Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SÓLEY Eiríksdóttir myndlistarmaður. Ljósmynd/Páll Stefánsson Yfirlitssýning á verkum Sóleyjar Eiríksdóttur í Hafnarborg í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verður opnuð yfirlitssýningu á verkum myndlistarkonunnar Sóleyjar Ei- ríksdóttur á morgun, mánudag, kl. 20:00. Sóley var fædd árið 1957 og lést árið 1994. Sóley stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, fyrst við kennaradeild og síðan í leirlistadeild. Hún lauk námi árið 1981. Fyrsta einkasýning Sóleyjar var á Kjarvalsstöðum árið 1987. Alls urðu einkasýningar Sóleyjar þrjár, en auk þess tók hún þátt í fjölda samsýninga hér heima. Sóley tók einnig þátt í samsýning- um erlendis, m.a. í Finnlandi, Sví- þjóð, Þýskalandi, á Ítalíu, í Banda- ríkjunum, Kanada og Lúxemborg. Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur skrifar texta í sýningarskrá, þar segir hann m.a.: „Fyrstu árin eftir að náminu í MHÍ lauk ein- beitti Sóley sér hinsvegar að til- tölulega hefðbundinni leirmuna- gerð og tilraunum með margs kon- ar skreytimynstur og glerunga. Einhvem tímann á árinu 1983 fór að gæta misræmis milli forms og skreytingar í leirlist hennar. Æ oftar tók skreytingin á sig eigið líf og þróaðist á skjön við þá formgerð sem listakonan unga valdi leirmun- um sínum. Smám saman urðu munimir eins og bakgrannur fyrir ýmiss konar frásagnir sem hún risti, málaði og brenndi í leirfletina, frásagnir sem áhorfandinn „las“ ýmist með því að snúa keram og koppum hennar eða hringsnúast í kringum þá.“ A sýningunni í Hafnarborg nú era verk sem spanna feril Sóleyjar sem myndlistarmanns í þann rúm- an áratug sem hún starfaði að list sinni. Stórir steypuskúlptúrar, leirskúlptúrar, skálar og skrín auk túss- og grafíkmynda verða á sýn- ingunni. Þessi verk sýna fjölbreyti- leika þess sem hún fékkst við í list- sköpun sinni. Verk Sóleyjar era mjög persónuleg, lífsgleði og kímni era aðalsmerki þeirra um leið og þau endurspegla þroskað fonn- skyn og öryggi í meðferð efnisins. Fjölskylda Sóleyjar og Kristín ísleifsdóttir vinkona hennar og samstarfsmaður hafa unnið að und- irbúningi og framkvæmd sýningar- innar ásamt starfsfólki Hafnar- borgar. Verkin á sýningunni era ýmist í eigu fjölskyldu Sóleyjar eða fengin að láni frá söfnum og ein- staklingum. Sýningin stendur til 16. júlí og er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Sara Yilbergs- dóttir sýn- ir í Ósló NÚ STENDUR yfir sýning Söra Vilbergsdóttur í IS Kunst gallery & café í Oslo. Verkin málar Sara með akríl á striga og era þau unnin á þessu og síðasta ári. Sara útskrifaðist frá MHÍ 1985 og frá Statens kunstaka- demi í Óslo 1987. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum m.a. í Dan- mörku, Finnlandi og Banda- ríkjunum. Sara hlaut viður- kenningu fyrir hönnun á veggspjaldi fyrir Nordisk for- um 1993. Hún hefur einnig unnið við að myndskreyta bækur og af því tilefni tekm- hún einnig þátt í sýningu „Illustration triennale“ í Mikkelin í Finnlandi sem hefst 12. júní næstkomandi. Sýningin stendur til 30. júní og er opin alla daga vik- unnar frá 11-18. IS Kunst gallery & café er á Leirfallsgt. 6 í Ósló. Sýningum lýkur Gallerí Sölva Helgasonar Lónkot SÝNINGU Amar Inga Gísla- sonar, í Gallerí Sölva Helga- sonar í Lónkoti í Skagafirði, lýkur þriðjudaginn 15. júní. Nýtt vefrit • BENEDIKT á Auðnum eða Bensi er nýtt vefrit. Ritið er ofið í Vefinn og fjallar um málefni bókasafna, bókmenntir og lestur. Hægt er að senda inn efni sem felur í sér stefnu blaðs- ins, s.s. hugleiðingum, erind- um og ræðum, ritgerðum og öðra því sem horfið hefur í gleymskunnar dá. Slóðin að vefritinu er: http://www.amts- bok.is/bensi/ Ritstjórar era Hrafn Harð- arson bæjarbókavörður í Kópavogi og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður á Akureyri. Verk Hróðmars Inga frumflutt FRUMFLUTNINGUR á tónverkinu Scptett eftir Hróðmar Inga Sig- urbjörnsson er eitt þess sem er á efnisskrá CAPUT-tónleika sem haldnir verða í FÍH- salnum á þriðjudags-- kvöldið kl.20.30. Hróðmar samdi Septett í fyrra en þá vora fjöldamörg ár síð- an hann hafði samið tónverk fyrir hljóðfæri eingöngu og kvað hann það löngu orðið tíma- bært. Verkið er í fjóram köflum og í því segist Hróðmar vera að vinna meira úr hefðinni en hann áður hefur gert. „Líkt og síðustu verk mín er þetta tóntegundabundið og má segja að í því gæti klassískra áhrifa. Hljóð- færasamsetningin," segir Hróð- mar, „snýst að miklu leyti um samspil píanós og slagverkshljóð- færa gagnstætt samspili strengja og blásturshljóð- færa.“ Hróðmar skrifaði Septett sérstaklega fyrir CAPUT-hópinn og sem mótvægi við annað verk, Stokks- eyri, sem hópurinn flytur ásamt Sverri Guðjónssyni. „Hug- myndin er að þessi tvö verk fari saman á hljómdisk í sumar,“ segir Hróðmar sem um þessar mundir er staddur á Italíu og mun því ekki vera viðstaddur flutning- inn. Önnur tónverk á efnisskrá CAPUT-tónleikanna era Envoi eft- ir enska tónskáldið John Woolrich og I segulsviði eftir Snorra Sigfús Birgisson en þau vora samin að til- stuðlan NOMUS, norræna tónlist- araáðsins sem liður í „Nordie Sea- son“ - menningarsamstarfi Stóra- Bretlands og Norðurlanda. Morgunblaðið/Golli FLYTJENDUR á æfíngu: Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari, Bryn- dís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Steef van Oosterhout slagverksleikari, Guðni Franzson klarinettuleikari, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og stjórnandinn Guðmundur Óli Gunnarsson. Á myndina vantar Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.