Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ C SKOÐUN HÆSTIRÉTTUR OG HUNDADALSHEIÐI Frá upphafí sögunnar hefur hvorki heyrzt né sézt, segír Hjörtur Einarsson, að nokkur maður hafi vefengt landamerkin. ÁRIÐ 1997, fimmtudaginn 25. september, var í Hæstarétti dæmt í máli nr. 183/1997. Tildrög málsins voru þau að maður nokkur hafði um árabil gengið vopnaður um lönd bænda í Suðurdölum og taldi mönn- um trú um að hann væri á rjúpna- veiðum - og hefði til þess „fulla heim- ild“. Landeigendur víldu víkja honum burt og töldu hann vera í „heimildar- leysi“. Margsinnis var þetta ítrekað, en maðurinn sagðist ekki lúta neinu nema dómi. Þar kom að bændur urðu leiðir á þrasinu og maðurinn tekinn með 11 rjúpur og kærður. Var hann þá staddur í landi Neðri-Hundadals. Málið fór síðan fyrir Héraðsdóm Vesturlands og féll á þann kærða, þar sem maðurinn hafði enga heimild til umgengni í þessum eignarlöndum - hvorki til rjúpnaveiða né nokkurra annarra afnota. Enda finnst mönnum það undarlegt réttlæti ef hver sem er getur hirt verðmæti af landi jarðeig- enda - sem borga sín gjöld og sína skatta til ríkis og sveitarfélaga, ef þeir yrðu svo að búa við það að óviðkomandi menn hefðu sama rétt til landsins og þeir, eða meiri. Nú héldu menn að máli væri lokið - einfalt mál, auðskilið og augljóst öllum sem til þekktu - að málið fengi réttlátan endi. Nei, ekki aldeilis! Hæstiréttur er næsta skref. Þar vænta menn réttlátra málaloka - að sannleikurinn og réttlæti séu þar 1 öndvegi. Eftir að Hæstiréttur tók við mál- inu var gerð vettvangskönnun, þar skyldi staðfesta hvar rjúpnaskyttan var tekin. Þessi vettvangskönnun var gerð í september sL Þar fóru á vett- vang rjúpnaskytta, ákæruvitnið, saksóknari og veijandi rjúpnaskytt- unnar. Þar verða þeir sammála ákæruvitnið og rjúpna- skyttan um hvar fundum þeirra bar saman. Það stendur því óhaggað sem Héraðsdómur Vestur- lands hafði dæmt - mað- urinn staðinn að ólögleg- um veiðum á ákveðnum stað í landi Neðri- Hundadals. Þetta viður- kennir Hæstiréttur, að um þetta sé ekki ágrein- ingur og hefðu menn þá haldið að dómsorð væri fengið. Þetta var ákæru- efnið, hér var allt fengið sem um var deílt. Um þetta eru samdóma Héraðsdómur Vestur- lands og Hæstiréttur íslands. En hvað þá? Getur verið að dómarar í Hæstarétti Islands hafi verið að leita að einhveiju öðru en sannleika máls- ins? Hér skulu tilgreind helstu atriði sem Hæstiréttur íslands virðist dæma eftir: 1. Rjúpnaskyttan var á „gróður- lausu landi“. 2. Rjúpnaskyttan var á stað í 500-600 m. hæð yfir sjó. 3. Landamerkjabréfið sannar ekki eignarréttinn. 4. Þeir vita ekki hvað landið var stórt sem Auður djúpúðga gaf Hunda forðum daga. 5. Áin Njóladalsá - það er ekki á hreinu hvaðan hún kemur, eða hvar hún á upptök sín. 6. Hálendi sunnan landamerkja Neðri-Hundadals á Hundadalsheiði, er að þeirra dómi ótvírætt utan landsvæða sem eru háð beinum eign- arrétti. Nú er rétt að fara yfir þessi 6 at- riði sem hér að ofan eru nefnd. Svör: .1 Rjúpnaskyttan var á „gróður- lausu landi“. Lifir þá rjúpan á „gróð- urlausu landi“? Sé svo stangast það á við náttúruna. Rjúpan hlýtur sem aðrir fuglar að lifa á einhveiju öðru en beru gijótinu! Þess má geta að á þeim hluta heiðarinnar, sem menn telja gróðurlítinn eða gróðurlausan, eru víða uppsprettur og mosadý með smágróðri í kring og innan um grjót- ið. Sauðfé er á sumrin um alla heiðina og fram á haust. Heimamenn sem gengið hafa til rjúpna hafa oft stuggað við fé úr heiðinni, því sjátft kemur það ekki niður fyrr en snjór eða illviðri hrekur burtu. 2. Rjúpnaskyttan var í 500-600 m hæð. Þetta er algjört aukaat- riði og ekki séð eða vitað að þetta skipti nokkru máli í þessu sambandi. 3. Landamerkja- bréfið sannar ekki eignarréttinn. Þetta er undarleg niðurstaða svo hálærðra manna og vandaðra að undrun sætir. Eftir hverju eiga þá menn að fara ef ekki eftir landamerkjabréfum sem samþykkt hafa verið af eigendum nærliggjandi jarða meira en aldar- gömlum, þar sem enginn hafði hreyft mótmælum allan þennan tíma? Er ekki í of mikið ráðist fyrir einn mann - þó leyfi hafi til að sýna sig fyrir Hæstarétti íslands að ætla sér að breyta landamerkjum eða ógilda og þar með svipta menn eignarrétti á löglegri eign og þinglýstri - og er það ekki ámælisvert að dómarar við Hæstarétt íslands dæmi eign af mönnum eftir svo einhliða málflutn- ing? Það verður að segjast að mikill vafi leikur á um rétt fyrrgreindra aðila til slíkra verka. 4. Þeir vita ekki hvað landið er stórt sem Auður djúpúðga gaf Hunda forðum daga. Þurfa þeir að vita það til að komast að réttri niðurstöðu eða sannleik þessa máls? Það skal dregið í efa. En landsstærðina vita þeir ef þeir vilja í landamerkjabréfum viðkomandi jarða, svo skýrt og um leið einfalt mál er það. 5. Njóladalsá, áin sem ræður landamerkjum á löngum kafla, er þeim áhyggjuefni. Hvaðan kemur hún? Hvar eru upptök hennar? Þetta er þó augljóst mál, sem flestir munu sjá sem þama fara um í björtu veðri og hafa sæmilega sjón, en það getur verið erfitt að ákveða þetta inni í söl- um í Reykjavík - þó að hátt standi - Hjörtur Einarsson ef fara á eftir umsögn einhvers sem er annaðhvort áttavilltur eða vill fá ákveðna niðurstöðu án tillits til þess sem rétt er. 6. Hálendi simnan landamerkja Neðri-Hundadals á Hundadalsheiði er að þeirra dómi ótvírætt utan landsvæða sem háð er beinum eign- arrétti. Hér verður þeim sem kunn- ugir eru á þessum slóðum á að spyrja hvaðan fá þeir þessa visku. Um þetta er heimamönnum ókunnugt. Ekki er vitað um neitt landsvæði á nefndri heiði utan samþykktra landamerkja, sem eru að vestan, norðan og austan eignarlönd viðkomandi jarða og að sunnan sýslumörk við Mýrasýslu. Eign og umráðaland Stafholtskirkju í Stafholtstungum í Mýrasýslu. Hvað kemur þetta svo málinu við? Ekki er auðvelt að sjá það. Máhð snýst um ijúpnaskyttu, mann sem staðinn var að ólöglegum veiðum á ákveðnum stað langt fyrir norðan sýslumörk og um þetta eru samdóma Héraðsdóm- ur Vesturlands og Hæstiréttur ís- lands. í Morgunblaðinu 5. október 1997 er hugleiðing vegna þessa máls. Þar er „veijandinn" að skýra fyrir les- endum ýmsa þætti þessa máls og fer víða, því nauðsynlegt er að dreifa málinu fi-á aðalatriðinu. Rjúpnaskyttan góðkunna var að veiða á Hundadalsheiði, en heiðin af- markast að vestan Vífilsdalur og Amkellsdalur, að austan Suðurárdal- ur og Teigsfjall, að norðan Skurðar- sel og Heiðarvík og að sunnan sýslu- mörk við Mýrasýslu eins og vötnum hallar. Heiðin er því nokkuð stórt landsvæði og eiga 4 jarðir þar eignar- land eins og kunnugir vita. Rjúpna- skyttan mun hafa kannað þetta landsvæði, oftar en einu sinni. Verj- andinn telur hann hafa verið í 600 m hæð, ætli þau hæðarmörk hafi ekki færst eitthvað til, því ekki hefur hann setið allar stundir á rassi sínum. En hæðarmörkin skipta engu máli - loft- ið því hreinna sem hann hefur stigið hærra. Hann telur rjúpnaskyttuna hafa veitt þama um árabil og mun rétt vera, en ekki án árekstra eins og hann telur. Af þeim árekstrum spratt málið. Ekki er ágreiningur um veiðistað, segir verjandinn. Það er aðalatriði málsins og þessi yfírlýsing hans því mikilvæg. Málið er því sjálf- dæmt og augljóst öllum sem til þekkja. Hann þarf nú að hrekja landa- merkjabréfið en getur það ekki með neinum rétti, þó hann fái dómara til að fallast á sínar skýringar. Al- mannadómur þeirra sem þekkja til staðhátta er líka til. Sá dómur mun standa, því hann er byggður á stað- reyndum áþreifanlegum og augljós- um. Nú vill „veijandinn“ fræða lesend- ur um löndin sunnan heiðarinnar og hver á og er það eðlilegt svo lesendur sjái hvað „verjandinn" er fróður og veit mikið. Hann telur Dalsmynni og Hvassafell í Norðurárdal eiga land að fjallabrúnum. Það rétta er að Dals- mynni á Bjamardal að austanverðu inn að Mælifellsgili. Það gil kemur norðvestan við hið þekkta fjall Baulu og rennur í Bjamardalsá. Þar innaf er landið eign Stafholtskirkju í Staf- holtstungum - Bjamardal allan upp á brúnir svo sem vötnum hallar, allan Brekkumúla, allan Miðdal, Staðar- múla sem áður var kallaður Miðdalsmúli, Vesturárdal að norðan- verðu, Hamrabotna, Vesturárdal að sunnanverðu til Villingagils, Hamra- dalur sem er ofan brúna Vesturár- dals. Hamradalur mætir drögum að Atgeirsdal og er Klapparhryggur sem þessi daladrög aðskilja. Norður- hlíð Hamradals og fjalllendið innaf Staðarmúla liggja upp að Hundadals- heiði og ráða þar vatnaskil. Flestir skilja hvað átt er við. Á milli Miðdals að sunnan og Suðurárdals að vestan eins og kallað er í daglegu tali er Merkjahryggur, þar um yfir er vegur nr. 60 - þjóðvegur milli Dala og Borgarfjarðar. Hvassafell á Bjamar- dal vestan Bjamardalsár og inn á Vesturárdal að sunnan inn að Vill- ingagili. „Verjandinn" og dómarar í þessu máli leita til fortíðar. Áuður djúpúðga merk landnámskona nam Dalasýslu að mestum hluta og skipti landi milli fylgdarmanna sinna og leysingja er hún gaf einnig frelsi. Þessu trúum við sem lesið höfum söguna og teljum engan vafa leika á um sannleik þessarar frásagnar. Hunda gaf hún Hundadal, Vífill hlaut Vífilsdal, Sökkólfur Sökkólfs- dal. Öll eignarlönd þessara jarða hafa frá þessu upphafi átt sín ským og óumdeildu landamerki hver fyrir sig sem afmarkast að austan, sunnan og vestan af vatnaskilum, þ.e. hæstu kennileiti viðkomandi fjallsbrúna. Frá þessu upphafi sögunnar hefur hvergi heyrst eða sést að nokkur maður hafi vefengt þessi landamerki eða það að hér var um fullkomið eignarland að ræða. En árið 1997 kemur skjal frá Hæstarétti íslands að hér leiki vafi á um eignarrétt, svo óviðkomandi manni sé heimill án saka afnotaréttur landsins og geti hirt verðmæti sér til ágóða. Þvílíkur dómur! Eitt er svo alveg víst að Hæstirétt- ur Islands hefur ekki vaxið í áliti hjá þeim sem lesið hafa þennan dóm og þekkja alla málavexti, þvi miður. Ef viðkomandi dómarar vilja unna Hæstarétti íslands virðingar eins og nauðsynlegt er, þá ættu þeir allir að segja af sér sem allra fyrst. Höfundur er bóndi að Gröfí Miðdöl- um, Dalasýslu. u í blaðaukanum Húsinu og garðinum verður að finna ýmsan fróðleik um viðhald húsa og garðrækt en nú fer í hönd mikill annatími hús- og garðeigenda. ýj • Viðhald húsa Z • Fjármögnun á endurbótum húsa UJ • Sumarbústaðir ^ • Heitir pottar Q • Dúkkukofer og leiktæki ^ • Gróðurhús • Þakefni og málning • Lýsing við hús og í görðum • Sólpallar og skjólgirðingar • Hellulagnir • Blóm.tré og annar garðagróður • Q.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 þriðjudaginn 2. júní Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á söludeild sérauglýsinga í síma S69 1139. IHerðtmMabffr AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl©mbi.is l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.