Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 29 INGÓLFUR G. OTTESEN -I- Ingólfur Guð- * mundsson Otte- sen, bóndi og odd- viti á Miðfelli í Þingvallasveit, fæddist í Skorhaga í Brynjudal í Kjós 2. ágúst 1909. Hann lést 6. janúar síð- astliðinn á Sjúkra- húsi Suðurlands. Foreldrar Ingólfs voru Guðmundur Jónsson Ottesen og Ása Þorkelsdóttir. Ingólfur var eitt af 16 systkinum, systkini hans sem eru enn á lífi eru Jakobína Bogeskov, f. 29. mars 1908, búsetti Dan- mörku, og Þórdís, f. 6. maí 1911, búsett í Reykjavík. Kona Ingólfs var Marta Ólöf Stef- ánsdóttir, d. 31. des. 1993 á hjúkrunarheimilinu Ljósheim- um, Selfossi, hún var ættuð úr Breiðafirði. Börn Ingólfs eru 1) Hrafnhildur, bú- sett í Kópavogi, á hún þijú börn, Ing- ólf, Hafdísi og Mörtu. 2) Krislján, búsettur á Miðfelli, ókvæntur og barn- laus. Ingólfur fluttist að Miðfelli með foreldrum sínum 1922, þá tólf ára að aldri, og gekk hann þá sem leið lá yfir Mosfellsheiði. Ingólfur reri m.a. frá Sandgerði og Akranesi um árabil. Hann tók sæti í hreppsnefnd frá 1966 og tók við stöðu oddvita 1970. Var jafnframt í sýslunefnd frá 26. júní 1982, þar til hún var lögð niður, en hélt áfram í héraðsnefnd. Útför Ingólfs fór fram frá Langholtskirkju 14. janúar. Ástkær afi minn, Ingólfur G. Ottesen, bóndi á Miðfelli í Þing- vallasveit, kvaddi okkur um morg- uninn 6.1. 1997. Jafnvel þótt ég hafí vitað að á næstu dögum myndi ég fá þetta sorglega sfmtal, var ég ekki tilbúin að taka því, frekar en nokkur annar. Ég beið við símann í um það bil 5 mínútur, eftir sím- tali um að þetta hefði verið mis- skilningur. Þessi stórkostlegi mað- ur gat ekki verið horfinn úr lífi mínu fyrir fullt og allt. Aðeins minningar og ást í hjarta stóðu eftir, söknuður og gremja yflr ósögðum orðum, en við erum víst ekki spurð að því. Afi var fallegur maður, bæði að utan sem innan, hann átti enda- lausa þolinmæði og skilning. Ein- hvern veginn var eins og afi vissi allt, þessi maður sem aldrei hafði farið út fyrir landsteinana, hann fylgdist með öllu og var móttæki- legur fyrir öllu. Afi var mér sem afi, pabbi og vinur. Oft hringdi hann í mig til að tala um daginn og veginn og sín innstu mál. Það var svo gott að tala við hann, að stundum stóðu símtölin í klukku- tíma og jafnvel lengur. Sennilega var hann eina manneskjan sem skildi mig fullkomlega. Yndislegi staðurinn sem afi bjó á, Miðfell; þaðan sem ég á flestar mínar bem- skuminningar, finnst mér vera far- inn. Þessi dásamlegi griðastaður sem ég leitaði alltaf á ef eitthvað mikið var að. Þar var alltaf tekið á móti mér með ástúð, skilningi og ótrúlegri þolinmæði. Elsku afi, ég elska þig fyrir alla ástina sem þú gafst mér, fyrir allan sannleik- ann sem þú lést mig sjá, fyrir að þú lyftir mér upp þegar ég náði ekki sjálf, fyrir alla gleðina sem þú gafst mér í lífinu og sást ávallt það besta í mér, fyrir allan tímann sem þú stóðst við hlið mér. Ég er blessuð af því ég átti ást þína. Afi, ég veit að þú saknar þess, og ég mun sakna þess að Ingólfur Andri sonur minn fær ekki að njóta þessa alls eins og ég, en ég fullvissa þig um að hann mun vita allt um þig sem ég veit, þegar hann skilur það. Elsku afi, ég kveð þig með mikl- um söknuði, en ég veit þó að á endanum fórstu sáttur við líf þitt, sem var þó þrotlaus vinna, en vinna sem þú elskaðir að sinna. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og gerðir fyrir mig. Þú munt ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu. Þúsund kossar og fleiri, elsku ynd- islegi afi minn, og megir þú hvíla í friði. Þín Hafdís. Öld fram af öld hefur Þingvalla- vatn fóstrað veiðimenn sem tæp- ast áttu sér jafnoka. Það stafaði ekki bara af því hve gjöfult vatnið var á fiskinn, heldur líka hinu, að jarðirnar við vatnið báru aldrei mikinn búsmala og þessvegna var það ekki síður umhyggjan fyrir svöngum barnsmunnum heima í kotunum sem í harðærum knúði menn til að neyta allra bragða til að vinna guðsgjöfina úr djúpunum. Sumir urðu að lokum svo læsir á vatnið að um síðir gátu þeir geng- ið að rígfeitum bleikjum vísum eða silfurbjörtum, ærslafullum stór- urriðum. Með tímanum fundu stór- veiðimenn Þingvallasveitar meira að segja upp sitt eigið veiðarfæri, hoppunginn, sem bæði Sveinn Pálsson, landlæknir, og Ólafur Stephensen, stiftamtmaður sáu æfða menn á seinni hluta átjándu aldarinnar taka á næstum hundrað silunga á einum degi. Þórður hinn fróði á Tannastöð- um skrifaði á síðustu öld niður frásögurnar sem lifðu af hinum mikla veiðimanni á Ölfusvatni, Jóni Snorrasyni, sem fór á ís um allt Þingvallavatn fyrir 1800 og veiddi yfir 20 punda urriða á hopp- ung í kantinum við Sandey. Símon Bech, síðar skipasmiður, var upp- alningur tveggja eða þriggja presta á Þingvallastað og kom- ungur sá hann hvernig stórurrið- inn stökk einsog laxavaða á brokki um árós rétt í þann mund sem ísa leysti og fann út að ef hann réri nógu hratt með nógu langt færi úti renndu sér á það ótrúlega stór- ir urriðar. Hann smíðaði sér líka einskonar skutul, sem hann stakk með stórurriðann þegar hann gekk í Öxarána til að hrygna á haustin og hafði ekki hugmynd um að aðferðirnar sem hann fann upp til að laða að sér fiskinn voru ná- kvæmlega einsog þær sem fær- ustu urriðaveiðimenn í háaðli Bret- landseyja höfðu öldum saman nýtt. Þegar vatt fram um tuttugustu öldina var líklega hvergi í heimin- um að finna aðra eins veiðimenn í einum bræðrahópi og meðal strákanna sem uxu upp í Kaldár- höfða. Þar var fremstur meðal jafningja Jón S. Ögmundsson, sem óhikað má telja einn af fremstu veiðimönnum Islandssögunnar og hélt ótrúlega dagbók yfir veiði heils áratugar, þar sem hann hafði aldrei fyrir því að skrá urriða und- ir tíu pundum. Til þessa hóps heyrir náttúru- barnið, bóndinn og veiðimaðurinn Ingólfur G. Ottesen í Miðfelli, sem nú hefur látið sín gömlu augu aft- ur hinsta sinni. Hann var sannar- lega stórveiðimaður sem þekkti fiskinn og vatnið einsog fingur- góma sína. Nú eru ekki margir slíkir eftir. Kannski ekki nema einn eða tveir, sem ólust upp við Þingvallavatn og lærðu á leyndar- dóma þess einsog barn sem lærir að draga til stafs. En þannig fannst mér Ingólfur þekkja vatnið, - einsog bók sem_ hann kunni fyr- ir löngu utan að. Ég kom nokkrum sinnum í Miðfell fyrir margt löngu, en það var ekki fyrr en á allra síðustu árum sem ég kynntist Ing- ólfi svolítið. En áður hafði kona mín, Árný Sveinbjörnsdóttir jarð- fræðingur, oftsinnis sótt í smiðju hans og var búin að segja mér svo margt af þessum fróða öldungi að þegar við loksins urðum meira en málkunnugir fannst mér einsog ég hefði þekkt hann lengi. Ég var þá að efna í litla skruddu um stór- an fisk og var lengi að ná okkar fyrsta fundi. Þegar ég sat loksins í eldhúsinu hjá honum, drakk kaffi og tók með honum í nefið hafði ég á orði að það væri líklega auð- veldara að ná í forsætisráðherra en oddvita Þingvallasveitar. „Hvorn telurðu mikilvægari?" svaraði Ingólfur eftir drykklanga stund. Elsti oddviti landsins reyndist mér meira en hjálplegur við að safna þeim fátæklegu reytum sem eftir voru af orðspori stórurriðans í Þingvallavatni og fyrir það verð ég honum ævinlega þakklátur. Þeir Óskar Ögmundsson í Kaldár- höfða urðu mér einskonar sagnar- andar og vissu það áreiðanlega ekki sjálfir að aldrei fór ég af þeirra fundi án þess að vera inn- blásinn af nýjum hugmyndum um draumfisk minn. í eldhúsinu í Mið- felli heyrði ég til dæmis svolitla sögu af hálfrar aldar gömlum urr- iða sem varð til þess að ég fékk hugljómun og skildi að bragði að partur af galdraverkinu bak við óviðjafnanlega stærð Þingval- laurriðans var að hann hrygndi aðeins annað hvert ár, en notaði hitt árið til að vaxa. Ég átti ekki mörg löng samtöl við Ingólf um fiskinn í vatiíinu, en af hverju orði þessa aldna heiðursmanns draup feiti fróðleiks og visku. Mér fannst með ólíkindum hversu góðu minni hann bjó yfir. Reynslan kenndi mér að líklega var það óbrigðult á það sem honum hafði sjálfum þótt merkir atburðir. Af því er þessi litla saga sem ég segi stundum þegar menn eru að spyija mig um áreiðanleika urriða- sagnanna frá Þingvöllum: Ingólfur sagði mér að einu sinni hefði hann vitjað um net með föður sínum og þá hafi 28 punda urriði ólmast í vatninu þegar þeir komu á stað- inn. „Það var áreiðanlega við Sprænutanga. Ætli það hafi ekki verið 1942,“ sagði hann og lygndi aftur augunum. Eftir drykklanga stund opnaði hann þau aftur og sagði nú með vissu í röddinni: „Nei, það var 1944. Um haustið. Líklega í september. Já, það var fyrri hluta september.“ Þetta væri í sjálfu sér ekkert merkileg saga ef svo vildi ekki til að skömmu síðar komst ég í dagbókarfærslur hjá manni sem veiddi talsvert í Miðfelli fyrir hálfri öld. Þar rakst ég á þessi orð: „6. september 1944. Þau tíðindi gerðust á Miðfelli að 28 punda urriði veiddist í net suð- ur við Sprænutanga. Var það óhemjumikill fískur ...“ Hálfri öld síðar var semsagt minni Ingólfs á þessa einstöku veiði fullkomið. Ég komst að því að það var fátt sem tengist veiði og Ingólfur hafði ekki reynt sjálfur, séð eða heyrt. Hann hafði séð bleikjuna renna tugum saman í morið af ullinni, þegar hún var þvegin í fjör- unni niðurundan bænum, horft á menn veiða sílableikjuna á hangi- ket á djúplóðir, séð urriðann stökkva einsog stálblátt tundur- skeyti langt útá vatninu, fundið skyrhvítar fiturendur stórbleikj- unnar bráðna einsog smjör á tungu sinni, horft á murtuna vaða nótt- um saman af brimandi ofsa upp í Miðfellið svo það heyrðist langar leiðir þegar örsmáir silfraðir bak- fiskar ristu vatnsborðið og fylgst af djúpri hryggð með því þegar bráðabirgðastíflan sprakk í norðanstorminum á lýðveldisdag- inn 1959 og hrannir dauðra seiða lágu meðfram allri ströndinni. „Það var erfiðast,“ sagði hann mér og bætti við sögunni af urriða- hrygnunum sem hann veiddi á árunum eftir virkjun og höfðu hvítan kökk af ónýtum hrognum í kviðarholinu. Þá var búið að loka Efra-Soginu, mesta urriðafljóti veraldar og þær komust ekki leng- ur í ána sína til að hrygna. „Eg sá þetta aldrei fyrir virkjun," skrif- aði ég eftir honum. Ég gleymi því líklega seint að þegar hann var að lýsa fyrir mér atburðum úr sögu vatnsins og sinni notaði hann virkjunina ósjálfrátt einsog viðmið í tímanum. Atvikin sem hann sagði mér frá gerðust annaðhvort eftir virkjun eða fyrir virkjun. Það var við hæfí hjá syni hamfaraþjóðar sem miðar tímann út frá eldgosum og harðæri. Fjölskyldan í Miðfelli var merki- leg. Börnin urðu alls sextán, og komust öll á legg. Foreldrarnir voru Guðmundur Ottesen Jónsson, fátækur bókamaður frameftir öllu, en athugull, stálminnugur og veiðikló með afbrigðum. Móðir hans var Ása Þorkelsdóttir sem hafði hæfileika herforingjans og Pétur M. Jónasson, prófessor í Kaupmannahöfn og sonur einnar systranna úr Miðfelli sagði mér að amma sín hefði stjórnað þess- ari miklu sveit einsog milt yfir- vald. Þau fluttust í Miðfell úr Skor- haga í Brynjudal árið 1921 og Ingólfur sagði að eftir að kom í nánd við vatnið mikla hefði hú^, aldrei liðið skort. Bræðurnir kynntust flestir veiði víðs vegar um vatnið. Þorkell var vinnumaður hjá séra Jóni Thorsteinssyni á Þingvöllum _fyrir 1920, Þorlákur veiddi með Ámunda Kristjánssyni, frænda þeirra, á veiðijörðinni miklu í Mjóanesi árið 1915 þegar urriðinn var meira en fjórðungur afians fyrir hvítasunnu og Snæ- bjöm bjó á Gjábakka, þar sem Guðmundur frá Miðdal veiddi stóra físka undan gjánum og hann sjálfur þurfti stundum hest til aV bera aflann af vetrarlognmni und- an Hrafnagjá. Gjábakkann fékk hann þó bara til kaups af Þorláki bróður sínum eftir að mágkona hans, Þuríður Friðriksdóttir, verkakvennaforingi, neitaði að flytja austur og þegar Þorlákur stóð frammi fyrir slíku vali kaus hann fremur konuna og bylting- una en konulaust veiðikotið. Allar þessar sögur heyrði ég við eldhús- borðið hjá Ingólfi og það sem á vantaði bætti Pétur M. Jónasson við. Löngu gengnir frændur og löngu liðin veiði kölluðu fram sér- stakan glampa í augum Ingólfs og mér fannst gaman að hlusta.^_ Nú er þessi hlýlegi öldungur allur og genginn á vit liðinna frænda og vina. Efalítið mun margt skrafað við langeld minn- inganna þegar sveitin öll hittist og veiðimenn liðinna alda þurfa vafalaust margir að eiga orðastað við langt að kominn gest. Kannski verður í þeirra hópi sterkasti bisk- up íslandssögunnar, Gísli Odds- son, sem bjargaði Jóni lærða frá brennunni og dó um aldur fram árið 1638 fyrir kór Þingvalla-.* kirkju. Gísli var fremsti náttúru- fræðingur sinnar tíðar, þorstlátur umfram meðalhóf, kappsamur um veiði úr Miðfelli sem Skálholtsstóll átti þá, og áhugamaður um fiska. í gagnmerku riti sínu, De Mirabili- bus Islandie, kallaði hann urriðann í Þingvallavatni berglax. Biskup var líka einstakur mathrókur og vera kann að þar beri tal þeirra niður að hann spyiji Ingólf hvern- ig honum hafi þótt best að hafa urriðann til borðs. Þá mun Ingólf- ur Guðmundsson Ottesen, elsti oddviti íslands, þegar hann dó, væntanlega svara með gliti í auga hinu sama og þegar annar mqi,- lystugur náttúrufræðingur spurdf^ hann sömu spurningar sumarið 1994: „Helst ekki stærri en svona 2-6 punda. Eftir það verður hann strembnari í maga.“ Össur Skarphéðinsson. SKÚLIEINARSSON + Skúli Einarsson fæddist í Reykjavík 7. júlí 1939. Hann lést 6. janúar siðastliðinn. Foreldrar Skúla voru Þórleif Ás- mundsdóttir, f. 8. júni 1894, d. 1958, og Einar Skúlason, f. 19. október 1916, d. 1. september 1988. Skúli vann Múlalundi frá 1965 til 1991 en eftir það var hann í dagvist í Lækjarási og Blesugróf 31. Útför Skúla fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var í byijun mars 1991 að sambýli fyrir fatlaða var opnað að Giljaseli 7. Fyrstur til að flytja inn var vinur okkar Skúli Einarsson, þá 52 ára. Hann hafði alla tíð búið heima og þar af í mörg ár einn með föður sínum, Ein- ari Skúlasyni. Við skyndilegt fráfall Ein- ars haustið 1988 urðu kaflaskipti í lífi Skúla. Hann þurfti að fá nýj- an samastað og það var honum erfitt að átta sig á breyttum aðstæðum og skilja að pabbi, sem alltaf hafði verið til staðar var skyndilega horfínn. Það fór erfiður tími í hönd en öll él birtir upp um síðir. Eftir tímabundna dvöl hjá fjölskyldu sinni og dvöl í skammtímavistinni Víðihlíð 11 flutti Skúli í sambýlið í Giljaseli 7. Hann hafði ekki búið lengi á sam- býlinu, þegar hann átti í okkur hvert bein. Hann var aðlaðandi maður, sem með brosi sínu og hlýju viðmóti bræddi okkur á stundinni, sama hvað á undan hafði gengið. Hann var skemmtilegur og gat oft komið á óvart með óvæntum orða- tiltækjum og tilsvörum. Skúli var snyrtimenni fram í fingurgóma og vildi alltaf líta vel út, klæðast skyrtu og vera með bindi. Og það er útilok- að að minnast Skúla öðruvísi en nefna dálæti hans á kóki. Hann gerði þær kröfur til lífsins að eiga alltaf nóg kók og drekka eins mik- ið af því og hann vildi. Það var þá í lítrum talið yfir daginn! Frá því að Skúli var ungur mað- ur vann hann alla tíð í Múlalundi, þar sem honum var afar vel tekið og þar átti hann góða vini og sam- starfsfólk. En um svipað leyti og hann flutti í Giljasel var starfsgetan farin að dvína og frá því síðla árs 1991 var hann í dagvist í Lækjar- ási og Blesugróf 31 þar sem hann undi hag sínum vel. Fjölskylda Skúla er einstök. Hon- um var sýnd mikil umhyggja og ræktarsemi og ekkert var of gott fyrir hann. Hálfsystir Skúla, Hel|a Þórðardóttir og dóttir hennar Erla, sinntu honum af slíkri alúð og hlýju að eftir var tekið. Hann fékk auk þess reglulegar heimsóknir af frændfólki sínu, sem glöddu bæði hann og aðra ibúa heimilisins. Skúli var okkur afar kær og er sárt saknað. Guð geymi þig. Vinir í Giljaseli 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.