Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR •• Okumaður undir áhrifum stöðvaður með neyðarúrræði Flutningsjöfnunarsjóður svarar gagnrýni á afturköllun leyfís til innflutnings um Akureyri Segir Skeljung ekki hafa upp- fyllt skilyrði Morgunblaðið/Ingvar LÖGREGLAN greip til þess neyðanírræðis að aka utan í bifreið ökumannsins, sem sinnti ekki ítrekuðum stöðvunarmerkjum lögreglunnar. Hlýddi ekki lögreglunni fyrr en hún ók utan í bifreiðina LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv- aði ferð tæplega fertugs öku- manns fólksbifreiðar við Ártúns- brekku í fyrrinótt eftir að hafa veitt bifreiðinni eftirför ofan úr Mosfellsbæ. Hóf lögreglan af- skipti af bifreiðinni eftir að til- kynning hafði borist ofan úr Borgamesi um að ökumaðurinn hefði ekið niður póstkassa og girðingu við bóndabýli þar í sveit. Sinnti ökumaðurinn ekki hefð- bundnum stöðvunarmerkjum lög- reglu þegar hún hitti hann fyrir við Skálatún og jók þess í stað hraðann í átt til Reykjavikur. Er ökumaðurinn kom niður Ártúns- brekkuna ók hann út á öfugan vegarhelming og þverskallaðist sem fyrr við að hlýða lögreglu um að stöðva bifreiðina. Gerðar voru varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir að vegfarendum stafaði hætta af aksturslagi mannsins með því að loka fyrir umferð í ná- grenni vettvangsins og tókst lög- reglu loks að stöðva ferð manns- ins með því að grípa til þess neyð- arúrræðis að aka lögreglubifreið utan í bifreið hans. Löskuðust báðar bifreiðirnar vegna þess. Alls vom fimm lögreglubifreið- ar sendar til að stöðva ferð mannsins, þar af vora tvær þeirra HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi í síðustu viku rúmlega þrí- tugan karlmann, Stein Stefánsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og brot gegn valdstjórn- inni. Brotin áttu sér stað 4. og 5. mars síðastliðinn. Ákærði var vistmaður á vistheim- ilinu að Akurhóli, sem er heimili fyrir vimuefna- og/eða áfengissjúk- linga, og réðst á forstöðumann vist- heimilisins, sem hafði sótt ákærða til Hellu eftir sólarhringsleyfi hans og ekið honum heim að Ákurhóli. sem veittu sjálfa eftirförina. Ökumaðurinn, sem var undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna var sendur í sýnatöku á slysadeild og síðan vistaður hjá lögreglu uns tekin var lögreglu- skýrsla af honum. Þegar þangað kom veitti ákærði forstöðumanninum þrjú högg í and- litið með krepptum hnefa og vasa- hníf í hendinni sem hann rak í auga forstöðumannsins með þeim afleið- ingum að 1,5 cm langur skurður kom í slímhúð augans. Úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan á áfrýjunarfresti stendur Ákærði var handtekinn og færður í fangageymslu lögreglunnar og úr- skurðaður í gæsluvarðhald hinn 6. mars. JÓN Ögmundur Þormóðsson, stjórnarmaður í flutningsjöfnunar- sjóði olíuvara, segir að Skeljungur hafi ekki uppfyllt þau skilyrði sem sett voru fyrir þeirri samþykkt að Akureyri yi'ði gerð að innflutnings- höfn olíuvara og því hafi samþykkt- in verið afturkölluð. Stjóm sjóðsins dró ákvörðun sína tíl baka 8. febrúar og í úrskurði hennar kemur fram að gengið hafi verið út frá því að um innflutning á heilum fórmum yrði að ræða. Skelj- ungur mun hins vegar aðeins hafa landað um 500 tonnum úr skipi sem flutt getur 2000 tonn og þar með ekki uppfyllt sett skilyrði. Aðspurður sagði Jón Ögmundur að skilyrði af þessu tagi væra sett af ýmsum ástæðum. Til dæmis þurfi að vera tryggt að innflutningur um innflutn- ingshöfn nægi til að anna eftirspum í nágrenni hennar, auk þess sem hver ákvörðun um nýja innflutningshöfn Á dómsuppkvaðningardag, hinn 8. júní, var ákærði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. júlí, eða á með- an á áfrýjunarfresti stendur. Seinna brot sitt, sem ákærði var fundinn sekur um, framdi ákærði í fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík eftir að hann hafði ver- ið fluttur þangað með lögreglu- valdi vegna árásarinnar á Akur- hóli. Sló hann þar fangavörð hnefahögg á hægri vanga með þeim afleiðngum að hann marðist og bólgnaði. hafi það mikil áhrif á skipulag flutn- ingsgjalda að ekki sé æskilegt að gera örar breytingar í þeim efnum. Þess vegna sé miðað við að hafa frek- ar fáar stórar innflutningshafnir en margar litlar. Jón Ögmundur segir það mat forsvarsmanna Skeljungs að aftur- köllun samþykktarinnar sé íþyngj- andi fyrir fyrirtækið tæplega á rökum reist, þar sem um það lítið magn af olíu sé að ræða. Hann seg- ir það heldur ekki rétt að eitt olíu- félag fái meira til baka frá jöfnun- arsjóðnum en önnur, enda sé það ekki markmið laganna að styrkja eitt olíufélag á kostnað annars, heldur að styrkja notendur og ef eitt félag flytur meira af olíu út á land en annað félag fái það meira til baka. Sagði Jón Ögmundur það líklegt að verð til notenda hækkaði um nokkur prósent verði sjóðurinn lagður niður. í dómi héraðsdóms kemur fram að þótt ástæður atvika megi að einhverju leyti rekja til geðrænna veikinda hans teljist ákærði sak- hæfur og hefur hann unnið sér til refsingar samkvæmt 1. mgr. 106 og 2. mgr. 218. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. ll.gr. laga nr. 20/1981. Ákærði rauf með brotum sínum nú skilyrði reynslulausnar sjö ára fangelsisdóms Hæstaréttar frá 1993 og rauf skilorðsbundinn fang- elsisdóm sem hann hlaut árið 1998. Fjögurra ára fangelsi fyrir lrkamsárás Athugasemd Samkeppnisstofnunar Ríkisstyrkur skaðar samkeppni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Samkeppnisstofnun: „Frá því samkeppnisráð birti niðurstöður sín- ar um erindi Tals um GSM-þjónustu Landssím- ans hafa ýmsir tjáð sig um þær eins og vænta mátti. Sum ummæli þeirra sem lýst hafa skoðun sinni benda til misskilnings á niðurstöðum sam- keppnisráðs og gefa tilefni til athugasemda. Einkum eru það ummæli um þá ákvörðun sam- keppnisráðs að feDa úr gildi magnafslátt og sk. stómotendaafslátt og túlkun á samkeppnisleg- um áhrifum ríkisstyrkja sem gefa tilefni til at- hugasemda Samkeppnisstofnunar. I leiðara Morgunblaðsins sl. laugardag og í Reykjavíkurbréfi daginn eftir eru m.a. gerðar athugasemdir við það að samkeppnisráð felli úr gildi stórnotendaafslátt og magnafslátt Landssímans. Telur blaðið þetta atriði í ákvörðun ráðsins vera óþörf afskipti sem séu andstæð hagsmunum neytenda. Talsmenn Landssímans hafa gert svipaðar efnislegar at- hugasemdir. Óhagstætt neytendum í umfjöllun um niðurstöður samkeppnisráðs mega menn ekki gleyma stöðu Landssímans á fjarskiptamarkaðnum og láta í veðri vaka að fyrirtækið sé eins og hvert annað fyrirtæki á Islandi. Á íslenska fjarskiptamarkaðnum er Landssíminn í því sem kallað hefur verið ein- stök yfirburðastaða, með einokun í rekstri á grunnfjarskiptaþjónustu, einokun á almennum talsímamarkaði, einokun í NMT-farsímaþjón- ustu, yfirburðastöðu í GSM-þjónustu og mark- aðsráðandi stöðu á Intemetmarkaði, svo dæmi séu nefnd. Þessu til viðbótar er fyrirtækið eitt öflugasta fyrirtæki landsins fjárhagslega. Ekkert er við það að athuga að fyrirtæki sé sterkt og öflugt og ekkert nema gott um það að segja að fyrirtæki almennt veiti viðskiptavinum afslátt vegna magnkaupa o.s.frv. Það er hins vegar mikil einfoldun og í raun rangt að halda því fram að hvers kyns verðlækkun Landssím- ans sé til hagsbóta fýrir neytendur. Ef markmið- ið með verðlækkun eða afslættí er að drepa sam- keppni í dróma er verðlækkunin eða afslátturinn skaðlegur hagsmunum neytenda þegar til lengri tíma er litið. Meira að segja mjög skaðlegur. Þetta er ekki aðeins skoðun samkeppnisráðs heldur eru aðgerðir eins og Landssíminn hefur gripið til beiniínis bannaðar í samkeppnisreglum flestra vestrænna ríkja að viðlagðri refsingu. Viðskiptavinum mismunað í ákvörðun samkeppnisráðs kemur skýrt fram að Landssíminn færði ekki nein kostnaðarleg rök fyrir því að taka upp magnafslátt eða stómotendaafslátt. Með öðrum orðum kostar það fyrirtækið jafn mikið að þjóna smáum not- endum og stórum. Með því að veita sk. stómot- endum afslátt af viðskiptum er fyrirtækið þvl að mismuna viðskiptavinum sínum í því skyni að raska samkeppni. Þetta endurspeglast e.t.v. best í því að Landssíminn hefur ekki talið ástæðu til þess að veita magnafslátt eða stómotendaafslátt í almenna talsímakerfinu þar sem tekjurnar era mestar og fyrirtækið er í einokunarstöðu. Einu rökin sem fyrirtækið hefur haft fyrir afslættí til stómotenda era af samkeppnislegum toga. I fundargerðum fyiirtækisins kemur meira að segja fram að aðgerðimar hafa átt að koma í veg fyrir að nýi keppinauturinn á GSM-markaðnum næði til verðmætustu viðsldptavina Landssím- ans. Þar segir m.a.: „Margt er óljóst um hvað má ekki vegna samkeppnislaga. Spuming hvort betra sé að lækka verð sem fyrst eða bíða þar tíl samkeppni hefst. Spuming um hvort betra sé að vera með flata lækkun á taxta eða nýja áskrift fyrir stómotendur eða hvort tveggja. Gæti verið eldfimt mál. Samkeppnisaðilinn verður allavega óhress!“ ... „Fara þarf yfir hveijir era stærstu viðskiptavinir okkar, bæði í fjölda og magni og reyna að koma til móts við þá, svo við missum þá eldtí yfir til samkeppnisaðila.11 Skaðlegar markaðsaðgerðir Að mati samkeppnisráðs leikur ekki vafi á því að aðgerðir Landssímans voru til þess fallnar að hamla samkeppni frá Tali. Óveraleg- ur árangur Tals í markaðssókn meðal svokall- aðra verðmætra viðskiptavina er glögg vís- bending um það. Að halda því fram að mark- aðsaðgerðir af þessum toga hjá markaðsráð- andi fyrirtæki séu til hagsbóta fyrir neytendur lýsir takmörkuðum skilningi á störfum sam- keppnisyfírvalda og almennt á markmiði sam- keppnislaga. Hvorki mismunun gagnvart við- skiptavinum, sem ekki byggir á rekstrarlegum forsendum, né heldur aðgerðir tO að hamla því að nýr keppinautur festi rætur eru neytendum til hagsbóta. Ef samkeppnisráð hefði haldið að sér höndum vegna aðgerða og aðstæðna Landssímans má ganga að því vísu að verð til neytenda myndi hækka og þjónusta versna þegar markmið fyrirtækisins með aðgerðum sínum hefði náð fram að ganga. Eðlileg samkeppni útilokuð í áliti samkeppnisráðs kemur fram að Póst- ur og sími hf., nú Landssíminn, hafi notið a.m.k. 10 milljarða króna ríkisaðstoðar þegar Póst- og símamálastofnun var gerð að hlutafé- lagi. Samkeppnisstofnun bendir á að slíkur rík- isstuðningur raskar með alvarlegum hætti samkeppnisstöðu keppinauta Landssímans. Röskunin kemm' fyrst og fremst fram með þeim hætti að rekstrargjöld Landssímans, m.a. vegna afskrifta, verða miklu minni en ella. Ef gjöldin eru miklu minni en þau ættu að vera verður hagnaðurinn líka meiri, jafnvel óheyri- lega mikill eins og Morgunblaðið orðar það. Ef hagnaðurinn er mikill er nóg svigrúm fyrir verðlækkanir. Mikill hagnaður Landssímans og verðlækkanir hans vegna gæfu svo sannar- lega ekki tilefni til neinna athugasemda af hálfu samkeppnisyfirvalda ef ástæðan væri að- eins góð frammistaða í samkeppni og hag- kvæmur rekstur. Gallinn er bara sá að svigrúm Landssímans til verðlækkana er m.a. til komið vegna forgjafar sem fyrirtækið naut frá ríkinu. Keppinautai’ Landssímans hafa hins vegar ekki notið þess að fá ríkisaðstoð við uppbygg- ingu rekstrarins, hvorki í formi vanmetinna fastafjármuna eða viðskiptavildar né lækkunar á skuldum. Þeir sem halda því fram að ríkisað- stoð af þessu tagi skipti engu máli í samkeppn- islegu tilliti eru í raun að segja að hið opinbera megi aðstoða tiltekin fyrirtæki að vild með af- hendingu eigna. Það vekur satt að segja furðu að heyra slíku haldið fram nú við lok 20. aldar- innar. Hlutverk samkeppnisráðs í þessu felst mergur málsins. Ríkisstuðningur til Landssímans raskar veralega samkeppnis- stöðu keppinauta við fyrirtækið með nákvæm- lega sama hætti og ríkisstuðningur til eins aðila umfram aðra gerir alltaf. Hlutverk samkeppnis- ráðs er að benda á þetta og gera tillögur til úr- bóta. Það hefur samkeppnisráð gert. I áliti sam- keppnisráðs er alls ekkert fjallað um hvert hugsanlegt söluvirði fyrirtækisins myndi vera og engin tilraun gerð til að lýsa því, enda heyrir slíkt ekki undir samkeppnisyfirvöld. Ennfremur snýst mál þetta alls ekki um arðgreiðslur Landssímans til ríkisins eða hversu háa skatta fyrirtækið greiðir. Það er samkeppnisstaðan á markaðnum sem heyrir undir samkeppnisyfir- völd og um hana fjallar þetta mál. Jafnframt tel- ur samkeppnisráð að ekkert fyrirtæki eigi að þurfa að þola slíka mismunun sem ríkisaðstoð til keppinautar er, hvorki Tal né önnur fyrirtæki í samkeppnisrekstri, óháð því hvort hluthafar era innlendir eða erlendir. Niðurstaðan er því sú að hætt er við að virk samkeppni muni ekki ná fótfestu á fjarskipta- markaði ef Landssíminn nýtur áfram milljarða króna ríkisaðstoðar. Ef neytendur eiga að njóta lækkaðs verðs til lengri tíma og bættrar þjónustu er hins vegar algjörlega nauðsynlegt að virk samkeppni á fjarskiptamarkaði verði að veruleika. Einfaldasta leiðin til þess er að draga ríkisaðstoðina til Landssímans til baka og láta fyrirtækið starfa í samræmi við það markmið stjórnvalda að samkeppni ríki á markaðnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.