tímarit og 7 millj. kr. í prentun og dreifingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.