Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. „VÍÐTÆK SÁTT“ BYGGIST Á RÉTTLÆTI Isamtali við Morgunblaðið sl. sunnudag sagði Árni Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, m.a.: „... þannig er það orðað í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, að við reynum að ná víðtækari sátt um físk- veiðistjórnunina. Eg held, að erfitt verði að ná þjóðarsátt um þetta stóra mál. Umkvört- unarefnin eru svo ólík og oft í þversögn hvert við annað. Stefnan er að ná víðtækri sátt og það er stærsta viðfangsefn- ið í sjávarútvegsmálunum nú.“ Þetta er rétt hjá hinum nýja sjávarútvegsráðherra. Hags- munaárekstrarnir innan sjáv- arútvegsins eru svo miklir, að í þeim efnum verður aldrei gert svo öllum líki. Hins vegar er ljóst, að „víðtæk sátt“ getur ekki náðst nema almenningur verði sáttur við þær breyting- ar, sem gerðar verða. Þetta er lykilatriði í sambandi við end- urskoðun á fiskveiðistjórnar- kerfinu. Hinn almenni borgari verður að hafa sterka sann- færingu fyrir því, að réttlæt- inu hafí verið fullnægt. Árni Mathiesen segir einnig í fyrrnefndu viðtali við Morg- unblaðið: „Mér fínnst... ólík- legt að út úr þessu starfi komi hugmyndir eða tillögur um kerfi, sem er í grundvallarat- riðum frábrugðið kerfinu nú.“ Ef sjávarútvegsráðherra á með þessum orðum við, að kvótakerfi verði undirstaða breytts fiskveiðistjórnunar- kerfís, hefur hann rétt fyrir sér. Deilurnar snúast um breytingar á því en ekki afnám þess. Síðan segir sjávarútvegs- ráðherra aðspurður um auð- lindagjald: „Þarna er um ákveðin skilgreiningaratriði að ræða. Mönnum hættir til að blanda saman hugtökum eins og auðlindagjaldi og veiði- leyfagjaldi og nota þau sitt á hvað. Við erum í dag með veiðileyfagjald, sem skilar um 800 milljónum til ríkisins. Það er minna en sá kostnaður, sem hið opinbera greiðir vegna út- gerðarinnar. Það er stefna rík- isstjórnarinnar að atvinnu- greinin greiði stærri hlut af þessum kostnaði en nú er og það verði í samræmi við af- komu greinarinnar. Við höfum litið til þess, að afkoman muni batna og þá muni hún geta staðið undir auknum hluta þessa kostnaðar." í opinberum umræðum hafa aðallega verið notuð þrjú orð til þess að lýsa því sem um er að ræða. Sumir, eins og t.d. Morgunblaðið, hafa notað orð- ið veiðileyfagjald. Aðrir, t.d. jafnaðarmenn, hafa notað orð- ið veiðigjald. Enn aðrir og þá ekki sízt Alþingi sjálft hafa notað orðið auðlindagjald. Það er sjálfsagt til þess að rugla ekki umræðurnar að nota sama orðið og ekki úr vegi að nota það orð, sem Alþingi sjálft hefur tekið upp, og tala um auðlindagjald, enda getur það átt við um fleiri auðlindir en fiskimiðin. Aðalatriði máls- ins er, að þetta orð á að lýsa því gjaldi, sem útgerðin í þessu tilviki þarf að greiða fyrir réttinn til þess að nýta fiskimiðin við Islandsstrendur. Árni Mathiesen talar hins vegar um þann kostnað, sem hið opinbera greiði vegna út- gerðarinnar. Það er að mati Morgunblaðsins rangt að gera kröfu til þess að útgerðin borgi þann brúttókostnað, sem hægt er að sýna fram á, að op- inberir aðilar greiði í tengslum við sjávarútveginn. Þjóðin sjálf sem er eigandi auðlindar- innar hlýtur að standa undir kostnaði við að rannsaka hana og viðhalda henni. Eigandi auðlindarinnar selur síðan þeim, sem nýta hana upplýs- ingar, sem auðvelda þá nýt- ingu. Hin rétta nálgun er því sú, að útgerðarfyrirtækin, eins og öll önnur fyrirtæki í land- inu, greiði fyrir þá þjónustu, sem þau fá frá opinberum aðil- um, hvort sem um er að ræða þjónustu Hafrannsóknastofn- unar í formi upplýsinga eða fiskileitar, þjónustu Landhelg- isgæzlu o.s.frv. Það eiga sömu lögmál að gilda um sjávarút- veginn eins og um aðrar at- vinnugreinar, sömu reglur um einstök fyrirtæki í sjávarút- vegi eins og um fyrirtæki í öðrum greinum. I þessu felst, að kostnaðargreiðslur útgerð- arinnar verða margfalt lægri en talað hefur verið um fram til þessa. Þeir sem hvetja til þess, að útgerðin borgi brúttó- kostnað hins opinbera af sjáv- arútvegi, eru í raun að leggja til dulbúið auðlindagjald. Þeir eru að fallast á auðlindagjald án þess að samþykkja að það verði kallað réttu nafni. En það yrði hins vegar mjög illa skilgreint auðlindagjald. I samtalinu við Morgun- blaðið er sjávarútvegsráð- herra spurður, hvort til greina komi að rýmka reglur um framsal. Hann svarar: „Auð- vitað kemur það til greina og það verður örugglega eitt af stærri atriðunum, sem tekið verður á í þessari endurskoð- un. “ Morgunblaðið hefur hvatt til þess og hvetur til þess, að framsalið verði algerlega frjálst, og þær takmarkanir, sem nú eru á því, verði afnumdar. Það liggur í augum uppi, að með afnámi þeirra takmarkana stóraukast mögu- leikar útgerðarinnar til hag- ræðingar og hagkvæmni í rekstri. I samtalinu við Morgun- blaðið er Árni Mathiesen spurður, hvort auðlindagjald komi til greina. Hann segir: „Ut af fyrir sig vil ég ekki úti- loka neitt en stefna ríkis- stjórnarinnar eins og er er að auka kostnaðarhlutdeild út- gerðarinnar í rannsóknum, eftirliti og öðrum þáttum, sem snúa að sjósókn og nýtingu auðlindarinnar. Sem sagt að útgerðin borgi meira, en sér- stakt auðlindagjald er ekki á dagskrá.“ Þegar hér er komið sögu er Morgunblaðið ósammála sjáv- arútvegsráðherra. I fyrsta lagi vegna þess, að aðkoman að kostnaðargreiðslum útgerðar- innar er röng, en í öðru lagi vegna þess, að stjórnarflokk- arnir hafa sjálfir haldið þeim möguleika opnum með sam- þykkt á Alþingi, að auðlinda- gjald geti komið til greina. Þegar útgerðin hefur annars vegar verið losuð við þau höft, sem fylgja takmörkun fram- sals, og hins vegar horfíð frá fyrri hugmyndum um brúttó- kostnaðargreiðslur útgerðar- fyrirtækja er ljóst, að svo vel hefur verið búið í haginn fyrir útgerðarfyrirtækin að vel rek- in útgerðarfyrirtæki eiga að geta greitt í sameiginlegan sjóð sanngjarnan hluta af auð- lindarentunni, þeim umfram- hagnaði, sem verður til í sjáv- arútvegi. Slík greiðsla er ein af forsendunum fyrir því, að almenningur geti litið svo á, að víðtæk sátt hafi tekizt um fisk- veiðistjórnarkerfið. Það þarf hins vegar að leggja töluverða vinnu í útfærslu á hugmyndum um, hvernig haga á greiðslu á slíkri hlutdeild í auðlindarent- unni. Önnur forsenda fyrir víð- tækri sátt er sú, að ákvæðið um sameign þjóðarinnar að fískimiðunum, sem nú er í lög- um, verði bundið í stjórnar- skrá. Ætla verður, að stjórn- arflokkarnir séu því hlynntir miðað við yfirlýsingar, sem fram komu um þetta efni í kosningabaráttunni. Því mun fylgja nýr skilningur á þeim þjóðareignarrétti, sem þar er um að ræða og á sér langa hefð í lagasögu sumra annarra ríkja. Þriðja forsendan fyrir víð- tækri sátt er sú, að lausn fínn- ist á þeim þætti þessa máls, sem talsmenn Framsóknar- flokksins gerðu mest að um- talsefni í kosningabaráttunni og eru þess vegna siðferðilega skuldbundnir til að fylgja eft- ir, þ.e. skattlagningu á hagn- aði þeirra, sem fara út úr at- vinnugreininni, en fólki hefur ofboðið hvers konar upphæðir þar er um að ræða. í þessu sambandi er hins vegar ástæða til að benda á, að greiði útgerðin fyrir réttinn til að nýta auðlindina verður af- staða almennings til þessa hagnaðar allt önnur. Þessar hugmyndir eiga að geta verið grundvöllur að víð- tækri sátt um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu. Ha- græði útgerðarinnar af frjálsu framsali og réttlátum kostnað- argreiðslum er augljóst. Hlut- deild landsmanna í auðlind- arentunni og sanngjörn með- ferð söluhagnaðar þeirra, sem fara út úr atvinnugreininni, mæta kröfum almennings um réttlæti. Frjáls fjármagnsmarkaður Ný tækifæri - nýj ar hættur íslendingar hafa ekki áður upplifað kreppu er rætur á í ofþenslu, en Sigrún Davíðs- dóttir heyrði á hagfræðingum og öðrum að slíkt gæti blasað við. AÐ er nauðsynlegt að hætta að eyða og fara að spara,“ var inntakið í ræðu Birgis Isleifs Gunnarssonar seðla- bankastjóra á ársfundi bankans 30. mars. Hófstillt orðfar einkennir seðlabankamenn um allan heim og með það í huga kemur í ljós við nær- lestur að ræða seðlabankastjóra er stráð litlum, rauðum varúðarflöggum. Fjórða árið í röð stefnir í um 5 pró- senta hagvöxt á íslandi, sem er ein- stakt meðal iðnríkja, en jafnframt benda allar hagtölur til þenslu. Miklar breytingar ganga yfir ís- lenska fjármálakerfið þessi árin. Rík- ið er að draga sig út úr bankarekstri og nýir aðilar hafa komið á lánamark- aðinn, sem í krafti frelsis á þessu sviði einkennist af mun fjölbreyttari tilboð- um en áður. Sömu breytingar hafa verið að ganga yfir í öðrum löndum og iðulega leitt til erfiðleika, til dæmis á Norðurlöndum og í Asíu. Menn hafa verið of seinir að átta sig á eðli og af- leiðingum breytinganna. Hagfræðingar leggja gjarnan áherslu á mikilvægi traustra stofn- ana, sem mannaðar eru reyndu og kunnandi fólki, er tekist getur á við nýjar aðstæður. Fróðlegt er að huga að hvort lánastofnanir og almenning- ur hafi áttað sig á að nýjar aðstæður bjóða upp á nýjar ástæður til að hyggja að. Ekkert varir að eilífu Kaupmáttaraukning upp á níu pró- sent á síðasta ári færði fólki meira fé milli handanna og það fé var notað til að kaupa meira af heimilistækjum, fatnaði, áfengi, tóbaki og lyfjum en árið áður, auk þess sem innflutningur á bílum jókst um heil 30,5 prósent og ferðaútgjöld jukust um 21 prósent. I heild jókst einkaneysla um ellefu pró- sent, mesta aukning síðan 1987. Hins vegar er þjóðhagsspamaður með því lægsta, sem gerist í þróuðum ríkjum og heimilin hafa aldrei verið skuldugri. „Ég vil ekki vera með svartagalls- raus eða dómsdagsspár, en það þarf ekki annað en heilbrigða skynsemi til að sjá að góðærið tekur enda, þó eng- inn viti hvenær,“ segir Benedikt Jó- hannesson, framkvæmdastjóri Talna- könnunar. „Ekkert varir að eilífu," segir Yngvi Öm Kristinsson, framkvæmda- stjóri peningamálasviðs Seðlabank- ans, „og þá heldur ekki uppsveifla í efnahagslífinu." Frjálst fjármagn - frjáls lán Norðurlandaþjóðimar lifðu sín fyrstu fjármagnsfrelsisár á síðasta áratug. I kjölfarið fylgdi lánagleði og oflánun og þegar kreppti að var greiðslugetan ekki í samræmi við út- lánin. Við tók gjaldþrot heimila og fyrirtækja og bankarnir urðu fyrir miklu tapi. Frameftir þessum áratug streymdi skammtíma lánsfé inn á markaði Austur-Asíu. Traust lánastofnana fjaraði út og í stað blómatíma skall á djúp kreppa, sem leiddi í Ijós ótrausta innviði fjármálakerfisins. Líta má á bæði þessi ferli sem dæmi um kunn- áttu- og reynsluskort við nýjar að- stæður, auk þess sem aðstæður á hverjum stað skiptu máli. Hingað til hafa fslendingar aðeins þekkt kreppu í kjölfar aflabrests eða verðhrans á erlendum mörkuðum. Nú má velta því fyrir sér, hvort of mikil fjármagnsþensla á íslandi geti leitt til ferlis, er minnti á það sem gerðist á Norðurlöndum og í Asíu. „Við erum greinilega komin yfir hátopp sveiflunnar," segir Yngvi Öm „og þá hugsanlega inn í „vitlausa" hlutann, þann hluta, þar sem reynsl- an sýnir að mistökin eru gerð, svo sem offjárfestingar í atvinnu- og íbúðahúsnæði. Hagvöxturinn er ekki drifinn af framleiðsluaukningu, til dæmis í sjávarútvegi, heldur af neyslu.“ I krafti frjáls fjármagnsmarkaðs er sá tími liðinn að ganga þurfi bónar- göngu milli banka og snapa lánsfé hjá ólánaglöðum bankastjóram. Tölur yf- ir útlánaaukningu á síðasta ári slá öll met, sama í hvaða samhengi það er litið. Útlánaaukning banka og spari- sjóða var 40 prósent undanfama tólf mánuði og 12 prósent tólf mánuðina þar á undan. í heild séð er þetta gíf- urleg aukning. Niðurstaða efnahags- reikninga banka og sparisjóða var 27 prósent hærri í árslok 1998 en 1997. En fleiri lánastofnanir era á mark- aðnum en bankar og sparisjóðir, svo í heild er útlánsvöxturinn hægari. Sé allur útlánageirinn tekinn hafa útlán vaxið tíu prósent umfram þjóðar- framleiðslu. Hinn beinharði raunveraleiki er að lausafjárstaða innlánsstofnana hefur breyst frá því að vera jákvæð um 17 milljarða í mars 1997 í að vera nei- kvæð um sömu tölu, 17 milljarða í marslok 1999. Erlenda lausafjárstað- an hefur versnað um 14,6 milljarða síðustu tólf mánuði og um 8,2 millj- arða tólf mánuðina þar á undan, sam- tals 23 milljarða. Érlenda lausafjár- staðan fór úr því að vera jákvæð um 18 milljarða í að vera neikvæð um 5 milljarða undanfama 24 mánuði. Stór hluti rýrnandi lausafjárstöðu í heild skýrist af versnandi erlendri stöðu, sem þýðir söfnun erlendra skamm- tímaskulda. Erlend skammtímalán - versnandi lausafjárstaða Það féllu þung vamaðarorð er seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans að það ylli áhyggjum að er- lend skammtímalán flæddu yfir fjár- magnsmarkaðinn, „þar sem framboð slíkra lána getur dregist saman með stuttum fyrirvara eins og reynsla margra þjóða hefur sýnt á undan- fömum misseram“. Síðan benti Birgir ísleifur á að slíkt varðaði ekki áhættu einstakra stofn- ana, heldur fjármálakerfisins í heild. Einnig sagði hann að lánastofnanir þyrftu að huga vel að áhættu lána og eiginfjárstöðu. Sé hið hófstillta seðla- bankaorðfæri túlkað á fótboltamál má segja að hér hafi seðlabankastjóri verið að útdeila gula kort- inu til lánastofnana. í febrúar greip Seðla- bankinn í hagtauma sína til að draga úr útlánum, eink- um erlendum skammtíma- lánum. Bankinn hækkaði vexti og setti reglur um lausafjárskyldu bank- anna, svo bankarnir höfðu minna fé milli handanna til að lána. Eftir áframhaldandi útlánaaukningu við- skiptabankanna þriggja í apríl, er að- gerðanna nú tekið að gæta þar, en Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri Spron, segir að þar beri ekki á samdrætti í útlánum. Viðskiptabankarnir tóku ekki við sér fyrr en í lok maí að þeir hækkuðu vextina. Hin yfirlýsta ástæða þeirra var að með þessu væru þeir að sýna samstöðu með Seðlabankanum og gera sitt til að draga úr verðbólgu. Að þeir kynnu að hafa til þess eigin ástæður var síður gefið til kynna, þrátt fyrir hríðversnandi lausafjár- stöðu. „Vafalaust reyna allir bankamir að bæta lausafjárstöðu sína, þó hinar nýju lausafjárreglur Seðlabankans séu kannski óþarfiega harðar, enda fullt samkomulag um að endurskoða þær sem fyrst," segir Halldór J. Kri- stjánsson, bankastjóri Landsbank- ans. Af hverju er lánsfé á lausu? „Það er brýnt að hafa í huga að bankakerfið býr ekki til lánaeftir- spurn,“ segir Halldór. „Eftirspumin stafar af kaupmáttaraukningu og bjartsýni. Einnig er vert að muna að dæmigerð neyslulán eins og bílalán era að miklu leyti fjármögnuð af tryggingafélögum, fjármagnsleigum og sérhæfðum sjóðum." Kaupmáttaraukning upp á 9 pró- sent, sem einnig er met, er hluti af skýringu mikillar útlánaaukningar undanfarið ár, en viðmælendur Morg- unblaðsins eru sammála um að sér- stakar aðstæður á lánamarkaðnum séu einnig hluti af skýringu mikilla útlána. „Bæði Búnaðarbankinn og Lands- bankinn fóra út í hlutafjáraukningu og fengu þannig nýtt fé, sem þurfti að leita nýrra tækifæra fyrir, þó erfitt sé að átta sig á hve þungt það vegi,“ seg- ir Benedikt Jóhannesson. FBA kom eins og hvítur storm- sveipur inn í íslenskan fjármálaheim með mikið hlutafé og önnur vinnu- brögð, en áður höfðu tíðkast. „Til- koma FBA hefur einnig haft sitt að segja um þensluna og ég var efins um að brýn þörf væri á banka eins og FBA,“ segir Benedikt. Að mati Benedikts eru bílalán tryggingafélaganna stór liður. „Þetta era lán með háum vöxtum, þó þau séu tiltölulega öragg, þar sem tekið er veð í bílnum og bíllinn kaskótryggð- ur. Þegar fjöldi bílakaupenda tvöfald- ast, eins og gerðist á síðasta ári er ljóst að þarna streyma miklir fjár- munir út til fólks.“ Aukin umsvif kortafyrirtækja í lán- um helgast af því að þau leita að nýj- um vettvangi. „Við óskum eftir að stunda lánastarfsemi og höfum því lagt aukna áherslu á greiðsludreif- ingu,“ segir Ragnar Önundarson, for- stjóri Europay. Með aukinni samkeppni í banka- kerfinu og meira framboði á lánsfé hefur munurinn á bankakjörum ein- staklinga og fyrirtækja aukist mjög. Fyrirtæki geta látið bankana keppast um að bjóða sér góð kjör, en einstak- lingar hafa eðlilega ekki sömu stöðu. Að sögn Yngva Amar var vaxta- munur við endurlán erlends lánsfjár iðulega 2-4 prósent, en fer nú niður í allt að 0,2 prósent. Vaxtatekjur bank- anna hafa því snarminnkað og um leið hafa bankarnir sótt inn á önnur við- skiptasvið með tilboðum um ýmis yfirdráttarform, auk verðbréfasölu, en vax- andi hluti af hagnaði bank- anna kemur frá verðbréfa- eign og -miðlun. Óráðsía og ábyrg tilboð Það má líkja lánastofnunum við kjörbúðirnar, sem hafa sælgætið við kassann, þegar sú spurning vaknar, hvort bankarnir séu ekki fullötulir við að halda að viðskiptavinum tilboðum um yfirdrætti og önnur form er gera fólki kleift að velta skuldum á undan sér. Þegar hugað er að tilboðum bank- anna til viðskiptavina ber mikið á alls Hagvöxtur einstakur meðal iðnríkja Einkaneysla flslendinga alls, 1970-1998 Magnvísitala, 1990=100 1970 1972 1974 1976 1978 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 Lausafjárstaða innlánsstofnana Ibúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Hlutfallsleg breyting nafnvirðis á 12 mánuðum +70%—na----Árlegar tölur, 1982-1998 Frá og með jan. 1997 er sýnt 3 mán. hreyfanlegt meðaltal núvirts ferm.verðs i fjölbýli og sérbýli. Tölur fyrir þann tima miðast við núvirt verð i mánuði hverjum i fjðlbýli eingöngu. Breytingar milli ársmeóaltala 7% — □□□■=□ %- +10- +5- Mánaðarl. tölur, 1996-1999 _o/0 r+10 UlmEnn ~i------1------1-----1------r----'i......i-----:------1------1— 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 -5- 1996 1997 Hlutfall skulda heimilanna af ráðstöfunartekjum þeirra árin 1980-1998 140% 120 — 100 — 80 — 60 — 40- 20 0 i---1-----r"—"t“—"i"‘ “'‘v '“"r"— r“" r" i 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 kyns yfirdráttarheimildum. Viðmæl- endur í bankakerfinu benda þó einnig á að ýmiss konar tilboð um sparnað- arform og fjárfestingar fari vaxandi. Yfirdráttarheimildir af öllu tagi, hvort sem um er að ræða hefðbund- inn yfirdrátt á reikning eða með kort- um eru rándýrar, því vextir eru yfir- leitt um og yfir 15 prósent. SPRON hefur auglýst veltukort sín mikið. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segir að það sé fjarri lagi að sparisjóðirnir kunni ekki fótum sínum forráð í útlánum. „Við eram að þróa fjármálamarkaðinn. Til- boðið um veltukort er hliðstætt því, sem lengi hefur þekkst erlendis." Einar S. Einarsson, forstjóri Visa ísland, bendir á að almennt sé vax- andi samkeppni á öllum sviðum þjón- ustu og viðskipta. „í því efni hugsar hver um sig, en ekki um hvernig það endurspeglist í samhengi við efna- hagslíf þjóðarinnar.“ Lífsstíll að láni Hliðin, sem að neytendum snýr, er stórfelld aukning lánamöguleika og þá er galdurinn að kunna fótum sín- um forráð. Sú kynslóð, sem bæði lifði óðaverðbólgu, er át upp lánin, og bankakerfi, er naumskammtaði lán eins og hverja aðra hörgulvöru, á kannski erfitt með að átta sig á nýj- um tímum, þegar galdurinn felst fremur í að standast lánafreistingar en að standa í lánaharki við lánastofn- anir. Eldra fólk lifði þá tíma er húsnæð- islán námu 40-50 prósentum af 80 prósenta útgreiðslu. Mismunurinn var greiddur með sparnaði og skammtímalánum og víxlum. Jón Guðmundsson fasteignasali bendir á að skammtímafjármögnunin hafi kannski numið 15-20 prósentum af útborguninni, en allt að 3/4 hlutum gi-eiðslubyrðarinnar. Þessi hópur þurfti að herða sultar- ólina í 5-10 ár, en þá var mesti greiðslukúfurinn búinn, við tóku betri tímar aukinnar neyslu og betri lífs- kjara. Skuldlaus húseign og lífeyrir varð síðan góð undirstaða elliáranna. Nú má greina annað mynstur. „Unga fólkið vill meira olnbogarými, ekki binda allt í húsnæði. Því kemur vel að fá stærra hlutfall íbúðaverðs að láni og til lengri tíma,“ segir Jón. Það leitar strax eftir lífsstíl, sem foreldrar þeirra áttu ekki kost á fyrr en undir miðjan aldur. Og það hefur ólíkt betra aðgengi að lánum, en foreldrar þeirra höfðu. Bankar og lífeyrissjóðir lána til fasteignakaupa, tryggingafélög til bílakaupa. Lán er hægt að teygja yfir lengri tíma en áður og húsgagnakaup og neyslu er hægt að fjármagna með raðgreiðslum, veltukortum eða öðrum yfirdráttarformum og hjá mörgum bætast námslán við. Um það hvort ekki skjóti skökku við að korta- fyrirtækin séu að auka möguleika á skuldasöfnun með því að rýmka um möguleika á að velta á undan sér skuldum á tímum mikillar þenslu segir Einar S. Einarsson að taka megi undir það sjónaimið að ný- breytni á þessu sviði beri að á óheppi- legum tíma. „En hér er aðeins verið að bjóða upp á fleiri valkosti, en síðan er annað mál hvort fólk steypir sér í skuldir," segir Einar. Bæði Ragnar Önundarson og Ein- ar segja að mikill vöxtur hafi orðið í að fólk velti skuldum á undan sér. Ragnar leggur áherslu á að greiðslu- dreifing hafi aukist eins og annað, en hjá Europay hefur hún aukist um 26 prósent miðað við sama tíma í fyrra og hjá Visa um 35 prósent. Einar seg- ir að þó prósentutölurnar séu háar, þá séu sjálfar tölurnar að baki þeirra ekki háar. „Vanskil hafa minnkað. Fólk kann mun betur að fara með fé en áður,“ segir Guðmundur Hauksson. Þenslumerki Þegar svipast er um eftir þenslu- merkjum í þjóðfélaginu er af nógu að taka. Áður hafa verið nefndar tölur um út- lánaaukningu, kaupmátt- araukningu og aukningu greiðslukortaviðskipta og greiðsludreifíngar. Hækkandi fast- eignaverð er annað óyggjandi dæmi. Á tímum ofmetinna fasteigna og of- urlána á Norðurlöndum undir 1990 veittu bankar þar jafnvel 100 prósent lán. Það er ekki ýkja langt síðan ís- lenskar lánastofnanir lánuðu ekki meira en 50-60 prósent fasteigna- verðs. „Nú er þetta í þeim farvegi að kaupandi getur átt vís lán upp á 70 prósent kaupverðs, hugsanlega 80 prósent, en þetta þýðir auðvitað hærri vexti, því þessu fylgir ákveðin áhætta,“ segir Jón. Jón bendir á að nú leiti bankamir á fasteignalánamarkaðinn, enda sé ávöxtun sennilega hvergi betri en í fasteignum og öryggi hvergi meir en með tryggu fasteignaveði. „Nú era bankarnir komnir í fulla samkeppni við hið opinbera húsnæðislánakerfi og þarna gefst meira val en áður.“ Fasteignaverð hefur hækkað mikið undanfarin 2-3 ár. Mest hefur hækk- unin verið á atvinnuhúsnæði, jafnvel um 40-100 prósent, en íbúðahúsnæði hefur hækkað um 10-25 prósent á síðustu tveimur misseram. Á báðum sviðum er hækkunin mest á eftirsótt- um stöðum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Jóns. Aðrar skýringar á miklum hækk- unum er hátt lóðaverð í Reykjavík á eftirsóttum svæðum, eftirspurn í kjöl- far velmegunar og einnig flóttinn af landsbyggðinni til Reykjavíkur. Jón segist ekki eiga von á miklum hækk- unum á næstunni, enda séu bankarnir farnir að grípa til vaxtahækkanna, þó þær séu máttleysislegar. Kreppumerki Þenslumerkin er auðvelt að koma auga á, en kreppumerkin era enn sem komið er fá. I „Vísbendingu", sem Talnakönnun gefur út, var þegar í aprílbyrjun bent á að kreppumerki væra farin að sjást og dæmi um að fyrirtæki væra farin að segja upp fólki. Benedikt Jóhannesson segir að iðnfyrirtæki gætu átt við vanda að glíma í nálægri framtíð. Hagnaður í ýmsum greinum er þegar orðinn lítill og bendir Benedikt til dæmis á matvælaiðnaðinn og plast- iðnað. Launakostnaður hafi farið hækkandi og ef við bætist kauphækk- anir, gæti þrengt enn frekar að ákveðnum greinum og fyrirtækjum, til dæmis fiskvinnslufyrirtækjum. „Ég býst ekki við að kreppumerkja eða einkenna efnahagslægðar gæti á þessu ári, en þau gætu gert það næsta vor.“ Norrænar og íslensk- ar aðstæður Kreppan á Norðurlöndum í lok síð- asta áratugar og byrjun þessa bitnaði ótæpilega á íjölda einstaklinga. Þeir, sem vora að kaupa húsnæði í Dan- mörku um og upp úr 1991, rákust á fjöldann allan af fasteignum á mark- aðnum, sem báru svo há lán að þó seljendur hefðu getað selt á uppsettu verði, skulduðu þeir enn nokkrai- milljónir íslenskra króna eftir söluna. Eigendurnir höfðu keypt fasteignir í uppsveiflunni, réðu síðan ekki við lánaskuldbindingar vegna breyttra aðstæðna og urðu að selja með þess- um hörmulegu afleiðingum. Þá má hugsa sem svo að alltaf sé hægt að selja íbúðina eða húsið, en ef það er keypt með 80-90 prósenta láni má fasteignaverð ekki lækka mikið til að lánið verði hærra en fasteignaverð við breyttar aðstæður. Skuldir: Nútíma átthagafjötrar? Gjarnan er einblínt á að mikil einkaneysla geti haft í för mér sér þjóðhagslegan óstöðugleika. En áhrifin á fjármál einstaklinga era ekki síður umhugsunarverð og þá ekki aðeins, ef lægð eða kreppa blasir við. Miklar lánaskuldbindingar einstak- linga minnka svigrúm til að breyta til. Það verður torveldara að flytja innan- lands eða utan til að skipta um vinnu, taka vinnu, sem gefur kannski minna í aðra hönd, en er skemmtilegri, taka sér frí frá vinnu til að sinna barna- uppeldi eða fara í nám. Áfóll eins og hjónaskilnaður eða andlát maka verða ekki auðveldari viðureignar, ef skuldirnar eru miklar. Islendingar, sem flytja til Dan- merkur, undrast margir hve bankar þar eru harðir í greiðslumati og taka með í reikninginn að aðstæður geti breyst. Þessi danska „forræðis- hyggja“ byggist á fyrri reynslu. ís- lenskir bankar halda því fram að greiðslumat þeirra sé orðið strangara, en því er ekki að neita að lánastofnan- ir hafa mikið fé á lausu, sem leitar ávöxtunai-. Hluti af átökum á frjálsum fjármagnsmarkaði er hvort hann eigi að lúta eftirliti, frá hverjum og hvern- ig. En neytendur geta þó alltént reynt að hafa stjórn á sjálfum sér. Erum komin yfir topp sveiflunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.