Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 25 DARFJÓRÐUNG grét drottning og Hinrik prins í Riddarasalnum í Amalienborgarhöll. Listræn drottning '8 útnefndi Jens Otto Krag forsæt- drottningar Danmerkur. Því næst í að hrópa nífalt húrra. færslufé frá ríkinu, en fjölskyldan er hvorki undanþegin erfða- né fast- eignaskatti og ekki skyldug til að standa ríkinu skil á bókhaldi sínu. Féð notar hún til að greiða starfsfólki hirð- arinnar laun, ferðlög sín og fjölskyld- unnar og viðhald af eignum, en ein- staka framkvæmdir eru þó borgaðar sérstaklega af ríkinu og stöku liðir eru greiddir af utanríkisráðuneytinu, ef það er metið sem framlag í þágu ríkis- ins. Drottningin á síðasta orðið um orðuveitingar, sem ráðuneytisstjóram- ir skila tilnefningum um. Drottningin hittir blaðamenn á blaðamannafundum, sem eru vandlega undirbúnir af hálfu hirðmanna hennar og óreyndum blaðamönnum iagðar lín- ur um hvað sé við hæfí og hvað ekki. Það þykir sjálfsögð kurteisi að ávarpa hana sem „Deres Majestæt" og ekki þarf að taka fram að drottningin er þéruð. Það þótti ekkert tiltökumál að þéra fólk, þegar hún tók við, en nú eru þéringar nokkum veginn alveg aflagð- ar í Danaveldi, svo hún og fjölskylda hennar eru eiginlega eina fólkið, sem er þérað undatekningalaust. Sjálf segir drottningin að henni sé ótamt að þúa og bara það eitt segir sína sögu um að hún er ekki alveg með í megin- straumi þjóðfélagsbreytinganna, því örugglega er leitun að jafnöldru henn- ar, sem ekki er tamara að þúa en þéra. Andrúmsloftið á blaðamannafund- um drottningar er ekki sérlega af- slappað, því það er bæði stressandi að þurfa að hafa titlana og þérun í huga og eins getur hún verið svolítið hvumpin og snögg upp á lagið, ef henni mislíkar eða er ekki vel fyrir kölluð. Hún horfir sjaldnast á við- mælendur sína, hefur svolítið flöktandi augnaráð, virðist yfírleitt vera fremur spennt og ör og svarar stuttaralega. Það eykur ekki á rósemisyf- irbragðið að hún keðjur- eykir af mikilli áfergju. Drottningin er óvenjuvel máli farin og notar oft sjaldheyrð og gömul orð, auk þess sem framburður hennar er fallega skýr og gamaldags. Hún þykir vel heima í mörgu og er hláturmild, þó hláturinn sé oft með spenntum tón. Sjálf segist hún vera svolítill flautaþyr- Prinsinn: alltaf nokkrum skrefum fyrir aftan drottninguna Henrik prins var í fyrstu fírna vel tekið í Danmörku og allir virtust falla í stafi yfir þessum laglega og myndar- lega fransmanni, sem varð faðir ári eftir brúðkaupið og svo aftur að rúmu ári síðar. En hrifningin dvínaði fljótt því hann var lengi að ná málinu og talar með sterkum hreim. Hann mátti þola stöðuga gagnrýni framan af og þurfti að beijast fyrir að fá sjálfstæða fjárveitingu, en vera ekki á framfæri eiginkonu sinnar. Hann hefur þó löngu verið tekinn í sátt. Þeir sem þekkja hann heillast af franskri andagift hans og næmni á lífsins lystisemdir eins og mat, drykk, bókmenntir og listir. Hann hefur fágað yfírbragð og reykir sígar- etturnar sínar úr gullmunnstykki. Hann fæst við að yrkja, hjónin hafa þýtt franskar bókmenntir saman og hann leggur stund á höggmyndalist, svo það er ekki aðeins drottningin, sem er listræn. Hann á jafngott með að blanda geði með fólk og hún virðist innilokuð, enda dregur hún ekki fjöður yfir þann styrk, sem hann veiti sér og líður greinilega best að hafa hann með í förinni. Þau lifa þó lífinu að hluta aðskilin, því prinsinn sinnir sínum áhugamálum og skyldustörfum og lifir eigin lífi. Hann kemur oft fram erlendis fyrir hönd danskra atvinnuvega. Hann sigl- ir og flýgur, ferðast um óbyggðir Asíu og Afríku, fer á skíði í Ölpunum og á veiðar um allan heim, en lætur sig aldrei vanta við hlið konu sinnar þar sem það á við. Krónprinsinn: konungur á sjötugsaldri? En þó þau virðist samhent greinir þau þó á um framtið konungsdæmisins. I nýlegri viðtalsbók við flölskylduna, „En dronning og hendes familie", segist Margrét Þórhildur sannfærð um að kon- ungdæmið verði nauðsynleg viðmiðun í sameinaðri Evrópu. Prinsinn er hins vegar á því að konungdæmi leggist af á komandi öld. Hjónunum endist væntanlega ekki aldur til að sjá hvort þeirra hefur á réttu að standa eða hvort það kemur í hlut Friðriks krónprins að glíma við slíkt breytingaskeið. Hann verður 29 ára á þessu ári og er enn ókvæntur, löndum sínum til sárra áhyggna. Jóakim bróður hans tókst svo fíma vel upp í vali sínu á Hong Kong- stúlkunni Alexöndru, en krónprinsinn hefur átt vingott við fýrirsætur og glæsi- stúlkur, sem foreldrarnir virðast ekki hafa lagt blessun sína yfir. Lagalega er ekkert þvi til fyrirstöðu að drottningin segi af sér til að rýma fýrir syni sínum, en hún segir það tíðk- ast að tróna fram í dauðann. Ef Mar- grét Þórhitdur lifir jafn lengi við jafn góða heilsu og móðir hennar Ingiríður þá verður Friðrik kannski kominn á sjö tugsaldur, þegar hann kemst til valda. Einhvetjum þætti kannski langt að bíða ---------- fram á þann aldur með að taka til við ævistarfið, sem hann var fæddur til að sinna. Andinn er mótar ríkiserfðim- ar er frá fniðöldum, þegar meðalaldur var mun lægri og Segist ekki kunna við að þúa fólk krónprinsar urðu kóngar á bamsaldri. Ef drottningin vill fylgja hreyfingum nútímans í fleiru en fjölmiðlaframkomu þykir mörgum Dönum sem hún ætti kannski líka að hugleiða hvemig best fer á að koma ríkiserfðunum í nútíma- legt horf. Yængjaslátt- ur sögunnar FJÓRIR norrænir fyrrverandi utanríkisráð- herrar, sem horfðu frá sæti sínu á fyrsta bekk upp á heiminn taka nýja stefnu upp úr 1989, þáðu í fyrrakvöld boð heima hjá þeim fimmta, Thorvald Stoltenberg, sendiherra Norðmanna í Danmörku, og þar hitti Sigrún Davíðsdótt- ir blaðamaður Morgunblaðsins, þá fyrir. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FJÓRIR norrænir fyrrverandi utanríkisráðherrar, þáðu í fyrrakvöld boð heima hjá þeim fimmta, Thorvald Stoltenberg, sendiherra Norðmanna í Danmörku. Gestirnir vom þeir Jón Baldvin Hannibalsson, Uffe Elle- mann-Jensen frá Danmörku, Sten Andersson frá Svíþjóð og Pertti Pa- asio frá Finnlandi. Þeir voru sammála um að þetta hefði verið góður og sam- hentur hópur og af gamanmáium þeirra mátti heyra að þeir glöddust af hjarta yfir endurfundunum. Úthaldsmetið í ráðherrastól átti Uffe Ellemann-Jensen, formaður Venstre, en hann var utanríkisráð- herra frá 1982 og fram í janúar 1993. Jón Baldvin, fyrrum formaður Alþýðu- flokksins, var utanríkisráðherra 1989-1995. Stoltenberg kemur úr norska Verkamannaflokknum og var utanríkissráðherra 1987-1993, en með árshléi frá því síðla árs 1989. Sten Andersson er úr sænska Jafnað- armannaflokknum og var utanríkis- ráðherra 1985-1991. Pertti Paasio var formaður finnska Jafnaðarmanna- flokksins, utanríkisráðherra 1989- 1991 og situr nú á Evrópuþinginu. Engir ráðherrar hittust oftar Gestgjafinn, Stoltenberg, sagði að það hefði verið tilvalið að kalla þá til boðsins því þeir fimm hefðu ekki að- eins verið starfsbræður heldur einnig vinir og héldu því samband- inu þó leiðir þeirra lægju ekki lengur saman á ráð- herrafundunum. Miklar breytingar í ráðherratíð þeirra hefðu orðið til þess að þeir hefðu iðulega haft samband vikulega „og það hittust örugglega engir ráðherrar oftar en við,“ bætir hann við. Ellemann-Jensen segir ýmsar ástæður fyrir þvi að þeir fimm hafi tengst sterkum böndum. „Þó við kæm- um úr ólíkum flokkum náðum við vel saman. Áður hafði það tíðkast að ut- anríkisráðherrarnir hittust í höfuð- borgunum og það voru svolítið hátíð- legir og stífir fundir. En það var víst Sten (Andersson), sem átti hugmynd- ina að þvi að við færum frekar upp í sveit saman og fiskuðum. Það var auðvitað miklu betri bakgrunnur fyrir að taka allar þær erfiðu ákvarðanir, sem við glímdum við á þeim tíma,“ segir Ellemann-Jensen og hugmynd- inni er hér með komið á framfæri. Fiskisögur rifjaðar upp Hinir taka duglega undir og hóp- urinn fer á fleygiferð í að rifja upp fiskisögur. Stoltenberg tekur því öld- ungis ekki þegjandi að vera kallaður lakasti veiðimaðurinn og rekur af sér slyðruorðið með því að minna hina á golþorskinn, sem hann hafi nú einu sinni landað. „Og Thorvald komst nú óhrekjanlega lengst í fiskveiðimálun- um,“ áréttar Jón Baldvin, „því hann náði því að verða útnefndur til að fara með yfirstjórn fiskveiðimála í framkvæmdastjórn Evrópusambands- ins ...“, en þar gripu landar Stolten-T*-«' berg þó fram fyrir hendur hans þegar þeir felldu norska aðild að ESB, eins og kunnugt er. Sterk söguleg öfl Jón Baldvin segir að þegar litið sé til baka megi sjá tvær skýringar á því hvers vegna fimmmenningarn- ir áttu svo vel saman. Hin sterku sögulegu öfl, sem bærðu á sér ein- mitt þegar þeir voru ráðherrar hafi tengt fimmmenningana saman, „en síðar meir kom í ljós að sumir okkar áttu sér sameiginlegan draum um að gerast rithöfundar," bætir hann glettnislega við. „Uffe hefur skrifað metsölubók, Thorvald alþjóðlega metsölubók . . .“ og svo er litið rann- --------- sakandi augum á hina. Sten Andersson segir að * það komi líka að sér með tímanum, Paasio virðist þegar sestur við skriftir, _____ en Jón Baldvin lætur ekk- ert uppi um bókaráform. Aftur koma fiskisögurnar upp og j nú dugir Stoltenberg ekkert annað en að sýna með handapati hvað hin- ir ýmsu fiskar hans hafi verið stórir. Þegar blaðamaður og ljósmyndari j yfirgefa hið glaða samkvæmi, sem nú býr sig undir að setjast að borð- um, segir ljósmyndarinn andaktugui’’*' að hér hafi svo sannarlega mátt heyra vængjaslátt sögunnar. Og mikið rétt.. . Það hlýtur að hafa stormað um norska sendiherrabú- staðinn í útjaðri Kaupmannahafnar þetta kvöld, þegar upprifjunin vék frá fiskisögum að stjórnmálunum, þó þetta hafi annars verið stillt og fallegt vetrarkvöld. Ekki aðeins starfsbræður heldur einnig vinir ill, ekki sérlega skipulögð og snögg upp á lagið. Óskipulag hennar kemur þó ekki að sök í opinbera lífinu, því starfslið henn- ar sér um þá miklu skipulagningu, sem felst í hlutverki hennar, en sjálf er hún með í ráðum um allt sem skiptir máli, hvort sem eru matseðlar og blóma- skreytingar í veislum, eða skipulagning opinberra heimsókna. Fastir liðir í viku- dagskrá hennar eru balletttímar í hópi vinkvenna á þriðjudagsmorgnum, en drottningin hefur dansað ballett frá bamsaldri og er tíður gestur á ballett- sýningum í Konunglega leikhúsinu. Fimmtudagar em frídagar, sem hún notar til listrænnar iðju, en hún er lið- tækur vatnslitamálari og teiknari og hefur tekist á hendur ýmis verkefni á listasviðinu, til dæmis hannað leiktjöld fyrir ballettuppfærslu hjá Konunglega leikhúsinu. Óg svo stundar hún þá gömlu kvendygð að sauma út og hann- ar iíka mynstur. Fagnaðarfundir fimm norrænna fyrrum utanríkisráðherra Norrænu utanríksráðherrarnir fyrrverandi rifja upp fiskisögur. Frá vinstri Sten Andersson, Jón Baldvin Hannibalsson, Uffe Elle- mann-Jensen, Pertti Paasio og Thorvald Stoltenberg, sem sýnir hér hvers konar golþorsk hann landaði eitt sinn á góðri stund. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.