Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM AÐALPERSÓNURNAR þijár í Stranger Than Paradise, í grámyglulegra Flórídaríki en við eigum að venjast í ferðabæklingum. ÞRÍR minnipokamenn (Lurie, Waits og Benigni), á flótta út í bláinn í Down By Law. JAPANSKA parið á pflagrímsreisu í Memphis, í Mystery Train. AÐ ÖÐRUM ólöstuðum var það ítalski Ijörkálfurinn Roberto Benigni sem var sigurvegari síð- ustu Óskarsverðlaunaafhendingar. Kom sá og sigraði. Þegar hann geystist um sviðið, engum líkur, með öllum sínum rómanska tilfinn- ingahita, þá rifjaðist upp að hann hafði einu sinni áður vakið óskipta athygli mína og það í mynd sem á fátt skylt við verðlaunamyndina hans, Lífið er dásamlegt. Hún er Down by Law, (‘86), litla perlan hans Jims Jarmusch. Það er skemmtilega skrýtin tilviljun að það skyldi einmitt verða þessi sér- stæði, sjálfstæði leikstjóri, sem kom Benigni á kortið í Ameríku. Nokkrum árum síðar átti svo Benigni aðra fína innkomu í bandarískri mynd, Night on Earth, (‘90). Enn var það Jarmusch sem kom við sögu, en hann verður um- JIM JARMUSCH fjöllunarefni dagsins. Jim Jarmusch er fæddur 1953 í Ohio. Á ættir sinar að rekja til fr- lands, Þýskalands, Frakklands og síðast en ekki síst Tékklands. Þetta virðist góð blanda, a.m.k. til afreka á kvikmyndasviðinu. Hann stundaði nám við Columbia-háskól- ann, færði sig svo um set og lauk námi við kvikmyndadeild New York University. I millitíðinni dvaldi hann í París, þar sem hann hafðist, að eigin sögn, að mestu Ieyti við á Cinemathéque, kvik- myndasafninu fræga. Þar drakk hann m.a. í sig verk nýbylgju- meistaranna Godards, Truffauts 'WuVÍf 41 A/lercurial 12.990r- Fótboitaskór frá 2.990,- NIKE BUOIN Laugavegi 6 Félagsvist Sunnudaginn 25. apríl kl. 14:00 verður haldin félagsvist f Súlnasal Hótel Sögu. Utanlandsferð og önnur vegleg verðlaun. Stutt óvörp frambjóðenda. Aðgangur og veitingar ókeypis. Allir velkomnir. Sumarkveðja Finnar Ingólfsson Jónfna Bjartmarz Benedikt Magnússon Ólafur Örn Haraldsson Vigdfs Hauksdóttir Birna Kr. Svavarsdóttir FRAMSOKNARFLOKKURINN í Reykjavtk og Chabrol, sem allir áttu eftir að selja mark sitt á myndir Jarmusch. Meðfram náminu við NYU, að- stoðaði hann einn aðal lærimeistara sinn við skólann, sem var gamli Hollywood-stór- leikstjórinn Nicholas Ray. Það samstarf leiddi til kynna hans af Wim Wenders, sem þá var að vinna að Lightning Over Water, (‘80), heimildarmynd- inni góðu um Ray, sem þá var dauðvoua af lungnakrabba, og sýnd var á Kvikmyndahátíð. Wenders ánafnaði Jarmusch talsvert af átekinni s/h filmu, kvikmyndatökum sem nýtt- ust honum ekki við gerð The State Of Thing, (‘82). Þessir bútar urðu hluti (og innblástur?) að hinni hálf- tíma löngu New World - sem á næstu tveimur árum þróaðist í Stranger Than Paradise, (‘84), fyrstu, löngu mynd leikstjórans. Tónlist hefur einnig verið snar þáttur í lífi Jarmusch, sem um þetta leyti leiddi hljómsveitina Del-Byzanteens, sem aftur lagði til músikina í T7ie State Of Things. 1980 (sumar heimildir segja ‘82), lýkur Jarmusch við fyrsta kvik- myndaverkið sitt, stuttmyndina Permanent Vacation, um óákveð- inn, ungan New York-búa, sem að lokum siglir til Frakklands. Þessi 16 mm mynd þykir ekkert sérlega athyglisverð í dag þótt hún ynni til verðlauna á kvikmyndahátiðum, m.a. Mannheim og Figueira da Foz. 1984 kom svo Stranger Than Paradise fram á sjónarsviðið. Var risaskref framávið og vakti geysi- lega eftirtekt. Myndin setti Jarmusch á óvenjulegan stall sjálf- stæðra kvikmyndaleikstjóra, þar sem hún höfðaði sterkt til allra; gagnrýnenda, hinna vandlátari gesta, og almennings. Sem flykktist á myndina og hefur haldið tryggð við hin óvenjulegu verk hans síðan. Leikstjórinn og handritshöfundur- inn Jim Jarmusch Þetta gilti ekki aðeis um Bandaríkin, heldur gekk myndin með ólflí- indum vel um allan heim, sem er nánast einsdæmi þegar mynd- ir sem kosta 110 þús- und dali, eiga í hlut. Stranger Than Parad- ise vaim til fjölda eftir- sóttra verðlauna einsog Besta mynd ársins, af samtökum kvikmyndagagn- rýnenda í Bandaríkj- unum, (National Soci- ety of Film Critics), Gullna hlébarðann í Locarno, sjálfur hlaut hann Camera d’Or á Cannes, sem besti, nýi leikstjórinn það árið. Með Stranger Than Paradise, gaf Jarmusch tóninn. Þær sem á eftir koma eru í svipuðum dúr. Persónurnar fólk á jaðrinum, nán- ast utangarðsmenn, bergmál hins almenna borgara. Skrýtið, sam- kvæmt skilgreiningu Qöldans. Þungamiðja allra myndanna er sú augljósa mótsögn sem varir milli hins almenna skilnings á ameríska draumnum og því sem draumurinn táknar þessum einstaklingum, sem af einhveijum ástæðum fellur ekki sem best inn í þjóðfélagið. Down By Law, (‘86) fjallar um svipaðar persónur, aðra þrenningu í lánlít- illi og kaldhæðnislegri leit að draumnum. Hún gekk vel og menn biðu spenntir eftir meiru frá þess- um ferska og persónulega kvik- myndagerðarmanni. Þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Mystery Train, (‘89) er enn ein nærskoðun- in á furðufólki á furðuströndum, að þessu sinni gesti á flóahóteli í Memphis, Tennessee. Night on Earth, (‘91), er köflótt. Tveir hlutar hennar frábærir, þrír mikið síðri. Allir segja þeir sögur af fólki á ferðalagi sem hefst á nákvæmlega sama tíma sólarhringsins; 04:07, hvert í sinni heimsborginni. Fyrsti hlutinn seg- ir frá viðskiptum bflsfjórans Wynonu Ryder og ráðningarsfjór- ans Gene Rowlands, sem býður henni kvikmyndahlutverk sem Ryder þiggur ekki, velur frekar bifvélavirkjun. Annar þáttur er með því besta sem Jarmusch hef- ur gert. Giancarlo Esposito leikur mann sem tekur leigubfl frá Man- hattan til Brooklyn. Bflsfjórinn (Armin Mueller Stahl), er land- flótta Austur-Þjóðveiji, fyrrum trúður í sínu heimalandi. Næsta mállaus og áttavilltur í þokkabót, svo Esposito verður að taka við stjórninni - og segja honum að lokum til vegar til baka. í París varpar leigubflstjóri tveimur, dónalegum farþegum sínum á dyr - til þess eins að fara úr öskunni í eldinn í líki næsta farþega, blindr- ar konu (Béatrice Dalle). Þá berst Ieikurinn til Rómar þar sem margræddur Benigni leikur furðufugl, leigubflsfjóra sem tek- ur prest upp í bflinn og fær klerk- inn til að leyfa sér að skrifta á leiðinni á áfangastað. Þau skrifta- mál ríða prestinum að fullu þar sem þær eru hinar svæsnustu lýs- ingar af kynferðislegum viðskipt- um bflstjórans við mágkonu sína, sauði, og sitthvað fleira miður æskilegt; í eyrum guðsmannsins. Besti þátturinn gerist að lokum í Helsinki, þar sem mesti vesaldar- leigubflstjóri allra tíma (leikinn af hinum stórkostlega Matta Pellonp), lendir í ómennskum raunum. Háfinnskum. Vestrinn Dead Man, (‘95) (sýnd- ur hérlendis á kvikmyndahátíð), var afar óvenjulegt ferðalag ungs manns (Johnny Depp), inn í sól- setrið. Grámuskuleg stflæfing. Fékk misjafna dóma, frekar vonda hjá greinarhöfundi. Heimildar- myndin Tlie Year Ofthe Horse, (‘97), fylgir rokkgoðsögninni Neil Young og hljómsveit hans, Crazy Horse, eftir á ferðalagi árinu áður. Mér er ekki kunnugt um að hún hafi verið hér á boðstólum. Jarmusch skrifar jafnan hand- rit mynda sinna og hefur tals- vert gert af því að leika í mynd- um vina sinna. Hann hefur haft um- talsverð áhrif á samtíðina, ekki síst verk manna einsog Hals Hartley, Tarantino, Friðriks Þórs og Akis Kaurismaki, og gott til þess að vita að hann er kominn aftur í gang, en á næstu vikum verð- ur frumsýnd nýjasta mynd hans, Ghost Dog. Sígild myndbönd STRANGER THAN PARADISE (‘84) Áhorfandanum er boðið upp á eitt undarlegasta ferðalag kvikmyndasögunnar. Willie (John Lurie), landflótta Ungverji, skýtur skjólshúsi yfir unga frænku sína (Eszt- er Balint), er hún kemur til Guðseiginlands. Þeim semur ekki vel, hún heldur síðar til frændfólks í Cleveland. Engu síður heldur Willie ásamt vini sínum (Richard Ed- son) á hennar fund og saman fara þau í ferðalag til Flórída, þar sem ævintýrin gerast. Meinfýndnasta mynd síðari ára dregur upp dæmalausa sýn af ameríska draumnum, í óþekkjanlega nöturlegu umhverfi. Grá- mósku sólarfylkisins og snjóþyngsla í Cleveland. Enda stúlkan á báðum áttum að forða sér aftur austur þegar draumurinn hefur ræst. Mynd sem er engum öðrum myndum lík, en seinni myndum höfundarins - og Len- ingrad Cowboys Go America, þar sem Kaurismáki þræð- ir afvegi suðursins, og keyrir fram á Jarmusch. MYSTERY TRAIN (‘89) •kirk'k Þrjár sögur sagðar af einstöku skopskyni Jarmusch af gestum hótelherbergis í Memphis. Fyrst hýsir það jap- anskt par (Youki Kaudoh og Masatoshi Nagase, sem síðar lék í A köldum klaka, (‘95), vegamynd Friðriks Þórs), í pílagrímsreisu í fæðingarborg rokksins, (Sun Records, o.s.frv.). Því næst víkur sögunni til ítalskrar ekkju - leikin af eiginkonu Benignis, Nicolettu Braschi (Lífið er dásamlegt), sem komin er um langan veg að sækja lík bónda síns og koma því heim til Rómar. Að endingu fylgjumst við með armæðu Englendingsins El- vis (Joe Strummer), sem grætur kærustuna sína og at- vinnumissi á bamum. Sögumar fléttast allar óbeint saman með tónlist kóngsins, byssuskotum, persónunum utan myndarinnar, o.fl. DOWN BY LAW (‘86) Enn koma minnipokamenn við sögu. Tveir bandarískir smáki’immar (Lurie og Tom Waits), eru báðir blekktir í fangelsi, þar sem þeir lenda í sama klefa. Samkomulag- ið er alvont uns þriðji lánleysinginn birtist, ítalskrar ættar (Benigni). Þessi góðlátlegi, síbrosandi ljúflingur (framdi óviljandi morð með billjardkúlu!), kemur með góða skapið og flóttaleiðina. Tónlistarmennimh- Lurie og Waits era báðir liðtækir leikarar, það er á hvorugah hallað þótt maður fyllyrði að Benigni steli senunni, og það með tilþrifum. Hann er óborganlegur og línurnar hans þær bestu. Myndin heldur, einsog aðrar myndii- Jarmusch, fullum dampi til loka, þó hvað bestum hér. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.