Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ UM BIBLÍUÞÝÐINGAR Biblíurit heita fjögur bindi, sem komið hafa út hvert af öðru síðan 1993. Þar eru allmargar bækur Gamla testamentisins í nýrri þýð- ingu, sem vonast er tál að verði lokið um aldamótin. Það hefir viljað drag- ast hjá mér að stinga niður penna um þessa þýðingu. Skal ég nú reyna að bæta örlítið úr því með þessu greinarkomi og fara jafnframt nokkrum orðum um útgáfuna 1981, en stikia verð ég á stóru. Ekki alls fyrir löngu birtist á for- síðu Morgunblaðsins frétt undir fyr- irsögninni „Freistingin burt úr Fað- irvorinu," og segir þar, að enska biskupakirkjan hafi ákveðið að breyta Faðirvorinu og fjarlægja úr því freistinguna eða það, sem um hana segi í bæninni. Æðstu menn innan kirkjunnar hafi samþykkt að fella niður orðin „eigi leið þú oss í freistni“ og setja í staðinn „hlífðu oss við þrautum" eða jafnvel „eigi lát þúá oss reyna“. Skuli þessi nýja út- gáfa gilda frá aldamótum. Við þenna lestur komu mér í hug hin fleygu orð Grettis Asmundarsonar: „Skýzt þeim mörgum vísdómurinn, sem betri von er að.“ Það er svo sem ekki nýtt af nálinni að sjá eða heyra menn velta því fyr- ir sér, hvort orðin „eigi leið þú oss í freistni," í bæninni FAÐIR VOR, geti verið rétt þýðing á fimmtexta Nýja testamentisins, því að þeim virðist þar gefið í skyn, að Guð freisti manna, stundum að minnsta kosti, og samræmist það illa því, sem segi í Jakobsbréfi 1:13, að Guð freisti sjálfur einskis manns. Þetta er rétt athugað, því að mis- ræmið er greinilegt, sé gengið út frá því, að þýðingin í Matt 6:13 og Lúk 11:4 sé rétt. Menn hafa með mörgu móti reynt að samræma þetta og komið með ýmsar skýringar á þessu „óþægilega" fyrirbrigði. En allar þær skýringar, sem ég hefi heyrt og séð, eru ýmist óþarfar, klaufalegar eða margar hveíjar hreinlega út í hött, því að skýringa verður ekki leitað í eigin brjósti, heldur í sjálfum textanum. Ósjaldan komast þýðendur text- ans í nokkum vanda. En svo virðist sem þeir nái ekki áttum á stundum, heldur sitji fastir í sama fari og hafi svo hver eftir öðrum. Hvað þessu veldur skal ekki fullyrt hér, en grun- ur minn er sá, að þama sé á ferðinni þýðingarblinda sem ég kalla svo, þ.e., að mönnum sjáist yfir viss ein- kenni frummálsins eða málfræðiat- riði, sem oft skipta afar mikiu. Og af- leiðingin verður þá, eins og hér, röng þýðing og villandi. Ég vænti þess að flýtir verði ekki látinn ráða för við þýðingu ritanna, segir Jón Hilmar Magnússon. Stílfegurð máls og hrynjandi ættu að einkenna nýja útgáfu Biblíunnar. Umrætt atriði skal nú leitazt við að gjöra eins ljóst og verða má, en áður en við komum að því, skulum við líta á nokkur dæmi tll glöggvun- ar. í gríska textanum, Matt 6:11-12, standa eftirfarandi orð, framburður innan sviga, þýðing með skáletri: 86? fjúív (doss hemin) gef oss; á<peq ijniv (afess hemin) fyrirgefoss. Orð- myndimar 56? og öq>£? era sagnir í boðhætti og tíðin svokölluð aoristus, en boðháttiu1 í aoristus-tíð er alla- jafna mun ákveðnari en boðháttur í nútíð. í báðum þessum dæmum er íslenzka þýðingin rétt. Að vísu felst hér þó ekki bein skipun í þessari boðháttarmynd, heldur hiklaus og einarðleg bæn. Akveðna skipun, skylduboð eða skilyrðislaust bann myndar grískan yfirleitt með fram- tíð af sögn eða neitun + sögn í fram- tíð, t.d. Matt 5:43.: ávonú<ieii; xöv nXnoíov oou (agapeseis tonn ples- ionn sú) elska skaltu náunga þinn (orðrétt: þú munt elska ...), og Matt 5:21.: oö (poveúoei? (ú fonnefseis) þú skaít ekki morð fremja (orðrétt: þú munt eJdd...). Þessi dæmi skal nægja láta til samanburðar við sagnmyndina í Matt 6:13 og Lúk 11:4, sem margir hafa hnotið um, en þar era þessi orð: pij Eioevéyiqi? ijpa? eí? TtEipaopóv (me eisenenkes hemas eis peira- smonn), sem verða í íslenzku biblíu- þýðingunni: Leið oss ekki í freistni. Nú bregður svo við, að þýðingin er ónákvæm og því röng. Þess hefir eigi verið gætt, að mynd sagnarinn- ar er ekki beinn boðháttur eins og 86? og fiípE? í dæmunum hér á und- an, heldur er sagnmyndin EÍoEVÉyiqi? aoristus í viðtengingar- hætti. Það er athyglisvert og skipt- ir máli. Reglan er þessi: Þegar gefin er skipun eða sett fram eindregin ósk um að koma í veg fyrir eitthvað eða að láta ekki eitthvað gerast, þá notar grískan neitunina pij + aoristustíð í viðteng- ingarhætti. Hér verður þessu bezt náð í ís- lenzkri þýðingu þannig: LÁT OSS EI LEIÐAST (eða FALLA) í FREISTNI, m.ö.o. bæn um að varðveitast frá freistingum. Tökum eitt álíka dæmi til frekari glöggvunar úr Matt 6:2.: pi) oaXitíori? ÉprtpooOÉv oou (me salpises emprosþenn sú) lát ekki blása í básúnu fyrir þér, eða: kom þú í veg fyrir að blásið verði í lúður fyrir þér. Þetta verður að duga, en dæmin eru næg, enda þetta orðasamband al- gengt í grísku. Loks era það niður- lagsorðin í bæninni: heldur frelsa oss, sem vekja skal athygli á, þar sem orðmyndin ^úoai (hrusæ), frelsa, er boðháttur af sama toga og 80? og öupE? hér á undan. Nú væri freistandi að fara út í samanburð á þýðingum, en það mætti æra óstöðugan. Þó get ég ekki stillt mig um að fara þar um nokkrum orðum. Wulfila (Úlfílas) hét maður, fædd- ur um 311 e.Kr. Hann vann um ára- bil að kristniboði meðal Vestgota og var síðar vígður biskup þeirra. Frægastur er hann fyrir það afrek sitt að þýða alla Biblíuna nema Kon- ungabækumar á gotnesku og notaði stafróf, sem hann fann upp. Þýðing UlfQasar á guðspjöllunum er varð- veitt í handriti því, sem fengið hefir nafnið Codex argenteus („Silfur- biblían"), en það er geymt í háskóla: bókasafninu í Uppsölum í Svíþjóð. í því vora upphaflega 330 blöð, en að- eins 187 hafa varðveitzt. Gotneskan er elzta þekkta germanska rnálið og kunnust af biblíuþýðingu Úlfílasar, skýringum á guðspjalli Jóhannesar, broti úr almanaki og liðlega 120 sér- nöfnum. Gotneska og íslenzka era skyld tungumál. Það er því forvitni- legt að sjá þýðingu Úlfflasar á Matt 6:13, en hún er svo: Jah ni briggáis uns in fráistubnjái, sem orðrétt þýð- ir: Og eigi leið þú oss í freistni. Hvemig skyldi svo þessi setning hljóða í íslenzkum og erlendum þýð- ingum? Lítum á nokkur dæmi um það. Og eigi leið þú oss i freistni (ís- lenzk hómilíubók um 1200, og senni- lega er textinn eldri en það). Og inn leið oss eigi í freistni (Nýja testa- menti Odds Gottskálkssonar 1540). Og inn leið oss ekki í freistni (Guð- brandsbíblía 1584). Og innleið oss ekki í freistni (Hólaútgáfa Þorláks biskups 1644 og Vajsen-hús útgáfan í Kaupmannahöfn 1747). Og leið oss ekki f freistni (1859-1900). Og leið oss ekki inn í freist- ingu (1901). Og leið oss ekki í freistni (1903- 1979). Og eigi leið þú oss í freistni (1981). Eins og sjá má er hér um óverulegar orða- lagsbreytingar að ræða og raunar eftirtektar- vert, að orðafarið er hið sama 1981 og íslenzk hómilíubók hefir um 800 áram áður. Tökum svo af handahófi nokkur dæmi úr erlendum þýðingum: Og leið okkum ikki í freistingar (fær- eysk þýðing 1937, 1961 og 1975). Och inled oss icke i frestelse (sænsk, 1904). Og led os ikke ind i Fristelse (dönsk, 1907 og 1909). Led oss ikke inn i fristelse (norsk, 1975). En leid ons niet in verzoeking (hol- lenzk, 1940). Und fiihre uns nicht in Versuchung (þýzk, 1967 og 1980). Et ne nos inducas in tentationem (elzt: temptationem) (latnesk, um 1000, 1642 og 1898). Et ne nous induis pas en tentation (frönsk, 1929,1954 og 1977). Y no nos metas en tentación (spönsk, 1602 og 1895). And lead us not into temptation, orðalag, er gengur sem rauður þráð- ur gegnum enskar þýðingar og út- gáfur. Hér ber þá allt að sama branni, og óneitanlega læðist að sá grunur, að hér séu þræddar margtroðnar slóðir svo djúpar eða allt frá dögum Ulfilasar að minnsta kosti, að þýð- endur hafi ekki enn þá komizt upp úr þeim skorningum. Arið 1981 kom Biblían á markað í nýrri útgáfu, hinni fyrstu síðan 1912. í þeirri útgáfu eru guðspjöllin og Postulasagan endurþýdd og ýmsar lagfæringar eða leiðréttingar gerðar á þýðingu annarra rita, bæði í Ganila- og Nýja testamentinu. Yms- ir annmarkar eru þó á þessari út- gáfu. Þýðingin er víða gölluð, og sumar lagfæringar hafa farið úr böndum. Vonandi stendxu- samt allt til bóta með þeirri nýju heildarþýð- ingu, sem unnið er að um þessar mundir. Þó lízt mér miður gæfulega á það, sem þegar er komið út. Hefi ég ýmislegt við það að athuga, en í stuttri blaðagrein verður aðeins stiklað á stóra. Það era einkum fjögur atriði, sem ég vildi gjama drepa á, en þau era þessi: Þýðing á hebreska og gríska textanum, málfar, þéringar og beyg- ing nafnsins Jesús. Þýðing á frumtextunum. I tilefni af því, sem hér að framan er sagt um sögnina að freista, vil ég minna á upphafsorðin í 22. kafla fyrstu Mósebókar, en þau era svo í réttri þýðingu frá 1912: „Eftir þessa at- burði reyndi Guð Abraham." Þessu var breytt þannig 1981: „Eftir þessa atburði freistaði Guð Abrahams.“ Þetta er kolröng þýðing, sem hlýtur að vera handvömm eða fljótfærni, enda er hún leiðrétt í Biblíuritum 3 frá 1995 og þá aftur horfið að réttri þýðingu sem betur fer. Um hina nýju þýðingu á þeim bókum Gamla testamentisins, sem komið hafa út í Biblíuritum 1-4, ætla ég ekki að fjalla um að sinni. Þó vil ég geta þess, að allmargar þeirra leiðréttinga, sem ég hafði sjálfur gert á þýðingunni frá 1912, hefi ég borið saman við útkomin Biblíurit, og era þær samhljóða þeim í nær öll- um atriðum. Mín skoðun er sú, að nóg hefði verið að endurskoða þýð- inguna frá 1912, leiðrétta þýðingar- villur, en halda þeim búningi máls- ins, sem farið hefir því einkar vel. Málfar. Nú vona ég, að mér fyrir- gefist, þótt ég segi skoðun mína Jón Hilmar Magnússon skorinort. Mér sámar að sjá eða heyra böngulegt og óvandað mál- far. Flatneskja hæfir ekki biblíu- máli. Rismikið málfar er sem fagur söngur eða hljómlist. í strengjum þess búa hljómar, sem geta vakið dauða og sofandi. Hið hversdags- lega og rislága bliknar hjá því. Eg er alls ekki að tala um fjálglegt mál- far, heldur fjölskrúðugt og fagurt. Hér verða þýðendur að taka sig á og endurskoða æðimargt. Þá kröfú verður að gera til þeirra, sem hafa tekið að sér þetta vandasama verk, að þeir hafi vald á fögra og þrótt- miklu máli. Sú biblíuþýðing, sem standa á um langa framtíð og vísast mun móta íslenzkt málfar æði- margra líkt og talið er, að Guð- brandsbibh'a hafi gert, er slys, ef hún stuðlar að óvönduðu tungutaki. Hér verða teknir nokkrir ritning- arstaðir úr þýðingunni 1912 og bomir saman við Biblíuritin. Þau atriði, sem mestu skipta, era með skáletri. 1. Mósebók 9:16. Þýðing 1912: „Og boginn skal standa í skýjunum og eg mun horfa á hann, tU þess að minnast hins eilífa sáttmála ...“ Biblíurit 2: „Hverju sinni, sem bog- inn stendur í skýjunum, mun égsjá hann og minnast hins eilífa sátt- mála...“ 1. Sam 1:18. Þýðing 1912: „Síðan fór konan leiðar sinnar og mataðist og var eigi framar með döpra bragði." Bibh'urit 2: „Gekk hún síð- an leiðar sinnar, byrjaði aftur að borða og var ekki lengur döpur í bragðL“ 1. Kon 19:5-7. Þýðing 1912: „Og sjá, engill tók á honum og mælti til hans: Statt upp og et Litaðist hann þá um og sá, að eldbökuð kaka lá að höfði honum og vatnskrús. At hann þá og drakk og lagðist síðan aftur fyrir. En engill Drottins kom aftur öðra sinni, tók á honum og mælti: Statt upp og et.“ Bibh'urit 1: „En skyndilega kom engill, snerti hann og sagði: Rístu upp og fáðu þér að borða. Hann litaðist um og sá þá glóðarbakað brauð og vatnskrukku við höfðaiag sitt. Hann át og drakk og lagðist síðan fyrir aftur. Þá kom engill Drottins öðra sinni, snerti hann og sagði: Rístu upp og fáðu þér að borða." 2. Kon 7:2,19. Þýðing 1912: „Þótt Drottinn gjörði raufar á himininn - hvemig mætti þetta verða?“ Biblíu- rit 1: „Þó að Drottinn gerði lúgu á himininn gæti þetta ekki átt sér stað.“ 1. Kron 14:15. Þýðing 1912: „Og þegar þú heyrir þyt af ferð í krón- um baka-trjánna, þá skalt þú leggja til orustu." Bibh'urit 4: „Þegar þú heyrir þrusk skóhljóði líkast í hæstu greinum Bakatrjánna skaltu bregðast skjótt við.“ Jónas 4:8. Þýðing 1912: „ ... og skein sólin svo heitt á höfuð Jónasi, að hann örmagnaðist." Bibh'urit 1: „ ... og stakk sólin Jónas íhöfuðið svo að hann örmagnaðist." í þessum fáu dæmum er gamla þýðingin engu síðri, og engum ætti að dyljast, hve reisn hennar er miklu meiri en þeirrar, sem nú er á döfinm, einkum í síðustu dæmun- um. Fáskrúðugt og hrátt orðafar er ekki boðlegt í virðulegu riti sem Biblíunni og raunar hvergi. Þéringar. Árið 1983 gaf ég út Jó- hannesarbréfin og Júdasarbréf í nýrri þýðingu úr frammáhnu ásamt orðréttri þýðingu og grísk-íslenzku og íslenzk-grísku orðasafni. Gríski textinn var einnig prentaður með, en í orðréttri þýðingu, sem fylgir honum, lét ég þéringar halda sér til samræmis við frumtextann, en sleppti þeim í hinni endanlegu þýð- ingu. Aldrei var ég þó fyllilega sátt- ur við þessa niðurstöðu, en varði hana samt með sjálfum mér, þar eð ritið væri að nokkra leyti handbók eins og ég gat um í formála, og verður það ekki hrakið. Síðan hefi ég margoft velt þessu atriði fyrir mér og jafnan komizt að þeirri nið- urstöðu, að þéringum megi ekki fórna í venjulegum biblíuútgáfum fyrir hin svipminni fornöfn. Nú virðist mér hins vegar allt benda til þess, að sú ákvörðun hafi verið tek- in að fara hversdags leiðina, en þá er líka þessi aldagamla biblíuhefð rokin út í veður og vind, og hefi ég enga trú á því, að hún yrði tekin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.