Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ji ri, Ky1ian SJtool Game íáSf’-, ■v Jorma * U o t i n e n : y Night % J ochen U1 r i c h : La Cabina 26 Akvarellur Hafsteins Austmann MY]\PLIST Stöðlakot VATNSLITIR HAFSTEINN AUSTMANN Opið alla daga frá 14-18. Aðgangur ókeypis. Til 7. júní. í TILEFNI af Listahátíð hefur Hulda Jósefsdóttir í Stöðlakoti boðið Hafsteini Austmann að sýna vatnslitamyndir, akvarellur, sem hann hefur gert á síðustu tíu árum, síðan 1988. Alls eru myndimar tuttugu og þrjár og sýna, svo ekki verði um villst, meistaraleg tök Hafsteins á þessum vandmeðfama miðli. Hafsteinn er fæddur 1934 og stundaði framhaldsnám í París á sjötta áratugnum, þegar abstrakt- listin stóð í blóma og margir ís- lenskir listamenn úr öllum list- greinum fjölmenntu til háborgar listmenningarinnar. Hafsteinn er af annarri kynslóð íslenskra abstraktmálara, þ.e. ef rétt er að telja Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason til þeirrar fyrstu. Það er yfirleitt hlutskipti þeirra sem lenda í seinni hlutanum á hreyfingum í myndlist að standa í skugganum af forkólfunum, hvort sem það er nú réttlátt eða ekki. En það er ekki þar með sagt að myndlist Haf- steins sé einhver annars flokks list. Maður finnur enn í myndum hans fyrir þeim upprunalega anda abstraktlistarinnar sem svo oft hefur verið endurtekinn og útvatn- aður af öðmm. Myndimar em byggðar upp á fáeinum einföldum elementum. Sterkar beinar línur, dökk strik, eða bjálkar, sem fljúgast á, litaflet- ir inni á milli sem magna upp and- stæður í lit og birtutón. Formbygg- ing myndanna gegnir aðallega því hlutverki að vera umgjörð utan um liti og birtu innan myndanna. Lita- tónamir, dýptin og andstæðumar gefa myndunum líf. Eitt einkenni á myndum Haf- steins, sem maður tekur eftir þeg- ar þær em samankomnar, er að þær „hanga“, ef svo má að orði komast. Oft er nokkurs konar þverband sem gengur yfir mynd- ina að ofan, sem heldur uppi því sem er á neðri hluta myndarinnar. Stundum deyr myndin út við neðri jaðarinn, sem gerir það að verkum að þær búa yfir ákveðnum léttleika og svifi, þrátt fyrir að pensilstrok- umar, eða bjálkamir, séu frekar stífir og þungir. Vegna þess að myndin hvílir ekki á neinu þá magnast samspilið milli upplausnar og jafnvægis, sem gerir þær kvik- ari en ella. Maður gæti búist við því að myndsköpun Hafsteins hefði leitað í ráðsettan farveg og þar væri engra óvæntra tíðinda að vænta. Þó má merkja á myndunum frá þessu tímabili að myndimar hafa tekið nokkmm breytingum. í myndum eins og „Tunglskini“, frá 1989, þar sem skiptast á djúpblá strik og daufgulir fletir, em kontrastamir harðari, línumar sterkari. En yfirbragð nýrri mynd- anna er mildara og meira lagt upp AKVARELLA eftir Hafstein Austmann frá árinu 1997. úr litaflæðinu heldur en pensil- strokum. Einnig er áferðin blæ- brigðaríkari og meiri fylling í litun- um. Myndimar „Tímarímuteikn" og „Aldarháttúr", sem málaðar em á þessu ári, era gott dæmi um það. Hafsteinn slakar greinilega hvergi á og er enn að leita og læra. I myndlist Hafsteins Austmann er ekkert að finna sem er yfirmáta nýstárlegt eða djarft, og myndstíll hans á sér ýmsar hliðstæður í verkum annarra listamanna frá sjötta og sjöunda áratugnum. En hann málar ekki svona eingöngu vegna þess að hann hefur tileinkað sér ákveðinn stíl, heldur til að laða fram það sem er eðlilegt og sjálf- ljóst í myndsköpun. Nýstárleiki og perónuleg sérkenni em léttvæg í samanburði við grandvallarsann- indi abstraktlistarinnar um eðli lita og formbyggingar. Þótt málverkið virðist enn búa yfir aðdráttarafli meðal yngri listamanna, þá er ljóst að hugmyndafræði abstraktlistar- innar býr ekki yfir sama sannfær- ingarkrafti og áður. En það ætti ekki að koma í veg fyrir að menn geti notið verka þeirra sem með sönnu tilheyra þeim hugmynda- heimi. í akvarellum Hafsteins Austmann er margs að njóta. Gunnar J. Árnason. 4. júni Frumsýning aö höfundum viðstöddum örfAir hioar eftir 5. júni Seinni sýning Aöeíns tv*r sýnmgar i Lístahátió i Reykjavik. Miöasala 1 UpplýsingaBiöstöö terðaaáta, Bankastrati 2. si»1 552 8588. www.id.is Morðsaga frá S-Kóreu ERLENDAR RÆKLR Spennusaga „SLICKY BOYS" Eftir Martin Limón. Bantam Books 1998. 387 síður. BANDARÍSKI spennusögu- höfundurinn Martin Limón ólst upp í Los Angeles og gegndi her- þjónustu í bandaríska hernum í tvo áratugi. Helmingi þess tíma eyddi hann í Suður-Kóreu og þar gerast þær þrjá spennubækur sem hann hefur hingað tíl skrifað. Sú fyrsta heitir ,Jade Lady Bum- ing“, síðan liðu nokkur ár þangað til hann sendi frá sér „Slicky Boys“ og loks mun væntanleg frá honum bók nú í sumar sem ber naftiið „Buddha’s Moneý1. Limón er einn af þeim sem skrifar um það sem hann þekkir og hefur upplifað af eigin raun. Allar fjalla sögur hans um banda- ríska lögreglumenn í Seoul tutt- ugu ámm eftir að Kóreustríðinu lauk eða á áttunda áratugnum. Sjálfur var hann lögreglumaður í borginni á vegum bandaríska hersins svo hann gjörþekkir tíl mála í borginni og honum tekst að gera sögusviðið bæði athyglis- vert og spennandi. Draumurinn Sagan í „Slicky Boys“ er upp- byggð eins og hver önnur spæj- arasaga og aðalpersónumar í bókinni era þær sömu og í hinum tveimur, rannsóknarlögreglu- mennimir George Sueno, sem er ættaður frá Mexíkó, og vinur hans, Emie Bascom. Þeir starfa við glæparannsóknardeild átt- undu deildar bandaríska hersins í höfuðborg S-Kóreu. „Við vinnum mikið en það sem við vildum helst af öllu gera er að þræða barina í rauða hverfínu," segir George en hann er sögumaður bókarinnar. Eftimafnið hans þýðir draumur og hann er einn af örfáum útlendingum virðist vera sem gerir sér far um að kynnast landi og þjóð og læra tungumálið. Félagi hans, Emie, er t.d. ekki á þeim buxunum. En George nýtur fyrir þetta virðingar á meðal heimamanna sem kemur honum vel þegar á reynir. Sagan hefst á því að breskur hermaður er myrtur í Seoul að næturlagi og heyrir morðrann- sóknin undir þá félaga auk þess sem kóreanska lögreglan tekur þátt í henni. Leit þeirra ber þá um melluhverfin og knæpumar og á vit rótgróinnar þjófamafíu sem einbeitir sér einkanlega að birgðum bandaríska hersins á svæðinu. Frá þessari mafíu er heiti sögunnar komið, „Slicky Boys“. Drápunum fjölgar og svo virðist sem vemlega ógeðfelldur morðingi sé á ferðinni, sem sker í fómarlömb sín. Einnig kemur í ljós að það em ekki síst George og Ernie sem em í hættu af völdum þessa illskeytta morð- inga. Forvitnilegt sögusvið Kórea er auðvitað tilvahnn staður fyrir spennusögur og býð- ur uppá marga möguleika sem Martin Limón nýtir sér reyndar flesta. Sagan gerist skömmu áð- ur en Suður-Kórea verður það öfluga iðnríki sem við þekkjum í dag og Limón tekst vel að lýsa lífinu í landinu á þann hátt að vekur áhuga og forvitni lesand- ans. Sjónarhom hins mexíkóska Bandaríkjamanns er ferskt og á einhvem hátt mjög eðlilegt í þeim potti ólíkra þjóðema sem finnst í sögunni. Sögumaður er mjög vel að sér um siði og hug- myndaheim landsmanna og varpar ljósi á samfélagið sem hann hrærist í, götulífið, nær- vera bandaríska hersins og ótryggt nábýlið við N-Kóreu- menn. Sambandi löggufélaganna er ágætlega lýst þar sem annar er vel meðvitaður um þá menningu sem hann lifir í en hinum gæti ekki staðið meira á sama. Og það er undirliggjandi spenna í sög- unni. Veikastí hlekkurinn er hraðsoðnar skýringar á því hvers vegna morðinginn lætur eins og hann lætur og óþarfa hliðarsaga gerir ekkert fyrir söguna nema lengja í henni og var hún hæfi- lega orðmörg fyrir. „Slicky Boys“ er hin sæmileg- asta aiþreying frá höfundi sem skrifar um framandi land og menningu af þekkingu og innsæi svo úr verður eitthvað af viti. Arnaldur Indriðason. Nýjar bækur • CARMEN eftir Prosper Mérimée birtist nú óstytt ífyrsta skipti á íslensku. Hún hefur tvisvar verið þýdd á íslensku, en í bæði skiptin stytt. í þessari nýju útgáfu er stuðst við þýðingu ókunns þýðanda frá 1931. Sæ- mundur G. Halldórsson sá um end- urskoðun textans og samdi skýr- ingar og eftirmála. Sæmundur er lektor í íslensku við Sorbonnehá- skóla í París. Sagan gerist á Spáni árið 1830 og segir frá Baskanum don José sem verður ástfanginn af sígauna- stúlkunni Carmen. Óperan Car- men eftir Bizet byggist á þessari sögu. Popp-rokk-salsa óperan Car- men Negra, sem íslenska óperan frumsýnir á Listahátíð íkvöld, fóstudag, er ný uppfærsla óper- unnar. Prosper Mérimée (1803-1870) er einn af helstu rithöfundum Frakklands. Hann var þjóðminja- vörður Frakklands en þekktastur þó fyrir leikrit, ljóð og sögur. Stíll hans er skýr og samþjappaður, formið klassískt; Nietzsehe kallaði hann „einn af meisturum hins óbundna máls“. Mérímée ferðaðist um Spán áríð 1830 og studdist í sögunni við ýmislegt úr reynslu sinni þaðan. Carmen kom fyrst út 1845. Þrjátíu árum síðar var gerð eftir henni samnefnd ópera, en um leið var ýmislegt í sögunni lagað að óperuforminu. Þess vegna sýnir bókin hið öríagaþrungna ástar- samband don José og Carmen frá öðru sjónarhomi og gefur stund- um sterkarí og upprunalegri mynd afþví. Mynd á kápu er eftir Baltasar. Útgefandi er Sóley ehf. bókaút- gáfa. Bókin er 95 bls. og kostar 1.900 kr. Gutenberg sá um alla prentvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.