Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn N orrænir laganemar keppa Hitabylgja á Norðausturlandi Gerist ekki iniklu heitara ÍBÚAR á Norður- og Austurlandi hafa síðustu daga notið einmuna veð- urblíðu, sólin hefur skinið glatt og að sögn Haraldar Eiríkssonar á Veður- stofu Islands fór hitinn upp í 26 stig á Dalvík og á Vopnafirði. Haraldur segir að svona hitabylgju reki ekki oft á fjörur íslendinga, oftast gerist þetta ekki nema einu sinni á sumri. Það komi hins vegar fyrir að slíkar tölur sjáist oftar en einu sinni en svo komi nokkur ár þar sem hitinn nái aldrei slíkum hæðum. Sumarið í fyrra haíi til dæmist verið leiðinlegt á þessum slóðum. Að sögn Haraldar er hins vegar út- lit fyrii- að hitinn fari lækkandi á næstunni. Það sem hefur valdið þess- um mikla hita er háþrýstisvæði fyrir austan, á meðan lægðardrag sveimai- fyrir vestan landið. Einnig hefur ein- muna hlýtt loft borist langt sunnan úr heimi og sólin loks gert gæfumun- inn. Þess má til gamans geta að við- urkennt hitamet á íslandi er 30,5 gráður, en það mældist á Teigarhomi árið 1939, að sögn Haraldar. FIMMTÁNDA Norræna mál- flutningskeppnin fer fram í dóm- húsi Héraðsdóms Reykjavíkur og í Hæstarétti íslands um helg- ina. Þar etja tólf lið frá laga- deildum háskóla á Norðurlönd- unum kappi í málflutningi um tilbúið mál er varðar Mann- réttindasáttmála Evrópu. ís- lenska liðið er tekur þátt að þessu sinni nefnist Club Lög- berg, en íslendingar hafa tekið þátt í þessari keppni frá árinu 1986. Dómarar í keppninni koma frá Mannréttindadómstóli Evrópu og frá hæstarétti hverra hinna fímm þátttökulanda. Islensku dómararnir verða Þór Vilhjálms- son, dómari við EFTA-dómstól- inn, og hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir og Garðar Gíslason. Norski hæstaréttar- dómarinn Sophie Greve er full- trúi Mannréttindadómstólsins. Þá er stofnandi keppninnar, Jac- ob Sundberg frá Stokkhölmi, viðstaddur. Keppnin fer fram á dönsku, norsku og sænsku. Á myndinni flytur Telma Hall- dórsdóttir mál sitt í keppninni í dómhúsi Héraðsdóms Reykjavík- ur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti JÓN Ragnarsson og Rúnar Jónsson við nýja bílinn í sal Ingvars Helga- sonar, umboðsaðila Subaru hér á landi. Nýr rallbíll til landsins Með því besta sem völ er á FEÐGARNIR Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson festu nýlega kaup á Subaru Impreza-bifreið frá Bret- landi, en þeir hyggjast aka henni í komandi rallkeppnum sumarsins. Að sögn Jóns er hér um afar öflug- an bíl að ræða, 300 hestöfl, og stefna þeir á að aka bflnum í næstu keppni sem fram fer á föstudaginn. Jón sagði að þeir feðgar hefðu áð- ur ekið á Subaru Legacy og þótt þeir hefðu unnið síðustu keppni á bflnum hefði þeim fundist tími til kominn að skipta og fá sér öflugri bfl. „Þetta er mjög öflugur bfll, með góðan gírkassa og góða fjöðrun,“ segir Jón. Hann segir að bílnum verði ekki reynsluekið fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudaginn kemur, en þá er von á Breta hingað til lands frá verksmiðjunni sem framleiddi bílinn. Hann mun fara yfir tæknileg atriði bílsins með þeim feðgum svo að þeir verði færir í flestan sjó í fyrstu keppninni á nýja bflnum. Bjartsýnn á sumarið „Eg er mjög bjartsýnn á komandi sumar og tel að keppnin í rallinu verði mjög sterk,“ segir Jón. Hann segir marga öfluga bfla vera komna inn í keppnina og segir hana verða enn skemmtilegri á að horfa en ver- ið hefur. „Við ætlum okkur að vera áfram á toppnum og þess vegna fjárfestum við í öfiugri bíl, en hann á að vera með því besta sem völ er á,“ segir Jón að lokum. Morgunblaðið/RAX Kópur í Húsdýragarðinum LÍTILL selkópur fæddist í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal aðfaranótt föstudags- ins þegar urtan Kobba, sem er ellefu vetra, kæpti. Fyrir ná- kvæmlega einu ári fæddist selkópurinn Rán í Húsdýragarð- inum, og fékk hún því skemmti- lega afmælisgjöf að þessu sinni. Kópar eru á spena fyrstu fjór- ar til sex vikurnar og tvöfalda eða þrefalda þyngd sína á þeim tima. Að þeim tima loknum bita urturnar kópana af sér og verða þeir að bjarga sér sjálfir eftir það. Heimsókn undirbúin TÆPLEGA tveir tugir japanskra embættismanna hafa undanfarið unnið að undirbúningi heimsóknar Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, til Islands síðar í mánuðin- um. Hafa Japanimir haft aðsetur í ráðstefnusal á Hótel Loftleiðum og felst vinna þeirra aðallega í því að skipuleggja ýmis tæknileg atriði í kringum heimsóknina. í næstu viku mun fjölga verulega í japönsku sendinefndinni og hún flytja sig yfir á Grand Hótel. Þar verður einnig aðsetur japanskra blaðamanna er koma hingað til að fylgjast með heimsókninni. Alls verða um tvö hundruð manns í fylgdarliði forsæt- isráðherrans. Morgunblaðið/Kristinn Yfirlýsing um vilja eða stjórnarskrá? ►íbúar Austur-Héraðs deila um sameiningu grunnskólans á Eiðum við Egilsstaðaskóla. /10 Umboðsmaður verndargegn ágangi blaða ►Kvartanir sænsku söngkonunn- ar Evu Dahlgren vegna ágangs kjaftablaða hefur vakið mikla at- hygli. /14 Víðtækari sátt er markmiðið ►Rætt við Árna Mathiesen, nýjan sjávarútvegsráðherra. /22 Öllu bjargað ►Viðskiptaviðtalið er við Ragnar Haraldsson og Ásgeir Ragnarsson hjá Ragnari og Ásgeiri ehf. í Grundarfirði. /30 ►1-20 Framandi fugla- fána Fossvogsdals ►Ótrúlega fjölskrúðugt fuglalíf er Fossvogsdalnum hjá Skógrækt- inni og í kirkjugarðinum, og má oft sjá þar fágæta fugla. /1&10-11 Flúðadans í gljúfrunum ►Kapparnir sem ætla að þreyta, flúðasiglingu gegnum Dimmu- gljúfur fóru æfingaferð í Jökulsá eystri í Skagafirði. /4 Runni númer níu ►Selma Jóhannsdóttir hélt fyrst á vit ævintýranna þegar hún var komin yfir miðjan aldur. /6 FERÐALÖG ► l-4 Khumbu-dalur ►Gengið í dal guðanna. /2 Gamla veiðihúsið við Langá ► Ensk hefðarfrú fylgir. /4 BÍLAR_____________ ► l-4 Með svipmót trylli- tækja 5. áratugarins ► Chrysler PT Cruiser kemur á markað á næsta ári. /2 Reynsluakstur ►Stæltai-i Land Rover með nýrri dísilvél. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-28 Samstarf íslenskrar miðlunar og Tæknivals ►Vinnustaðir tengdir með við- netslausn. 1 FASTIR ÞÆTTiR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50 Leiðari 32 Stjörnuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Hugvekia 50 Skoðun 37 Fólk í fréttum 54 Viðhorf 38 Utv/sjónv. 52,62 Minningar 38 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannlífsst. 16b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 18b ídag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.