Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 15 Milljónatjón í stórbruna á bænum Staðarhóli MILLJÓNATJÓN varð í eldsvoða á bænum Staðarhóli í Eyjafjarðarsveit að morgni sunnudags. Vegfarandi á leið fram Eyjafjarðarbraut vestri sá reykjarmökk leggja frá útihúsum og lét slökkvilið á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit vita. Eldur var laus í gömlu aflögðu fjárhúsi og hlöðu sem búið var að breyta í geymslu. Þar voru m.a. geymdir útsæðiskassar, stórsekkir, timbur og fleira sem mikill eldsmat- ur var í. Slökkvilið Akureyrar kom á stað- inn klukkan 6.30 með 10 þúsund lítra af vatni vegna þess hve erfitt er um vatnsöflun á þessum slóðum. Guðmundur Jón Guðmundsson slökkviliðsstjóri slökkviliðs Eyja- fjarðarsveitar sagði að það hefði verið mikill munur að fá bíl með þetta miklu vatni strax' á staðinn, en slökkvilið Akureyrar hefur undir höndum afstöðumyndir af öllum bæjum í Eyjafjarðarsveit og getur á augabragði flett þeim upp og séð hvort hægt er um vik með vatnsöfl- un á staðnum eða hvort þarf að fara í tímafrekar lagnir langar vega- lengdir. Eldurinn hefur að öllum líkindum kraumað lengi nætur inni í geymsl- unni en lygnt var í veðri og hefur eldurinn þess vegna verið lengur að ná sér á strik sem kom sér vel vegna þess að stór rúllubaggastæða er örfáa metra frá brunastaðnum. Eldsupptök eru enn ókunn, en húsin voru ekki tengd rafmagni. Morgunblaðið/Benj amín ÚTIHÚS við bæinn Staðarhól í Eyjafjarðarsveit gjöreyðilögðust í eldi á sunnudagsmorgun. A myndinni eru slökkviliðsmenn að störfum. Lögregla í önnum í hvassviðrinu MIKILl erill var hjá lögreglu á Akur- eyri á sunnudagskvöld og aðfara- nótt mánudag, en einkum unnu þeir að því að koma höndum yfir lausa- muni af ýmsu tagi og njörva þá niður. Jóhannes Sigfússon varðstjóri lögreglunnar sagði að vindhraðinn hefði verið um 7 vindstig en farið upp í 10 í mestu hviðunum. Til- kynnt var um að grein hefði fallið af tré og hafnað á bifreið, en tjón varð ekki mikið. Þá ruku þakplötur sem voru við nýbyggingu Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri af stað í hvassviðrinu, en að sögn varð- stjóra tókst að koma böndum yfir þær áður en tjón hlaust af. Ein rúða brotnaði þó í gömlu sjúkrahúsbygg- ingunni. Gámur sem var uppi á öðr- um gámi við Útgerðarfélag Akur- eyringa gerði sig líklegan til að færa sig úr stað í veðurhamnum, en lögreglu tókst einnig að hemja hann. Félagar úr Hjálparsveit skáta voru í viðbragðsstöðu í stjómstöð sinni í fyrrinótt, en ekki kom til þess að kalla þyrfti út björgunar- sveitarmenn. Mikil hálka var á götum Akur- eyrar í gærmorgun, en ökumenn fóru gætilega í fyrstu hálku vetrar- ins þannig að umferð gekk áfalla- laust fyrir sig. Skólastarf í Barnaskólanum á Dalvík var fellt niður fram til hádeg- is í gærdág, en leiðindaveður var þar fram undir hádegi að sögn lög- reglu og mikið kóf. Morgunblaðið/Kristján VIÐ opnun Kirkjumiðstöðvarinnar í Laxdalshúsi, í efstu röð frá vinstri Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri Biskupsstofu, Margrét Jónsdóttir forstöðukona á Löngumýri, Guðríður Eiríks- dóttir formaður sóknarnefndar Akureyrarkirkju og Ingólfur Ár- mannsson skóla- og menningarfulltrúi Akureyrarbæjar. Guðni Þór Ólafsson prófastur í Húnaþingi, Örn Bárður Jónsson fræðslufull- trúi kirkjunnar, Dalla Þórðardóttir prófastur í Skagafirði og Svav- ar Alfreð Jónsson sóknarprestur á í Akureyrarprestakalli. Fremst eru þau Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmum, Jóna Lisa Þorsteinsdóttir guðfræð- ingur, fulltrúi fræðslu- og þjónustudeildar kirkjunnar í Hólastifti og Bolli Gústavsson vígslubiskup á Hólum. Kirkjumiðstöðin í Laxdalshúsi opnuð KIRKJUMIÐSTÖÐIN í Laxdalshúsi á Akureyri hefur verið opnuð. í Kirkjumiðstöðinni í Laxdalshúsi verður aðsetur sr. Bolla Gústavsson- ar vígslubiskups á Hólum í Hjaltad- al, sr. Guðmundar Guðmundssonar héraðsprests í Eyjafjarðar- og Þin- geyjarsýslum og Jónu Lísu Þorsteins- dóttur, guðfræðings og fulltrúa fræðslu- og þjónustudeildar kirkj- unnar í Hólastifti. Sr. Bolli sagði að vígslubiskup hefði fram til þessa ekki haft aðset- ur austan Öxnadalsheiðar, en þar þyrfti að sinna ýmsum erindum. Þegar stofnað var til embættis hér- aðsprests í Eyjafjarðai- og Þingeyj- arprófastsdæmum hefði aðstaða ekki verið fyrir hendi, en vegna mikillar starfsemi í safnaðarheimilum kirkn- anna á Akureyri hefði ekki verið laust pláss þar. Laxdalshús varð fyrir valinu þegar farið var að skoða laust húsnæði í bænum fyrir starfsemina og hefur það nú verið tekið undir hana. Þijár stofur eru á neðri hæð hússins sem þessir þrír aðilar nota, en auk þess er á efri hæð salur sem hentar til fundarhalda. Sr. Bolli sagði að héraðsprestur og fræðslufulltrúi yrðu starfandi í húsinu alla virka daga, en til stendur að vígslubiskup komi reglulega til Akureyrar og hafa fastan viðtalstíma í Kirkjumiðstöðinni í Laxdalshúsi. Nýjungar mm V PA 8000 orgjorvinn Pentium Pro netþjónar Nýjun mtidarstefna Hewlett-Packard íUnix- ogNT-málum Opin kerfi hf. bjóða til kynningarfundar á Grand Hotel fimmtudaginn 10. október kl. 10 til 12. Andy Butler frá HP í Bandaríkjunum fjaLLar um PA 8000 örgjörvann og UNIX-stýrikerfið. Anders Herlev frá HP í Danmörku kynnir Pentium Pro netþjóna og samstarf Hewlett-Packard og Microsoft. Á staðnum verða til sýnis nýjustu UNIX- og NT-vétarnar frá HP. Fundarstjóri er Halldór Pétursson. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í sima 567 1000 fyrir fimmtudaginn. OPIN KERFIHF HEWLETT PACKAHD Höföabakka 9; Símh 567 1000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.