Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Fórnarlömb áróðursstríðs Frá Hermanni Ólasyni: SJALDAN veldur einn þá tveir deila, er gamalt spakmæli en eins og flest gamalt nú til dags virðist það vera úrelt. I styrjöldum og átökum ríkja á milli tíðkast það æ meira að útmála andstæðinginn sem nánast ómennskar skepnur en sína menn sem hetjur sem leggja líf sitt að veði fyrir mannúð, frelsi og fleira gott. Fjölmiðlamir eru orðnir einhver mikilvægustu vopn nútím- ans og aldrei hefur þeim verið beitt af jafnmiklu hugsunarleysi og í stríðinu á Balkanskaga. Frá upp- hafi átakanna hafa Serbar verið út- hrópaðir sem upphafsmenn stríðs- ins og þeir einu sem fremja hryðju- verk á óbreyttum borgurum. Eg, sem íbúi í Svíþjóð, varð vitni að því að fjölmiðlar í eigu ríkisins, TV 1 og TV 2, gengu svo hart fram í því að sverta Serba í augum áhorf- enda sinna að serbnesk böm flótta- manna þessa sama stríðs urðu fyrir aðkasti í skólum landsins. Það virð- ist ekki hafa nein áhrif að lög gegn því að ala á hatri á kynþáttum, þjóðarbrotum og trúarbrögðum vom sett fyrir nokkmm árum og að hver sá sem myndi nota sömu lýs- ingarorð um gyðinga, blökkumenn eða múslima og fjölmiðlamir nota um Serba yrði umsvifalaust dæmd- ur til fangelsisvistar. Það er eflaust nauðsynlegt fyrir þá sem vilja efna til árásarstríðs að undirbúa almenningsálitið til íylgis við stríðsreksturinn, en þetta hefur þó ýmsa vankanta, t.d. hvemig hægt er að setjast að samninga- borði með þeim sem maður var rétt nýbúinn að kalla stríðsglæpamenn og fjöldamorðingja. Allar leiðir til að enda stríðið með samningum lokast og ekkert annað en skilyrð- islaus uppgjöf andstæðingsins kemur til greina. Síðan er svo hægt að setja réttarhöld á svið þar sem glæpir leiðtoga andstæðinganna em „staðfestir". Stundum bregst mönnum þó bogalistin, eins og þeg- ar Rugova leiðtogi Kosovo-Albana og tveir samstarfmenn hans vora myrtir af Serbum í vitna viðurvist, aðeins til að rísa síðan upp frá dauðum. Ráðið við þessu er að minnast ekki meira á það en byrja með nýjar hryllingssögur af morð- um og nauðgunum á ónefndu fólki til að tryggja sig fyrir því að vera staðinn að lygum. Ekki er gerð nein tilraun til þess að grafast fyrir um undirrót borg- arastyrjaldarinnar eða sjá hlutina í sögulegu samhengi, þar sem slíkt gæti ahð á efasemdum um réttlæti loftárásanna. Staðreyndin er samt sú að allir aðilar bera sinn hluta af ábyrgðinni og er þar hlutur Serba síst verri en t.d. Króata, sem ráku Serba frá heimilum sínum í Krainu með hjálp frá gömlu bandamönn- um sínum frá síðari heimsstyrjöld- inni, Þjóðveijum. Það eru um það bil sex hundrað þúsund flóttamenn í Serbíu sem hafa verið reknir frá heimilum sínum í Bosníu og Króa- tíu en enginn talar um að þeir hafi rétt á því að snúa til fyrri heim- kynna. Að láta drauminn rætast Hvað viltu fá út úr lífinu? Ertu að leita þér að starfi? Ertu að velta því fyrir þér að skipta um starf? Ertu í góðu starfi en vantar eitthvað...? Stendur þú á tímamótum? Viltu meta stöðuna og huga að framtíðinni? Ertu með marga drauma en ______ veist ekki hvar á að þyrja? Kynning á námskeiðinu verður í Síðumúla 35, sunnudaginn 25. apríl kl. 15.30. Nánari upplýsingar veitir Höskuldur Frímansson í síma 553 6147 eða 899 6147 Fréttir á Netinu ^mbl.is /U-L.TAF eiTTHVAÐ ISIÝTI Hvað þarf að fela og fyrir hverjum? Við sem búum hér í Vestur-Evr- ópu í friði og velsæld eigum Ser- bum mikið að þakka. Þeir færðu miklar fómir við það að stöðva framsókn Tyrkja í Kosovo og þeg- ar Hitler hafði ákveðið að ráðast á Sovétríkin í maí 1941 tafðist hann um næstum tvo mánuði við að reyna að bæla niður Serba í Jú- góslavíu, og þrátt fyrir dygga að- stoð Króata og Aibana tókst hon- mn það aldrei. Flestir herfróðir menn era á þeirri skoðun að þessir tveir mánuðir hafi ráðið úrslitum fyrir vörn Sovétríkjanna og þar með styrjaldarinnar. Eftir síðari heimsstyrjöldina lagði Stalin alla Austur-Evrópu undii- sig að undanskilinni Jú- góslavíu og era menn ekld á eitt sáttir um hvers vegna. Sumir telja það þakklætisvott frá Stalin, en aðrir og ég tel mig í þeim hópi era þeirrar skoðunar að hann hafi látið sér ófarir Hitlers í Júgóslavíu sér að kenningu verða. Það virðist ekki sem Bandaríkjamenn séu jafn- minnugir og Stalin þrátt fyrir ófar- ir sínar í Viet Nam og séu þess al- búnir að fá næstu lexíu sem er þessi. Ef þið ætlið að deila og drottna í heimi hér kostar það meira en stóryrði, skítkast og loft- árasir, það verður að borga með blóði, svita og táram. HERMANN ÓLASON, Njutángervágen 36 825 92 Njutánger, Svíþjóð. Frá Sigríði Gunnarsdóttur: MIG langar til að þakka Jóni Haf- steini Jónssyni fyrir grein hans í Morgunblaðinu föstudaginn 9. aprfl sl. undir nafninu ÞEKKINGAR- OTTI. Þar vora orð í tíma töluð og reyndar undrar mig hversu lítið hefur heyrst frá sjúklingum um gagnagranninn og væntanlega notkun hans. Þekking sú sem mér hefur skilist að verði hugsanlega til við samsetningu og notkun gagna- granns hlýtur að hafa eitt aðal- markmið, það er að hjálpa sjúku fólki að öðlast betra líf. Er það ekki nógu verðugt markmið? Skyggir það ekki á allar aðrar hliðar þessa máls ? Eða er þetta aðeins tálsýn, fölsk von? Persónulega er mér alveg sama þótt einhver hagnist fjárhagslega á gögnum um mig, ekki síst ef við- komandi tekst um leið að afla nýrr- ar þekkingar á erfiðum og (hingað til) ólæknandi sjúkdómi, sem markað hefur allt líf mitt og fjöl- skyldu minnar. Enda væri það öf- und og hún er höfuðsynd að mínu áliti. Er það ekki hættulegt og í raun óverjandi að sá fræjum tor- tryggni í garð rannsókna, sem gætu hugsanlega gefið fólki nýtt líf og ný tækifæri til lifa því á mann- sæmandi hátt? Menn verða að gæta sín að einblína ekki á ókost- ina og sjá ekki það sem vinnst. Mér hefur skilist að mjög góður árang- ur erfðafræðilegra rannsókna á Is- landi sé ekki síst að þakka einstök- um samstarfsvilja fólksins (auk einsleitrar þjóðar og góðra vísinda- manna). Leyfum ekki misvitram mönnum að eyðileggja þennan efnivið, meira en orðið er, til fram- fara í læknavísindum veiku fólki til hagsbóta. Auðvitað era alltaf ein- hverjar misfellur á öllum nýjum aðferðum en þá áhættu verðum við að taka nú sem fyrr. Mig langar ekki til að sjá börn mín og aðra af- komendur ganga sömu píslargöng- una og ég hef orðið að gera og vil því leggja áherslu á að gefa gagna- granni tækifæri og hvet því alla til að leyfa að heilsufarsgögn um þá verði þar og stuðli þannig að fram- leiðslu nýrrar þekkingar og lyfja. SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, Hraunbæ 17, Reykjavík Sölusýning á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel, Reykjavík, HÖTEJ, REYKJAVIK í dag, sunnudaginn 25. apríl frá kl. 13-19 NÝ SENDING 10% staðgreiðslu- afsláttur ^ótrat epp/0 RAÐGREIÐSLUR m 7Z: y v . Mantelassi sófasett 3+1+1 medvondudu leðri eða áklæði Natu//:i Vandað hornsófasett. Mhorn+2 með áklæði. Verð stgr. kr. 136.000.- Mikiö úrval af hornsófum með leöri og áklæði Natuzzi Vandað sofasett 3+1+1 frá Natuzzi með áklæði Hjá yisa- og Euro-raðsamnir.gaf ávisun a staðgrGÍðslu •• Við bjóðum nú ótrúlegt úrval af vönduðum borðstofuhúsgögnum á góðu verði frá hinu heimsþekkta fyrirtæki Skovby Mikið úrval af sófasettum með leðri og áklæði usgogn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.