Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 58
j58 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Krakkar í keilu ►KEILUHÖLLIN í Öskjuhlíð hefur í 13 ár boðið krökkum á leikjanámskeiðum og unglingum í vinnu- skólanum að koma frítt í keilu einu sinni yfir sumar- tímann með leiðbeinendum sínum. Á hveiju sumri koma því um 3.500 börn og unglingar og fá leiðbein- ingar um reglur leiksins, hvernig eigi að halda á og 1 kasta kúlunni og fá að spila tvo leiki. „Þetta er mjög vinsælt meðal barnanna og hefur gefíst mjög vel hjá okkur,“ sagði Guðný Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar. „A hinum Norðurlöndunum eru keilusalir lokaðir yfir sumartímann þegar lítið er að gera en við ákváðum að fara þessa leið. Að bjóða börn- um og unglingum að nota aðstöðuna." Á þriðjudaginn er Ijósmyndari Morgunblaðsins kom við í Keiluhöllinni var mikil stemmning meðal krakk- anna sem þá fengu að kasta kúlum í keilurnar. Einbeit- ingin skein úr augum þeirra og eins víst að hornsteinn að fræknum keiluferli hafi verið lagður hjá einhveijum þeirra. HVER fær kúlu og skó við sitt hæfi. Morgunblaðið/Halldór GUÐNÝ Guðjónsdóttir kennir ungum herra réttu handtökin. AÐ kasta kúlu krefst mikillar einbeitingar. Rosie O’Donnell skotið skelk í bringu ► BANDARISKA gamanleikkon- an Rosie O’Donnell hefur undan- farin tvö ár verið kynnir á af- hendingu Tony-verðlaunanna á Broadway, sem þykja eftirsóttust í leikhúsheiminum í Bandarikjun- um. Vinsældir O’Donnells hafa stóraukið áhorfið og er afhend- + ingin orðið mjög vinsælt sjón- varpsefni vestanhafs. Til stóð að O’Donnell myndi einnig kynna verðlaunin í ár en hún hætti skyndilega við fáeinum dögum áður en afhendingin fór fram. Ástæða þess var hótun sem barst í vinsælum útvarpsþætti Howards Sterns. Hlustandi sem lét ekki nafns síns getið hringdi í þáttinn og hótaði því að ræna þriggja ára syni O’Donnells, Par- ker. Hún gat því ekki hugsað sér að víkja frá hlið hans eða systur hans, hinni 18 mánaða gömlu Chelsea, eitt augna- blik. Boðaði hún forföll, að- standendum hátíðarinnar til sárra vonbrigða, því áhorf- ið hrapaði þegar í ljós kom að O’Donnell yrði fjarri góðu gamni. En O’Donnell er með forgangsröð sína á alveg hreinu og sagði talskona hennar: „Þegar einhver hótar bömunum þinum svona þá eru þau það eina sem kemst að og í raun eðlislæg viðbrögð að vera hjá þeim og líta ekki af þeim.“ ROSlfi Qtr. ^donnu áS!Unt ERLENDA R Oddný Þóra Logadóttir, 12 ára fimleikamær hlustaði á nýjasta geisladisk Backstreet Boys, Millenium. Hljómsveit fyrir stelpur EGAR ég fékk diskinn Mil- lenium með Backstreet Boys um daginn hafði ég aðeins heyrt eitt lag af honum sem mikið hefur verið spilað í út- varpinu. Það er lagið „I Want It That Way“ sem er í fyrsta sæti á breska vinsældalistanum núna en platan Millenium er mest selda platan á Islandi í þessari viku. I hljómsveitinni eru fimm ungir strákar, það eru Kevin Richard- son, Howard Dorough, Alexander James Mclean, Brian Littrell og Nick Carter. Hljómsveitin er bandarísk og gaf út annan disk árið 1996 sem hét Backstreet Boys. Strákarnir í Backstreet Boys syngja og dansa en spila ekki á hljóðfærin sjálfir. Þeir semja heldur ekki lögin á diskinum nema Brian Littrell og Kevin Ric- hardson, þeir semja sum lögin með einhverjum öðrum. Þeir eru því aðallega dansarar og söngvar- ar. Lögin sem mér finnst best eru „Larger Than Life“ og „I Want It That Way“ sem eru tvö fyrstu lögin á disknum. „I Want It That Way“ er rólegt og ljúft lag sem lætur manni líða vel. Reyndar hefur það verið spilað mikið í út- varpi og það hafði kannski áhrif á hvað mér fannst um diskinn fyrst þegar ég hlustaði á hann því mér fannst það strax skemmtilegasta lagið. Flest lögin eru róleg og þau eru frekar lík og þess vegna fannst mér þau renna svolítið saman fyrst. En þegar ég hlustaði meira á diskinn finnst mér eins og hann skiptist í þrjá hluta. Bestu lögin eru fremst, síðan koma venjuleg lög og svo óvönduðustu lögin aftast, „Spanish Eyes, „No One Else Comes Close“ og „The Perfect Fan“. Það er svo- lítið fyndið, kannski hefur þá vant- að lög á diskinn og sett einhver leiðinleg lög með? Diskurinn venst ábyggilega ef maður hlustar oft á hann og lögin renna smátt og smátt inn hjá manni og því er það skiljanlegt að Millenium er mest seldi diskurinn á íslandi í dag. En hann verður áreiðanlega leiðigjarn til lengdar og ég held að ég nenni ekki að hlusta á hann eftir smátíma. Backstreet Boys er meira svona „stelpuhljómsveit" því þeir líta þannig út, klæða sig eins og ung- lingar og dansa þannig. Það er líka eins og lögin séu bara fyrir stelpur og é.g held að það séu ekki margir strákar sem vilja hlusta á þau. Morgunblaðið/Árni Sæberg STRÁKARNIR í Backstreet Boys eru fyrst og fremst dansarar og söngvarar. 1969-1999 30 ára reynsla Hljóð- einangrunar- gler GLERVERKSMIÐJAN Samverk Eyjasandur 2 • 850 Hella tr 487 5888 • Fax 487 5907 ISBJARNARBAÐ Nýjar vörur Nýjar vörur NIKE BÚÐIN Laugavegi 6 ►HITABYLGJA hefur gengið yfir Austur-Rússland þar sem þessi litli húnn á heima í dýragarði. Kalt bað nokkruni sinnum á dag bætir, hressir og kætir og á það við um fleiri heldur en ísbirni ættaða úr norðri. Því mannfólkið á einnig erfitt með að þola þann hita sem verið hefur í landinu að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.