Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Raforkusamningur Járnblendifélagsins við Landsvirkjun Verður að taka afstöðu til stækkunar fyrir mánaðamót RAFORKUSAMNINGUR ís- lenska járnblendifélagsins og Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að Járnblendifélagið verði að svara því fyrir næstu mánaðamót hvort fyrirtækið ætlar að nýta sér ákvæði samningsins um stækkun verksmiðjunnar. Samningurinn hefur verið samþykktur í stjórn Járnblendifélagsins þannig að ljóst er að annaðhvort verður tek- in ákvörðun um stækkun í lok mánaðarins eða ekkert verður af henni. Gildandi raforkusamningur Landsvirkjunar og Járnblendifé- lagsins rennur úr gildi árið 1999 og tekur nýi samningurinn við af honum og gildir í 20 ár. Samn- ingurinn tekur mið af tveimur forsendum, annars vegar að Seyðisfjörður Bjargað af klaka í lóninu TVEIMUR drengjum var bjargað af klakastykki sem var komið um 50 metra frá ósum Fjarðarár út í lón í Seyðisfirði í gær. Lögreglan á staðnum varð vör við hvað drengirnir aðhöfðust o g má líklega þakka snörum handtökum hennar að ekki fór verr. Drengirnir, sem eru ellefu ára, höfðu brotið klaka lausan í ísilagðri Fjarðará og staðið á honum meðan hann færðist fyrir straumi niður í lón sem tekur við af ánni. Lögreglan var á eftirlitsferð og sá til drengjanna. Þegar jakinn var kominn undir brúna í bænum tókst lögreglu að koma stiga yfír á jakann og gátu drengim- ir gengið á honum í land. Tíu mínútum síðar sá lögreglan að klakinn var kominn í lítil brot vegna bráðnunar. Lögreglan segir að það sé þekkt vandamál í bænum að drengir láti freistast til þess að fara á ,jakahlaupi“ inn í lónið. rekstur Járnblendiverksmiðjunn- ar verði óbreyttur og hins vegar að verksmiðjan stækki og taki nýjan ofn í notkun. Ef fyrirtækið ætlar að nýta sér ákvæðið um þriðja ofninn verður það að taka ákvörðun um það fyrir 31. janúar nk. Ef ákvörðun um stækkun verður tekin eftir þann tíma þarf Járnblendiverksmiðjan að leita á ný eftir samningum við Lands- virkjun um raforkukaup vegna reksturs ofnsins. Stjórn Landsvirkjunar hefur verið boðuð til fundar í lok næstu viku. Á fundinum mun stjórnin taka afstöðu til þess hvort fram- kvæmdir við Sultartangavirkjun og Hágöngumiðlun verða boðnar út. Flest bendir til að stjórnin verði að taka þessa ákvörðun án GANGANDI vegfarandi varð fyrir bíl á mótum Suðurlands- brautar og Álfheima í gær- kvöldi. Ekki er vitað um tildrög- þess að hafa fengið fulla trygg- ingu fyrir því að ráðist verði í stækkun Járnblendiverksmiðj- unnar eða byggingu álvers Col- umbia Ventures á Grundartanga. Elkem sýnir áhuga á að auka hlut sinn í tengslum við stækkun Járn- blendiverksmiðjunnar hafa eig- endur hennar nokkuð rætt um hugsanlega breytingar á eignar- haldi hennar, þ.e. að Elkem í Nor- egi auki hlut sinn á kostnað ann- arra hluthafa. íslenska ríkið á 55% hlut í fyrirtækinu, Elkem í Noregi 30% og Sumitomo í Japan 15%. Jón Sveinsson, stjómarformaður Jámblendifélagsins, sagði að um- ræður um breytta eignaraðild væru ekki nýjar af nálinni, en síð- in en maðurinn, sem er um þrí- tugt, skall á bílnum og síðan í götuna. Hann var fluttur á slysadeild en mun ekki vera asta hálfa árið hefðu þær tengst viðræðum um stækkun verksmiðj- unnar. Hann sagði að hægt væri að fjármagna stækkun verksmiðj- unnar annaðhvort með lántökum eða með aukningu á hlutafé. Með aukningu á hlutafé skapaðist aftur möguleiki á breyttri eignaraðild. Innan stjórnar Elkem hefur ekki verið tekin formleg afstaða til þess hvort fyrirtækið styður áform um stækkun Járnblendi- verksmiðjunnar. Reiknað er með að stjórnin móti endanlega af- stöðu til málsins á næstu dögum og þá hugsanlega einnig hvort fyrirtækið eykur hlut sinn í Járn- blendifélaginu. Ekki er þó víst að ákvarðanir um breytta eignarað- ild og stækkun verksmiðjunnar verði teknar á sama tíma. mikið slasaður, samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá lögreglu. Milljóna- tug-ir féllu á Súðavíkur- hrepp ísafjörður. Morgunblaðið. ÞRJÁTÍU og sjö milljónir króna féllu á Súðavíkurhrepp um síðustu áramót vegna uppkaupa húseigna í gömlu Súðavík. Um er að ræða 10% af uppkaupsverði húseign- anna sem sveitarfélaginu ber skylda til að standa skil á sam- kvæmt lögum um Ofanflóðasjóð. Heildaruppkaupin í Súðavík hljóða upp á 470 milljónir króna, en geng- ið hafði verið frá kaupum fyrir um 370 milljónir um síðustu áramót. Að sögn Ágústs Kr. Björnsson- ar, sveitarstjóra í Súðavík, ráðger- ir hreppurinn að sækja um fyrir- greiðslu hjá Ofanflóðasjóði til að geta staðið við skuldbindingar sín- ar og brúa tímabilið þar til laga- breytingarnar hafa verið sam- þykktar á Alþingi. „Þeir aðilar hjá hinu opinbera sem ég hef átt erindi við vegna þessa máls hafa hengt sinn hatt á lagabreytinguna á frumvarpinu um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum sem kynnt var á Al- þingi fyrir jól og því féllu 10% af uppkaupsverðinu á hreppinn um áramót. Að vísu er framvindan aðeins orðin 370 milljónir króna og því voru það 37 milljónir sem hreppurinn varð að taka á sig vegna þessa máls,“ sagði Ágúst. -----♦ ♦ ♦----- Smygl á yfir 6.000 flöskum í rannsókn TVEIR menn hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 28. janúar nk. í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu smygli á áfengi til landsins. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins, segir að verið sé að rannsaka dreifingu á vodka sem fór ótollafgreiddur úr gámi í des- ember. Um er að ræða yfir 6.000 flöskur. Áfengið kom til landsins í gámi í desember og fór hluti af því í dreifingu. Rannsóknin beinist að því hvernig staðið var að smyglinu og dreifingunni á áfenginu. Ekki fengust upplýsingar um það hvort fleiri tengdust þessu máli. Eitthvað af áfenginu var þegar komið í dreifingu en ekki er vitað hvert. Morgunblaðið/Júllus Vegfarandi fyrir bíl Bein aðkoma stéttarfélaganna veldur ágreiningi um hugmyndir um fyrirtækjasamninga VMSI hafnar nýjustu tillögu vinnuveitenda ÁGREININGUR VSÍ og VMSÍ um beina aðkomu stéttarfélaga að fyr- irtækjasamningum er meginástæð- an fyrir því að ekki hafa náðst samningar um ramma fyrir fyrir- tækjasamninga. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSI, segir að nýtt útspil vinnuveitenda hvað þetta varðar leysi ekki málið. Forystumenn VSÍ og stærstu landssambandanna innan ASÍ ræddu sameiginlega um fyrirtækja: samninga á fundi sl. mánudag. VSÍ lagði fram nýjar hugmyndir á fund- inum, sem Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir fela í sér viðþrögð við gagnrýni ASÍ. „ASÍ hefur lagt áherslu á að fé- lögin fái með einhveijum hætti að- komu að þessari samningsgerð. Því höfum við svarað með tvennum hætti. í fyrsta lagi með því árétta að trúnaðarmenn á vinnustöðum, sem hvort tveggja eru trúnaðar- menn félaganna og starfsfólksins, fari með samningsumboð á vinnu- stað. Í öðru lagi höfum við opnað á það að leiði viðræður á vinnustað ekki til niðurstöðu innan átta mán- aða frá því óskað hefur verið eftir viðræðum geti starfsmenn óskað eftir því að stéttarfélögin tilnefni fulltrúa til að aðstoða við viðræð- umar og hann kalli þá eftir viðræð- um við VSÍ. Því hefur ennfremur verið teflt á móti okkur að ef þessir samningar eigi að gerast undir friðarskyldu, sem við teljum lykilatriði, þýði það að vinnuveitandi sé ekki skuldbundinn til að verða við hugmyndum starfs- manna sinna. Við opnuðum í gær á það að ef vinnuveitandi synji um við- ræður eða sýni óbilgimi með því að hafna öllum samkomulagsumleitun- um sem miði að bættum kjöram starfsmanna án aukins launakostn- aðar miðað við sama framleiðslu- og þjónustustig og setji hann ekki fram eigin tillögur sem miði að sama marki geti stéttarfélög starfsmanna sam- eiginlega krafíst þess að friðarskyldu verði aflétt gagnvart fyrirtækinu. Þetta getur þó fyrst gerst eftir að fulltrúar VSÍ og hlutaðeigandi stétt- arfélög hafa reynt að stuðla að sam- komulagi með þátttöku í viðræðun- um. Ef deila verður um þetta er hægt að vísa málinu til úrskurðnefnd- ar sem við stingum upp á að komið verði á fót, þar sem verður einn frá VSÍ, einn frá ASÍ og oddamaður og hún úrskurðar hvort heimilt verður að ijúfa friðinn og boða til vinnu- stöðvunar," sagði Þórarinn. Þórarinn sagði að tillögumar gengju út frá því að það heyrði til algjörra undantekninga að friðar- skyldan yrði rofin og aðeins ef vinnuveitandi sýndi óbilgirni. VMSÍ krefst upplýsinga um afkomu fyrirtækja Björn Grétar Sveinsson sagði að sér litist illa á þessa nýjustu hugmynd VSÍ. Hún væri berlega sett fram í því augnamiði að reyna að fá stéttarfélögin til að fallast á að ijúfa tengsl félaganna við vinnustaðinn. VMSÍ myndi ekki fallast á slíka tillögu því það væri grundvallaratriði að félögin kæmu með beinum hætti að gerð vinnu- staðasamninga líkt og verið hefði. í tillögum VMSÍ um vinnu- staðasamninga er gert ráð fyrir að trúnaðarmenn fari með samn- I ingsumboð fyrir hönd stéttarfé- ! laganna. í fyrirtækjum þar sern ekki hafi verið kosnir löglegir trúnaðarmenn fari stéttarfélögin | með samningsumboð. Náist ekki samningar vegna ágreinings geti trúnaðarmenn beðið samtök sín um aðstoð. Þess er krafist að fyrir- tækið og viðkomandi stéttarfélög sameinist um að veita trúnaðar- mönnum aðstoð við að tileinka sér nauðsynlega þekkingu til þess að þeir geti staðið að samningagerð. Þá fer VMSÍ fram á að fyrirtæki geri trúnaðarmönnum og fulltrú- um starfsfólks reglulega og a.m.k- I tvisvar á ári grein fyrir fram- ; leiðslu, ytri skilyrðum, horfum í afkomu, framleiðslu- og starfs- mannastefnu. Samninganefnd VMSÍ sam- þykkti í gær tillögu um að vísa kjaraviðræðum við VSÍ, Vinnu- málasambandið og ríkið’til ríkis- sáttasemjara. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.