Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ EITT tölvuverkanna í sýningarglugga Sævars Karls. Tölvugrafík í sýningar- glugga Sævars Karls 1 Hljóðlát hugleiðsla í tónum NÚ stendur yfir sýning á tölvugrafík eftir Montse Carreno í sýningar- glugga Sævars Karls. Montse er frá Barcelona á Spáni og hefur dvalið hér á landi síðan í byrjun apríl sem nemandi í evrópsku framhaldsnámi PA&R á vegum Myndlista- og hand- íðaskóla Islands sem er samstarfs- nám fímm evrópskra listaskóla. Fyrstu nemendur þessa náms út- skrifuðust í maí, einnig á Islandi, og var sýning þeirra í tengslum við síð- ustu útskriftarsýningu MHÍ. Montse Carreno kemur frá spænska skólanum Facultat de Belles Arts, Universitat de Barcelona. Þau verk sem eru til sýn- is í sýningarglugga Sævars Karls eru hluti af verkefni hennar í hinu ---------------------- Rachmanin- off á píanó- tónleikum á ísafirði ÓLAFUR Reynir Guðmundsson heldur píanótónleika í sal frímúrara á ísafirði í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Baeh, Mozart, Chopin og Rachmaninoff, en sérstök áhersla verður lögð á verk Raehmaninoffs, m.a. leikur Ólafur Elégie og hina frægu Cís-moll prelúdíu, ásamt öðrum verkum Rachmaninoffs. Meðleikarar á tón- leikunum verða Beata Joó og Jónas Tómasson. Ólafur Reynir lauk burt- fararprófí frá Nýja tónlistarskólan- um í Reykjavík árið 1996 en kennari hans var Rögnvaldur Sigurjónsson. Ólafur Reynir stundaði ennfremur píanónám við Tónlistarháskóla Vín- arborgar veturinn 1996-97, ásamt því að nema lögfræði við Háskóla Vínar- borgar. Ólafur Reynir starfar nú sem fulltrúi sýslumannsins á Isafírði. Agóði tónleikanna rennur óskiptur í flygilsjóð Tónlistarskóla ísafjarðar. evrópska námi og eru unnin í staf- rænu formi fyrir tölvur. Sýningin opnar 12. júní og lýkur 24. júní 1999. OPERA Hátíðarsalur Alþýðu- skólans á Giðuin TÖFRAFLAUTAN Óperustúdíó Austurlands flutti Töfraflautuna eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Sviðsetning, leikstjdrn og hljómsveitarstjórn: Keith Reed. Sunnudag kl. 16. STÓRHUGA hetjur og fólk með drauma hafa ótal sinnum orðið skáldum yrkisefni í bókum og í kvikmyndum. Stórir draumar verða að veruleika fyrir harðfylgi einstaklinga sem stundum virðast á mörkum þess að vera „normal“, ellegar þannig úr garði gerðir að þeir horfa bláeygir og brosandi í gegnum það sem aðrir sjá sem erf- iðleika og hindranir, eins og slíkir hlutir væru ekki til. I Jólaóratoríu Görans Tunströms tók það örlaga- persónuna Sólveigu Nordensson tíu ár að gera að veruleika draum sinn um að Jólaóratoría Bachs yrði flutt í litlu sveitinni hennar; - tíu ár af þindarlausum æfingum fólks sem ekkert kunni í tónlist. Fitzcarraldo, söguhetjan í sam- nefndri mynd Wemers Herzogs átti sér þann eina draum að stofna óperuhús þar sem hann bjó, í miðj- um frumskógi Perú, víðs fjarri allri vestrænni menningu; - og þegar húsið yrði vígt skyldi enginn annar en Enrique Caruso syngja. Til þess að draumurinn gæti orðið að veru- leika þurfti Fitzcarraldo að flytja risastórt fljótaskip yfír fjall, - og það gerði hann. Það var eins og andi Fitzcarraldos lægi yfír Héraði um helgina. Á Lagarfljótinu lónaði nýja fljótaskipið sem ýmsir ku hafa sagt að yrði ógjömingur að flytja þangað, og á Eiðum var Ópem- stúdíó Austurlands að gera það sem enn fleiri höfðu talið ómögu- legt, - að framsýna Töfraflautuna eftir Mozart. Töfraflautan er ævintýri. Þar segir frá prinsinum Tamino, og því hvemig honum tekst með dyggð- um sínum, trúfesti og hreinlyndi að frelsa til sín Paminu, dóttur Næt- urdrottningarinnar, en Pamina er fangi Sarastros og reglubræðra hans. Ferðafélagi Taminos á veg- ferðinni til ástar og hamingju er TOIVLIST Hallgrímskirkja EINLEIKUR Á KLARINETT Einar Jóhannesson flutti einleiksverk fyrir klarinett eftir Atla Heimi Sveinsson. Sunnudagurinn 13. júní, 1999. Á KIRKJULISTAHÁTÍÐ í Hallgrímskirkju s.l. sunnudags- kvöld flutti Einar Jóhannesson ein- leiksverk fyrir klarinett eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið er samið sem hugleiðing um 24. sálm Davíðs og er, eins og segir í efnisskrá, „kannski ekki tónverk í eiginlegum skilningi“. I heild er verkið mjög hægferðugt en þó ekki viðburðalít- ið, því fyrir eyra ber margvísleg tónbrigði, leikur með langa tóna og styrkleikabreytingar, einstaka tón- stef, sem bregður fyrir rétt eins og án upphafs eða endis, tónmálið brotið upp í löng tónbil og unnið með allt tónsvið hljóðfærisins. Þá er skemmtilegt að heyra hvernig hljómgun kirkjunnar er notuð og án þess að marka megi við, þar sem langt tónsvar kirkjunnar er fuglafangarinn Papageno, sem finnur á endanum stúlku við sitt hæfí, sem er auðvitað hin indæla Papagena. Örlagavaldar í sögunni era svo hirðmeyjar Næturdrott- ingarinnar og og Monostatos og aðrir menn Sarastrós, og andamir þrír sem vísa Tamino og Papageno veginn til sannleikans og ástarinn- ar. Þótt það sé afar djarft af litlu „semi-prófessjónal“ óperastúdíói í litlu sveitarfélagi að ráðast í flutn- ing verks á borð við Töfraflautuna, verður ekki annað sagt en að það verk henti einmitt mjög vel til þannig uppfærslu. Hlutverkin era mörg, - margir fá tækifæri til að spreyta sig, sagan er ævintýri sem höfðar jafnt til bama sem fullorð- inna og tónlistin er dásamleg. Þar era nokkur hlutverk sem krefjast mikillar söngkunnáttu og færni, en fleiri sem þola það vel að þar séu ekki fullskólaðir söngvarar að verki. Það verður að teljast ki’afta- verk að Óperastúdíói Austurlands skuli hafa tekist að koma Töfraflat- unni á svið. Það er svo annað kraftaverk að svo vel skyldi hafa tekist tO sem raunin var. Auðvitað verður uppfærsla af þessu tagi ekki borin saman við uppfærslur atvinnufólks í atvinnuhúsum, en í ljósi þeirra aðstæðna, að þama er ungt fólk að verki, fólk sem enn er í námi og söngvarar sem flestir hafa litla reynslu af atvinnumennsku, þá er árangurinn ótrúlegur. Það sem fyrst vakti eftirtekt var sá gríðarlegi spenningur og stemmning sem augljóslega var í kringum þetta verkefni, bæði með- al gesta og flytjenda. Á sviðinu ríkti gífurleg gleði, þar voru allir að performera af lífi og sál. Söngv- arar í aðalhlutverkum vora Þor- björn Rúnarsson sem Tamino, Þorbjörn Björnsson sem Papa- geno, Laufey Helga Geirsdóttir sem Pamina, Margrét Lára Þórar- insdóttir sem Papagena. Þetta unga fólk stóð sig með miklum sóma, og skilaði verkefni sínu vel af hendi. Þorbjöm Rúnarsson hef- ur mikla og fallega tenórrödd og mikla músíkgáfu sem fleytti hon- um léttilega í gegnum erífítt hlut- verk. Laufey Helga hefur bjarta og lýríska sópranrödd og söng afar fallega. Þorbjörn Björnsson var framlengt með klarinett-tónum á tónbandi, er undir lokin mynduðu „þríeinan“ samleik hljóðfæranna. I heild er þetta fallegt verk og var afburðavel flutt af Einai’i Jó- hannessyni, hvort sem hann mótar tónana veikt eða sterkt og á öllu tónsviði hljóðfærisins. Það er sann- arlega ekki auðvelt verk að halda sínu striki í túlkun og mótun þess- ara hugleiðinga í tónum, sem byggðar era á 24. sálmi Davíðs, „Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er, heimurinn og þeir sem í honum búa“, sem er upphaf 24. sálmsins, en yfirskrift tónverksins er tekið úr 6. versi sálmsins, „Þér hlið, lyftið höfðum yðar, hefjið yð- ur, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi inn ganga“. I þessu sérstæða verki er tón- málið sérlega einfalt og það sem er einkennilegt er, að ekkert fer framhjá hlustandanum, bæði vegna þess að verkið er eintal og einnig sérlega hljóðlátt í heild, er knýr hlustandann til að hlusta og því verða allar breytingar á tónmálinu einstaklega skýrar. Einar náði oft að magna upp mjög áhrifamikil augnablik í hægferðugum tónleik skemmtilegur Papageno og hélt uppi fjöri á sviðinu allan tímann sem hann var þar. Þessi ungi mað- ur hefur mikla sönghæfileika sem þurfa að fá að vaxa og dafna. Mar- grét Lára var virkilega fín Papa- gena, - jafn lifandi og björt og Papageno, og saman vora þau fyndin og skemmtilegt par. í stór- um hlutverkum í sýningunni var atvinnufólk. Jóhann Smári Sæv- arsson var alvöragefinn, dimmur og þungbrýnn Sarastró, andstæða hinnar öra og björtu Næturdrottn- ingar sem Hrafnhildur Bjömsdótt- ir söng lystilega og af miklum krafti og glæsileik. Hirðmeyjar Næturdrottningar- innar vora ógnvekjandi gengi. Samsöngur og samspil söngkvenn- anna þriggja var virkilega fínt, og auðheyrt hversu mikil æfing þar lá að baki. Karlarnir í reglu Sarastrós vora brattir; - sungu ekki alltaf nógu hreint, en af ein- lægni og gleði. Sama er að segja um kórinn sem birtist nokkram sinnum í heild sinni. Söngur hans var hljómmikill og þéttur, þótt hann væri ekki alltaf tandur- hreinn. Síðast en ekki síst verða bömin talin. Andarnir þrír sungu eins og sannkallaðir englar, og tígrar og skjaldbökur, mýs og aðr- ir ferfætlingar lífguðu upp á sviðið. Sviðsetning verksins er hugsuð sem draumur lítils drengs. Þessi drengur var sýnilegur á sviðinu, og var þátttakandi í eigin draum- föram. Hnokkinn litli í þessu „drauma“-hlutverki var dásamleg- ur, og fínn leikari. Umgjörð verksins var látlaus og mjög einföld - blár djúpur himinn yfir svörtum granni, - andstæður verksins, birta og myrkur, en svið- ið haganlega sniðið í hring utan um Atla, og átökin, sem byggð vora upp með löngum en hægferðugum tónbilum, náði Einar að gera sér- lega áhrifamikil. Fyrir utan ýmis fíngerð leik- tækniatriði, sem Einar lék þannig að þau urðu ekki aðalatriði heldur birtust aðeins sem fínleg blæbrigði, var leikur hans við hljómgun ldrkj- unnar einstaklega eðlilega og fallega útfærður, þannig að þegar klarinett- ómar á tónbandi tóku að berast inn kirkjuna, var ekki vel ljóst í upphafi nema að Einar hefði náð töfratökum á hljómgun kirkjunnar, er gaf verk- inu upphafinn og trúarlegan blæ. Þama féll allt að einu, falleg og dulúðug tónhugleiðing Atla, frábær og innhverfur flutningur Einars og sérstætt hljómrýni helgidómsins, er skóp þessari stund þá dýpt, sem ekki verður endurtekin nema við svipaðar aðstæður og í Hallgríms- kirkju, nefnilega í kirkju en ekki í tónleikasal, þar sem höfundur og flytjandi hugleiða, ásamt með hlust- anda, frammi fyrir Guði sínum. Þessi hljóðláta hugleiðsla í tónum var því annað og meira en tónleikar. hljómsveitina, þannig að söngvar- arnir höfðu mun stærra svæði til að hreyfa sig á en svið hússins er. Leikurinn var veikasti hlekkur sýningarinnar og á vissan hátt var á því sviði að finna meiri áhuga- mennskubrag en í tónlistarflutn- ingnum. Söngvarar hefðu haft gott af því að fá leiðsögn leikhússmann- eskju, - bæði hvað varðar hreyf- ingu, fas, látbragð og annað. Hljómsveit Operastúdíósins var ótrúlega góð miðað við hvað hún var allt of fámenn. Fámennið varð til þess að hljómurinn var stundum gisinn og gegnsær, og öll mistök heyrðust betur. Engu að síður var heildarsvipur hljómsveitarleiksins fínn og hljómsveitarstjórn Keiths Reeds músíkölsk. Hér hefur mikið afrek verið unnið. Hið ómögulega gerðist, - að Töfraflautan eftir Mozart var flutt á Eiðum af Óperastúdíói Austur- lands. Það er mikið þrekvirki að koma þessu öllu saman, og gera það með þeim sóma og þeim prýði- lega árangri sem hér var. Það hlýt- ur að vera ómetanlegt fyrir tónlist- arfólk á Austurlandi að fá þetta tækifæri; - ekki bara fyrir unga söngvara að spreyta sig, - heldur einnig fyrir fagfólkið, - tónlistar- kennarana sem eru að sinna nem- endum sínum alla daga, en hafa fá tækifæri til að blómstra sjálfir. Þá hlýtur það að vera stórfenglegt fyrir Austfirðinga að eiga sína eig- in Ópera sem þeir geta verið stoltir af. Síðast en ekki síst er þetta rós í hnappagat Keiths Reeds, sem hef- ur með seiglunni komið þessu í kring, staðið við stjórnvölinn á öll- um vígstöðvum, og gert drauminn að veraleika. Bergþóra Jónsdóttir Jón Ásgeirsson Þegar menn flytja fjöll UPPFÆRSLA Óperustúdíós Austurlands er rós í hnappagat Keiths Reeds, segir m.a. í umfjölluninni. Á myndinni er Þorbjörn Björnsson í hlutverki Papagenos og var hann skemmtilegur í hlutverkinu, segir ennfremur í umfjölluninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.