Morgunblaðið - 01.08.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 01.08.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 41 AÐSENDAR GREINAR Til varnar erninum STUNDUM getur verið gott að búa tíma- bundið fjarri landinu fagra. Maður fær svo- lítið aðra sýn á hlutina og lærir jafnvel að meta land og þjóð enn betur. Sjálfum finnst mér það ákveðin for- réttindi að kalla heima þetta litla samfélag í landi víðáttunnar. Maður trúir því að fólkið heima sé gott fólk og samheldið, e.t.v. vegna þess að margir búa við þokka- Ferdinand legt fjárhagslegt ör- Jónsson yggi og almenn menntun er á háu stigi. Flestir eiga þess kost að taka upplýstar ákvarðanir, geta fræðst um aðskilj- anlegustu efni og jafnvel leitað ráða hjá sér fróðari í stað þess að lifa í myrkri fáfræðinnar. Rödd fólksins heyrist við og við og allir geta æst sig í Mogganum. Maður er bara stoltur á stundum og ber höfuðið hátt. Fréttir að heiman eru þó ekki allar einn allsherjar englasöngur né rjómabland. Nýlegar fréttir valda því að mér finnst ég verða að ganga gegn heilræðavísum séra Hallgríms og koma skoðunum mín- um í Morgunblaðið. Eg er eins og svo margir aðrir mikill unnandi ís- lenskrar náttúra og að mínu mati er haförninn hennar dýrasta skart. Það er ógleymanleg upplifun að sjá þennan glæsta konung svífa í heim- kynnum sínum. Að visu mjög fátíð sjón enda öminn afar styggur og stofninn fáliðaður. Félagar í hinu fámenna Fuglavemdarfélagi Is- lands hafa ásamt nokkram bænd- um barist fyrir tilvist íslenska am- arins. Það má heita með ólíkindum að enn skuli emir yfir Islands fjöll- um fljúga, slíkar vora ofsóknimar á hendur þeim. Vitað er að ernir og margir aðrir svokallaðir vargfuglar geta gert usla í æðarvörpum og þar með valdið ákveðnu tekjutapi fyrir aðra sem nytja þau. En það virðast ekki vera jafn viðurkennd sannindi að íslenski haföminn hefur veitt æð- arfuglinn um aldir og áreiðanlega löngu áður en nokkur moldarkofi reis í sveitum landsins. Þær fréttir að nú megi fáeinir bændur bera út eitur fyrir villta fugla finnst mér fláræði eitt mikið og gróf aðför að toppi íslenska vistkerfisins. Að þetta sé staðan í íslenskum nátt- úraverndarmálum þykir mér of stór biti til að kyngja og manni verður orða vant yfir óskiljanlegri ákvörðun umhverfisráðherra. Er nú allt liðið þarna heima komið aft- ur inn í moldarkofana eina ferðina enn? Eða eru það einungis fáeinir mætir menn sem þar með hafa misst af allri umræðu og vakningu í umhverfismálum á heimsvísu? Hafórninn gnæfir á tindi ís- lenska vistkerfísins. Vaxtarbrodd- arnir í litlum stofni, ungfuglamir, flakka víða um landið og reiða sig mikið á hræ fyrstu árin sér til lífs- viðurværis. Matseðill fullorðinna arna er líka fjölbreytilegur og ekki fúlsa þeir við mávum eða hröfnum. Eins og aðrir ránfuglar taka þeir helst þá einstaklinga sem ekki ganga heilir til skógar, t.d. vankað- ir af eitri. Fenemahð myndi því fljótt skila sér þangað sem síst skyldi. Meðal fræðimanna er mikill ágreiningur um eituráhrif Fen- emals í dýraríkinu. Þau eiga heldur ekki að skoðast eingöngu með hliðsjón af full- vöxnum fuglum, því ungamir eru að sjálf- sögðu útsettir líka. Þetta er einnig van- virða við þá ágætu menn sem af hug- sjónaeldi og framsýni börðust fyrir því að bannað væri að bera eitur út í íslenska nátt- úra fyrir um 30 áram og forðuðu þar með ís- lenska eminum a.m.k. tímabundið frá útrým- ingu. Það er þó ekki það versta. Margir hafa miklar áhyggjur af mjög svo lítilli við- komu íslenska amarstofnsins sem er sú lélegasta sem þekkist í þokkalega ómenguðu lífríki. Væri ég ráðhema umhverfismála hefði ég enn meiri áhyggjur af þessu og fyndist mér bera skylda til að leita allra leiða og samráðs við fugla- fræðinga til að reyna að komast til botns í málinu og bæta ef hægt er. Fyrir eitt hundrað fimmtíu og fjóram áram útrýmdu Islendingar geirfuglinum. Það smiðshögg er mikill smánarblettur á þjóðinni. Þá eins og nú vora miklir peningar í húfi og háar upphæðir greiddar fyrir geirfuglshami og egg. Að vísu nær samlíkingin vart lengra því í þá daga vora engir fuglafræðingar, engin náttúrafræðistofnun og eng- inn umhverfisráðherra. Þjóðin hafði vart í sig né á og fáfræðin og umgengnin við náttúra landsins eftir því. Trúr upphafsorðum mínum væri það dálítið sérstök lygi og svona létt væmið að halda því fram að annað eins prýðis fólk og íslend- ingar væra ekki svona smá gallaðir sumir. Því efast ég ekkert um að orð mín munu falla í frekar grýttan jarðveg, enda ekki alveg laus við ofsóknarkenndina sjálfur. Botnlaus efnishyggja, sálarflækjur smákon- unga og fyrrtalin ofsóknarkennd, sem stundum verður vart hjá ýmsu ágætu fólki í bændastétt, munu valda því að skrif mín og annarra verða léttvæg fundin. A tyllidögum má ekki svo ýkja sjaldan heyra ráðamenn þjóðarinnar tjá sig út í hið óendanlega um fjöll og dali og bláan sand. En séu miklir peningar í húfi, eins og fást fyrir æðardún, þá era þeir skotfljótir að sippa sér úr skautbúningnum. Sérhver Is- lendingur verður þá allt í einu að bjarga sér hver sem betur getur í veiðimannasamfélagi móðuharð- indanna þar sem allt er um það bil að fara undir hraun. Og þó að ein- hverjir furðufuglar og sérvitringar séu að væla út af illíyglum hafa þeir ekkert vit á því. Auðvitað veit fólkið sem lifir í návígi við náttúr- una og landsbyggðaratkvæðin allt best og það veit líka allra best hvemig á að vemda hana best og stýra best til betri vegar. Þar sem ég er sjálfur íslenskur sérvitringur er ég náttúralega al- gerlega ósammála. Samskipti æð- arbænda við íslenska öminn síðast- liðin hundrað ár ættu að vera Útrýmingarherferð sú, segir Ferdinand Jóns- son, sem æðarbændur stóðu fyrir og nær gjöreyddi haferninum er stéttinni til mikils vansa. mörgum kunn. Útrýmingarherferð sú sem þeir stóðu íyrir og nær gjöreyddi hafeminum er stétt æð- arbænda til mikils vansa. Æth þeir að skreyta afurðir sínar með hrein- leika íslenskrar náttúra verða þeir heldur betur að taka til hjá sér fyrst. Örninn á sig sjálfur og í besta falli er hann sameign þjóðarinnar. I versta falli verða Islendingar að reyna að læra af sögunni. Æðarbændur eiga ekki og mega ekki hafa úrslitaáhrif á það hvort þessi konungur íslenskrar náttúra lifir eða deyr. Þetta er líka spurn- ing um fordæmi, landamæri og lág- marks virðingu fyrir landinu sem var fengið sál vorri til fylgdar. Við lok tuttugustu aldar er ekki lengur verjandi að haga málum á þennan hátt. Ég treysti því að sá annars ágæti maður, Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra, taki þetta mál til rækilegrar endur- skoðunar og standi vörð um ís- lenska haföminn. Það skyldi eng- inn og ætti enginn að taka óþarfa áhættu með dýrasta djásn ís- lenskrar náttúra. Höfundur er læknir í Lundúnum. Viðbótarsæti til Parísar með Corsair og Flugleiðum Á ákveðnum brottförum á tímabilinu 6. ág. til 20. sept. hefur okkur tekist að fá aukinn sætafjölda til Parísar. Þú flýgur út með Corsair og heim með Flugleiðum eða öfugt. Hafðu samband og við finnum réttu dagsetninguna. FAL FERÐASKRIFSTOFA Ferðamiðstöð Austurlands hf. Stangarhyl 3a - 110 Reykjavík, sími 587 1919. UTSALAN hefst miðvikudaginn 5. ágúst Lokað þriðjudaginn 4. ágúst SKÓUERSLUN KÓPAVOGS HAMRAB0R6 3 • SÍMI 554 1754 www.mbl.is LÆGSTI KOSTNAÐURINN Á HVERN SJÓÐSFÉLAGA Samkvæmt Viðskiptablaðinu 15. júli 1998* Við val á lífeyrissjóði er mikilvægt að skoða hvernig raunávöxtun sjóðanna hefur verið síðasta árið og hver kostnaðurinn er á hvem félaga í sjóðnum. *í Viðskiptablaðinu 15. júli 1998 kemurfram að Frjálsi lífeyrissjóðurinn var með hæstu hreinu raunávöxtunina árið 1997 og lægsta kostnað á hvem virkan sjóðsfélaga. Frjálsi lífeyrissjóðurinn þolir því allan samanburð! Er nokkur spurning hvaða lífeyrissjóð þú velur? Hringdu í síma 540 5060 eða komdu til okkar á Laugaveg 170. Kostnaður á hvem virkan sjóðsfélaga Frjálsi lífeyrissjóðurinn 1.520 kr. Hrein raunávöxtun 1997 7,89% Hrein raunávöxtun 1998 13% FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN Frjálsi llfeyrissjóðurinn er stærsti og elsti séreignarlífeyrissjóöur landsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.