Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ VERÐUR UM SERBANA? Margír velta nú vöngum yfír örlögum serbneska minnihlutans í Kosovo, eftir að serbneskar hersveitir verða á brott úr héraðinu. Gwynne Dyer segir erfítt að ímynda sér að Serbar og Kosovo-Albanar muni geta lifað saman í sátt og samlyndi eftir það sem á hefur gengið. Reuters HUS í eigu Serba stendur í Ijósum logum í þorpinu Slatina, nálægt flugvelli héraðshöfuðborgarinnar Pristina, í gær. VIÐ munum grafa upp jarð- neskar leifar ástvina okkar og taka þær með okkur, það er ekki möguleiki að Serbar verði hér áfram.“ Þetta voru fyrstu við- brögð serbnesks íbúa í Kosovo við þeim fregnum að útlit væri fyrii- að albönskumælandi meirihlutinn muni senn snúa aftur til eyðilagðra heim- ila sinna, og hann hefur án efa lög að mæla. NATO hefur ef til viU afstýrt miklum hörmungum með aðgerðum sínum gegn Serbum, en annar vandi er um það bil að skjóta upp kollinum í staðinn. I raun er vandamálið þegar farið að segja til sín. Fregnir frá Serbíu herma að nær helmingur serbneska minnihlutans í Kosovo, sem taldi um 80 þúsund manns áður en átökin hófust, hafr þegar yfirgefíð héraðið til að flýja loftárásimar. Líkur benda til að flestir þeirra sem eftir eru kunni að fara burt með herhði og lögreglu- sveitum Serba á næstu dögum, vegna hræðslu við að Kosovo-AIbanar á heimleið verði í hefndarhug. Margir Serbanna studdu aðgerðir Milosevic Þetta er svo sannarlega ekki það sem NATO ætlaðist fyrir, og jafnvel Frelsisher Kosovo (UCK) neitar því að markmið þeirra sé að hrekja Ser- bana á brott. Einn talsmanna UCK, Kadri Kryeziu, sem leitað hefur hæl- is í Albaníu, hét því fyrir skömmu að „öryggi og réttindi þeirra Serba sem styðja ekki fasisma Milosevic verði tryggð“. En hinn sári sannleikur er sá að flestir Serbar í Kosovo voru stuðningsmenn MUosevic, og margir þeirra tóku virkan þátt í ránum, nauðgunum og morðum á albönskum íbúum, sem stjómvöld í Belgrad stóðu á bak við, og áttu þátt í að hrekja gífurlegan fjölda fólks frá heimilum sínum. Sögur hafa heyrst af einstaka Kosovo-Serbum sem komu til hjálpar og skutu skjólshúsi yfir albönskumæl- andi nágranna sína, einkum í fjölbýlis- húsum í stærri borgum, þar sem þeir gátu komist hjá því að vera dæmdir af samfélagi Serba. En serbneska sam- félagið í heild sinni tók fullan þátt í ráðagerðum Milosevic um að hrekja albönskumælandi múslima úr hérað- inu, og meðlimir þess hafa nú fulla ástæðu til að óttast reiði Kosovo-Al- bana verði þeir um kyrrt Það sem mun stökkva Kosovo-Ser- bunum á flótta er ótti þeirra við að liðsmenn UCK muni streyma úr fylgsnum sínum í fjöllunum og taka að hefha harma sinna, eftir að serbneskar hersveitir hafa yfirgefið héraðið, en áður en friðargæslusveit- ir NATO komast í gegnum jarð- sprengjusvæðið við landamærin. Þá hafa margir Serbanna eflaust ástæðu til að óttast að þeir verði ákærðir fyr- ir stríðsglæpi, flýi þeir ekki í kjölfar serbnesku hersveitanna. Kosovo-AIbanar þekktu kvalara sína Þegar Serbamir frömdu ódæðin gegn Kosovo-Albönum áttu þeir vit- anlega ekki von á því að erlendir aðil- ar ættu eftir að skoða þessi mál ofan í kjölinn. En í Kosovo bjuggu aðeins tvær milljónir manna áður en átökin hófust, og aðeins í einni borg voru meira en 100 þúsund íbúar. Fólk þekkti því yfirleitt nágranna sína með nafni - þar á meðal morðingja sína. Nú þegar loftárásimar era á enda, munu þau fórnarlömb Serba sem enn eru á lífí snúa til baka og benda á kvalara sína (og þar sem morðin voru fyrst og fremst framin til að hræða aðra til að flýja, era mörg fómarlömb enn á lífi). Átökin tóku auk þess svo snöggan enda, að ekki mun gefast tími til að eyða sönnunargögnum eins og fjöldagröfum, áður en serbneski herinn heldur á brott og erlendir rannsóknarmenn halda innreið sína. Margir Kosovo-Serbar hafa því fulla ástæðu tO að óttast réttvísina. Þjóðernisáróður Serba Að auki koma til sálfræðilegar ástæður. Síðustu tíu árin hefur áróð- ursvél hinna þjóðemissinnuðu Serba í sífellu unnið að því að koma þeim of- sóknarkenndu skOaboðum á fram- færi að Serbar muni aldrei vera ör- yggir ef þeir búa innan um aðra þjóð- emishópa. Þær ályktanir sem hinn venjulegi Serbi átti að draga af þessu (og flestir vora þónokkuð ginnkeypt- ir fyrir boðskapnum), vora þær að reka þyrfti aUt fólk af öðram þjóð- emum frá þeim svæðum þar sem Serbar búa, jafnvel þar sem þeir væra í minnOiluta, og að þessi svæði þyrfti svo að sameina í Stór-Serbíu. Hin hliðin á málinu er sú, að ef Serbar geta ekki náð ákveðnu svæði undir sig, verða þeir að yfirgefa það, því fyrir þeim er óhugsandi að deila því. Þetta kom berlega í Ijós í fjölda- brottflutningi frá hverfum Serba í Sarajevo (með hvatningu og jafnvel þvingunum af hálfu herliðs Bosníu- Serba) eftir að kveðið var á um end- ursameiningu borgarinnar í Dayton- samkomulaginu árið 1995. I huga þeirra er betra að missa heimili sitt en að Ufa undir stjórn annarra en Serba, því þeir líta á alla aðra sem fjandmenn sína. Serbar kölluðu þetta yfir sig sjálfir Þessi tegund þjóðernishyggju, sem byggist á því að unnt sé að fá fólk tfl að líta á sig sem fómarlömb, minnir sterklega á Þjóðveija undir stjóm Hitlers, sem tókst þrátt fyrir allt að vorkenna sjálfum sér og spyrja hví allur heimurinn væri á móti þeim, jafnvel á meðan þeir gerðu svívirðilegar árásir á aðra og framkvæmdu hin skelfilegustu grimmdarverk. Og samlíkingin á reyndar við að öðra leyti, því að í lokin misstu Þjóðverjar um 15% þess lands sem þeir höfðu byggt um aldir, og tíu mflljónir þýskra flóttamanna gátu aldrei snúið aftur tO heimila sinna í miðausturhluta Evrópu. Engin áform höfðu verið um slíka fólksflutninga, né hafði nokkur látið sér detta þetta í hug, áður en Hitler réðst til atlögu árið 1939. En enginn var heldur reiðubúinn að verja mikl- um fjármunum til að færa hlutina í sitt fyrra horf. Þó einstakir flótta- menn hafi ekki sýnt minnsta vott um samviskubit vegna hörmunga styrj- aldar Hitlers, var hin almenna skoð- un sú að Þjóðverjar hefðu kallað þetta yfir sig sjálfir. Serbneskir flóttamenn frá Kosovo munu að öllum líkindum mæta sama viðhorfí. Heimurinn mun sýna þján- ingum þeirra lítinn áhuga, einkum eftir að allur sannleikurinn um með- ferð Serba á Kosovo-Albönum síðan loftárásirnar hófust verður kominn í ljós. Það er í raun afar erfitt að MARTTI Ahtisaari Finnlandsforseti segir að hann hafi verið í hlutverld „Ijósmóður" þegar friðarsamningar um Kosovo vora í vinnslu. í framtíð- inni eigi hann hins vegar von á að gegna starfi „heimilislæknis". Ef hans er þörf verður hann reiðubúinn að leggja sitt lóð á vogarskálamar en ef aflt gengur vel ætlar hann að ein- beita sér að starfi sinu sem forseti. Ahtisaari finnst mikflvægt að frið- arsamningurinn hafi verið samþykkt- ur á þjóðþingi Júgóslavíu þar sem þá megi segja að júgóslavneska þjóðin hafi gerst aðili að samningnum. Nú þarf að mati Ahtisaaris að tryggja lýðræðislega þróun í þeim ríkjum sem áður mynduðu Sam- bandslýðveldi Júgóslavíu. Segir for- setinn að erlend ríki eigi að setja skil- yrði um lýðræðisumbætur er þau veita lán og efnahagsaðstoð. . Hversu fljótt flóttamenn geta snúið aftur tfl Kosovo er mál sem Ahtisaari segist ekki fær um að spá í. Persónu- lega segist hann vona að flóttamenn- imir geti komist heim fyrir næsta vetur. Hins vegar segir Ahtisaari að þeim sem hafi framið stríðsglæpi eða önnur grimmdarverk verði að refsa. Hver verði örlög Slobodans MOosevic vfll Ahtisaari hins vegar ekki tjá sig um. ímynda sér að Serbar og Kosovo-Al- banar geti lifað saman í sátt og sam- lyndi eftir allt sem gengið hefur á - og ef Milosevic verður áfram við völd Hann undirstrikar aðeins að starf- semi Alþjóðadómstólsins í Haag sé óháð þeirri pólitísku þróun sem nú eigi sér stað. Þá bætir Ahtisaari hins vegar við að hann hafi lagt til við dómstólinn að hann byrjaði að gefa út yfirlýsingar mn hegðun ríkja, tfl dæmis gagnvart minnihlutahópum. Kosovo sannaðl að ESB-ríkin geta unnið saman Það era fyrst og fremst Rússar sem hafa látið í ljós efasemdir um ágæti þess að NATO taki að sér lykfl- hlutverk í friðargæslusveitum Sa- meinuðu þjóðanna í Kosovo. Að mati Ahtisaaris er um að ræða minni hátt- ar áherslumun. Sams konar fyrir- komulag hafi verið samþykkt í Bosn- íu. Aðalatriðið er að sögn Ahtisaaris að friðargæslusveitimar geti skapað þar aðstæður að 1,4 mflljónir flótta- manna treysti því að öryggi þeirra verði gætt. Þar að auki þui-fi KFOR- sveitimar að vera nægflega ógnvekj- andi tfl þess að koma í veg fyrir skæruhemað. Segir Ahtisaari að eina leiðin tO að skipa gæslusveitir með viðeigandi hætti sé að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar myndi uppistöðuna. í Belgrad er það alveg óhugsandi. Höfundur er sjálfstætt starfandi blndnmaður f London. Hann segist tfl dæmis ekki reiðubú- inn að senda finnskt herlið tO Kosovo nema NATO-þjóðimar þrjár verði á vettvangi. Finnar verða í forsæti Evrópusam- bandsins (ESB) frá byrjun júlí og fram að áramótum. A því tímabili mun koma í ljós hvort Kosovo-sam- komulaginu verður framfylgt. Hins vegar hafi deflan sýnt hversu vel að- Odarþjóðir ESB geti unnið saman að öryggismálum þegar á reynir. Ahtisa- ari segir að samstarf Breta, Þjóðveija og Frakka innan ESB hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Einnig vfll hann leggja áherslu á þátttöku Rússa og samstarf við þá. Vill aukna áherslu á mannréttindamál Þrátt fyrir að allir fulltrúar örygg- isráðs SÞ séu ekki ánægðir með íhlut- un NATO í Júgóslavíu segir Ahtisaari að um mikilvægt skref hafi verið að ræða. Hann kveðst vongóður um að mannréttindi verði snar þáttur í starfsemi SÞ á næstu árum. Persaflóastríðið hafi á sínum tíma verið tákn þess að þjóðir heimsins gætu ekki þegjandi látið stærri þjóð ráðast á minni. íhlutun vestrænna lýðræðisþjóða í Kosovo væri skref í sömu átt. Nú þurfi að halda áfram viðræðum við aUa aðila tfl að efla þessa þróun. Tæpir tíu mánuðir eru eftir af kjör- tímabili Ahtisaaris. Var hann spurður að því hvort hann hygðist endurskoða þá ákvörðun sína að hætta störfum nú þegar vinsældir hans hafa aukist veralega vegna Kosovo-málsins. Ahtisaari sagðist alltaf hafa verið staðráðinn í að gegna embættinu að- eins þetta eina kjörtímabO. Sagði hann að sex ára kjörtímabfl væri nægur tími. „Ljósmóðir“ verð- ur „heimilislæknir“ Friðarsáttmálinn um Kosovo var gerður fyrir milligöngu Marttis Ahtisaaris Finnlandsforseta. I samtali við Lars Lundsten sagðist Ahtisaari vona að flóttamenn úr Kosovo-héraði gætu snúið heim fyrir næsta vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.