Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 27 Sveitarfélagið Árborg með mörg járn í eldinum Bíllaus dagur og friðland fyrir fugla * . IBUAR Arborgar eru hvattir til að skilja bílinn sinn eftir heima á Degi umhverfisins og til að auðvelda eftirleikinn býður sveitar- félagið upp á ókeypis akstur á milli þéttbýlisstaðanna, Stokkseyrar, Eyrarbakka og Selfoss. Að sögn Snorra Sigurfinnssonar, umhverf- isstjóra Arborgar, hafa heimamenn skipulagt mikla dagskrá fyrir al- menning, en gefa sér þó jafnframt tíma til að skipuleggja framtíðina, eins og hugmyndir um fríðland fugla í nágrenni Eyrarbakka bera vitni um. „Við viljum hafa Dag umhverfis- ins bíllausan, ef þess er nokkur kostur,“ segir Snorri. „Þetta ger- um við til að fólk leiði hugann að menguninni, sem farartækin valda. Við finnum kannski ekki fyrir þeirri mengun sjálf, en við verðum að hugsa hnattrænt. Mengun í heiminum er mjög mikil og okkur ber að leggja okkar af mörkum til að draga úr henni.“ Umhverfisnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd Árborgar hafa skipulagt þrjár fræðslu- og ör- nefnagöngur fyrir almenning, Stangveiðifélag Selfoss býður upp á silungsveiði í Ölfusá, almenning- ur getur fengið létta kennslu í golfi eða skokkað saman. „Þetta er grunnur starfseminnar í Arborg á Degi umhverfisins, að vekja at- hygli á mengun og hvetja til úti- vistar,“ segir Snom. Arborg býr að ýmsum nátt- úruperlum. „Fjaran öll, frá Ölf- usárósum að Baugsstaðavita fyrir neðan Stokkseyri er á Náttúra- minjaskrá," segir Snorri. „Þama er fjölskrúðugt fuglalíf og fjaran er vinsælt útivistarsvæði." Samstarf við Fuglaverndarfélagið Fyrst minnst er á fugla er vert að geta næsta stórverkefnis Ar- borgar í umhverfísmálum. Sam- starf hefur komist á milli sveitarfé- lagsins og Fuglaverndarfélags Is- lands, með það fyrir augum að vernda stórt friðland fugla vestan við Eyrarbakka, upp með Ölfusá. Þetta er 400 hektara svæði, sam- kvæmt aðalskipulagi sveitarfélags- ins, en heimamenn ætla að einbeita sér að hluta þess svæðis til að byrja með og vonast til að það komist síðar á Náttúraminjaskrá. „Við viljum gera svæðið að úti- vistarsvæði íýrir almenning, sér- staklega áhugafólk um fuglalíf," segir Snorri. „Við ætlum að leggja göngustíga um svæðið, koma þar upp upplýsingaskiltum og reisa sérstaka turna, þar sem fólk getur falist og fylgst með fuglunum. Við eram þegar byrjuð á stígunum og ætlum að byrja öflugt kynningar- starf í vor. Það líða þó eflaust nokkur ár þar til svæðið verður komið í endanlega mynd.“ Snorri segir að Árborg og Fuglaverndarfélagið hafi leitað til erlendra sérfræðinga, til að tryggja að uppbygging svæðisins verði með sem bestum hætti. „Við ætlum að byggja þetta upp á vís- indalegum grunni, með nákvæm- um mælingum á grannvatnsstöðu og breytingum á gróðurfari. Við eigum líka von á góðum gestum í vor, fulltrúum frá Konunglega breska fuglaskoðunarfélaginu. Innan vébanda félagsins er um ein milljón manns, ákafir fuglaskoðað- ar sem ferðast gjarnan langar leiðir til að skoða fugla í náttúru- legu umhverfi sínu. Uppbygging friðlandsins getur því skapað mikla möguleika í ferðamálum fyrir sveitarfélagið." íslensk náttúra er fjöregg efnahagslífs IJANÚAR síðast- liðnum samþykkti ríkisstjórnin tillögu mína um að 25. apríl skyldi ár hvert vera til- einkaður umhverfinu. I dag er því í fyrsta sinn haldið upp á Dag um- hverfisins hér á landi. U mhverfisráðuneytinu hefiir verið tilkynnt um fjölmarga viðburði af þessu tilefni víða um land á vegum skóla, sveitarfélaga, stofnana og félagasamtaka. Sjálft hyggst ráðuneytið nota daginn til að afhenda árlegar viðurkenningar til íýrirtækja og fjöl- miðla, sem sérstaklega hafa sinnt umhverfismálum. Fjöldi viðburða og jákvæð við- brögð styrkja mig í þeirri trú að hugmyndin um að tileinka einn dag á ári umhverfísmálum hafi verið tíma- bær. Segja má að stóraukin umræða og áhugi almennings á umhverfis- málum á síðustu árum sé eitt og sér næg ástæða til þess að halda upp á sérstakan Dag umhverfisins. Engu að síður má velta fyrir sér tilgangi slíks dags og hvort tileink- anir af þessu tagi hafi eitthvert gildi. Ég tel vissulega að svo sé. Kannski er best að rökstyðja þá skoðun með því að bera Dag umhverfisins saman við Dag íslenskrar tungu, sem öðlast hefur fastan sess. Náttúran og tungan Segja má að tvennt sé grundvöllur þess að íslensk þjóð byggi þetta land. Annars vegar sækjum við lífs- björg í auðlindir lands og sjávar, hins vegai- sækjum við lífsfyllingu í íslenska menningu. Fjöregg ís- lenskrar menningar er íslensk tunga, sem tengir okkur við söguna og bókmenntaarfmn og gerir okkur að þjóð á meðal þjóða. Dagur ís- lenskrar tungu minnir okkur á þessa stað- reynd og það eykur gildi hans til muna að hann er tengdur nafni Jónasar Hallgrímsson- ar, þess manns sem átti hvað mestan þátt í að hefja menningararf okkar til vegs á ný á erfiðu skeiði Islands- sögunnar. Islensk náttúra er fjöregg efnahagslífs í landinu. Auðsæld okkar byggist öðru fremur á gjöfulum fiskimiðum við landið. Fall- vötn og jarðhiti sjá okkur fyrir 2/3 hlutum orkuþarfar. Náttúrufegurð landsins laðar að vaxandi fjölda er- lendra ferðamanna. Auðlindir jarð- vegs og gróðurs eru undirstaða byggðar í stórum hluta landsins og tryggja, ef rétt er á haldið, að land- búnaður geti áfram verið ein af aðal- atvinnugreinum landsmanna. Þetta eru alþekkt sannindi, en við megum aldrei líta á það sem sjálfgef- ið að við búum að þessum náttúru- gæðum um aldur og eilífð. Birki- skógar landsins eru að mestu horfnir fyrir tilverknað mannsins og jarð- vegseyðing er líklega sú mesta í Evrópu. Síldin hrundi á sjöunda ára- tugnum og þorskstofninum fór hrak- andi þar til vísindaleg veiðistjórnun var tekin upp í áfóngum nú á síðasta fimmtungi aldarinnar. Fáar þjóðir fmna fyrir því með jafn beinum og afdrifaríkum hætti og íslendingar ef við misbjóðum náttúrunni. ... en niðjunum til skaða“ Um líkt leyti og Jónas Hallgríms- son og Fjölnismenn hvöttu Islend- inga til þess að hefja nýja framfara- sókn til mennta og menningar voru íslenskir vísindamenn að byrja að skoða náttúru landsins með frjálsa hugsun og þekkingu upplýsingarinn- ar að vopni. Sveinn Pálsson land- læknir var fyrsti maðurinn sem Guðmundur Bjarnason Það er von mín, segir Guðmundur Bjarnason, að Dagur umhverfisins nái að festa sig í sessi sem vettvangur fyrir fræðslu og skoðanaskipti um umhverfismál. brautskráðist sem nátt- úrufræðingur í Dana- veldi og hugsanlega var hann fyrsti maðurinn í Evrópu sem bar þá lærdómsgráðu. Slíkum brautryðjanda buðust lítil efiii til að stunda fræði sín í afskekktasta og kannski fátækasta landi álfunnar, en skrif hans bera vitni um inn- sæi hans, m.a. ritaði hann nafn sitt á blað vísindasögunnar sem fyrsti maðurinn sem lýsti eðli skriðjökla í riti. Sveinn Pálsson varef til vill einnig fyrsti Is- lendingurinn sem vakti máls á þeirri hugsun, sem í dag gengur undir nafninu „sjálfbær þróun“. Lítum á lýsingu hans á Hallormsstaðarskógi, sem ber vitni kjarnyrtri ísiensku og skilningi á gróðureyðingunni, sem var löndum hans flestum lokuð bók á þessum tíma: „Skógurinn í kringum Hallormsstað er líklega besti skógur landsins nú á tímum. Vegurinn gegn- um hann líkist víða fógrum trjágöng- um, þar sem trjákrónumar mætast svo hátt yfir höfði manns að naum- lega verður til þessa seilst af hest- baki með svipunni. En það mun fara líkt með þetta fagra hérað og önnur skóglendi á íslandi, hinum liðnu til ævarandi skammar en niðjunum til skaða, að því verður eytt. Hvarvetna, en einkum þó á Hallormsstað og inn- ar í dalnum eru hinir ömurlegustu vígvellir. Hér eru hin fegurstu birki- tré höggvin sem hráviði, en þó ekki frá rótum heldur standa nálægt faðms bútar eftir af stofnunum, svo að svæðið líkist dánarheimum með stirðnuðum, standandi hvítum vof- um.“ Sveinn skrifaði amtmanni og krafðist aðgerða til bjargar skógin- um. Hann talaði iýiTr daufum eyrum, en niðjar Sveins sneru vöm í sókn um síð- ustu aldamót, þegar skipulagt starf hófst við að stöðva landeyð- ingu og græða upp sanda og örfoka land. Það starf stendur enn yfir í dag og þó mikið hafi áunnist er enn mikið verk óunnið. Verkefni okkar á sviði umhverfismála eru jafnframt orðin margþættari og flóknari. Við þurfum ------------ að standa vörð um náttúruperlur okkar, fiskistofna, ómengað vatn og loft, ósonlagið og fjölbreytni lífríkisins. Til þess þarf ekki aðeins vísindamenn, sérfræð- inga og stjórnmálamenn, heldur þarf að ríkja almennur skilningur á lög- málum náttúrunnai- og mikilvægi þess að ganga ekki á höfuðstól henn- ar, heldur að læra að lifa á vöxtun- um. Við berum öll ábyrgð á umhverfi okkar og velferð komandi kynslóða. Dagur umhverfisins er tengdur minningu Sveins Pálssonar á sama hátt og Dagur íslenskrar tungu er tengdur minningu Jónasar Hall- grímssonar og er haldinn í fýrsta sinn nú þegar 237 ár eru liðin frá fæðingu Sveins. Dagurinn er þó ekki fýrst og fremst tilefni til að líta um öxl, heldur miklu fremur til framtíð- ar. Hvernig getum við notað gæði náttúrunnar þannig að það verði okkur til góðs en niðjunum ekki til skaða? Það er von mín að Dagur um- hverfisins nái að festa sig í sessi sem vettvangur fyrir fræðslu og skoðana- skipti um umhverfismál og að skólar, félagasamtök og aðrir noti það tæki- færi sem dagurinn býður upp á til að vekja menn til umhugsunar. Fjöreggið sem okkur er ætlað að skila til framtíðarinnar er brothætt, en með þekkingu og vilja munum við ná að varðveita það um ókomna tíð. Höfundur er umhverfísráðherra. Sumarleyfi í eina viku Gistingu á Sol Dorio í íbúð m. einu svefnherbergi, miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Innifalið: Flug, gisting í 1 viku, allir flugvallarskattar ogferðirtil og fráflugvelli erlendis. Sumarleyfi í eina viku MallorcaBBI ánann Gistingu á Pil Lari Playa í íbúð m. einu svefnherbergi, miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Innifalið: Flug, gisting í 1 viku, allir flugvallarskattar og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Sumarleyfi í eina viku Dammör BILLUND Innifalið: Fiug til Billund, bílaleigubfll í Aflokki með ótakmörkuðum kílómetrafjölda í 1 viku og allir flugvaliarskattar. (800 7722) Flugfargjald til Mílanó 28.260 kr* Flugfargjald til Danmerkur, Billund 27.900 kr* Flugfargjald til Portúgal 28.700 kr* Flugfargjald til Mallorca 30.380 kr* *Gildir í beinu flugi til ofangreindra staða. Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Greiðsla með Atlasávísun er þegar reiknuð inn í verðið. Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 568 2277 • Fax 568 2274 Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is Akranes Dalvík Selfoss Kirkjubraut 3 Júlíus Snorrason Suðurgarður hf., Austurvegi 22 S: 431 4884-Fax: 431 4883 S: 466 1261 S: 4821666 «Fax: 482 2807 Borgames Akureyri Vestmannaeyjar Vesturgarður, Borgarbraut 61 Ráðhústorg 3 Eyjabúð, Strandvegi 60 S:437 1040 *Fax: 437 1041 S: 462 5000 «Fax: 462 7833 Sími 481 1450 ísafjörður Egilsstaðir Keflavík Vesturferðir, Aðalstræti 7 Ferðaskrifstofa Austurlands Hafnargötu 15 S: 456 5111« Fax: 456 5185 S: 471 2000 -Fax: 471 2414 S: 421 1353 -Fax: 421 1356 Sauðárkrókur Höfn Grindavík Skagfirðingabraut 21 Jöklaferðir, Hafnarbraut Flakkarinn, Víkurbraut 27 S: 453 6262/896 8477 • Fax: 453 5205 S: 478 1000-Fax: 478 1901 S: 426 8060-Fax: 426 7060 Fréttir á Netinu & mbl.is AL.LTAf= €=ITTH\fA£J A/ÝT7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.