Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJANA Arnarsdóttir leggur síðustu hönd á andlitssnyrtingu á snyrtistofunni Mary Cohr. „Sumir af kunn- ingjum mínum hafa haft við orð að ég hljóti að vera „alveg að fara yfirum“, að vera kominn á kaf í alls kon- ar nýja atvinnu- starfsemi, mað- ur á mínum aldri.“ og sá nýi. Um svipað leyti og ég var að hætta hjá ISI var skipuð nefnd vegna þessara sameiningarmála og ég var fenginn til að vera formaður hennar. Það nefndarstarf stóð yfir, hvað mig snerti, töluvert á annað ár. Ég þurfti að ferðast víða um land og halda fundi með hestamönnum tii að kynna lagafrumvörp. Að því loknu var þetta starf okkar lagt fyrir á þingum þessara samtaka, þar sem þetta var samþykkt nánast að öllu leyti nema ekki náðist samkomulag um hvað hið nýja sameiningarfélag ætti að heita. Þetta sýnir hve við- kvæmt þetta var. I fyira var þetta mál lagt fyi'ir á ný og þá voru menn orðnir ásáttir um að láta félagið halda nafninu Landssamband hesta- manna en það starfar eftir hinum nýju lögum, og hefur stöðu, skyldur og réttindi eins og önnur sérsam- bönd innan ISI, og er í hópi þeirra alfjölmennustu innan sambandsins. Það er mikilvægt í öllu félagsstarfi að kunna að slá af og gera rétta hluti á réttum tíma, það er lykilatriði í slíku starfi. Að félagsstörfum hef ég unnið í fímmtíu ár. Nýtt innflutningsfyrirtæki Sigurður Magnússon fæddist og ólst upp á Reyðarfirði, yngstur níu barna Rósu Sigurðardóttur og Magnúsar Guðmundssonar verslun- armanns frá Breiðdal. Hann missti móður sína tíu ára gamall. „Hún fékk bólu á hökuna og í hana blóð- eitrun og dó eftir skamma legu - þetta var rétt fyrir tíma pensilíns- ins,“ segir Sigurður. Móðurmissirinn hafði mikil áhrif á örlög Sigurðar og systkina hans. Heimilið flosnaði upp og Sigurður var fljótlega sendur til Aagot systur sinnar sem bjó í Reykjavík og var þar í tvö ár. Hann dvaldi á uppvaxtarárunum hjá mörgu góðu fólki en kom aftur til systur sinnar síðar og hóf kvöldnám í Verslunarskólanum og vann sem sendill á daginn. Nítján ára gamall fékk hann lokaða berkla í fót og taka varð úr honum annan mjaðmarlið- inn. Eftir það var hann ekki hlut- gengur í íþróttum. Þótt hann yrði sjálfur að hætta íþróttaiðkun, átti hann sem kunnugt er mikið starf óunnið í þágu íþróttamála á Islandi, m.a. varð hann ungur framkvæmda- stjóri Iþróttabandalags Reykjavíkur. Vegna fötlunar sinnar varð Sigurður að hætta námi á öðrum vetri í Versl- unarskólanum. „Ég hefði viljað læra meira og í dag dygði þessi menntun sennilega skammt, en hún dugði mér vel, ég lærði m.a. bókhald og fleira og hélt sjálfur áfram að mennta mig í tungumálum, samskipti við herinn á stríðsárunum komu mér m.a. til góða í enskunáminu. Sigurður stundaði verslunarstörf árum saman, rak m.a. Melabúðina og kjörbúðina Austurver og var á kaup- mennskuárunum mjög virkur í sam- tökum kaupmanna. Nú þegar honum hefur gefist ráðrúm hefur hann aftur tekið upp þráðinn á þeim vettvangi. Hann hefur stofnað innflutningsfyr- irtækið íshöfn og hefur það starf- semi sína á fyrstu hæð á Klapparstíg 1, þar sem heimili Sigurðar er á fjórðu hæð. „Það fyrirtæki flytur inn virtar snyrtivörur, franskar og breskar. Ég keypti húsnæði á fyrstu hæðinni hér og eru skrifstofur inn- flutningsverslunarinnar þar í helm- ingi húsnæðisins, í hinum helmingn- um lét ég útbúa snyrtistofuna Mary SIGURÐUR Magnússon ásamt Jóhanni syni sínum í gróðurhúsinu í Hveragerði. Morgunblaðið/Þorkell A v /V s' L\ b VORDÖGUM er allt sem nýtt í náttúrunni og blómin taka að gróa, við Islendingar erum þó kki öllum heillum Vinnan er besta horfnir í blómaræktinni yfir vetrar- tímann, þá rækta framtakssamir at- orkumenn rósir og og önnur skraut- blóm í gróðurhúsum til þess að gleðja augu og ilmskyn samland- anna. Einn þessara manna er Sig- urður Magnússon. I haust sem leið keypti hann garðyi-kjustöð í Hvera- gerði og rekur það ásamt syni sín- um, sem er garðyrkjumaður. „Ég sé um reksturinn, er skrifstofan, ef svo má segja,“ sagði Sigurður er blaða- maður hitti hann að máli á heimili hans á Klapparstíg 1 í Reykjavík. Sigurður er ekki mönnum með öllu ókunnugur. Hann var um áratuga- skeið framkvæmdastjóri Iþrótta- sambands íslands, auk þess að gegna ýmsum öðrum trúnaðarstörf- um á sviði félagsmála og viðskipta. Hann hætti störfum fyrir aldurssak- ir fyrir nær þremur árum, en sneri sér þá að annarri starfsemi. Auk rósaræktarinnar hefur hann stofnað innflutningsfyrirtæki, er að gefa út bók í tilefni af 25 ára afmæli Iþrótta fatlaðra á íslandi og loks hefur hann unnið heilshugar að því undanfarin ár að sameina hestamenn á Islandi í ein samtök. Rósaræktin Það er af nógu að taka þegar rætt er við Sigurð Magnússon um þau viðfangsefni sem hann sinnir nú, en rósaræktin er það nýjasta og á hug hans að miklu leyti, „Það er svo mik- il fegurð í kringum rósirnar og þær opna dyr að ýmsu öðru,“ segir Sig- urður. „Ég keypti tæknilega vel þró- aða og virta garðyrkjustöð í haust sem leið. Þar er allt tölvustýrt sem lýtur að tæknibúnaði, svo sem lýs- ing, vökvun, áburðargjöf og hitastíll- ing. Framleiðsluvörur þessarar stöðvar eru og hafa verið mjög hátt skrifaðar hjá endursöluaðilum,“ bæt- ir hann við. Spurningunni hvort hann hafi vitað eitthvað um rósarækt þegar hann réðst í þessi kaup svarar hann neitandi - og þó. „Annar sona minna, Jóhann, er garðyrkjufræð- ingur. Hann sér alveg um hinn dag- lega rekstur og öll fagleg störf, ég er eins og hver annar útgerðarmaður sem geri út skip en hefur aldrei dregið fisk úr sjó. Ég sé um fjármál, bókhald, framkvæmdamál, viðhald og breytingar.“ Gai-ðyrkjustöðina keypti Sigurður af svila sínum. „Milli okkar og fjölskyldna okkar hefur alltaf verið náinn og mikill samgang- ur og þess vegna voru hér gjaman íslands með meiru segir Guðrúnu Guð- laugsdóttur hér frá ýmsu því sem hann er skipulagsvinna á sviði hesta- mennsku. „Þessari vinnu er nú lokið en hún fólst í því að sameina tvenn landssamtök hestamanna í eitt. Hestamennska sem íþrótt er mitt „hugarfóstur“ frá upphafi," segir hann. „Það er ekki síst mitt verk inn- an íþróttahreyfingarinnar að hesta- mennskan er þar viðurkennd sem íþrótt. Það tók mörg ár. Viðhorf til hestamennsku var framan af for- dómafullt, þeir sem ekki vissu betur héldu að hestamennska fælist í söng, pelafylliríi, réttarmennsku og fleiru í þeim dúr. A þessu hefur orðið stór- kostleg breyting. Prúðmennska og reglusemi gerist ekki meiri í öðrum íþróttagreinum en hestamennsk- unni, og hlutur unglinga í þeim efn- um er mjög stór,“ segir Sigurður. „Það telst til tíðinda að sjá fólk undir áhrifum víns á hestbaki. Sjálfur eignaðist Sigurður sína fyrstu hesta fyrir 30 árum. „Ég er mikið náttúrubarn í mér, íslenskrar náttúru nýtur maður vel á hestbaki," segir hann. Hann kveðst hafa átt marga hesta. „En svo kom að því að ég ætlaði að temja besta hest lands- ins, þá ætlaði ég mér um of og skaddaði mig nokkuð, ofan á bæklun sem ég varð fyrir á ungdómsárum. Það varð til þess að ég hætti hesta- mennsku sjálfur, en viljinn til að lyfta hestamennskunni 1 þann sess sem henni ber og gera hana að viður- kenndri íþrótt, það sat eftir í mér. Síðar þegar ég yar að hætta hjá íþróttasambandi íslands voru byrj- aðar umræður um sameiningu Landssambands hestamanna og hesta- og íþróttasambandsins og það var mikið viðkvæmnismál. Milli þessara samkeppnisaðila var kyn- slóðabil - þar mættust gamli tíminn hefur unnið að frá því hann hætti störfum hjá ISÍ, svo sem rósarækt, innflutnings- starfsemi sameiningu hestamanna í ein samtök og bókaútgáfu. blóm á borðum áður en við feðgar hófum sjálfir rósarækt,“ segir hann. I stöðinni eru ræktaðar 12 til 14 teg- undir af rósum á 2600 fermetra svæði. „Rósastilkarnir eru um 25 þúsund og á hverjum degi eru skom- ar af þeim mismargar rósir og flutt- ar á markað.“ Að sögn Sigurðar gengur rósasalan mjög vel og telur hann að þátttaka stórmarkaða í blómasölu hafa aukið hana töluvert og muni auka hana enn meira er fram líða stundir. Hann kvað og sí vaxandi tæknivæðingu í gróðurhús- um hafa skilað lægra verði á blóm- um. Sameining hestamanna Skyldi reksturinn á gróðrarstöð- inni vera mjög fyrirferðarmikill á lyfjagjofín Ný atvinnustarfsemi vekur alltaf forvitni, og ekki síður ef framkvæmdamaðurinn er þegar kunnur fyrir margs konar aðra at- vinnuþátttöku. Sigurður Magnússon, fyrr- um framkvæmdastjóri Iþróttasambands daglegri verkefnaskrá Sigurðar? „Nei, hreinir smámunir miðað við það sem ég var vanur að hafa um- leikis,“ svarar hann. Um það bil vikulega fer Sigurður þó austur í Hveragerði til fylgjast með starfinu þar. „Ef ég er hress þá hjálpa ég til,“ bætir hann við. Það sem að sögn Sig- urðar hefur tekið mest af starfstíma hans eftir að hann komst á eftirlaun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.