Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Stöð2^15.40 Húsbóndinn á heimilinu (Man of the House, ‘95), er klisjukennd gamanmynd um nýja pabbann (Chevy Chase) á heimilinu og kúnstuga árekstra hans við stjúpsoninn (Jonathan Taylor Thomas). Fjölskylduvæn gaman- mynd í meðallagi. ★★ Sýn ► 17.30 Maðurinn frá Fanná (The Man From Snowy River, ‘82), ★★★, er frá blómatíma ástralskrar kvikmyndagerðar, og minnir tals- vert á bandarískan vestra. Ungur og félítill maður (Tim Burlinson) ræður sig í vinnumennsku hjá harð- skeyttum stórbónda (Kirk Dou- glas). Vinnur hjarta prinsessunar (Sigrid Thomton). Douglas og ægi- fagurt umhverfí stela senunni. Stöð 2 ►21.00 Leyndarmál og lygar (Secrets and Lies, ‘96). Sjá umfjöllun annars staðar á síðunni. Sýn ► 21.00 Titilpersónan, Fíla- maðurinn (The Elephant Man, ‘80), var svo afskræmd, að hann vann fyrir sér sem sýningaratriði í fjöl- leikahúsi er hann kynntist læknin- um Treves (Anthony Hopkins) sem uppgötvaði að á bak við ófrýnilega vansköpun bjó ekki skrímsli heldur mikið ljúfmenni og göfug sál. Þessi aldargamla saga er sönn og þeir John Hurt, sem Fílamaðurinn, og Sir Anthony Hopkins, sem læknir- inn sem kom honum í kynni við betra líf og heldri borgara Lund- úna, eru óaðfinnanlegir. Atakanlegt og fallegt drama um undarleg örlög, þar sem Ann Bancroft og Sir John Gielgud koma einnig við sögu. Leik- stjóm og handrit Davids Lynch er afbragðsgott. ★★★’A Sjónvarpið ► 22.10 Bíómyndin Gagnvegir (Safe Passage, ‘94), seg- ir af áhyggjum móður, (Susan Sar- andon), meðan hún bíður þess í of- væni hvort hermaðurinn sonur hennar (Robert Sean Leonard), hef- ur komist lífs af úr sprengingu. Melódrama sem hlaut ★★%, hér í blaðinu. Með Sam Shepard. Sýn ► 23.00 Undrasteinninn 2 (Cocoon II, ‘88), er framhald mun betri vísindaskáldsögulegrar mynd- ar sem naut mikilla vinælda, og skipaði leikstjórann, Ron Howard, í fremstu röð. Ellilífeyrisþegar snúa aftur til Jarðar í kurteisisheimókn. Með Don Amache, Jessicu Tandy, Gwen Verdon og fleira góðu fólki. Við AI segjum myndina troða mis- kunnarlaust á frummyndinni, og gefum ★, í Myndbandahandbókinni. Stöð 2 ►23.25 Forfallakennarinn (The Substitue, ‘96), er heimskuleg en ekki óspennandi della um kenn- ara sem ferðast undir fólsku flaggi. Með Tom Berenger og Diane Ven- ora. ★★ Sýn ► 1.40 Hljómleikamyndin Stones á tónleikum (Lets Spend the Night Together, ‘82), er fáséð mynd með rokkgoðunum, tekin upp á þremur tónleikum á ferðalagi þeirra ‘81. Himnasending fyrir gall- harða Stones aðdáendur, sem eru fjölmargir, frá sjö ára til sjötugs, enda rokkararnir búnir að vera að frá því elstu menn muna. Það er Páll Casin Sto “Tnun Brim Biogé' Magga Sigur Rós Mat— rUS G-US x ashi ranean Bang gang •5 n St jörnukisi ^uca J 8, o-i Ensimi á—. V SiOWblOW interstat atrix ,spitsígn M.Art e Oskar G. „Pprno p0p Oa , PlastÍC CanadalnSlr Sureí'ni Svaí«°tor Ci^rver Olli Jjeramin loftkastalinn &■ undírtón@r kynna; mi ' I \ -■ ) staösetning: HÉÐINSHÚSIÐ LOFTKASTALINN mmm INDIE ROCK HIP HÖP PÖP PUNK ___________ EXPERIIVIENTAL RO^tt EASY LISTENING miöasala í Loftkastalanum • héðinshúsið 900kr. • loftkastalinn 600kr. 'PlÓHfiN} -rj---- •^FBTuaoCAIlO ATIA5 -þéþmfmmt^rul SÍMINNinternet'1 enginn annar en Hal Ashby sem leisktýrir og hefur myndin fengið misjafna dóma. M.a. hjá Maltin sem ég ætla að sé vasabrotsrýnir nr. 1. hérlendis. Hann gaf meðaleinkunn, ★★, en einhverntíman las ég að hann hefði ímigust á hljómsveitinni. Svo við tökum hann mátulega al- varlega og stillum græjurnar í botn. Stöð 2 ► 2.15 Sjónvarpsmyndin Óþekktar aðstæður (Circum- stances Unknown, ‘95), hefur hvorki gengið lönd né strönd, enda efnið lítt aðlaðandi. Samkvæmt kynningu er aðalpersónan geðbilaður skart- gripasali sem styttir sér stundir við að drepa blásaklaus og hamingju- söm hjón. Með hinum svipljóta Judd Nelson, sem oftast lítur út einsog hann sé að fara að gefa sam- leikurum sínum á’ann. Sann- leikur- inn og lygin Stöð 2 ► 21.00 Leyndar- mál og lygar (Secrets and Lies) Hvergi er veikan punkt að finna í þessu magnaða meistaraverki Mi- kes Leigh. Enda er þetta myndin sem unddirr. valdi þá bestu árið 1997, og var fjarri því að vera einn um þá skoðun. Það sem er mest heillandi við Leyndarmál og lygar er hvað þetta áhrifa- mikla drama er í eðli sínu einfalt og blátt áfram, efnið hefði sjálfsagt orðið hvers- dagslegt í höndum minni spámanna. Iðnverkakonan Cynthia (Brenda Blethyn), býr við vondar aðstæður ásamt dóttur sinni, götu- sóparanum Roxanne (Claire Rushbrook), í niður- níddu hverfi í London. Bróður hennar hefur vegn- að mikið betur og fjand- skapur ríkir milli mág- kvennanna. Lengi getur vont versnað því fram á sjónarsviðið kemur skyndi- lega falleg og gáfuð ung kona (Marianne Jean-Ba- btiste), sem kynnir sig sem dóttur Cynthiu. Kornung hafði hún gefið frá sér ný- fætt barnið og var búin að grafa atburðinn svo djúpt í minningunni að hún hafði nánast gleymt honum. Ekki bætir úr skák að stúlkan er þeldökk. Nú rennur upp tími upp- gjöranna í fjölskyldunni í grillveislu þar sem brotin eru til mergjar dæmigerð vandamál flestra fjöl- skyldna; leyndarmál, lygar, vonbrigði og væntingar. Víða komið við í mannleg- um samskiptum í sannkall- aðri handritsperlu, þar sem leikararnir fengu að tjá sig frá eigin brjósti samhliða snjöllum texta Leighs. Sem leikstýrir af kunnu öryggi og leikur allra er óaðfinnan- legur. Eitt minnisstæðasta atriðið er þegar mæðgurnar hittast fyrst, sannkallað djásn. Um myndir sem þessar snúast stjömumar. ★★★★ Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.