Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli ÓLAFUR R. Jónsson og Steinunn María Valdimarsdóttir. VIÐ ERUMAF GAMLA SKÓLANUM vmsrapn AMNNUIÍF ASUNNUDEGI ►Heildverslunin K. Þorsteinsson & Co hefur nú starfað í fímmtíu ár og hefur fyrir löngu haslað sér völl sem einn stórtækasti innfíytjandi á verkfærum og garðáhöldum hér á landi. Erfítt er að átta sig á því hversu stórir vöruflokkar það eru fyrr en komið er í lagerhúsnæði fyrirtækisins og séð þar allt saman komið. Olafur R. Jónsson er framkvæmdastjóri og aðaleigandi fyrirtækisins ásamt eiginkonu sinni Steinunni Maríu Valdimarsdóttur, sem er stjórnarformaður, síðan þau keyptu fyrirtækið árið 1989. FRÁ afmælishátíðinni, f.v. Torkild Kjærgaard og Hanne Kjærgaard frá Fiskars Danmark, Per Meincke frá American Tool, Halvor Johan- sen frá Fiskars Norge, Rut og Per Thormond Jensen frá Stanley og Ólafur R. Jónsson. Eftir Guðmund Guðjónsson LAFUR er fæddur í Vesturbænum 31. ágúst árið 1947. Hann er fæddur nánast niðri í fjöru á Ægisíðunni í húsi afa síns og ömmu. Þar kynnt- ist hann sjónum og sjósókn og var farinn að gera út á grásleppu að- eins 14 ára gamall. Hugurinn stefndi á sjóinn og þar hóf hann ferilinn eftir að hafa lokið gagn- fræðaprófi frá Hagaskólanum. En eftir nokkur ár á sjónum lá leiðin til fastalandsins á ný. „Þetta var ekk- ert líf og aldrei reglulegt frí. Menn áttu jafnvel á hættu að vera á sjó á jólunum," segir Ólafur og gerðist landkrabbi. Hann gekk að eiga Steinunni Maríu og saman eiga þau fjögur böm, Dóru, Sigríði, Ólaf Má og Kolbrúnu, en auk þess á Ólafur dótturina Ingibjörgu. Tengdafaðir hans, Valdimar Jónsson, kom fljótlega til liðs við þá Kristján Þorsteinsson og Einar Agústsson, sem stofnuðu fyrirtæk- ið 29. mars 1949, og rak fyrirtækið fram á níunda áratuginn. Arið 1969 hóf Ólafur störf hjá tengdaföður sínum eftir tveggja ára störf hjá Tollstjóraembættinu, en Valdimar áleit það góðan undirbúning fyrir störf við innflutning. Aður en Valdimar féll frá árið 1989 keyptu Ólafur og Steinunn síðan fyrirtæk- ið af hluthöfunum. Ólafur var þó lengi vel í tvöföldu starfi, því frá því hann hóf störf við K.Þorsteinsson & Co og tvö ár fram yfir að hann settist í stól framkvæmdastjóra sem aðaleig- andi, sá hann um bókhald, launa- greiðslur og alla tilboðsgerð fyrir Sveinbjöm Sigurðsson byggingar- verktaka. „Það var gríðarlega skemmtileg vinna og alveg sérstök stemming og spenna sem fylgdi því að vera viðstaddur opnun tilboða. Okkur gekk vel og ég er sérstak- lega stoltur af tilboðinu sem ég gerði fyrir Sveinbjörn I Borgarleik- húsið. Við fengum verkið og það var allt reist, frá a til ö, í samræmi við grunntölurnar sem ég lagði fram í byrjun. Eg geymi þá pappíra vel og læt þá aldrei frá mér,“ segir Ólafur. Hann ræðir meira um til- boðsgerðina og rifjar upp dæmi um hina miklu spennu sem ríkir við opnun tilboða. „Þama eru menn stundum að leggja allt undir og ég man eftir einu tilviki er verktaki var svo spenntur að hann sat í gegn um opnun tilboðanna með sitt til- boð í kjöltunni. Hann gleymdi að afhenda það fyrr en það var um seinan og það var aldrei opnað!“ Tæki og tól Sem fyrr segir hefur fyrirtækið K.Þorsteinsson & Co sérhæft sig í innflutningi á vörum til bygginga- iðnaðar og verkfæmm af öllu mögulegu tagi. Meðal þekktra vömmerkja sem íyrirtækið flytur inn má nefna Stanley; American Tool, sem framleiðir Vise-grip tangir, Jack sagir, Joran bora, Prosnip klippur, Quick-grip þving- ur og fleiri vel þekkt vömmerki. Einnig má nefna Fiskars Norge og Fiskars Danmark sem framleiða þekkt garðverkfæri undir vöraheit- inu Zink Lysbro. Auk þess flytur fyrirtækið inn vömr frá fjölmörg- um öðmm framleiðendum víðs veg- ar um heim. Það nýjasta í þeim efn- um sem geta má um er innflutning- ur og uppsetning á öryggislykla- kerfum frá Mul-T-Lock og hurðar- pumpum og hvers konar læsingum frá BKS og Gretsch-Unitas. Ólafur segir að miklar breyting- ar hafi orðið á verslunar- og inn- flutningsháttum á þeim fimmtíu ár- um sem liðin em frá stofnun fyrir- tækisins. „Hér áður fyrr þurfti leyfi fyrir flestri þeirri vöra sem flutt var inn og gat tekið langan tíma að afla nauðsynlegra leyfa, ef þau þá fengust yfirleitt. Vom mý- mörg dæmi þess, að vegna seina- gangs í kerfinu kæmi vorvaran að hausti og jólavaran í maí og er auð- velt að ímynda sér erfiðleikana sem innflutningsfyrirtækin áttu við að stríða í baráttu sinni við skrifræðið. Ungt fólk sem fæst við innflutning og verslun almennt í dag, á áreið- anlega erfitt með að gera sér í hug- arlund ástandið í þessum málum í þá daga og þá starfsaðstöðu sem næsta kynslóð á undan þeim, þurfti að búa við. Þá var biðlisti eftir öll- um vömm og sendingum þurfti að deila niður á kaupendur, en í dag er það listin að selja og selja sem mest sem gildir. Aukið frelsi í innflutn- ingi vegna afnáms hafta á gjaldeyr- iskaupum og afnáms innflutnings- leyfa hefur orsakað mikla lækkun á vömverði. Fyrir fimmtíu ámm þurfti trésmiðurinn að vinna nokk- ur dagsverk til að eiga fyrir einum hefli, en í dag tekur það u.þ.b. hálf- an dag,“ segir Ólafur. Og hann heldur áfram. „Við er- um bara lítið fyrirtæki sem passar upp á sitt,“ segir Ólafur og neitar að ræða veltutölur á þeirri for- Skil ekki f þessum skóflum Framleiðsla af því tagi sem fýrir- tæki Ólafs selur og dreifir er af vönduðum toga. Ólafur er spurður hvernig það sé gerlegt að selja endalaust vöra sem endist og end- ist? „Þetta er nokkuð merkilegt, það er rétt. Ef ég hugsa út í það, þá skil ég ekki í öllum þessum skóflum sem við seljum. Þetta era þúsundir skóflna á hverju ári. Þegar tekin er fyrsta skóflustungan að hinum ýmsu stórhýsum, þá era oftast not- aðar skóflur frá okkur. Þær era auðþekktar á sínum rauða lit. Ég man aðeins eftir einu tilviki þegar við áttum ekki skófluna, þá var Da- víð að stinga niður skóflu fyrir ráð- húsinu. Þá varð að finna bláa skóflu. Ef við tökum þennan venjulega klaufhamar með fíberskafti. Af honum eram við að selja þúsund stykki ár eftir ár. Annað dæmi era steypuskóflur. Af þeim erum við að selja upp undir 3.000 stykki á ári.“ Er þetta ekki bara tákn um hið svokallaða góðæri? „Nei, alls ekki. Við höfum rekið okkur á alveg furðulegan hlut. Hér á áram áður þegar verkföll vora tíðari heldur en nú gengur og ger- ist þá hefði mátt ætla að sala á svona tækjum og tólum myndi dragast saman. En hið gagnstæða átti sér stað. Það varð söluaukning. Astæðan var sú, að allt í einu höfðu menn tíma til að smíða og dytta að heima fyrir. Þá hefur reynsla okkar verið sú, að þegar þrengir að fari menn betur með peningana, eyði þeim í vandaðri vöru. Öfugt við reynslu ýmissa annara." Vaxtarbroddar vegna öryggiskrafna Eru einhverjir vaxtarbroddar á þessu sérsviði fyrirtækisins? „Já, sem betur fer þá era vaxtar- broddar. A seinni misseram hafa öryggiskröfur hvers konar farið stigvaxandi. Mesta aukningin sem við eram með í sölu nú þessar stundimar tengist einmitt hertum öryggiskröfum. Það felst í nýju ör- yggislyklakerfi sem við flytjum inn frá Israel, en þar era þær hörðustu öryggiskröfur sem ég hef heyrt um. Þetta eru tvívirkir tíu punkta lyklar. Menn geta látið setja alla sína helstu lykla inn í einn og sama lykilinn. Ymis stórfyi’irtæki hér á landi hafa þegar tekið þetta kerfi í notkun og eftirspurnin er þegar orðin mjög mikil. Þá er mjög mikil uppsveifla hjá okkur í hurðarpumpum. Svo mikil uppsveifla að við höfum þurft að flytja þær hingað með flugi til að anna eftirspurn. Þú mátt trúa því að eftirspurnin er mikil þegar mað- sendu að þær séu svo lágar. „Ef við væram stórir væri það annað mál,“ segir hann og glottir. „En þó við séum og höfum alltaf verið litlir, þá er ekki sömu sögu að segja af þeim fyrirtækjum sem við erum umboðs- menn fyrii,) t.d. Stanley, svo við töl- um nú ekki um American Tool. Þar er gífurlegur vöxtur, einn sá mesti hjá fyrirtæki úti í heimi og það er ótrúlegur fjöldi fyrirtækja sem þeir hafa keypt síðustu misserin. A sama tíma og það er bæði spenn- andi og skemmtilegt að vera með í þessu þá er nokkuð erfitt að fylgja vextinum eftir. En við eram í mjög góðu persónulegu sambandi við okkar þirgja og að öllu jöfnu eram við að kaupa inn vöra á verði sem miðast við margfalt stærri markað en Island er. Við höfum síðan látið þessi verð ganga beint til viðskipta- vina okkar, en búum ekki til upp- sprengt sýndarverð með hinum og þessum afsláttarkjöram til að slá ryki í augu viðskiptavina. Þetta hef ég síðan að leiðarljósi þegar ég læt vörana frá mér. Að því var fundið í fyrstu, en nú virða viðskiptavinir okkar þetta við okkur. Hér eram við af gamla skólanum og við höf- um okkar prinsipp sem við stönd- um við. Við höfum líka ráð á því að hvika ekki, því engar byggingar- vöruverslanir geta verið án vöraúr- vals frá Stanley, svo dæmi sé tek- ið,“ segir Ólafur. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.