Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 33 + Halldór Elías- son var fæddur á Strönd í Vestur- Landeyjum 2. des- ember 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 30. desember síðastliðinn. Hall- dór var sonur Guð- rúnar Jónsdóttur sem þar var fædd og uppalin og Elías- ar Steinssonar bónda frá Oddhól á Rangárvöllum. Hann ólst upp á Strönd með móður sinni og sljúpföður, Hermundi Einars- syni, ásamt fjórum hálfsystkin- um, þeim Ingu Hermundsdótt- ur, sem lézt fyrir nokkrum árum, Eiði Hermundssyni, sem býr í Hveragerði, tvíburunum Jóni og Kristínu sem búa í Kópavogi og Reykjavík. Bálför Halldórs fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Mér varð þungt um hjarta, er ég fékk símtal frá frænku minni, Nínu Hjartardóttur, sem sagði mér að Halldór frændi, Halli eins og við kölluðum hann, væri látinn. Hann var rétt yfir 83 ára gamall. Hafði hann verið hress undanfarið nema svona kvillar eins og gerist og geng- ur. Svo fékk hann inflúensuna sem varð að lungnabólgu og hjartað bil- aði smám saman og fékk hann hægt andlát. Halli fór snemma að vinna, enda var hann elstur barnanna, svo að ábyrgð var snemma á hann lögð. Hann var einstaklega duglegur og hlífði sér lítið. Hann fór einnig árlega í vertíð í Eyjum í mörg ár, eins og siður var í Landeyjum. Þar átti hann góðar stundir og kynntist mörgum mönnum og konum, og var sumt af þessu fólki vel þekkt á íslandi seinna meir. Þegar Halli hætti að fara í ver, féll búskap- urinn á Strönd á hans herðar að mestu leyti þar sem foreldrarnir voru orðnir eldri og bjuggu við heilsubrest. Hann gerði mikið til að stækka túnið og lét slétta það. Einnig lét hann grafa skurði um landareign Strandar til að þurrka mýrlendið, en vatn hefur alltaf verið í meira lagi í landareignum Landeyinga. Þetta varð til þess að hægt var að stækka bústofn þar sem þurrlendið gerði ræktun auð- veldari. Hann var einn af þeim bændum sem snemma fengu sér traktora til að gera ræktun og heyskap auðveldari. Er alveg furða hve einn lítill Massey Ferguson traktor, sem ég man eftir, létti undir við búskapinn. Halldór var einnig í félagsmálum Landeyinga og í búnaðarfélaginu. Hann hafði glöggt auga fyrir skepn- um, þeirra kyni og hæfileikum. Þetta sást á Strönd á þeim gæða- skepnum sem þar voru og eru. Hann var einn af þeim bændum sem fengnir voru til að ferðast vestur til Barðastrandarsýslu til að ná í fé fyrir Landeyinga snemma á fimmta áratugum eftir að allt sauðfé Landeyinga hafði verið skor- ið niður vegna mæðiveiki. Heppnað- ist þetta svo vel að nú er fénaður Landeyinga með þeim besta á land- inu. Það má eflaust þakka mönnum eins og Halldóri, sem fengnir voru til að endurnýja stofninn fyrir um 40 árum. Halldór bjó allan sinn aldur á Strönd, fyrst í sambýli við foreldra sína, en þegar þeir féllu frá, með Ingu hálfsystur sinni. Á síðustu árunum bjó hann með systursyni sínum, Gunnari Karlssyni, sem enn stýrir rausnarlegu búi þar. Fyrir nokkrum árum hætti Halli búskap og fluttist á Vistheimilið Lund á Hellu á Rangárvöllum. Þar fann hann sig í hópi margra gam- alla og góðra vina og kunningja. Hann undi sér þar vel og ferðaðist mikið um allar trissur og kom stundum niður í Landeyjar svona til að líta á hlutina og breytingarn- ar sem voru að gerast. Hann hafði einnig ánægju af að ganga út um allt. Einkum varð þetta auðveldara eftir að hann gekkst undir mjaðma- uppskurði fyrir nokkrum árum. Hann hafði vissulega ánægju af „gullnu árunum“ eins og fólk kallar ellina. Halldór var bjartsýnn og framf- arasinnaður maður. Hann leit fram- tíðina björtum augum enda þótt hann ætti stundum við erfiðleika •--- að etja. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég koma á framfæri hjartanlegu þakk- læti til starfsfólks á Lundi fyrir all- an stuðning og hjálp sem hann fékk þar á síðustu árum. Einnig vil ég persónulega þakka bróður mínum, Gunnari Karlssyni bónda á Strönd, og svo einnig frænkum mínum, þeim Margréti og Nínu Hjartar- dætrum og öðrum, fyrir alla þeirra vináttu og stuðning við hann á liðn- um árum. Kæri Halli minn, nú er stritið , búið hjá þér. Nú hefur þú fengið vel verðskuldaða hvíld, en verkin þín munu fylgja þér. Blessuð sé minning þín. Númi Borgþórsson frá Strönd, Bandaríkjunum. t Hjartans þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall ástkærs eiginmanns, föður okk- ar, tengdaföður, afa og langafa, STURLU ÓLAFSSONAR rafvirkjameistara, Súgandafirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Sjúkrahúss ísafjarðar. Guð blessi ykkur öll. Pálfna Pálsdóttir, Snorri Sturluson, Erla Eðvarðsdóttir, Sóley Sturludóttir, Jón Erlendsson, Guðmundína Sturludóttir, Sturla Páll Sturluson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Ólafur Þór Sturluson, Marien Sturluson, Reynir Sturluson, Þórhildur Þórhallsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ÞORSTEINSDÓTTUR, dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, áðurtil heimilis i Birkihlið. Bjarni Sigurðsson, Helga Bjarnadóttir, Bergur Hallgrfmsson, Sigurbjörg Bjarnadóttir, Jóhannes Ellertsson, Þorsteinn Bjarnason, Ósk Bragadóttir, Guðný Bjarnadóttir, Sigurður Ástráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. HALLDOR ELÍASSON RAÐAUGIYSINGAR Styrkurtil Noregsfarar Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðn- um vegna Noregsferða á árinu 1997. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir sjóðinn er til- gangur hans „að auðvelda íslendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, samtökum og skipu- lögðum hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna, t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum eða kynnis- ferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorrænum mótum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum." í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur beri sjálfir dvalarkostnað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla framangreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinn- ar. Auk þess skal tilgreina þá fjárhæð, sem farið er fram á. Umsóknum óskast beint til stjórnar sjóðsins og sendar forsætisráðuneytinu, Stjórnar- ráðshúsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík, fyrir 13. febrúar 1997. / forsætisráðuneytinu, 13. janúar 1997. IHafnarfjarðarbær ~~ Auglysing um fasteignagjöld Álagningaseðlar fasteignagjalda í Hafnarfirði árið 1997 hafa verið sendir út ásamt gíró- seðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí og 15. júní. Greiða má fasteignagjöldin með boðgreiðslum. Þeir, sem vilja notfæra sér þessa þjónustu, tilkynni það tii innheimtudeildar bæjarins. Fasteignaskráning veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, sími 555 3444. Stefnir, félag ungra sjálfstæðis- manna íHafnarfirði Unga fólkid, lífskjörin og framtíðin Fundur um unga fólkið, lífskjörin ög framtíðina verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu í Hafnar- firði, Strandgötu 29, í kvöld, miðviku- dagskvöldið 15. janú- ar kl. 20.30. Framsögumenn: Árni Wl. Mathiesen, alþingismaöur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesi og Össur Skarp- héðinsson, alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík. Fundarstjóri: Jónas Þór Guðmundsson, formaður Stefnis. Allir velkomnir. Stjórnin. Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna verður haldið á Hótel Sögu laugardag- inn 25. janúar 1997. DAGSKRÁ: Hótel Saga, Súlnasalur: Kl. 13.00 Aðalfundur Varðar - Fulltrúaráös sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kl. 14.30 Opinn fundur um menntamálin: Vantar meiri kröfur, samkeppni og eftirlit í skólastarf? Valhöll: Kl. 19.00 Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Fundur um Kvennasamn- ing Sameinuðu þjóðanna Opinn fundur á vegum Landssambands sjálfstæðiskvenna og Sjálf- stæðiskvennafélags Árnessýslu um CEDAW-samning Sameinuðu þjóðanna veröur haldinn [ Sjálfstæðishúsinu, Austurvegi 38, Sel- fossi, laugardaginn 18. janúar nk. kl. 13.00. Dagskrá: 1. Kvennasamningur Sameinuðu þjóðanna - almenn kynning. Elsa S. Þorkelsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Jafnrétt- isráðs. 2. Kvennasamningur Sameinuðu þjóðanna - íslenskar lagareglur. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður. 3. Kvennasamningur Sameinuöu þjóðanna - hugleiðingar um áhrif hans á stöðu íslenskra kvenna. Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður og lögfræðingur. Kaffihlé frá kl. 14.30-14.50. 4. Fyrirspurnir og almennar umræður frá kl. 14.50-16.00. Fundurinn er öllum opinn. Hafnfirðingar - Garðbæingar Skíðadeild Hauka auglýsir innritun í deildina næstkomandi fimmtudag 16. janúar kl. 20 í Haukahúsinu við Flatahraun að austanverðu. Allir beðnir um að mæta. Ganga þarf frá æf- inga- og félagsgjöldum. Nýirfélagar velkomnir. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.