Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 11 Reykjavík, síðasta vetrardag, 1998 Hr. bankastjóri Sverrir Hermannsson Einimel 9 107 Reykjavík Kæri Sverrir: Það hefur hryggt mig að verða vitni að því þessa síðustu daga, hvemig ráðist heíur verið að bankastjórum Landsbankans án þess þeim gæfist kostur á að svara fyrir sig, a.m.k. ekki á þeim vettvangi þar sem orrahríðin stóð og máium sýndist ráðið til lykta. Meðan þetta gemingaveður gekk yfir gat ekki hjá því farið að hugur minn hvarflaði til fyrra hluta þessa áratugar, þegar Landsbankinn - undir þinni forystu - veitti Sambandi íslenskra samvinnufélaga þann stuðning sem dugði til að greiða um 14 miljarða af erlendum og innlendum skuldum. Ef þessi stuðningur hefði ekki komið til er hætt við að hinar miklu eignh Sambandsins hefðu farið fyrir lítið - "dreifst út um öll jarðarból" - eins og þú komst einhveiju sinni að orði. Er þess nú skemmst að minnast að skuldabréf úr þrotabúi uppi á Skaga, 80 mkr að nafnverði og sagt í skilum, var selt á uppboði á 1/16 part af einu prósenti nafitverðs. Sýnir þetta nýlega dæmi, hvemig meiri háttar eignir geta farið fýrir lítið, þegar ráðist er í uppboð af miklu kappi en lítilli forsjá. Þegar sagan verður rituð er það trú mín að niðurstaðan verði sú að stuðningur Landsbankans við skuldaskil Sambandsins sé eitthvert mesta þurflarverk sem unnið hefur verið í hinu íslenska bankakerfi. Lykilatriði í rnálinu öllu vom giftusamleg skil við hina erlendu viðskiptabanka. Hefðu þeir orðið fyrir stórfelldu tjóni fer varla hjá því að lánshæfnismat íslands hefði beðið varanlegan hnekki. Nú berast af því fréttir á nokkurra mánaða ffesti að lánshæfniseinkunn lands og þjóðar fari hækkandi. Það er von mín að þeirri orrahríð, sem nú stendur yfir, megi sem fyrst linna og að menn beri þá gæfu til að festa augu sín og orðræðu við þá hluti sem máli skipta en síður við hitt sem á sjó er dregið í vafasömum tilgangi. Með alúðarkveðjum, ÉG HEFI fengið margar góðar kveðjur að undanförnu, segir Sverrir, en einna vænst þótti mér um þetta bréf, sem birtist hér með leyfi sendanda. sig: Við skulum ná Sverri Hermannssyni í þessu máli! Viðbrögð þessa embættismanns minna dálítið á vinnubrögð ríkisendurskoð- anda núna,“ segir Sverrir. Samvinnubankinn yfírtekinn „Eg tek við Sambandsmálum 1. janúar 1989, þegar Helgi Bergs hverfur frá störfum í bankanum. Eftir það voru þau á minni könnu, þar til á enda voru kljáð,“ segir Sverrir. „Þó ég tali um mig í 1. persónu, var auðvitað allt í samráði við bankastjómina, sem gert var í málum. Eg er að tala um mál sem ég hafði yfírumsjón með og stjómaði ásamt mínum mönnum. Þar er sérstaklega til að nefna Jakob Bjamason, sem bar hitann og þungann af þessu SÍS-máli, ásamt með Hermanni Eyjólfssyni og Birgi Magnússyni. Þessum mönnum á bankinn mesta skuld að gjalda vegna þess sem þeim tókst að vinna. Við bragðum meira að segja á það ráð að koma þeim fyrir í sjálfu Sambandshúsinu til þess að vinna að uppgjörsmálunum, því að ýmislegt var óljóst þegar við komum að.“ Fljótlega eftir að Svemir tók við málum Sambandsins hófst umræða um kaup á Sam- vinnubanka, sem Sverrir taldi afskaplega mikilvægt vegna stöðu Sambandsins. „Það var mikið hitamál í bankaráði, þai’ sem ýmsir bankaráðsmenn beittu sér af mikilli hörku gegn því máli. Eg þarf ekki að rifja upp póli- tíkina, þar sem hann sagði einhvem tíma á áramótum, Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að ég væri að bera pen- inga skattborgaranna í SIS. Það ætla ég ekkert að rifja upp, enda náttúralega allt með sama brag hjá honum. Þetta heppnast samt og auðvitað var eitt af því sem vakti manni hroll staða SIS við Samvinnubankann. A málum Samvinnu- bankans hafði Geir Magnússon haldið af miklum skörungsskap og ekki látið SIS- forystuna hafa þar lausan tauminn. Eg á nú helst von á því að harka hans í því, að láta ekki pólitík hafa of mikil áhrif á sig í bankastörfum Samvinnubankans, hafi hon- um verið borguð með því að hann var ekki gerður að bankastjóra Landsbankans þeg- ar Valur heitinn Arnþórsson féll frá. En það er framsóknarmennska sem aðrir geta lagt útaf og ég hirði ekki um í þessu spjalli.“ Uggvænlegar fréttir í laxveiðiferð Sverrir segir að fram að þessum tíma hafi Samband íslenskra samvinnufélaga aldrei verið beðið um greinargerð fyrir einu né neinu í Landsbankanum. „Það var haldið opnum hlaupareikningi sem stóð í mörgum milljörðum króna og enga greinargerð var beðið um frá SIS um eitt né neitt. I bankann vantaði upplýsingar um mjög veigamikla skuldaþætti Sambandsins,“ segir Sverrir. „Við höfðum boðið í laxveiði í Vatnsdalsá mjög þekktum manni, sem hét Chips Keswick og var aðaleigandi og stjórnarfor- maður í Hambros Bank í London. Hann var seinna aðlaður og hét þá Sir Chips. Um mið- nætti aðfaranótt 20. júlí 1990 setur hann á tölu við mig og Val heitinn Arnþórsson. Hann vill tala um SÍS. Segir að hann trúi að við höfum kannski verið sömu skoðunar og aðrir viðskiptabankar Sambandsins að upp- áskrift þess á lán væri eins og það væri ís- lenska ríkið sjálft. Slíks trausts hefði Sam- bandið notið og menn þeirrar skoðunar að þetta væri óbifanlegur jarðfastur drangur sem aldrei mundi láta á sjá. Hann sagðist hafa sannfærst um næstum allt aðra skoðun. Hann hefði kynnt sér að Sambandsskrif- stofan í London hefði tekið að láni, sem Landsbankanum var ókunnugt um, 25 millj- ónir punda. Þar af rúman helming hjá Hambros Bank. Hann hafði sannfærst um að Sambandið væri ekki borgunarfyrirtæki fyrir þessum skuldum og rakti í ítarlegu máli sína skoðun á þessu og sagðist vilja vara stórlega við framhaldinu. Það ræki mjög fljótt að því að erlendir bankar, með Hambros í broddi fylkingar, myndu ganga að Sambandinu. Ég ætla ekkert að lýsa vonbrigðum mín- um, undrun og ótta að þessum upplýsing- um fengnum. Að vísu höfðum við haft grun um að ekki væri allt sem skyldi, en að heyra þetta eindregna álit sett svona fram vakti mér mikinn ugg. Valur heitinn lét á engu bera. Hefur hann trúlega, sem fyrr- verandi formaður Sambandsins í mörg ár, gert sér grein fyrir að hér var ekki allt með felldu.“ Sverrir segir þetta annað dæmi um gagn- semi þess að bjóða fjármálamönnum til lax- veiða. „Raunar er ótrúlegt þetta upphlaup gegn laxveiðum á íslandi. Ef ég þyrfti mjög á því að halda að snúa einhverjum til vegar við mig, eða afla mér stuðnings einhvers, og mér lægi lífið við, þá myndi ég fyrst grípa til þess ráðs að bjóða honum til laxveiða í fal- legri íslenskri á. Ekkert er árangursríkara og er ég þó ekki að tala um nein mútumál í því sambandi. Nú er fólk haldið hinu fyrir framgang þessa upphlaupslýðs í landinu með Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar." Lánstraustið í hættu Sverrir segir að sér hafi verið það ljóst að það varð að hindra að erlendir bankar segðu upp lánunum og gengju að SÍS. „Þá hefðum við misst stjórn á öllum málum. Við vissum þá um hvernig Mikligarður gekk. Það vora tóm Pótemkin-tjöld í raun og vera sem þar vora reist. Verslunarþáttur Sambandsins hafði um ótal ár verið rekinn með hrikalegu tapi og peningum smalað saman frá öðram þáttum sem gátu gengið, eins og skipaþætt- inum og fleira, öllu smalað saman til þess að borga tap verslunarþáttar Sambandsins. Þess vegna var það að Landsbankinn skrifaði „Letter of Support“ (stuðningsyfir- lýsingu) til alh-a þessara, mig minnir níu banka í Vestur-Evrópu, og þannig fengum við frest. Þetta var ekki ábyrgðarbréf, þótt bankamir litu svo á, en eitt lá fyrir: Lands- bankinn varð að kappkosta að borga þessar skuldir, því þar reið á lánstrausti Islands útá við. Ef þarna hefði illa farið og þeir tapað þessum peningum, ætla ég ekkert að ráða í hvaða ólukka hefði yfir okkur dunið með stórversnandi lánakjöram erlendis. Þetta varð að vera fyrsta viðbragðið og við fengum ráðrúm til þess að vinna að lausn þessara Ljósmynd/Morgunblaðið BLAÐAMANNAFUNDUR var haldinn þegar Hömlur hf, eignarhaldsfélag Lands- bankans, yfirtók eignir Sambandsins hinn 11.11.1992. F.v. Sigurður Markússon, stjómarformaður Sambandsins, Sverrir Hermannsson bankastjóri og Jakob Bjamason, framkvœmdastjóri Hamla hf. risavöxnu vandamála.“ Ungu mennimir þrír úr Landsbankanum settust að í höfuðstöðvum Sambandsins við Kirkjusand og unnu verk sín frábærlega, að sögn Sverris. „Þetta var fyrst og fremst þeirra verk. Mitt hlutverk var að veita þeim umboð og vera þeirra bakhjarl í málunum. En til enda vora þeir burðarásarnir að ég vil kalla. Svo reyndist áfram í öllum málum að þar reyndist Jakob mér slíkur framkvæðis- maður og forkur að honum á ég meira upp að inna í starfi mínu í Landsbankanum en nokkram öðram manni. Og bankinn honum fyrir verk hans.“ Bankinn tapar ekki Sverrir hóf því næst viðræður við Guðjón heitinn B. Olafsson, framkvæmdastjóra Sambandsins. „Guðjón hafði sest í þetta bú í þeirri sælu vissu að hann væri að setjast yf- ir hálft konungsríkið,“ segir Sverrir. „Én honum var það auðvitað ljóst við sölu Sam- vinnubankans að hér þurfti að grípa til margháttaðra úrræða. En allt að einu, þá lifði hann í þeirri von að ekki þyrfti að koma til svo gagngerðs uppskurðar eða slita Sam- bandsins eins og raun varð á. Hann var þá tekinn sjúkdómi þeim sem leiddi hann til bana. Þetta var frábær maður, hafði enda sýnt það í fyrri verkum sínum hjá Sam- bandinu á öðrum löndum, að hann var af- bragðs maður.“ Sverrir segir að þeir Sigurður Markús- son, sem þá var tekinn við formennsku í Sambandinu, og varaformaðurinn Þorsteinn Sveinsson á Egilsstöðum, hafi verið raun- sæjastir forystumanna Sambandsins á stöð- una. Þeir hafi í raun ráðið úrslitum um upp- gjörsleiðina sem var valin. „Þessi aðferð, sem var viðhöfð, hún bara slapp í ,gegn í Sambandsstjórn með einu atkvæði. Ég held ég muni það rétt að það hafi verið fimm at- kvasði gegn fjóram,“ segir Sverrir. „I öllu starfinu að þessu uppgjöri, þessu óskaplega starfi og mikilvæga, var Sigurður af hálfu þeiraa Sambandsmanna burðarás- inn. Eins og sjá má af því bréfi sem hann skrifaði mér nýlega, gerir hann sér grein fyrir því að óhjákvæmilegt var að vinna þessi verk eins og unnin vora. Aðrir, sem hjá stóðu, töldu að ég væri hér í pólitískum of- sóknarerindum! Það var fjarri öllu lagi. Ég sem missi nú ekki oft svefns hafði and- vökunætur vegna allra þeirra sem mundu missa atvinnuna vegna þessara aðgerða, sem óhjákvæmilegt var að viðhafa. Ef ég ber ugg í brjósti útaf einhverju þá er það af atvinnu- leysi.“ Sverrir segir að þegar upp var lagt hafí verið talið að Landsbankinn gæti tapað allt að þrjú þúsund milljónum króna á gjaldþroti Sambandsins, að Miklagarði og Verslunar- deildinni meðtöldum. Nú segir hann að þetta mat hafi líkega verið byggt á of lítilli þekk- ingu á öllum innviðunum. „í dag er staðan reyndar sú að ég held að Landsbankinn sé kominn yfir strikið, vegna eigna eins og Regins, Aðalverktaka, Holta- garða og Samskipa sem bankinn komst frá nýlega," segir Sverrir. „Landsbankinn er að minnsta kosti á sléttu og mun hafa af þessu ágóða þegar upp verður staðið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.