Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 23 Leiðtogafundur ESB í Dublin Staðið við ráðstefnulok í júní Dublin. Reuter. LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópu- sambandsins ákváðu á fundi sínum í Dublin á írlandi um helgina að halda fast við þau áform að ríkjaráð- stefnu sambandsins ljúki í júní á næsta ári og að hægt verði að hefja aðildarviðræður við væntanleg ESB- ríki hálfu ári síðar. Fundurinn einkenndist engu að síður af áhyggjum af að útkoma ríkj- aráðstefnunnar yrði ekki jafnmetn- aðarfull og að var stefnt og að fyrir vikið yrði ESB ekki nægilega vel undirbúið fyrir íjölgun aðildarríkja. í vinnuhádegisverði leiðtoganna á laugardag hvöttu margir til þess að nýjum krafti yrði hleypt í viðræður á ráðstefnunni og markið sett hátt. að nauðsynlegt gæti reynzt að halda aðra ríkjaráðstefnu, vegna þess að nú myndi ekki nást nógu víðtækt samkomulag. Margir leiðtoganna vöruðu hins vegar við slíku. Gestgjafinn John Bruton, forsæt- isráðherra írlands, sagði: „Ef það er erfitt að ná samkomulagi á meðal 15 stjórnarleiðtoga um samnings- texta til að taka á stórum og erfíðum vandamálum, er augljóst að ef við reynum að slá því á frest, þar til eftir að aðildarríkin verða orðin fleiri en tuttugu, verður það enn erfiðara." Tal um aðra ríkjaráðstefnu hættulegt „Ég held að það geti verið hættu- legt að velta fyrir sér annarri ríkja- ráðstefnu núna, vegna þess að það myndi aðeins verða vatn á myllu þeirra, sem vilja engar breytingar," sagði Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar. Klaus Hansch, forseti Evrópu- þingsins, tók í sama streng. „Við verðum að útiloka tal um aðra ríkjar- áðstefnu, vegna þess að það myndi aflétta þrýstingi að ná samkomulagi á næsta ári,“ sagði hann. Reuter HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, og Martti Ahtisaari, for- seti Finnlands, heilsast í upphafi fundarins í Dublin á laugardag. Forseti Evrópuþingsins EMU-aðild skylda - ekki tilboð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „EVRÓPSKA myntbandalagið er ekki tilboð til ESB-land- anna, heldur er skylda að vera með, ef löndin uppfylla á ann- að borð inngönguskilyrðin," sagði Klaus Hánsch forseti Evrópuþingsins í heimsókn í Stokkhólmi fyrr í vikunni. Samkvæmt hans skilningi er Svíþjóð því skyldug til að gerast aðili að myntbandalag- inu (EMU). Hánsch undir- strikaði einnig að tímasetning myntbandalagsins gilti fyrir alla. Ummæli þingforsetans vöktu athygli í Svíþjóð, þar sem stjórnin leggur áherslu á að uppfylla aðildarskilyrðin, án þess að gefa neitt upp um hvort hún ætli að ganga í EMU eður ei. Reuter JOHN Major ræðir við John Bruton, forsætisráðherra Irlands, ásamt utanríkisráðherra sínum, Malcolm Rifkind. Erfiður fundur fyrir Major Dublin. Reuter, The Daily Telegraph. LEIÐTOGAFUNDURINN í Dublin var John Major, forsætis- ráðherra Bretlands, erfiður. Ann- ars vegar virtust viðvörunarorð hans til hinna ieiðtoganna um að fara sér hægt á ríkjaráðstefnunni eiga Iítinn hljómgrunn. Hins veg- ar voru andstæðingar ESB-aðild- ar í hans eigin flokki óánægðir og töldu hann ekki hafa barizt vel gegn áformum um enn frek- ari samruna ESB-ríkjanna. Við þetta bættust deilur Majors við fjóra aðra þátttakendur í leið- togafundinum. Annars vegar gerði Major athugasemdir við það að þrír evrópskir stjórnar- leiðtogar úr röðum jafnaðar- manna skyldu hafa komið fram í áróðursmyndum, sem sýndar voru á fiokksþingi Verkamanna- flokksins í síðustu viku, og hvatt til stjórnarskipta í Bretlandi. Major ræddi við leiðtogana þijá, þá Franz Vranitsky, kanzl- ara Austurríkis, Wim Kok, for- sætisráðherra Hollands, og An- tonio Guterres, forsætisráðherra Portúgals. Þeir munu hafa reynt að sannfæra hann um að þeir hafi ekki ætlað að móðga hann. Kok sagði við blaðamenn: „Eg talaði sem leiðtogi hollenzka Verkamannaflokksins. Hann get- ur varla reiðst mér fyrir að vera jafnaðarmaður.“ Vranitsky tók í sama streng og benti á að jafnt íhaldsmenn sem jafnaðarmenn í Evrópu kæmu saman á flokksþingum og lýstu stuðningi hveijir við aðra. „Ef allir móðguðust í hvert sinn sem einhverjir koma saman ein- hvers staðar, væri Evrópa full af móðguðu fólki,“ sagði kanzlar- inn. Hins vegar lenti þeim Major og Klaus Hánsch, forseta Evrópu- þingsins (sem er jafnaðarmaður), harkalega saman. Hánsch húð- skammaði ríkisstjórn íhalds- manna í Bretlandi í ræðu sinni á leiðtogafundinum. „Ég skil ekki hvers vegna 14 ríkisstjórnir ættu alltaf að fórna framtíðarsýn sinni í Evrópumálum og grundvallar- stefnumiðum sinum, bara til að halda einni ríkisstjórn um borð, ekki sízt vegna þess að hún gæti stokkið frá borði hvenær sem er,“ sagði þingforsetinn. „Ef ein ríkisstjórn er augljóslega úr takti við hinar... þá gætu hinar þurft að leita leiða til að halda áfram engu að síður, eða til þess að fresta endanlegum ákvörðunum þar til ríkisstjórnin, sem er i minnihluta, er tilbúin að breyta afstöðu sinni, eða þar til önnur kemur í hennar stað.“ Major sagði að ræða Hánsch hefði verið „heimskuleg" og röng í alla staði. Að sögn aðstoðar- manna forsætisráðherrans kvart- aði hann undan Hánsch við John Bruton, gestgjafa leiðtoga- fundarins, og mun taka málið upp við þingforsetann sjálfan. verðið i bænum! Whirlpool gæða frystikistur AFG015 130L Nettó H:88 B: 60 D: 66 Verð: 33.900 kr AFG027 249L Nettó H:88 B: 95 D: 66 Verð: 38.900 kr AFG033 307L Nettó H:88 B: 112 D: 66 Verð: 42.900 kr AFG041 384L Nettó H:88 B: 134,5 D: 66 Whirlpool frystikistur eru með: læsingu á loki, Ijósi 1 loki, advörunarbúnaöi. Whirlpool gæða frystiskápar Verð: 47.900 kr AFB410 130L Nettó H:85 B: 55 D: 60 Verð: 42.000 kr AFG311 203L Nettó H:140 B: 59,2 D: 60 Verð: 59.900 kr AFG313 283L Nettó H:180 B: 59,2 D: 60 Verð: 68.900 kr Whirlpool frystiskápar eru með aðvörunarbúnaði. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SfMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.