Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 13 FRÉTTIR Vegagerðin um úrskurð skipulagsstjóra í vegamálum á Snæfellsnesi Stykkishólmur '• Arnarstapi ' Hellnar Fyrirhuguð leið um Vatnaheiði 10 km Ósátt við niðurstöðuna INGVI Amason, deildarstjóri fram- kvæmda hjá Vegagerðinni í Borgar- nesi, segir að Vegagerðin sætti sig illa við þann úrskurð skipulagsstjóra ríkisins að frekara umhverfísmat þurfi að fara fram vegna hins fyrir- hugaða vegar yfir Vatnaheiði á Snæ- fellsnesi. Ingvi segir þó of snemmt að segja nokkuð um hver formleg viðbrögð Vegagerðarinnar verða, enda eigi eftir ræða þetta mál nánar innan stofnunarinnar. „Hinu er ekki að leyna, að úr- skurður skipulagsstjóra er um margt óvenjulegur og þar er verið að biðja um mat á valkosti sem var í raun og veru ekki í umhverfismati, þ.e. vegar- lagning um Kerlingarskarð," sagði Ingvi. Ingvi sagði ennfremur að sýnt væri að framkvæmdir við hinn fyrir- hugaða veg tefðust fengi úrskurður skipulagsstjóra að standa. Þá þyrfti að vinna nýtt mat og þótt erfitt væri að segja til um hve langan tíma sú vinna tæki væri líklega um einhverja mánuði að ræða. Hjá skipulagsstjóra ríkisins fengust þær upplýsingar að fyrirhugaður vegur um Vatnaheiði lægi um svæði sem hefði mikið náttúruverndargildi. Því þyrfti að ganga úr skugga um hvort ekki mætti endurbæta veginn um Kerlingarskarð á viðunandi hátt áður en hafist væri handa við Vatna- heiðarveginn. Sagði skipulagsstjóri málið nú í raun í höndum Vegagerð- arinnar og að hún þyrfti að vinna nýtt mat. Að því loknu yrði matið birt og þá mættu líða í mesta lagi tíu vikur þar til nýr úrskurður skipu- lagsstjóra lægi fyrir. Sveitarstjórnir á Snæfellsnesi munu í næstu viku halda fund vegna úrskurðar skipulagsstjóra, en þær hafa áður lýst sig fylgjandi því að lagður verði vegur um Vatnaheiði. Osiðsamlegt efni á Netinu á léninu althingi.com Ósiðsamlegt efni hefur verið sett upp á Netinu undir lénsnafn- inu althingi.com. Svipar slóðinni til slóðar heimasíðu Alþingis, en einungis endingarnar eru frá- brugðnar. Tenging efnisins er inn á tölvu í Bandaríkjunum og þykir jafnvel ekki ólíklegt að á bak við hana standi íslenskir námsmenn vestra. „Við vitum af þessari síðu, við höfum fengið fjölda ábendinga um hana. Hún er að sjálfsögðu ekki á okkar vegum og líklega hefur orð- Skóla- börn í skógrækt Fagradal. Morgunblaðið. SUMARVINNA skólabarna í Mýrdalshreppi er nú hafin eftir skólaslit. Skólabörn á þrettánda ári fá 11 daga vinnu við skóg- rækt hjá skógræktarfélagi Mýr- dælinga. Að sögn Brands Guð- jónssonar formanns skógrækt- arfélagsins verður aðal vinna þeirra að hlúa að áðurniður- settum plöntum, reita kring um þær og bera áburð meðfram þeim. Brandur sagði að þau fengju líka leiðsögn í plöntun nýrra trjáplantna. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson STEINÞÓR Hjartarson, Sævar Jónasson og Gunnar Bjarki Guðlaugs- son hlúa að birkiplöntu á Skerinu við Vík. ið althingi enga merkingu hjá bandarískum almenningi. Við er- um að skoða málið og hvernig hugsanlega verður brugðist við,“ sagði Haukur Arnþórsson, yfir- maður tölvudeildar Alþingis. „Hugsanlega gætu einhverjir íslendingar verið að skemmta sér með þessu í útlöndum en um það er svo sem ekkert hægt að full- yrða. Spumingin er hins vegar hvort það sé tilviljun að hún birtist á Netinu á þingsetningardaginn," sagði Haukur. Komið hefur í ljós, að um er að ræða tengingu inn á tölvu sem heitir sbusiness.com og eigendur hennar virðast hafa tekið frá léns- nafnið althingi.com. Hvort það er vefur eða „linkur" er ekki vitað. Af hálfu Alþingis hefur verið gerð óformleg fyrirspurn til INTIS um hvort hægt sé að grípa til einhverra ráðstafana til að síðan sjáist ekki hér á landi. Svipað mál tengist Hvíta húsinu í Washington Samskonar mál tengist Hvíta húsinu í Washington en þar er að finna síðu með klámefni á slóð sem einungis er frábrugðin slóð banda- ríska forsetaembættisins í ending- unni. Á léninu whitehouse.gov er síða forsetaembættisins en sé end- ingin com slegin í misgripum fyrir gov birtist ósiðsamlegt efni á skjánum. SÍIÍÍSÉ _______J hagstæðu verði og sameinar bestu kosti jeppa og borgarbíls. jL%I MmJfJtljk. - betri bill Vatnagörðum 24 • Sími 520 1100 • www.honda.is Akranas: Bílvor sf., sfmi 437 1985. Akureyrí: Höldur hf„ sfmi 461 3000. Egilsstadlr: Blla~ og búvó/asalan hf., sími 471 2017. Koflavik: BG Bílakringlan ehf., sfmi 421 1200. Vestmannaeyjar: Bflaverkstæðið Bragginn, sfmi 481 1535.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.