Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1999 29 hverfísáætlunar undirritað í mars á síðasta ári,“ segir Olafur. „Það sam- komulag markar á vissan hátt tíma- mót,“ heldur hann áfram. „Það er mjög óvenjulegt að samtök sem þessi vinni saman með verksmiðjun- um að ákveðnum umhverfisþáttum og skilgreini þau markmið sem leggja á áherslu á. Við höfum átt mjög gott samstarf við forsvarsmenn verksmiðjanna og lít ég svo á að samkomulag okkar gæti orðið ákveð- in fyrirmynd að því hvemig megi vinna þessi mál annars staðar á land- inu.“ Verður að viðurkenna ólík sjónarmið Ólafur segir umhverfis- og náttúru- vemdarsamtök geta haft áhrif á um- gengni við náttúrana og umhverfið með því að hafa strangt eftirlit með iðnaðarrekstri. Þau geti unnið að því í samvinnu við stjórn- endur fyrirtækjanna að reksturinn sé til fyrir- myndar bæði hvað varðar umgengni við náttúrana, rekstur mengunarvama og ásýnd svæðisins í heild. „Til þess að þetta geti orðið að veraleika verða umhverfis- og náttúruvemdarsamtök að viðurkenna ólík sjónarmið og bera virð- ingu fyrir þeim og jafnfi'amt að vera reiðubúin að vinna að hugsjónamál- um sínum með ólíkum aðilum." Hann segir þó að stjórn samtak- anna, sem auk hans skipuðu Ólafur Oddsson og Arnór Hannibalsson, hafi orðið fyrir mikilli gagmýni þeg- ar ákveðið hafi verið að hefja sam- starf við stjórnvöld og fyrirtækin. „Margir vora þeirrar skoðunar að við hefðum átt að halda baráttunni gegn álverinu áfram en við töldum að á þeim tímapunkti sem sámþykktin fékkst á Alþingi hafi barátta okkar verið töpuð. Alverið skyldi rísa hvort sem okkur líkaði betur eða verr og því töldum við okkur þurfa að vinna út frá þeim aðstæðum sem okkur væri búin. Við ályktuðum sem svo að samvinna væri vænlegust til árang- urs enda hefur það sýnt sig í þeim ár- angri sem náðst hefur. Eg hef ekki heyrt af öðram umhverfissamtökum sem hafa haldið áfram að berjast eft- ir að baráttan er töpuð og borið jafn mikið úr býtum og við höfum gert.“ Ólafur segir jafrtframt að tíminn þegar átökin stóðu sem hæst hafi ver- ið mjög erfiður. „Maður varð fyrir ákveðnu áreiti, fólk var að hringja í mann í tíma og ótíma, bæði til að hella sér yfir mann og hvetja mann áfram í baráttunni. Gagmýnin varð oft ósann- gjörn á stundum og það sem mér fannst erfiðast var að sitja undir gagnrýni félagsmanna. Stjóm SÓL hafði þó fullan skilning á viðbrögðum félagsmanna, tilvera þeirra var sett úr skorðum, lífsafkomu og heimili þeirra ógnað. Þá vora ákveðnir félagar mjög óvægnir í garð okkar stjómarmanna en það hefur einfaldlega ætíð verið sjónarmið mitt að gera sömu kröfur til mln og ég geri til annarra. Við get- um ekki gert kröfur um að stjómvöld leiki lýðræðislega þegar við eram ekki tilbúin að gera það sjálf. Mér finnst að ég hefði ekki verið sam- kvæmur sjálfum mér ef þetta hefði verið gert öðravísi.“ Að sögn Ólafs eru miklir hagsmunir í húfi varðandi hugmyndir um álver á Reyðarfirði sérstaklega sem við- vílqa virkjunarfram- kvæmdum. Hann segir að stjómvöld verði að lúta lögum um mat á umhverfisáhiifum á sama hátt og SÓL í Hvalfirði hafi þurft að hlíta niðurstöðum í málefnum álversins á Grandartanga. Því verði að setja virkjunarframkvæmdir á Austurlandi í umhverfismat líkt og lög geri ráð fyrir. „Það er siðferðileg skylda stjómvalda nú um stundir að fara að lögum og grundvallaratriði í lýðræðis- legu þjóðfélagi að menn virði lýðræð- islegar niðurstöður. Því er það mjög mikill ábyrgðarhlutur að eyða hvers konar náttúrufyrirbæram eða nátt- úruminjum án þess að hafa að baki því forsendur sem grandvallaðar era á rannsóknum á þeim áhrifum sem röskunin gæti valdið í náttúrunni.“ _ Ólafur víkur orðum að því að SÓL í Hvalfirði hafi látið til sín taka í fleiri málum en umhverfismálum Hvalfjarðar undanfarið. „Við höfum beitt okkur í alþjóðaskuldbindingum Islendinga og teljum að Island eigi ekki að vera eftirbátur annarra þjóða í málefnum líkt og Kyoto-bók- uninni. Við eram á þeirri skoðun að Islendingar eigi að taka fullan þátt í því samkomulagi frá upphafi.“ Sam- tökin hafa haft frumkvæði að ýmsum framfaramálum í umhverfis- og nátt- úruvemd hér á landi. Meðal annars gengust samtökin fyrir því að um- hverfisráðuneytið tæki upp dag um- hverfisins 25. apríl ár hvert sem haldið var upp á í fyrsta sinn í vor. Jafnframt höfðu samtökin frum- kvæði að því að frjáls umhverfis- og náttúraverndarsamtök veittu um- hverfisverðlaunin í fyrsta skipti en sá sem varð fyrir valinu í ár er Guð- mundur Páll Ólafsson náttúrafræð- ingur, sem m.a. hefur skrifað bæk- urnar Perlur í náttúru íslands, Fuglar í nátt- úra Islands og Strönd- in í náttúra Islands. Samtökin plöntuðu því fræi sem Græni herinn er orðinn í dag. Að sögn Ólafs er eng- um betur treystandi á þeim vettvangi en Stuðmönnum sem era á leiðinni í græna her- ferð um landið í sum- ar. Hann segir mikil- vægt að umhverfismál séu sett í skemmtilegt samhengi og gerð líf- leg. „Þau eru ekki bara tóm leiðindi og orrasta um eina verksmiðju eða virkjun. Þau era satt að segja lífsmáti eða eins konar lífsviðhorf. Við teljum að með því að einblína ekki bara á neikvæðu hliðina á um- hverfismálunum muni menn til lengri tíma litið ná meiri árangri. Við teljum að við höfum breytt ýmsu til góðs og að barátta SÓL í Hvalfírði hafi í raun verið upphafið að þeirri vakningu í umhverfismálum sem átt hefur sér stað að undanfómu. Ólafur segist þó sakna þess að ekki hafi enn tekist að mynda heild- arsamtök umhverfis- og náttúra- vemdarsamtaka í landinu sem hefðu sameiginlegan vettvang. Nýverið hafi þó verið stofnuð Umhverfissam- tök Islands sem áttu að gegna þessu hlutverki. „Þeir sem stofnuðu þessi samtök stóðu utan við önnur um- hverfissamtök og töldu sig að hluta til hafna yfir það fólk sem hefur stað- ið í eldlínunni til þessa. Því hefur ekki enn náðst góð samvinna þar á milli.“ Hann bætir því þó við að óformlegu samstarfi samtakanna hafi verið ýtt úr vör með veitingu umhverfisverðlaunanna og segist vona að það verði byggt upp frekar í framtíðinni. Bjartsýnn á framtíðina Ólafur er tilbúinn að vinna áfram að umhverfis- og náttúravemd eftir að hann lætur af formennsku SÓL enda era þetta hans hjartans mál. Hann segist þó ætla að taka sér hlé frá opinberam málefnum um sinn vegna þess hve barátta undanfarinna tveggja ára hafi tekið mikið á. Hann sagði að stjóm samtakanna hefði ver- ið einstaklega samhent og er þakldát- ur félögum sínum fyrir samstarfið. Oft hafi menn þurft að setja sig inn í flókin mál á skömmum tíma en sök- um góðrar samvinnu hafi það oftast tekist vel. Hann er mjög bjart- sýnn á framtíðarhorf- ur í umhverfismálum á íslandi. „Við eigum að geta verið í farar- broddi í umhverfis- og náttúravernd í heiminum því við búum yfir svo mikilli þekkingu og höfum yfir svo hæfu fólki að ráða á þessu sviði. Tækifæri íslendinga liggja í ósnort- inni náttúra. Við heyram fréttir úr Evrópu þar sem landbúnaðarvörar eru stórspilltar vegna eiturefna á meðan íslensk matvæli era til fyrir- myndar hvað varðar hreinleika og gæði. Islenskir bændur era jafn- framt afar framsæknir og harðir að verja hagsmuni sína. Því hef ég fulla trú á að sól verði hátt á lofti í Hval- firði um ókomin ár. Grannur hefur verið lagður að því að í Hvalfirði sé rekin stóriðja í fullri sátt við um- hverfið og að þangað verði litið í leit að fyrirmynd um hvernig vinna eigi að þessum málum.“ „Ég hef ekki heyrt af öðrum umhverf- issamtökum sem hafa haldið áfram að berjast eftir að baráttan er töpuð og borið jafn mikið úr býtum og við höfum gert.“ „Umhverfismál eru ekki bara tóm leið- indi og orrusta um eina verksmiðju eða virkjun. Þau eru satt að segja lífsmáti eða eins konar lífsviðhorf." 3D studio MAX .——~ 31) Stiuiio MAX ei [wð foi rit sem noö liefui hvaö iiiestum viustelíluui ( |ji ivuldíU - og ln eyFnm iulrt gei ö. Frti iö ei i I lelst n þa'tti foiiitsins, teiknrtö i Di ividd, geiöcii stuttrti lu e\ tíni\ tulii UniiniítUoii) og |M‘i ni\ udset trti (lendering) fyi ii sjonvrti p og í ilmui • Xrtiniö er l J-0 klst. langt. (180 kennslustundir) • Xeestu nrtniskeiö byrjfl t septeniber. • Upplýsingar og iunritun í snna S44 4SOO eört SSS 4980 Nýt tölvu- og viðsidtptaskóHrm hefuropnað amcm gkestlegan skóla t Hlíðasmára 9 ÍMpoivogittIv0b6tarv0sMhnn I Hafnarftrðt Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafriaifiröi - Stmi: 556 4980 - Fax: 555 4981 Hlfðasmára 9 - 200 Köpavogi - Sfrni: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasföa: www.rrtv.is III MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI KÓPAVOGURGRAMMARSCHOOL Nám sem nýtist þér! Framhaldsnám á skrifstofubraut Nú stendur yfir innritun í framhaldsnám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mtkii áhersia er lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Kennt frá 17.20 til 21.00, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og frá ki. 9.00 til 13.00 á laugardögum. Inntökuskilyrði: Nemendur sem lokið hafa a.m.k. 5 önnum í framhaldsskóla eða hafa sambærilega menntun. Þeir nemendur sem hafa lokið námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist. Kennsla hefst 30. ágúst en innritun stendur yfir til 25. júní. Upplýsingar veitir kennslustjóri bóknáms milli kl. 9.00 og 15.00. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Ferðamálaskólinn - Hótel- og matvælaskólinn - Leiðsöguskóiinn Digranesvegur - IS 200 Kópavogur - fsland Simi/Tel: 544 5510. Fax 554 3961.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.