Morgunblaðið - 13.06.1999, Page 18

Morgunblaðið - 13.06.1999, Page 18
18 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SÓLEY Eiríksdóttir myndlistarmaður. Ljósmynd/Páll Stefánsson Yfirlitssýning á verkum Sóleyjar Eiríksdóttur í Hafnarborg í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verður opnuð yfirlitssýningu á verkum myndlistarkonunnar Sóleyjar Ei- ríksdóttur á morgun, mánudag, kl. 20:00. Sóley var fædd árið 1957 og lést árið 1994. Sóley stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, fyrst við kennaradeild og síðan í leirlistadeild. Hún lauk námi árið 1981. Fyrsta einkasýning Sóleyjar var á Kjarvalsstöðum árið 1987. Alls urðu einkasýningar Sóleyjar þrjár, en auk þess tók hún þátt í fjölda samsýninga hér heima. Sóley tók einnig þátt í samsýning- um erlendis, m.a. í Finnlandi, Sví- þjóð, Þýskalandi, á Ítalíu, í Banda- ríkjunum, Kanada og Lúxemborg. Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur skrifar texta í sýningarskrá, þar segir hann m.a.: „Fyrstu árin eftir að náminu í MHÍ lauk ein- beitti Sóley sér hinsvegar að til- tölulega hefðbundinni leirmuna- gerð og tilraunum með margs kon- ar skreytimynstur og glerunga. Einhvem tímann á árinu 1983 fór að gæta misræmis milli forms og skreytingar í leirlist hennar. Æ oftar tók skreytingin á sig eigið líf og þróaðist á skjön við þá formgerð sem listakonan unga valdi leirmun- um sínum. Smám saman urðu munimir eins og bakgrannur fyrir ýmiss konar frásagnir sem hún risti, málaði og brenndi í leirfletina, frásagnir sem áhorfandinn „las“ ýmist með því að snúa keram og koppum hennar eða hringsnúast í kringum þá.“ A sýningunni í Hafnarborg nú era verk sem spanna feril Sóleyjar sem myndlistarmanns í þann rúm- an áratug sem hún starfaði að list sinni. Stórir steypuskúlptúrar, leirskúlptúrar, skálar og skrín auk túss- og grafíkmynda verða á sýn- ingunni. Þessi verk sýna fjölbreyti- leika þess sem hún fékkst við í list- sköpun sinni. Verk Sóleyjar era mjög persónuleg, lífsgleði og kímni era aðalsmerki þeirra um leið og þau endurspegla þroskað fonn- skyn og öryggi í meðferð efnisins. Fjölskylda Sóleyjar og Kristín ísleifsdóttir vinkona hennar og samstarfsmaður hafa unnið að und- irbúningi og framkvæmd sýningar- innar ásamt starfsfólki Hafnar- borgar. Verkin á sýningunni era ýmist í eigu fjölskyldu Sóleyjar eða fengin að láni frá söfnum og ein- staklingum. Sýningin stendur til 16. júlí og er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Sara Yilbergs- dóttir sýn- ir í Ósló NÚ STENDUR yfir sýning Söra Vilbergsdóttur í IS Kunst gallery & café í Oslo. Verkin málar Sara með akríl á striga og era þau unnin á þessu og síðasta ári. Sara útskrifaðist frá MHÍ 1985 og frá Statens kunstaka- demi í Óslo 1987. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum m.a. í Dan- mörku, Finnlandi og Banda- ríkjunum. Sara hlaut viður- kenningu fyrir hönnun á veggspjaldi fyrir Nordisk for- um 1993. Hún hefur einnig unnið við að myndskreyta bækur og af því tilefni tekm- hún einnig þátt í sýningu „Illustration triennale“ í Mikkelin í Finnlandi sem hefst 12. júní næstkomandi. Sýningin stendur til 30. júní og er opin alla daga vik- unnar frá 11-18. IS Kunst gallery & café er á Leirfallsgt. 6 í Ósló. Sýningum lýkur Gallerí Sölva Helgasonar Lónkot SÝNINGU Amar Inga Gísla- sonar, í Gallerí Sölva Helga- sonar í Lónkoti í Skagafirði, lýkur þriðjudaginn 15. júní. Nýtt vefrit • BENEDIKT á Auðnum eða Bensi er nýtt vefrit. Ritið er ofið í Vefinn og fjallar um málefni bókasafna, bókmenntir og lestur. Hægt er að senda inn efni sem felur í sér stefnu blaðs- ins, s.s. hugleiðingum, erind- um og ræðum, ritgerðum og öðra því sem horfið hefur í gleymskunnar dá. Slóðin að vefritinu er: http://www.amts- bok.is/bensi/ Ritstjórar era Hrafn Harð- arson bæjarbókavörður í Kópavogi og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður á Akureyri. Verk Hróðmars Inga frumflutt FRUMFLUTNINGUR á tónverkinu Scptett eftir Hróðmar Inga Sig- urbjörnsson er eitt þess sem er á efnisskrá CAPUT-tónleika sem haldnir verða í FÍH- salnum á þriðjudags-- kvöldið kl.20.30. Hróðmar samdi Septett í fyrra en þá vora fjöldamörg ár síð- an hann hafði samið tónverk fyrir hljóðfæri eingöngu og kvað hann það löngu orðið tíma- bært. Verkið er í fjóram köflum og í því segist Hróðmar vera að vinna meira úr hefðinni en hann áður hefur gert. „Líkt og síðustu verk mín er þetta tóntegundabundið og má segja að í því gæti klassískra áhrifa. Hljóð- færasamsetningin," segir Hróð- mar, „snýst að miklu leyti um samspil píanós og slagverkshljóð- færa gagnstætt samspili strengja og blásturshljóð- færa.“ Hróðmar skrifaði Septett sérstaklega fyrir CAPUT-hópinn og sem mótvægi við annað verk, Stokks- eyri, sem hópurinn flytur ásamt Sverri Guðjónssyni. „Hug- myndin er að þessi tvö verk fari saman á hljómdisk í sumar,“ segir Hróðmar sem um þessar mundir er staddur á Italíu og mun því ekki vera viðstaddur flutning- inn. Önnur tónverk á efnisskrá CAPUT-tónleikanna era Envoi eft- ir enska tónskáldið John Woolrich og I segulsviði eftir Snorra Sigfús Birgisson en þau vora samin að til- stuðlan NOMUS, norræna tónlist- araáðsins sem liður í „Nordie Sea- son“ - menningarsamstarfi Stóra- Bretlands og Norðurlanda. Morgunblaðið/Golli FLYTJENDUR á æfíngu: Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari, Bryn- dís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Steef van Oosterhout slagverksleikari, Guðni Franzson klarinettuleikari, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og stjórnandinn Guðmundur Óli Gunnarsson. Á myndina vantar Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.