Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 31 skildu og veldur sjaldan einn, er tveir deila. Og börnin fylgdu henni. Gott samband við þau með kærleik hlotn- aðist honum þó ævina út. Þorvaldur bjó nú í borginni, vin- margur og frændrækinn, Hreppa- maður að öllu upplagi, margfróður í ættum og fannst fjórmenningar náskyldir. Eg var þannig aldrei í hættu, þar eð við vorum af öðrum og þriðja. Lengst af var hann aðalfé- hirðir í Arnarhváli, þeir hlæja kannski ekki hæst þar en margan vininn dró hann þaðan. Hann sleppti aldrei músíkinni, hún var hans hálfa líf. Hann söng með Karlakór Reykjavíkur um langt ára- bil eða meðan félagar hans þar ent- ust og hafði afar þróttmikla og hreimfagra bassarödd. Söng oft með Hreppakórnum, auðvitað, æfði og raddsetti fyrir kvartetta, söng með Stúdentakórnum og kirkjukórum og spilaði fyrir sjúklinga á jóium á seinni árum. Tvisvar fór hann með Karlakór Reykjavíkur vestur um haf til að hafa ofan af fyrir Ameríku- mönnum, einu sinni til að skemmta páfanum í Róm og er ekki öllum gefið. Minntist þess ávallt með mik- illi gleði síðan. Og enn er við að bæta, hann hafði gaman af ljósmyndun áður fyrr og sýndi oft góðan árangur í samsýn- ingum og á forsíðum vikublaða. En bezt tókst honum upp þegar hann náði Heklugosinu á filmu fyrstur manna í marz 1947. Vaknaði hann heima í Ásum kl. fimm að morgni við drunurnar og náði mynd af fyrsta stróknum, tíu kílómetra háum. Bandaríska tímaritið Life keypti þegar myndina og setti á forsíðu. Eitt er þó ótalið. Þorvaldur gerð- ist listabókbindari á efri árum og kynntist þá mörgum góðum og gegnum manninum og náði meira að segja að kenna mér handbragðið. Það voru skemmtilegar stundir. Með því síðara sem hann gerði var að taka í sína vörslu gamla, rifna og skáldaða biblíu úr Stóra-Núpskirkju, gera við, koma í band og skinn og gefa aftur. Og megi allar góðar vættir geyma hann. Hreggviður Stefánsson. Fyrsti maður verðandi bekkjar- systkina minna í Menntaskólanum á Akureyri var Þorvaldur Ágústsson frá Ásum í Gnúpveijahreppi. Höfð- um við komið til Ákureyrar, með fárra daga millibili, í bytjun apríi 1939, tveir sjóveikir sveitamenn „að sunnan“. Höfðum við fengið hús- næði, án vitundar hvor annars, hjá miklu ágætisfólki í Glerárgötu 3. Af því fólki mun þekktastur Bragi Sigurjónsson, síðar alþingismaður og ráðherra. Valdi hafði komið fáum dögum á undan mér og var mættur í íbúð okkar, tveim samliggjandi herbergj- um. Af því lítillæti og eðliskurteisi, sem hann hafði reyndar þá þegar fægt, svo að eftir var tekið alla hans lífstíð, hafði hann valið minna her- bergið en látið það stærra eftir sín- um ókunna sambýlismanni. Er skemmst frá því að segja að síðan höfum við verið vinir og stóð hann í fremstu röð þeirra alla tíð. Þessar línur eiga ekki að vera æviágrip - þaðan af síður ævisaga - frænda míns, en svo ávörpuðum við gjarnan hvor annan, þó að tölu- vert langt væri í skyldleikann, held- ur baugabrot, sem sjálfsagt verða frekar um mig en hann. Er ekki að orðlengja það að við settumst svo næsta haust í 3. bekk - hlið við hlið - og síðan bekkjargönguna í máladeild til útskriftar vorið 1943. Er Þorvaldur sá 15., af þeim 38 manna systkinahópi, sem kveður. Þorvaldur var allra manna traustast- ur og skemmtilegastur; fróður og minnugur og hafði slíkt jafnvægi í skapi að fátítt mun vera. Var slíks og þörf hin síðari veikindaár hans. En engum, sem þekkti hann vel, kom til hugar, að hann væri skaplaus; því fór víðs fjarri og ekki þótti vel ráðið nema hann væri til kallaður, hvort sem var um alvöru- eða gleði- mál að ræða. Snemma mun hafa komið í ljós áhugi Valda á tónlist og fylgdi hann honum alla tíð. Hafði hann óvenju fagra bassarödd og lék vel á harmon- ium og píanó. Söng hann í mörg ár með kórum og í öðrum sönghópum en best mun hann e.t.v. hafa notið sín með Karlakór Reykjavíkur, en með þeim fór hann margar söngferð- ir innanlands og utan og var í þeim hópi manna vinsælastur, að því er mér er tjáð. En mér er minnisstæðast er hann lék verk Mozart á kirkjuorgelið í Laugarneskirkju við brúðkaup okkar Erlu og gerði með öðru þann dag ógleymanlegan. Langt var á milli okkar um tutt- ugu og fimm ára skeið og hittumst við sjaldan, en er ég kom heim 1974 og flutti í næsta nágrenni við hann voru vináttuböndin óslitin og höfum við síðan haft svo til vikulegt sam- band; stundum oftar; stundun ögn sjaldnar en ávallt okkur hjónum til óblandinnar ánægju. Er nú sem oft- ar að maður vorkennir mest sjálfum sér við fráfall góðs vinar. Með konu sinni, Elínu Dungal (þau skildu), eignaðist Þorvaldur tvö börn, Steinunni og Jón, sem eru bæði vel gefin, vel menntuð og vel gift. Þeim sendum við Erla sendum samúðarkveðjur. Frændi minn átti von góðrar heimkomu í ný heim- kynni en hann var trúaður og taldi sig hafa vissu um betra líf eftir þetta. Megi það rætast og jarðneskar leifar hvíla í friði. Óttar Þorgilsson. Þegar ég íhugaði kaup á íbúð að Laugateigi 22 var mér tjáð að í kjall- aranum byggi maður að nafni Þor- valdur Ágústsson, eftirlaunaþegi, fyrrum starfsmaður hins opinbera. Prýðiskarl. Annað var það ekki. Þegar ég gekk fyrir dyrum Þor- valds í fyrsta sinn sagði næmi vest- firska nefsins til sín, ilm soðningar af signum fiski bar fyrir vit. Ómeð- vitað færði þetta mér vissu um að kynni mín og kjallarabúans yrðu á góðum nótum. Fyrst í stað voru samskipti okkar Þorvalds ekki meiri en gengur og gerist milli fólks sem á það sameig- inlegt að búa í sama húsi. Eftir stofn- un hússjóðs og ég hafði tekið að mér umsjónarhlutverk, urðu heim- sóknir mínar til hans tíðari og nokk- uð tímafrekari eftir því sem á leið. Ekki vegna þess að embættisverkin væru svo umfangsmikil heldur kom það til af hinu, að báðir fundum við fyrir þörf til að spjalla saman. í spjalli okkar fórum við um víðan völl. Okkur skorti aldrei umræðu- efni. Ég fann fljótt að Þorvaldur var maður einarður í skoðunum, sem hann lá ekki á þegar svo bar við. Góðvild hans í garð samferðamanna duldist engum. Þorvaldur hafði frá mörgu að segja og miklu að miðla. Hann unni góðri tónlist, var söng- maður góður og söng mikið á sínum yngri árum, hafði yndi af bókum og var góður bókbindari. Mér er minnis- stætt hvernig hann handlék bók bundna í hlýraroð, sem ég léði hon- um til skoðunar, hvernig hann velti henni fyrir sér og gaumgæfði hand- bragðið. Þegar mér voru færð tíðindin um andlát Þorvalds flaug fyrir í huga mínum síðasta rabb okkar, í desem- ber, þegar ég leit til hans þar sem hann dvaldi á Vífilsstöðum. Kynni okkar Þorvalds af Herði heitnum Þórhallssyni bar þá á góma. Hörður var hollvinur fjölskyldu Þorvalds. Sjálfur kynntist ég Herði er við vor- um samtíma á Vífilsstöðum 1959. Eftir Hörð liggur ljóðabókin Söngvar frá Sælundi. Átta ár og hálfu betur eru runnin úr stundaglasinu síðan leiðir okkar Þorvalds Ágústssonar lágu fyrst saman. Þau ár hafa liðið fljótt. Við fráfall hans stendur eftir minning góðra kynna, sem ég hefði ekki vilj- að fara á mis við. Kannski verður þessi hluti lífshlaups míns líkt og „Minning eins dags“, en svo nefndi Hörður heitinn eitt ljóða sinna, hvert upphaf síðasta erindis er: Sú mynd er síðan/í sálu mér/sem bergmál eilífs brags. Við sem deildum húsi með Þor- valdi Ágústssyni söknum vinar í stað. Niðjum hans og öðru vensla- fólki er vottuð samúð. Sigurður J. Jóhannsson. • Fleiri minningargreinar um Þorvald Ágústsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Móðir, amma og langamma, SIGRÚN SIGMUNDSDÓTTIR fró Húsavík, Vesturgötu 7, Reykjavfk, er látin. Jarðarförin hefur farið fram frá Húsavík. Jónas Jónasson, Magnea Jónasdóttir, Sigrún Jónasdóttir, og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ODDNÝ S. SIGURÐARDÓTTIR, Austurgerði 12, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 7. janúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 16. janúar kl. 13.30. Jón I. Júlíusson, Július Þór Jónsson, Agnes Viggósdóttir, Sigrún A. Jónsdóttir, Gunnar Þór Guðmannsson, Rut Jónsdóttir, Árni M. Heiðberg, Einar Örn Jónsson, Guðný Magnúsdóttir, Jón Þorsteinn Jónsson, Sigrún Karlsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, HELGA ÞORGEIRSSONAR, Blönduhlíð 11. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki öldrunarlœkningadeildar í Hátúni 10b. Eirfkur Þorgeirsson, Kristín Eyjólfsdóttir, Lilja Þorgeirsdóttir, Björn Kristófersson, Svanlaug Þorgeirsdóttir, Sigurþór Magnússon. t Hjartans þakkir fyrir aðstoð, hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, KRISTINS KRISTINSSONAR, Brekkuhúsi, Vestmannaeyjum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins iátna. Fyrir hönd barna, barnabarna og ann- arra vandamanna, Jóhanna Kolbrún Jensdóttir. t Hjartans þakklæti til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RUTAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Helgavatni. Sigurður R. Halldórsson, Kristfn Sigurbjarnardóttir, Sigrfður Auðunsdóttir, barnabörn og langömmubörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU INGVELDAR JÓNSDÓTTUR frá Hárlaugsstöðum, síðast til heimilis f Lönguhlfð 3, Reykjavfk, (áður Fellsmúla 16). Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks á hjartadeild Landspftalans. Guðmundur Guðjónsson, Sigurður Sverrir Guðmundsson, Valgerður Jóhannesdóttir, Gylfi Guðmundsson, Svanhildur Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Kærar þakkir fyrir samúð og hlýhug við útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, HALLS GUÐMUNDSSONAR fyrrv. matsveins, Kirkjustfg 4, Eskifirði. Sérstakar þakkir fyrir hjálp. Þóra Ólöf Guðnadóttir, Einar Hallsson, Guðmundur Unnþór Hallsson og afabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS A. SÆMUNDSSONAR blikksmíðameistara, Vogatungu 87. Alda Sveinsdóttir, Jón Ingi Ragnarsson, Ólfna M. Sveinsdóttir, Trausti Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, [SAFOLDAR TEITSDÓTTUR hjúkrunarkonu. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkra- deildar 3-B, Landakoti, fyrir alúðlega ummönnun. Óttarr Arnar Halldórsson, Ingrid Elsa Halldórsson, íris Kristína Óttarsdóttir, Esther Angelica Óttarsdóttir, Alexandra Ingrid Hafliðadóttir, Jóhanna Marfa Teitsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.