Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Með bæri- legri léttúð TONLIST ísli'iizka npcran KÓRTÓNLEIKAR Ymis inn- og erlend djass- og dægur- lög. Léttsveit Kvennakórs Reykjavík- ur u. stj. Jóhönnu V. Þórhallsdóttur; Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó, Arni Scheving víbrafónn, Pétur Grét- arsson trommur, Óskar Guðjónsson T-saxofónn, Tómas R. Einarsson kontrabassi. Einsöngur: Jón Kr. Ólafsson. Fimmtudaginn 22. apríl kl. 20. „LÉTTSVEIT" leiðir eflaust huga margra að upphafi Stórsveit- ar Ríkisútvarpsins sællar minning- ar, þegar sú mæta ljósvakastofnun hafði mátt og metnað til að gera út rjómann af þáverandi djassleikur- um landsins, áður en fjárveitingar- valdið tók að brýna niðurskurðar- busana. Þá voru 15 manns nægur fjöldi til að fylla léttsveit. Hvort léttsveitarnafngift sérdeildar Kvennakórs Reykjavíkur boðar stefnu synkópna og blárra nótna í verkefnavali framtíðar skal hins vegar ósagt látið, þótt þær hund- raðmenningar hefðu dugað heilum fjórum stórsveitum. Hvað sem líður breiðum smekk eða þröngum, þá stendur djassinn í huga flestra skör lægra en klassík og „nútímatónlist" í listrænni virð- ingarröð tóngreina; dægurlagið enn neðar. Skerpist enn á þessum mun í litlu samfélagi fákeppni, sem lengst af hefur mótazt af takmörk- uðu framboði á „millitónlist" sem svo mætti kalla - þ.e. vandaðri af- þreyingartónlist sem byggð er á fagmennskulegum metnaði. En vera má að framlag á við þeirra Léttsveitarkvenna - með dyggri aðstoð færustu hljómlistannanna djassgeirans - sé einn af vorboðum nýrra og betri tíma í þeim efnum. Lengst af hefur verið lenzka að meta almenna þátttöku ofar gæð- um, þegar slegið er á létta strengi. En þó að hrein skemmtitónlist geti vitanlega seint gert sömu kröfu til athygli og dýpstu mið færustu listamanna, má ekki gleyma því gagni sem fjölbreytt og vönduð af- þreyingartónlist getur gert hugs- uðum háloftanna með viðmiðun, aðhaldi og hvatningu upplýstrar alþýðu, er mjókkar gjár og veitir jarðsamband. Það var annars ekki verkefna- valið í sjálfu sér á troðfullum tón- leikum Léttsveitarinnar í Islenzku óperunni á fimmtudagskvöldið var sem ýtti þessum hugrenningum af stað. „Afdankaðir" slagarar á borð við Ömmubæn, Þú ert ungur enn, Hvítu mávar, Segðu ekki nei, Óli rokkari, kalypsinn Jamaica Farewell, Besame Mucho og A Nightingale Sang in Berkeley Square (í annars frábærri útsetn- ingu Alans Billingsleys, þótt glimrandi íslenzkun Jónasar Arnasonar væri hunzuð af óskilj- anlegum ástæðum) hafa án efa hleypt fyrirfram hrolli í fíngert hörund fagurkera. En því rann megnið ljúflega niður þegar til kom, að þessar hrumu lummur frá 5. og 6. áratug hljómuðu óvænt ferskar í söngglöðum, samtaka og tandurhreinum flutningi kvenn- anna, sem auk þess skörtuðu öf- undvert skýrum framburði í a.m.k. íslenzku textunum. Þá var og vel frá meðleik djassveitarinn- ar gengið undir forystu aðalútsetj- arans, Aðalheiðar Þorsteinsdótt- ur, er fyllti sitt hlutverk af þokka, þótt næði eðlilega ekki sveiflu- mögnun Árna Scheving og Óskars Guðjónssonar á víbrafón og tenór- sax í sólóinnslögum þeirra. Þar fyrir utan var dagskráin breiðari í heild en ofar er getið; m.a. a capp- ella kórlögin Ó blessuð vertu sum- arsól, Ég á það heima sem aldrei gleymist, Nú sefur jörðin og Sum- ar er í sveitum, þrjú síðustu í ágætum raddsetningum Hildi- gunnar Rúnarsdóttur, auk sjálf- stæðra innslaga djassveitar, fyrir utan að Jón Kr. Ólafsson söng for- söng eða einsöng í nokkrum lög- um. Kentucky-lagið Black is the Color of my True Love’s Hair var svolítið óhreint í flutningi lítils kórhóps, en hressilegt lokanúmer- ið I’m a Woman (Leiber/Stoller) gerði mikla og verðskuldaða lukku. Þær stöllur Jóhanna V. Þór- hallsdóttir kórstjóri og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanisti og útsetj- ari, hafa hér greinilega manað fram afl sem ekki verður stöðvað, ef tekst að halda sömu flutnings- gæðum við ekki minni fjölbreytni í verkefnavali. Ríkarður Ö. Pálsson ÓLI Stolz og Tómas R. með bassana. Tveir kontra- bassaleikarar á Múlanum SÍÐUSTU tónleikar í jassviku Múl- ans í Sölvasal Sólons Islandusar verða í kvöld, sunnudag kl. 21.30. Bassaleikaramir Tómas R. og Óli Stolz, ásamt Mattíasi M.D. Hemstock trommuleikara og Ey- þóri Gunnarssyni píanóleikara, flytja efni eftir þrjá bassaleikara, þá Tómas R., Árna Egilsson, Charlie Haden, ásamt efni eftir fleiri skáld. Sýning framlengd Gallerí Ingólfsstræti 8 SÝNING Gretars Reynis- sonar, „1998“, er framlengd til sunnudagsins 2. maí. Galleríið er opið fimmtu- daga til sunnudaga kl. 14-18. Yika bókarinnar DAGSKRÁ Viku bókarinnar í dag, sunnudag, og mánudaginn 26. apríl er eftirfarandi: Ráðhús Reykjavíkur Sumarkveðja Þjóðminjasafnsins. Dagskrá fyrir börn. Kl. 14. Bústaðasafn Maturinn hennar mömmu. Sýn- ing á matreiðslubókum. Sögufélagið, Fischersundi Bókamarkaður. Kl. 13-18. Mánudagur 26. apríl Bókval, Akureyri, Bókabúðir Máls og menningar Bókahringrás. Tekið á móti not- uðum bókum og þær seldar í kílóa- vís til styrktar góðu málefni. Hemstock og gamli Miles TÓNLIST Sölvasalur Sólun íslandus Matthías MD Hemstock trommur og hljómsveitarstjórn, Jóel Pálsson ten- órsaxófón, Sigurður Flosason altó- saxófón, Kjartan Valdimarsson píanó og Tómas R. Einarsson bassa. Tónlist af efnisskrá Miles Davis 1951-54. mið- vikudagskvöldið 21.4. 1999. HVAÐ ætli maður hafi brugðið Blue Note skífunum hans Miles Da- vis oft á fóninn - eða fyrstu Prestigeplötunum hans? En það tímabil í listsköpun Miles Davis var guðspjall Matthíasar Hemstocks og félaga síðasta vetrardag á Múlan- um. Lögin öll hljóðrituð af Miles fyrir þessi fyrirtæki á árunum 1951 til 1954. Fæst voru þau eftir Miles sjálf- an, aðeins Dig, Weirdo og Out of the blue. En Miles var sosum ekk- ert stórskáld laglínanna - hans snilli fólst í sköpuninni. Hvað 'sem hann blés varð að davisísku meist- araverki, skipti engu hvort það var Vermalandið fagra frá Svíþjóð eða Sömmertæmið hans Gerschwins. Lögin sem Miles samdi ekki og þeir félagar léku þetta kvöld voru C.T.A eftir Jimmy Heath, sem hingað kom og blés í Tjarnarbúð; Ray’s idea, samið af bassaleikaran- um sem lék á Jazzhátíð Reykjavík- ur sl. september með tríói sínu, samið í samvinnu við útsetjara Dizzy Gillespies stórsveitarinnar, Gil Éuller, Airegin, sem er Nigeria stafað afturábak, eftir Sonny Roll- ins; Conception eftir blokkhljóma- meistarann vinsæla, George Shear- ing, sem kenndi Ama Elfar flest; Tempus fugit eftir mesta meistara bíboppíanósins, Bud Powell, og lag- ið hans Carpenters sem flestir kenna við Miles, Walkin. Svo voru tvær ballöður á efnisskránni þarsem saxófónmeistarar hljóm- sveitarinnar fengu að blómstra: Round midnight eftir Thelonius Monk blásin af Sigurði Flosasyni og How deep is the ocean eftir Irv- ing Berlin blásin af Jóeli Pálssyni. Þetta var herjans djasskvöld. Múlinn troðfullur síðasta vetrardag og stemmningin ólýsanleg. Hljóð- færaleikai-arnir fóru allir á kostum, en skemmtilegast af öllu var þó að hlusta á hljómsveitarstjórann, Matthías MD Hemstock. Ég var fyrir löngu búinn að afskrifa hann sem bíbopptrommara, en þarna sýndi hann og sannaði hvers hann er megnugur. Hann hafði greini- lega stúderað þessar hljóðritanir Miles Davis ofaní kjölinn og haft áranugr sem erfiði. I stuttu máli - hann trommaði ekta bíbopp og Tómas R. studdi hann af krafti. Kjartan Valdimarsson lék af kunn- áttu á píanóið þó hin frumlega hugsun, sem er aðall hans, nyti sín ekki sem skyldi í njörvuðu boppinu, þó allflestir sólóar hans væru glæsi- legir. Og svo voru það saxarnir. Varla finnast betri blásarar nor- rænir um þessar mundir en Sigurð- ur Flosason og Jóel Pálsson og það skemmtilega er að þetta kvöld minnti blástur þeirra í sumu á saxó- fóndúetta Johnny Griffíns og Eddie „Lockjaw" Davis, sem eru kapítuli fyrir sig í hinni klassísku djasssögu. Ékki að þeir líkist þessum meistur- um í stíl, heldur frekar því hversu ólíkir þeir eru í stílbrögðum sínum. Griffin er einn hráasti bíboppsaxisti sem enn er á lífi og Eddie Davis var skilgetið afkvæmi sveiflunnar með boppbragði. Þannig sækir Jóel ekk- ert til sveifluái-anna frekar en Griffin, en það gerir Sigurður Flosason af ótrúlegri smekkvísi sem Eddie „Lockjaw". Einhvernveginn er það svo að þegar fjallað er um djasstónlist á Islandi kemur nafn Sigurðar oftar fyrir en annarra, gæti það orðið ansi leiðigjarnt ef eitt kæmi ekki til. Fjölbreytni hans í túlkun og stíl er slík að hann kemur manni sífellt á óvart án þess að hann glati per- sónulegum einkennum sínum. Á þeim dögum þegar allir leggja metnað sinn í að semja allt sem þeir spila sjálfir, er þarft að hugleiða eitt: Djassinn er fyrst og fremst spunalist og þegar klassísk djass- verk eru tekin þeim tökum sem gert var á Múlanum síðasta vetrar- dag skiptir engu hvaðan melódíurn- ar eru ættaðar. Vernharður Linnet Trésmiðir syngja í Bú- staðakirkju VORTÓNLEIKAR Samkórs Trésmiðafélags Reykjavíkur verða í Bústaðakirkju mánu- dagskvöld 26. apríl, kl. 20.30. Eftir tónleikana heldur kórinn til Ítalíu, í söng- og skemmti- ferð og verður tekið á móti kómum í Piacenza, en þar nam söngstjórinn, Jóhanna Þór- haljsdóttir, fræði sín. Á efnisskrá kórsins, bæði i Bústaðakirkju og í Piacenza verða íslensk og erlend lög, þekkt og lítt þekkt, gömul og ný. Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur var stofnaður 16. mars 1972 að frumkvæði Jóns Snorra Þorleifssonar, sem þá var formaður Trésmiðafélags- ins. Kórinn hefur starfað óslitið síðan og verið mikilvægur í starfsemi félagsins, þar hefur hvort stutt annað, félagið og kórinn, segir í fréttatilkynn- ingu. Kórinn hefur verið þátttak- andi í starfsemi Landssam- bands blandaðra kóra, Tónlist- arsambands alþýðu og Nor- ræna alþýðutónlistarsam- bandsins. Hann hefur marg- sinnis sungið opinberlega við ýmis tækifæri, á tónleikum og í útvarpi, bæði hér heima og er- lendis. Formaður kórsins er Magnús Ólafsson. Islensk dæg- urlög í Kaffí- leikhúsinu ANNA Sigríður Helgadóttir söngkona og Aðalheiður Þor- steinsdóttir píanóleikari flytja íslensk dægurlög í Kaffileik- húsinu í Hlaðvarpanum, á morgun, mánudag, kl. 21. Þessi dagskrá var áður í Kaffileik- húsinu í mars sl. Lögin sem þær flytja eru frá árunum um og eftir 1950 og eru m.a. Hall- björgu Bjamadóttur, Freymóð Jóhannsson, Ingibjörgu Þor- bergs, Jenna Jóns, Hjördísi Pétursdóttur, Oliver Guð- mundsson og fleiri. Anna Sigríður stundaði nám við söngskólann í Reykjavík og síðar framhaldsnám á Italíu. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stundaði nám við Tónlistarskól- ann á Akureyri og síðar Tón- listarskólann í Reykjavík. Islensk menn- ingardagskrá í Sviss „DUNKEL magischblau und Berge“ er yfirskriftin á ís- lenskri menningardagski’á sem haldin verður í Baden í Sviss í dag, sunnudag. Leikin verða einleiks- og kammerverk eftir Karólínu Eiríksdóttur og Jaap Achterberg les úr verkum eftir Halldór Laxness, Gyrði Elías- son og Snorra Hjartarson. Sýndar verða ljósmyndir frá íslandi eftir Hans Joerg Zum- steg, en auk þessa verður boðið upp á rammíslenskar veitingar. Dagskráin verður haldin í Librium bókaversluninni í Baden, en frumkvæðið að dag- skránni kemur frá Philipp Zimmermann tónlistarfræðingi við Háskólann í Basel, sem kom til Islands í fyrrasumar til að kynna sér íslenska tónlist, Hans Joerg Zumsteg norrænu- fræðingi, píanóleikaranum Regulu Stibi og Helen Peter- hans hjá Librium bókabúðinni, en í aprílmánuði hefur staðið þar yfir kynning á íslenskum bókmenntum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.