Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 23 AÐSENDAR GREINAR Ýmist fall- eða ágætis- einkimn hjá Máli og menningu KÆRI Friðrik! Þökk fyrir bréfið, sem birtist í Morgun- blaðinu þ. 11. janúar. Þú ert svei mér við- bragðsfljótur, ef til vill einum um of, vegna þess að þegar við- brögðin eru svona snögg getur manni orðið á í messunni. Á einum stað í grein minni benti ég á verk tveggja höfunda sem höfðu ekki hlotið náð fyrir augum Máls og menningarmanna, þ.e.a.s. Pirandellos og Guðrúnar Helgadóttur, en sérhæfir sig á sviði barnabók- mennta og gerir það með miklum ágætum eins og alþjóð veit. Þetta voru því í rauninni vangaveltur um hvaða stefnu útgefendur og þá sér í Iagi Mál og menning fylgja í bókavali sínu og eitt leiðir af öðru. Guðmundur Andri Thorson og Guðrún Helgadóttir ræddu saman í bókarþætti hjá Áslaugu Dóru Eyjólfsdóttur í Sjónvarpinu. Ef þú sérð ekki samhengið, Frið- rik, þá er það þitt vandamál, sem þú verður að leysa á þína vísu og eitt skal ég láta þig vita; þú stýrir ekki mínum penna, né efnisvali mínu. Þú segir að ég gæti lært margt af Thor Vilhjálmssyni. Það eru þín orð og skoðun, en ekki mín. Ég þakka þér samt fyrir ráðlegging- arnar, en ég á lærimeistara. Hann er allt í senn nákvæmur, vandvirk- ur, smekkvís, orðhagur og um fram allt rammíslenskur. Meira en hægt er að segja um suma menn, sem eru nú að burðast við að íslenska snilldarverk erlendra höfunda. Þessi maður er nú látinn. Hann hét Þórarinn Björnsson, skólameistari Menntaskólans á Halldór Þorsteinsson hún Akureyri, gamall kennari minn og vin- ur, þýðandi Jóhanns Kristofers eftir Rom- ain Rolland. Vel á minnst Friðrik, þú og reyndar fleiri gætu mikið af honum lært. I beinu framhaldi af þessu mætti kannski segja þér frá því að Þórarinn las einu sinni yfir þýðingu mína á Antigónu eftir Jean Anouilh og sátum við á grasflötinni fyrir framan Menntaskól- ann einn dýrlegan sumardag. Hann benti mér á sitt- hvað sem betur mátti fara, gaf mér góð ráð og ábendingar og að lokum gaf hann mér háa einkunn fyrir þýðinguna. Um haustið var sjónleikurinn svo sýndur í þjóðleik- húsinu. Ég hef haft það fyrir sið að leita til góðra íslenskumanna og biðja Eitt er auðsætt, segir Halldór Þorsteinsson, það gætir fjarskalega mikils misræmis hjá ykkur Máls og menn- ingarmönnum. þá að lesa yfir greinar mínar eða þýðingar, manna eins og t.d. Har- aíds Sigurðssonar heitins, bóka- varðar og þýðanda, Gríms Helga- sonar heitins, föður Vigdísar, for- stöðumanns handritadeildar Landsbókasafns um árabil og nú til Aðalgeirs Kristjánssonar fyrr- verandi skjalavarðar. Það sakar ekki að geta þess hér að Grímur kenndi íslensku í Verslunarskóla íslands áður en hann var ráðinn til starfa á Landsbókasafni íslands og Aðalgeir er með magisterspróf í íslensku. Nú ætla ég að taka mér það bessaleyfi að birta bréf frá Hall- dóri Guðmundssyni hjá Máli og Menningu, dagsett 14.6. 1996: Kæri Halldór. Við höfum nú litið á prýðilega þýðingu þína á smásögum Pirand- ellos. Þrátt fyrir kosti hennar treystum við okkur ekki til að bæta henni á þýðingarskrá okkar. Það prógramm er orðið býsna hlaðið og kann vel að vera að við séum að ætla okkur um of. Ég sýndi Friðriki Rafnssyni söguna upp á TMM, og honum leist ágæt- lega á hana, en taldi það ókost að þú ert nýbúinn að flytja hana í útvarpi. Því endursendi ég sög- una hér með. Bestu kveðjur, Halldór Guðmundsson. Ég fæ ekki betur séð en að nafni minn Guðmundsson og þú, gefið mér báðir ágætiseinkunn fyrir þýðinguna á smásögunni: Ljósin í húsinu hinum megin, eins og reyndar bréfið frá Halldóri bæði sýnir og sannar, en þið Ingi- björg Haraldsdóttir teljið hins veg- ar þýðingu mína á Súraldin frá Sikiley ekki vera nógu lipra og gefið mér því „falleinkunn" fyrir hana. Ég íslenskaði seinni söguna hálfum mánuði eftir þá fyrr- nefndu. Ég veit ekki betur, Frið- rik, en að ég hafi beitt sömu vinnu- brögðum og notað samskonar þýð- ingarstíl í bæði skiptin. Er það ef til vill hugsanlegt að undarlega snögg afturför hafi átt sér stað hjá mér? En eitt er auðsætt; það gætir fjarskaiega mikils misræmis hjá ykkur Máls og menningar- mönnum í einkunnagjöf frá degi til dags. Ekkert smámál ÞAÐ á að sameina Alþýðubandalagið, Al- þýðuflokkinn, Þjóð- vaka, Kvennalista og alla baráttumenn fé- lagslegs réttlætis í einn flokk. Það færi best á því. En þetta er ekkert smámál. Það er ýmis- legt sem þarf að gera. Það bara einhvem veg- inn hefur ekkert orðið úr því. Og af hveiju hljóta menn að spyrja sig. Af hveiju er ekki fyrir löngu búið að út- rýma kynbundnu launa- misrétti. Af hveiju er ekki búið að koma á eðlilegri skiptingu arðsins af sameig- inlegri auðlind þjóðarinnar, sjávarút- veginum, á milli fólksins. Af hveiju ríkir ekki framsýni í menntamálum. Af hveiju ríkir skammsýni í utanrík- ismálum. Af hveiju? Vegna þess að valdahlutföll ís- lenskra stjórnmála eru brengluð. Vinstri menn, félagslegir réttlætis- sinnar eru of valdalitlir. Þeir koma ekki stefnu sinni í framkvæmd, sundraðir í marga smáflokka. Þetta eru engin ný sannindi. Það sem við verðum hins vegar að átta okkur á er þetta. Við búum við aðstæður sem eru einstakar. Við höfum tækifæri á þessu kjörtímabili til að búa til stjórnmálaafl sem getur umbreytt íslensku þjóðfélagi. Með því að samstilla atvinnulífið í sókn á er- lenda markaði. Ekki bara Evrópu og Róbert Marshall hina þefðbundnu mark- aði íslendinga, heldur einnig á þær slóðir sem enn eru okkur framandi. Það er nefnilega enn hægt að sækja fram. Islendingar eiga enn sjéns, ef svo má segja. Við þurfum ekki ein- göngu að samstilla at- vinnulífið í samfelda sóknarheild heldur einn- ig að umbreyta upp- byggingu hins opinbera. Með mótun sóknarlína atvinnulífs og hins opin- bera, sem breyta þarf í skilvirkt og opið lýð- ræðiskerfí sem starfar í anda eðlilegra og sanngjarnra starfs- hátta í atvinnulífi jafnt á við hið opin- bera. Það er stundum sagt að vald spilli. Það er ekki alveg rétt. Vald er nauð- synlegt. En valdhafi sem er ekki hræddur um að missa völd sí mun spillast. Þetta á ekki eingöngu við um valdhafa hins opinbera. Þetta eru sjálfgefin sannindi á fijáls- um markaði. Það ríkir full- komin fákeppni á mörgum sviðum íslensks viðskipta- lífs. Þetta sér almenningur þegar olíufélögin virðast ófær um að lækka verð eða koma til móts við neytendur nema þegar erlend sam- keppni blasir við. Það sama á við tryggingafélögin; engin lækkun fyrr en erler.d samkeppni blasir við. Og hér má líka taka samþjöppun veiðiheimilda á fárra manna hendur. Að lokum þetta, Friðrik. Ég get ekki varist þeirri hugsun að innst inni í hugskoti þínu blygðist þú þín fyrir að hafa hafnað Pirandello og grípir nú til þess ráðs að gera mig að blóraböggli til að réttlæta ákvörðun þína og reyna þannig að forðast álits- hnekki. Heldur broslegt yfirklór að mínum dómi. Vonandi reynið þið Máls og menningarmenn að samræma betur einkunnagjöfina hjá ykkur í framtíðinni. Það er engu líkara en hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri er að gera og ég einfeldningurinn, sem hef alltaf staðið í þeirri meiningu að allt væri unnið með vinstri hend- inni hjá ykkur, en svo lengi lærir sem lifir. í bréfi þínu frá 16.12. 1996 segir þú orðrétt að þér hafi ekki litist nógu vel á söguna til að birta hana í Tímariti Máls og Menning- ar. Þú minnist ekki þar einu orði á þýðinguna, en nú í þessu hjákát- lega brölti þínu til að afsaka þig segirðu í opna bréfinu þínu í Morg- unblaðinu að þið Ingibjörg hafið ekki gefið Pirandello „falleinkunn“ heldur þýðingu minni. Mikið getur þú verið myrkur í máli. Ertu líka svona myrkur í máli í þýðingum þínum? Þú segir eitt og meinar annað. Af hveiju sagðir þú það ekki í afsvarsbréfinu berum orðum að þú værir ekki nógu ánægður með þýðinguna? Varstu ekki mað- ur til þess? Jæja, þetta yfirklór þitt, Friðrik frækni, verður bros- legra og broslegra með hveiju orði sem ég skrifa. Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. Stofnfundur Grósku verður 18. janúar nk., segir Róbert Marshall, sem hvetur félags- hyggjufólk til að mæta á fundinn. Það er ekkert annað en valdasam- þjöppun. Afleiðingin af þessu fyrir- komulagi er sú að spillingin blómstr- ar jafnt á vegum hins opinbera sem í atvinnulífinu. Þarna eru valdhafar sem ekki óttast að missa völd sín vegna þess að aðhald almennings er ekkert. Um þetta kerfi standa afturhaldsflokkarnir vörð. Hinir klassísku íhaldsflokkar, Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur, stjórna í krafti brenglaðs lýðræði- skerfis, þar sem almenningur upplif- ir sig ekki sem þátttakanda í ákvarð- anatöku og stefnumótun. Og al- menningur hefur gefist upp á þessu fyrirkomulagi. Ákvarðanir eru ein- faldlega teknar af þeim valdhöfum sem fyrir eru og því þá reyna, hugs- ar langþreyttur almenningur. Þessu verðum við að breyta en það verður ekkert smámál. Skref í rétta átt gæti verið að mæta til stofnfundar Grósku, samtaka fé- lagshyggjufólks, sem stofnuð verða í Loftkastalanum 18. janúar. Það verða engin smásamtök. Höfundur er háskólancmi. Stílhrein hönnun - hagsttett verð Júpíter blöndunartækin frá Datttixa eru glæsileg og vönduð. Mjúkar línur einkenna alla hönnun á Júpíter sem auðvelda mjög þrif og vegna sérstakrar áferðar á hand- fangi nær notandi alltaf góðu taki við að skrúfa frá vatni eða fyrir. Fimnt ára ábyrgð cr á ölium Júpíter teekjum og varahlutum í þau. Kynntu þér stilhrein blöndunartæki á sérlega hagstæðu verði. damixa m Pæst i öllnm helstu byggiiigavörnversliiniiin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.