Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sjónvarpskappræður forsetaefna repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum Bob Dole tekst ekki að hnekkja veldi Ciintons rrl Ranlor Hartford. Reuter. Reuter BOB Dole, forsetaefni repúblikana, og Bill Clinton Bandaríkja- forseti í sjónvarpskappræðum í Hartford í Connecticut. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, tókst á við Bob Dole, forsetaefni repúblikana, í 90 mínútna sjónvarps- kappræðum í fyrrinótt en ólíklegt þykir að þær dragi úr líkunum á því að Clinton nái endurkjöri. Sam- kvæmt skyndikönnunum eftir kapp- ræðurnar voru mun fleiri þeirrar skoðunar að Clinton hefði sigrað en flestir sögðu þó að Dole hefði staðið sig betur en þeir hefðu búist við. Dole gagnrýndi forsetann fyrir að hafa framfylgt veikri stefnu í utanríkismálum, hækkað skatta og látið hjá líða að stemma stigu við vaxandi eiturlyfjaneyslu í landinu. Clinton sagði hins vegar að Banda- ríkjamenn væru betur settir nú en fyrir fjórum áram og að verulegur árangur hefði náðst í friðarumleit- unum Bandaríkjastjórnar víða um heim. Dole stóð verr að vígi fyrir kapp- ræðurnar og varð að blása til sóknar og sannfæra kjósendur um að hann væri sjálfur hæfari til að gegna embættinu án þess þó að vera of herskár. Clinton þurfti hins vegar aðeins að varast klaufaleg mistök til að halda forskoti sínu í skoðana- könnunum. „Hér urðu engir stóratburðir. Þetta var nær því að vera jafntefli og það kemur sér betur fyrir Clint- on,“ sagði David Birdsell, sérfræð- ingur í sögu slíkra sjónvarpskapp- ræðna við Baruch College í New York. Fylgi beggja eykst lítillega Samkvæmt Gallup-könnun, sem gerð var fyrir CAW-sjónvarpið, töldu 51% sjónvarpsáhorfenda að Clinton hefði sigrað í kappræðunum en 32% nefndu Dole. 74% aðspurðra sögðu hins vegar að Dole hefði staðið sig betur en búist var við. Niðurstöður skyndikannana CBS og ABC voru svipaðar; 50% töldu að Clinton hefði sigrað, 28-29% sögðu Dole hafa haft bet- ur og 17-19% hölluðust að jafntefli. Skekkjumörk- in í könnununum voru sögð 4-4,5%. Könnun ABC bendir tii þess að fylgi Clintons hafí aukist úr 51% í 55% og Doles úr 40% í 41%. Þriðji frambjóð- andinn, Ross Perot, fékk ekki að taka þátt í kappræðunum vegna lít- ils fylgis í skoðanakönnunum. Stuðningurinn við hann fór úr 5% í 2% eftir kappræðumar, ef marka má könnun ABC. Samkvæmt nýjustu könnun Reuters, sem var framkvæmd fyrir kappræðumar, minnkaði forskot Clintons úr 15 prósentustigum á sunnudag í 9 stig á mánudag. Óöruggur en hnyttinn Dole virtist nokkuð óöruggur í fyrstu og brosti sjaldan en sótti í sig veðrið þegar á leið. Margar af bestu setningunum í kappræðunum komu frá honum og viðstaddir hlógu nokkmm sinnum að hnyttnum til- svömm hans. Clinton var öryggið uppmálað, broshýr, yfirvegaður og mælskur, og hamraði á því að hann væri betur til þess fallinn að stjóma Bandaríkjunum fram á næstu öld. Bill Clinton vísaði til þekktra ummæla Ronalds Reagans, fyrrver- andi forseta, í sjónvarpskappræðum árið 1980 þegar hann atti kappi við Jimmy Carter og spurði: „Eruð þið betur sett en fyrir fjómm áram?“ „Við emm betur sett nú en fyrir fjórum ámm. Við skulum halda áfram á sömu sagði Clinton í upphafí kappræðnanna. „Það er rétt að hann er betur settur en fyrir fjórum ámm,“ svaraði Dole og viðstaddir hlógu. „Eg býst við að einhverjir s_éu betur settir. Saddam Hussein [íraksfor- seti] er líklega betur settur." Utanríkisstefnan gagnrýnd Dole sagði að flugskeytaárásir Bandaríkjamanna á írak hefðu ekki komið í veg fyrir að Saddam styrkti stöðu sína í norðurhluta landsins og Clinton hefði ekki tekist að viðhalda alþjóðlegri samstöðu gegn írak. Hann gagnrýndi ennfremur frammi- stöðu forsetans í málefnum Sómalíu, Haítí, Bosníu, Kóreu, Kúbu, írlands og Miðausturlanda. „Clinton hefur sent fleiri hermenn til annarra landa en nokkur annar forseti í sögunni. Friðargæsla hefur kostað okkur marga milljarða dala,“ sagði Dole og bætti við að Bandarík- in hefðu glatað trúverðugleika sínum á valdatíma Clintons. Forsetinn lagði hins vegar áherslu á að friðammleitanir Bandaríkja- stjómar í Bosníu, Miðausturlöndum og Norður-írlandi hefðu borið árang- ur og einræðisstjórn hefði verið steypt á Haítí. Tekist á um tóbaksfyrirtækin Frambjóðendurnir deildu einna harðast þegar Clinton sakaði Dole um að hafa lagst gegn aðgerðum stjórnarinnar gegn tóbaksfyrirtækj- unum. „Það var ekki ég sem lagðist gegn því sem við reyndum að gera til að bjarga lífi barna, sem stafar hætta af tóbaki, og fór síðan til tóbaksræktenda og stærði sig af því að hafa barist gegn stjórninni, sem reyndi að stemma stigu við auglýsingum og sölu tóbaks til barna,“ sagði forset- inn. Dole kvaðst hins vegar hafa haf- ið baráttu gegn reykingum árið 1965. „Það var ekki fyrr en á kosn- ingaári, herra forseti, að þér hug- kvæmdist að beijast gegn reyking- um. Hvað um eiturlyfjasöluna sem tvöföldaðist á síðustu 44 mánuðum? Sala kókaíns jókst um 41%, maríjú- ana, kókaíns um 166%. Svo virðist sem þú munir aðeins það sem kem- ur þér best.“ Clinton sakaður um ýkjur Clinton kvaðst vilja draga úr rík- isumsvifum og skrifræði en Dole sagði að hlutverk alríkisins væri helsta ágreiningsmál þeirra. „Eg treysti fólkinu. Forsetinn treystir stjórninni," sagði Dole og bætti við að hann vildi færa „völd aftur tii ríkjanna og til fólksins". „Dole öldungadeildarþingmaður viðurkenndi í febrúar að bandaríski efnahagurinn væri öflugri en nokkru sinni fyrr í 30 ár,“ sagði Clinton um efnahagsmálin. „Við höfum stuðlað að 10,5 milljónum nýrra starfa, störfunum fjölgar hraðar en dæmi eru um undir stjórn repúblikana frá þriðja áratugnum, launin eru tekin að hækka í fyrsta sinn á áratug, nýju smáfyrirtækin hafa aldrei verið fleiri.“ Dole sagði afrekalista forsetans minna sig á látinn bróður sinn, sem hefði verið gefínn fyrir ýkjur. „For- setinn getur ekki eignað sér allt sem ríkisstjórarnir em að gera. Hann vill láta þetta hljóma betur til að ykkur líði vel,“ sagði Dole og kvað Bandaríkjamenn aldrei hafa þurft að leggja jafn hart að sér til að fram- fleyta fjölskyldum sínum. Dole lofaði að lækka tekjuskatta um 15% á næsta kjörtímabili og eyða um leið fjárlagahallanum. Hann kvaðst ekki gefa slík loforð nema hann væri sannfærður um að hægt yrði að standa við þau. „Vara- forsetaefni repúblikana, Jack Kemp, sagði eitt sinn að Dole hefði aldrei komist í tæri við skatt sem hann hefði ekki hækkað," sagði þá Clinton. Jim Lehrer, virtur sjón- varpsfréttamaður, stjórn- aði kappræðunum og gaf Dole færi á að veitast að Clinton persónulega en hann stóðst þá freistingu og sagði kosningabaráttuna snúast um mál- efni. „Spurningin er, emð þið ginn- keypt fyrir gömlum kosningaloforð- um andstæðingsins?" Frambjóðendumir heyja annað einvígi í San Diego 16. október. Tveir létust í árás á danska Vítisengla Lög gegn mótor- hjóla- klúbbum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÁRÁSIN á klúbbhús Vítisengla á Norðurbrú í Kaupmannahöfn að- faranótt sunnudags er enn ein áminningin til danskra yfirvalda um að engin vettlingatök dugi til að stemma stigu við átökum stríð- andi mótorhjólaklúbba. Tveir lét- ust og nítján særðust. í fyrsta skiptið í ellefu ár var fórnarlambið ótengt gengjunum, því annað þeirra tveggja er lést var kona, sem býr í hverfinu, en var gest- komandi hjá Vítisenglunum. Að sögn lögreglu og hjúkrunarfólks líktist aðkoman að húsinu vígvelli. í vikunni er búist við að danska þingið samþykki lög gegn mótor- hjólagengjunum. Árásin á klúbbhúsið er ekki sú fyrsta, því áður hefur verið skotið sams konar skeytum á klúbbhús bæði í Danmörku og Svíþjóð en þetta er í fyrsta skipti sem fólk lætur lífið í slíkri árás hér. Vitað var að einmitt þetta kvöld var haldin árleg víkingaveisla klúbbs- ins og gestir komu víða að, einnig erlendis frá. Lögreglan hafði verið á verði við götuna frá því snemma um daginn og allir gestkomandi þurftu að sýna skilríki og leitað var á grunsamlegum gestum. Óvinir vítisenglanna, líklega meðlimir Banditosklúbbsins, létu þó lögregluvörðinn ekki aftra sér frá árás, heldur fóru þeir upp á nærliggjandi hús og skutu flug- skeytinu þaðan. Annað ónotað skeyti fannst á skotstaðnum og hafa skeytin verið rakin til inn- brots í vopnabúr sænska hersins. Klúbbhúsin bönnuð Lögin, sem danska þingið hefur í undirbúningi, eiga að vernda þá um þúsund manns, sem áætlað er að búa í nágrenni við klúbbana. Samkvæmt þeim fær lögreglan heimild til að banna meðlimum klúbbanna að koma í klúbbhúsin ef talin er hætta á árás. Einnig verður hægt að banna meðlimun- um að koma saman annars stað- ar. Lögin á að nota gegn hópunij sem eiga í vopnuðum átökum. I gær efndi þingið til ráðstefnu um mótorhjólaklúbbanna, þar sem vom samankomnir aðilar, er þekkja til þeirra. 74%segjaað braut, Bob Dole hafi komið þeim á óvart „Ég treysti fóikinu - forsetinn stjórninni" Trúboði en ekki njósnari Seoul, Moskvu. Reuter. YFIRVÖLD í Suður-Kóreu sögðu í gær, að bandarískur ríkisborg- ari, sem væri í haldi í Norður- Kóreu, væri trúboði með aðsetur í Kína og ekki njósnari Suður- Kóreu. Talsmaður s-kóreska utanríkis- ráðuneytisins sagði, að hann teldi, að Evan Carl Hunzike, sem Norð- ur-Kóreumenn handtóku, væri trúboði með aðsetur skammt frá landamærum N-Kóreu í Norðaust- ur-Kína. Kvaðst hann telja, að N-Kóreustjóm hefði logið upp mjósnasögunni til að neyða Bandaríkjastjóm til beinna við- ræðna. Stjórnin í Pyongyang í N-Kóreu sagði á sunnudag, að Hunzike, sem er á þrítugsaldri og af kóresk- um ættum, hefði verið handtekinn 24. ágúst sl. eftir að hann hefði farið yfír landamærin. Sakaði hún hann um njósnir fyrir S-Kóreu. Elísabet drottning vill greiða skuldir Söru Ferguson London. Reuter. ELÍSABET Bretlandsdrottning hefur gengið frá samningi um, að allar skuldir Söruh Fergu- son, hertogaynjunnar af Jórvík, verði greiddar gegn því, að hún afsali sér forræði yfir dætrun- um og setjist að erlendis. Flutti dagblaðið The Sun þessa frétt ígær. Samkvæmt fréttinni er drottning tilbúin til að leggja fram nokkuð á sjötta hundrað milljóna kr. og á það að hrökkva fyrir skuldum tengda- dóttur hennar fyrrverandi og kostnaði við hugsanlega heimil- isstofnun erlendis. Fergie yrði hins vegar að láta manninn sinn fyrrverandi, Andrew prins, fá forræði yfir bömunum, prins- essunum Beatrice og Eugenie. Blaðið, sem hefur oft flutt áreiðanlegar fréttir af málefn- um konungsfjölskyldunnar, Afsali sér börnunum og flytjist úr landi sagði einnig, að Fergie yrði svipt titli sínum og bann- að að segja sögu sína í bókum eða viðtölum. Berorðar lýsingar Fergie, sem fékk á þriðja hundrað milljóna kr. þegar hún skildi við Andrew, hefur bakað konungsfjöl- skyldunni mikil vandræði, ekki síst vegna berorðra frásagna af Fergie einkalífi hennar, sem hafa birst nýlega. Má af því nefna, að Vasso Kortesis, grískur miðill eða hug- læknir, sem Fergie gekk til, hefur birt nákvæmar lýsingar á sambandi hennar við ýmsa menn og í síðustu viku hætti Fergie við málssókn gegn Allan Starkie, félaga bandaríska fjármálamannsins John Bryans. Á sínum tíma birtust myndir í blöðum þar sem Bryan saug tær hertogaynjunnar á sundlaugarbakka í Suður-Frakklandi. Blaðið Mail on Sunday sagði um helgina, að Margrét, systir Elísabetar drottningar, hefði skrifað Fergie á síðasta ári og sakað hana um að vera til skammar fyrir konungsfjöl- skylduna. „Þú hefur orðið þessari fjöl- skyldu til meiri skammar en nokkur getur ímyndað sér,“ hafði blaðið upp úr bréfínu. „Þótt birst hafí af þér hneyksl- anlegar myndir í blöðum, hef- urðu aldrei skammast þín eitt augnablik. Þú virðist ófær um að taka tillit til annarra, leyfir þér að niðurlægja alla fjölskyld- una og sendir okkur síðan blóm.“ Sagði blaðið, að Margrét hefði skrifað Fergie eftir að hafa fengið frá henni blómvönd. I I > í i > i l > i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.