Morgunblaðið - 11.06.1999, Page 24

Morgunblaðið - 11.06.1999, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sama hvort sólarnýtur við eða ekki VIÐSKIPTI Triple Protection Face Block SPF 30 Víðtæk sólvöm fyrir andlitið; húðvemdandi E-vítamín og andoxunarefni; aukin mýkt og heilbrigði. Oil-Free SunBlock SPF15 Rakagefandi hömndsmjólk, mild og þægileg sólvöm fyrir líkamann. Oil Free Self Tanning Lotion Sólbrúnkukrem fyrir andlit og líkama. Gefur húðinni jafnan lit og líkir eftir eðlilegri sólbrúnku. Elizabeth Arden Kynning í Vesturbæjar Apóteki í dag, föstudag. 10% kynningarafsláttur! Ársfjórðungsuppgjör Búnaðarbanka íslands Aætlaður hagnaður 374 milljónir SAMKVÆMT óendurskoðuðu uppgjöri Búnaðarbanka Islands hf. var hagnaður fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 493 milljón- ir króna, en að teknu tilliti til áætl- aðra skatta var hagnaður 374 m.kr. Árið 1998 var hagnaður fyrsta árs- fjórðungs fyrir skatta 243 m.kr. Aukning hagnaðar fyrir skatta var því 250 m.kr. eða 103%. Þetta kem- ur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Hreinar vaxtatekjur voru 841 m.kr. og hækkuðu um 16% miðað við fyrsta ársfjórðung 1998. Vaxta- munur, þ.e. vaxtatekjur að frá- 1 Stjörnuspá á Netinu | ^mbl.is Cp GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 ipyaeða parket ^jyóð verð ^jyóð þjónusta Augflýsingfastofan Eimreiáin ehf. skiptir um nafn ogf heitir nú Birtingfur augflýsingfastofa ehf. „Jjar af ieiðir að feir sem segja að alt sé í Jagi eru hálfvitar, maður á a<5 segja að alt sé í alJra hesta lagi.“ Altúnga úr Birtíngi Voltaires, í þýðin^n Hallclórs I.axncss dregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af meðalstöðu heildarfjármagns, hélst nánast óbreyttur og var 3,79% til samanburðar við 3,73% á árinu 1998. Aðrar rekstrartekjur námu 831 m.kr. og hækkuðu um 364 m.kr miðað við fyrsta ársfjórð- ung 1998, eða 78%. Stefnt að milljarði í hagnað Aukning varð á öllum helstu tekjustofnum en mestu munar um 288 m.kr. hækkun á gengishagnaði, sem var 467 m.kr. til samanburðar við 179 m.kr. á sama tíma 1998. Hreinar rekstrartekjur bankans voru 1.672 m.kr. og jukust um 478 m.kr., eða 40%. Rekstrargjöld hækkuðu hlutfallslega minna og námu alls 970 m.kr. til samanburð- ar við 823 m.kr árið áður. Sigurjón Ámason, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs, segir að þess- ar tölur renni styrkum stoðum undir áætlun bankans um ríflega milljarði króna í hagnað á árinu öllu. „Við höfðum gert ráð fyrir að mesti hluti hagnaðarins kæmi á fyrsta ársfjórðungi, og þetta var heldur meira en þær áætlanir gerðu ráð fyrir,“ segir hann. Hann varar hins vegar við því að draga of víðtækar ályktanir af afkomu fyrsta ársfjórðungs; óvarlegt sé t.a.m. að margfalda hagnaðinn með fjórum og fá þannig út hagnað árs- ins. Ánægjan með uppgjörið Sigurjón segir ánægju ríkja inn- an bankans með uppgjörið. „Þetta var heldur betra en við höfðum gert ráð fyrir og allt bendir til þess að markmið okkar náist, sem er rétt rúmlega eins milljarðs króna hagnaður eftir skatta,“ segir hann. Forstöðumenn VISA-ísland og Europay um samkeppni í snjallkortum Kom dálítið á óvart B I RTINGUR „VIÐ höfum ekkert nema gott um þetta að segja og fögnum þessari nýju samkeppni," segir Einar S. Einarsson, forstjóri VISA-ísland, um fyrirætlanir Korts hf. að setja á markað snjallkort, en að Korti hf. standa 20 fyrirtæki í smásölu- verslun, olíuverslun, tryggingum og annarri starfsemi. Snjallkort eru greiðslukort með örgjörva sem bjóða upp á margvíslegri og ör- uggari möguleika til fjármuna- færslna í viðskiptum en hefðbund- in greiðslukort með segulrönd gefa kost á. „Viðbrögð okkar eru annars þau að þetta kom okkur dálítið á óvart en þó ekki alveg flatt upp á okkur. Þetta hafði verið lengi til umræðu að markaðsaðilar stofnuðu sitt eig- ið fyrirtæki á þessu sviði,“ segir Einar. Styttist í snjallkort VISA Einar segir að nú fari að nálgast að debetkortum frá fyrirtækinu verði skipt út og kort með örgjörva komi í staðinn, og verði það með haustinu sem það gerist. Aðspurð- ur segist Einar telja það engum vafa undirorpið að VISA verði á undan Korti hf. með snjallkort á markaðinn, sem Kort hf. nefna reyndar smartkort. „Þetta tekur allt sinn tíma að koma korti af þessum toga á mark- að, og við erum komnir á loka- sprettinn í því. En það er út af fyr- ir sig ekkert kappsmál hver er á undan í sjálfu sér, heldur snýst málið um viðskipti og viðskipta- möguleikana. Við erum að gera þetta til að auka og bæta þjónustu en jafnframt að auka hagkvæmni þegar til lengri tíma er litið. Við er- um að fylgja þeirri tækniþróun sem er að verða.“ Hann segir að hjá VISA-ísland hafí þeim tekist að minnka kostnað með samvinnu við bankakerfið. Með því móti hafi þjónustugjöld verið minnkuð þannig að þau séu með þeim lægstu í heimi, og telur Einar af þessum sökum að erfitt geti orðið fyrir nýjan aðila að hasla sér völi á arðbæran hátt á þessu sviði. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri Europay, staðfestir að bankakerfið muni í haust taka upp snjallkortakerfi með því að setja örgjörva á debetkortin. Alþjóðlegir staðlar ekki tilbúnir „Það kerfi kemur frá Þýskalandi og er samkvæmt opnum staðli sem kaUast Geldkarte og þar er tU mik- ið úrval af hugbúnaði á markaði sem gæti nýst ýmsum aðUum. Þetta mun engin áhrif hafa á debet- og kreditkortin heldur að- eins á meðferð myntar. Við leggj- um áherslu á að vinna með aðilum sem taka við mynt s.s. í stöðumæla, á sundstöðum, í strætisvagna, sjálfsala og síma. Við höfum sem sagt áhuga á að fjarlægja myntina úr vösum landsmanna. Myntkort eru alls staðar í heiminum á tilraunastigi. Við í bankakerfínu, þ.e. Visa, Europay og bankarnir, höfum fengið til- kynningu um það að árið 2005 sé skylt að leggja niður segulrönd- ina og setja í staðinn örgjörva á kortin. Það er af öryggisástæð- um. Hins vegar eru þessi alþjóð- legu félög ekki tilbúin með staðl- ana sem á að fara eftir. Þannig að það er búist við því að á næstu tveimur árum verði aftur um al- gjöra byltingu að ræða í snjall- kortum.“ Áhyggjur af fjárfestingum kaupmanna „Kerfi sem sett eru upp núna eru einungis undirbúnings- og til- raunaverkefni og koma til með að kosta meira en þau gefa af sér í tekjur. Það er eigi að síður nauð- synlegt að fara að huga að þessu og ná tökum á þessari tækni. En það er ennþá ekki viðskipta- grundvöllur fyrir því. Þó að þetta sé nú vel meint allt saman þá ótt- ast ég að Kort hf. sé eitt þessara kerfa og ég hef áhyggjur af því að kaupmenn fjárfesti í tækjum sem ekki muni geta gengið með stöðl- unum sem enn eru að breytast eða eru ekki komnir fram,“ segir Ragnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.