Morgunblaðið - 11.06.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 11.06.1999, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Á. Harðarson, stjórnarfor- MIKIÐ fjölmenni var í Odda þegar Sverrir Sigurðsson afhenti Listasafni Háskólans stofnfé að rann- maður Listasafnsins, opnar heimasfðuna. sóknarsjóðnum sem styrkja á myndlistarrannsóknir. Listasafni Háskólans gefíð stofnfé að rannsóknarsjóði SAMKOMA til heiðurs Sverri Sig- urðssyni var í gær haldin í Háskóla Islands, en Sverrir, sem stendur á ní- ræðu, lagði ásamt konu sinni, Ingi- björgu Guðmundsdóttur, sem nú er látin, grunn að Listasafni Háskólans með listaverkagjöf fyrir nær 20 árum. Við athöfnina í gær afhenti Sverrir Listasaftii Háskólans stofnskrá og stofnfé að nýjum rannsóknarsjóði um íslenska myndlist að upphæð tíu milljónir króna, auk eirmyndar eftir Guðmund Benediktsson myndhöggv- ara. Athöfnin var haldin í Odda. Páll Skúlason rektor bauð gesti velkomna og sagði Sverri mesta vel- gjörðarmann Háskóla Islands. Stofngjöf Listasafnsins, sem var stofnað 1980, væri ómetanlegri en flest annað sem Háskólanum hefði verið gefíð. Rektor lýsti því yfír ánægju Háskólans með að geta sam- fagnað Sverri á níræðisafmæli hans. í ræðu rektors kom einnig fram að Sverrir og Ingibjörg kona hans gáfu Háskólanum ijölmargar aðrar lista- verkagjafír, auk þess sem Sverrir gaf safninu rúm 100 verk til minn- ingar um konu sína 1985. Rektor benti líka á að það væri þeim hjónum að þakka að Háskóli Is- lands á stærsta safn verka Þorvalds Skúlasonar, sem telst til mikilvægari myndlistarmanna aldarinnar. Þá sagði hann að Háskólinn ætti nú á sjötta hundrað listaverk og mynduðu gjafír Sverris kjamann í saftiinu. Að lokinni ræðu rektors tók Vil- hjálmur Lúðvíksson, tengdasonur Sverris, til máls og flutti tölu fyrir Einstakt tækifæri! Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson SVERRIR Sigurðsson, Guðmundur Benediktsson og Páll Skúiason við Landsýn Guðmundar. hönd Sverris. Sverrir þakkaði Há- skólanum þann heiður að efna til mót- töku sín vegna og lýsti ánægju sinni með að það væri gert í Odda þar sem hluti gjafa þeirra hjóna eru til húsa. Sverrir ræddi um það lán sitt að kynnast myndlistarmönnum um mið- bik aldarinnar, þegar nýjar listir blómguðust í kjölfar batnandi hags þjóðarinnar og rifjaði upp kynni sín af Þorvaldi Skúlasyni og þeim áhrifum sem þau höfðu á hann. Sverrir þakk- aði kynni sín af Þorvaldi sýn inn í nýj- an heim myndlistar og söfnunará- huga. Sverrir sagði einnig að þegar hann hafi velt fyrir sér, á þessum tímamót- um, hvað hann gæti gert sér til ánægju til að stuðla að framgangi þessa áhugamáls síns hafí sér dottið í hug að stuðla mætti að auknum rann- sóknum á hlut íslenskrar myndlistar í gegnum tíðina og efia kunnáttu hér á landi í varðveislu myndverka. Sverrir sagði að sér hafí því dottið í hug að leggja fram fé til að stofna styrktar- sjóð við Listasafn Háskóla Islands, sem með árlegu ráðstöfunarfé sínu gæti styrkt rannsóknir á sviði ís- lenskrar myndlistar. Sagði Sverrir að sér væri ánægja að færa Háskóla Is- lands 10 milljónir króna til myndunar stofnsjóðs og vonaðist hann til að með þessu gæti vegur myndlistar vaxið með fræðastörfum sem leiddi til betri skilnings á hlutverki og sögu mynd- listar. Sverrir sagðist þó einnig viija nota tækifærið til að bæta við Lista- safn Háskóla íslands með því að færa skólanum eirmyndina Landsýn eftir Guðmund Benediktsson myndhöggv- ara. Listasafnið í Vatnsmýrina? Rektor tók við gjöf Sverris við mik- inn fögnuð viðstaddra og sagði rektor við það tækifæri að Háskólinn fengi aldrei fullþakkað svo höfðinglega gjöf. Rektor sagði gjöfina mjög þýð- ingarmikla og benti á hversu mikil dagleg og lifandi tengsl Listasafnið hafi við Háskólann. Hann benti í þessu sambandi á skyldu Háskólans gagnvart Lista- safninu og uppbyggingu þess. Það væri þrennt sem Háskólinn yrði að leggja meiri áherslu á en fyrr. Auka verði rekstrarfé safnsins, sem reynt hefur verið að halda í lágmarki, auka verði kaup á listaverkum þannig að safnið standi undir nafni og sé lif- andi, þá verði einnig að útvega safn- inu viðeigandi húsnæði, sem sé jafn- framt vandasamasta verkið. Rektor benti þó á að í athugun væri innan Háskólans hvort unnt verði að hýsa Listasafnið í náttúrufræðihúsinu sem nú rís í Vatnsmýrinni. Að lokinni þakkari-æðu rektors tók til máls Gunnar Á. Harðarson dósent og formaður stjórnar Listasafnsins. Gunnar þakkaði Sveiri listaverka- gjöfina og styrktarsjóðinn fyrir hönd stjómar Listasafnsins og sagði hann sjóðinn breyta að ýmsu leyti forsend- unum fyrir starfsemi safnsins. Þá sagði Gunnar að í tilefni af 90 ára afmæli Sverris hafi stjórn Lista- safnsins, í samráði við aðila innan há- skólans, fengið Katrínu Sigurðardótt- ur myndlistarkonu tU að hanna vef- síðu fyrir Listasafnið. Vefsíða safns- ins geymir upplýsingar um starfsemi þess, tilurð og sýnishom af verkum. Vefsíðan var formlega opnuð við at- höfnina í gær. SfShssstí* er: Sæluvika viö Garda-vatn, 24. - 31. júlí Njóttu lífsins viö eina fegurstu náttúruperlu Ítalíu, í faömi reisulegra fjalla með heillandi þorp og bæi allt í kring. Samvinnuferðir Landsýn Á vBrði fyrir þigl Formaður Framsókn- arflokksins um þing- flokksformanninn Ber að fylgja stefnu flokksins HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segir að það sé alveg skýrt að í hlutverki þingflokksformanns beri Kristni H. Gunnarssyni, þing- flokksformanni Framsóknarflokks- ins, að taka stefnu flokksins fram yf- ir sínar persónulegar skoðanir varð- andi aðild íslands að Norður-Atl- antshafsbandalaginu, en Ólafur Öm Haraldsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, sagði í Morgunblaðinu á miðvikudag að það veki athygli að andstæðingur NATO hafi verið kjör- inn formaður þingflokksins. Hefur valdið deilum innan Framsóknarflokksins „Það er náttúrlega alveg ljóst að varnarsamningurinn hefur valdið deilum innan Framsóknarflokksins í gegnum tíðina. Hins vegar er stefna flokksins mjög skýr og af- dráttarlaus. Við styðjum aðild ís- lands að Atlantshafsbandalaginu og það er að sjálfsögðu skylda þing- flokksformanns þegar þarf að tala fyrir hönd þingflokksins að halda í heiðri stefnu okkar,“ sagði Halldór. „Það er hins vegar svo að Atlants- hafsbandalagið er að taka gífurleg- um breytingum og við eigum eftir að fara í gegnum milda umræðu um það og ég er alveg viss um að það mun hafa áhrif á skoðanir Kristins H. Gunnarssonar alveg eins og mín- ar og annarra. En það er rétt hjá honum að hann hefur komið fram fyrir hönd flokksins með þeim hætti að við treystum honum fullkomlega til þess,“ sagði Halldór ennfremur. -------------------- Skipulagsstjóri ríkisins um Yatnaheiði Frekara um- hverfismat nauðsynlegt Skipulagsstjóri ríkisins telur ekki fullvíst að íyrirhugaður vegur yfir Vatnaheiði sé betri kostur en end- urbygging núverandi vegar um Kerlingarskarð og telur rétt að frekari athuganir á báðum þessum möguleikum verði gerðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skipulagsstofnun sem hefur nú lok- ið athugun sinni á mati á umhverfis- áhrifum vegar yfir Vatnaheiði. í úr- skurðarorðum skipulagsstjóra segir m.a. að ráðast þurfi í frekara mat á umhverfisáhrifum lagningar hins fyrirhugaða vegar yfir Vatnaheiði og gera frekari grein fyiir áhrifum endurbætts vegar um Kerlingar- skarð á umferðaröryggi, náttúrufar, landnotkun og menningarminjar í samanburði við núverandi veg og veg yfir Vatnaheiði. Að baki þessum úrskurði skipu- lagsstjóra liggur ofannefnt mat hans að ekki sé Ijóst að nýr vegur yfir Vatnaheiði sé fýsilegi’i kostur en endurbættur vegur um Kerling- arskarð. Hann segir það að vísu ljóst að vegur yfir Vatnaheiði verði öruggari vegtæknilega séð, en að ekki hafi verið gerð fullnægjandi grein fyrir slysatíðni og færð á end- urbættum vegi um Kerlingarskarð. Að auki er fyrirsjáanlegt að lagning vegar yfir Vatnaheiði muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif og því þurfi haldbetri rök fyrir því að af- skrifa endurbættan veg um Kerl- ingarskarð sem viðunandi kost.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.