Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Koma friðargæsluliðs NATO til Kosovo Arásir, eyði- legging og brosandi börn Mikill óróleiki er nú innan Kosovo-héraðs eftir að friðargæslusveitir NATO héldu innreið sína um helgina. Hafa sveitirnar orðið fyrir aðkasti og beinast áhyggjur manna nú að því að vera NATO í héraðinu kalli á vaxandi togstreitu fólks af serbnesku og albönsku bergi brotins. Pristina, Brussel, Pnzren. AFP, AP, Reuters, The Daily Telegraph. ÚSUNDIR hermanna Atl- antshafsbandalagsins (NATO) hafa streymt inn í Kosovo-hérað undanfama sólar- hringa og hafa þar með tekið völdin í héraðinu í sínar hendur. En senn rennur út frestur sá sem Slobodan Milsosevic Júgóslavíuforseta var gefinn til að skipa hersveitum sín- um að halda á brott frá héraðinu. Innreið friðargæsluliðsins hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Á sunnudag urðu þýskar sveitir fyrir skotárás frá Serbum í bænum Prizren í suðurhluta Kosovo. Síðan aðgerðin hófst, aðfaranótt laugar- dagsins, hafa fimm Serbar fallið fyrir hendi friðargæsluliða. Hefur innreið friðargæsluliðsins vakið blendnar tilfinningar meðal þeirra Serba og Kosovo-Albana sem fyrir eru í héraðinu. Um 1.200 bandarískir landgöngu- liðar héldu inn í Kosovo frá Ma- kedóníu í dögun í gær og sveit ítal- skra hermanna réðst einnig til inn- göngu um sama leyti frá borginni Pec og bætti verulega við fjölda hermanna KPOR friðargæsluliðs- ins. Fyrir voru breskar, þýskar og franskar hersveitir í héraðinu, auk rússnesku hersveitarinnar, um 200 hermanna, sem aðsetur hefur á flugvelli borgarinnar. Á blaða- mannafundi Michaels Jacksons, hershöfðingja og yfirmanns friðar- gæsluliðsins í Kosovo, í Pristina í gær kom fram að liðssafnaður NATO í héraðinu væri samkvæmt áætlunum. Sagði Jackson að alls hefðu um 14.000 NATO-hermenn komið til héraðsins á undangengn- um tveimur sólarhringum. Sagðist hann jafnframt ekki hafa áhyggjur af því að Serbar mundu ekki fara eftir skilyrðum þeim sem NATO hafi sett júgóslavneskum stjórn- völdum. Pá kom fram á fundinum að liðsmenn Frelsishers Kosovo (UCK) yrðu afvopnaðir í samræmi við eigin yfirlýsingar frá því í liðinni viku. „Þeir munu þurfa að standa við loforð sín. Ég ætlast til þess af þeim að þeir sýni ábyrgð,“ sagði Jackson í gær. Friðargæslusveitir taka sér stöðu í gær stóðu enn deilur um það hver ætti að fara með stjómina á flugvellinum í Pristina, héraðshöf- uðborg Kosovo, þar sem rússneska hersveitin er sem réðst til inngöngu á undan friðargæsluliði NATO á að- faranótt laugardags. Hefur sveitin hreiðrað um sig á flugvellinum en þar var fyrirhugað að stjómstöð KFOR friðargæsluliðsins ætti að vera. Hafa stjórnendur KFOR nú sett upp bráðabirgðastjómstöð í suðurhluta borgarinnar. Michael Jackson hershöfðingi sagði í gær að hann stæði ekki í „landvinningastríði við Rússa“ og Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði í Bmssel í gær að flugvöllur- inn væri ekki mikilvægur á þessu stigi málsins. Bill Clinton Banda- ríkjaforseti og Borís Jeltsín Rúss- landsforseti ræddust við í síma um málið á sunnudag og komust að þeirri niðurstöðu að þeir skyldu láta herforingja NATO og Rússlands leysa þann ágreining sem uppi væri. rT •'ir f fr h I f; Reuters KOSOVO-SERBAR flúðu hundruðum saman frá stærri borgum Kosovo-héraðs í úrhellisrigningu í gær. Reuters UNG stúlka af albönskum ætt- um fagnar komu breskra her- manna til Pristina. AP ALBANAR og Kosovo-AIbanar hópuðust saman á götum Kukes í Al- baniu og fögnuðu er þýskar friðargæslusveitir voru á leið til Kosovo sl. sunnudag. Enn hefur ekki verið samið um hvert framtíðarhlutverk Rússlands verður innan hins alþjóðlega friðar- gæsluliðs en talið er að um það verði samið á næstu dögum. Líkleg- ast sé að notast verði við svipað form og verið hefur í Bosníu síðan 1995. David Scanlon, yfirliðsforingi og talsmaður SFOR friðargæslu- sveitanna í Bosníu, sagði í gær að miklar líkur væru á að yfir 100 manna rússnesk friðargæsluliðs- sveit frá Bosníu muni færa sig yfir til Kosovo „í dag (mánudag) eða á morgun (þriðjudag)." Um 1.350 manna friðargæslulið rússneska hersins starfar í Ugljevik í norður- hluta Bosníu undir merkjum SFOR-liðsins en lýtur þó ekki beinni stjórn SFOR. Herflutningalest brynvarðra vagna og um 1.200 manna banda- rísks herliðs fór yfir landamæri Ma- kedóníu og Kosovo við bæinn Kacanik í dögun í gær. Bandarísku hermennimir tóku við stjóm svæð- isins umhverfis bæinn úr hendi breskra hersveita er þangað komu á laugardag. Hluti bandaríska her- liðsins leitaði skjóls við þjóðveginn til Pristina vegna skothríðar er heyrðist koma úr húsabyggð um 500 metra hjá. f ljós kom að skot- Deila Rússa og NATO um fyrirkomulag friðargæslu í Kosovo enn óleyst Óljóst hver fer með völdin í Moskvu The Daily Telegraph ÞRÁTT fyrir viðræður Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta og Bills Clintons Bandaríkjaforseta á sunnu- dag er deilan milli NATO og Rússa um fyrirkomulag friðargæslu í Kosovo enn óleyst. Leiðtogamir komu sér þó saman um að herfor- ingjar NATO og Rússa myndu eiga fund sem fyrst til að leita lausnar, og ráðgerðu þeir að ræða aftur saman í síma í gær. í erlendum dagblöðum í gær var víða leitt að því getum að samkomulag myndi ekki nást fyrr en Clinton og Jeltsín hittast á leiðtoga- fundi G-8 hópsins, sjö helstu iðnríkja heims og Rússa, í Köln um næstu helgi, en jafnframt veltu stjómmála- skýrendur því fyrir sér hver færi í raun með völdin í Moskvu. Vandinn felst í því að Rússar leggja ríka áherslu á að Sameinuðu þjóðimar fari með yfirstjóm friðar- gæslu í Kosovo, en ekki NATO. Hafa þeir verið tregir til að fallast á að rússneskar hersveitir lúti stjórn heija Atlantshafsbandalagsins, og hafa látið í ljós kröfur um að fá um- sjón með eigin friðargæslusvæði í Kosovo, eins og fimm NATO-ríki hafa. Yfirmenn NATO hafa hins veg- ar lagt áherslu á nauðsyn þess að friðargæslusveitir í Kosovo lúti einni stjóm, og segja það óhugsandi að Rússar fái umsjón með eigin svæði í héraðinu, enda myndi það leiða til skiptingar þess. Innreið 200 manna rússneskrar hersveitar í Kosovo seint á föstu- dagskvöld, á undan friðargæsluliði NATO (KFOR), flækti málið enn frekar. Hersveitin tók sér þar að auki stöðu við flugvöllinn í héraðs- höfuðborginni Pristina, þar sem NATO hafði ráðgert að hafa höfuð- stöðvar sínar. Samningamenn NATO og Rússa sátu sveittir á fund- um alla helgina til að leita lausnar á málinu. Strobe Talbott, aðstoð- aratanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, áttu árangurslausan fund um málið á sunnudag. NATO sýnir „ýkta kurteisi“ Fréttaskýrendum ber saman um að viðbrögð NATO við þessu frum- hlaupi Rússa hafi einkennst af „ýktri kurteisi“, jafnvel eftir að rússneskir hermenn komu fyrir brynvörðum vögnum til að hindra för herbíla KFOR inn á flugvallar- svæðið. Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina að ekki væri ástæða til að gera mik- ið úr aðgerðum Rússa, þrátt fyrir að þær stönguðust á við skuldbinding- ar stjórnvalda í Moskvu, enda væru aðeins um 200 rússneskir hermenn í Kosovo á móti 10-15 þúsund mönn- um undir stjórn NATO. Kvaðst hún telja að Jeltsín hefði fulla stjórn á atburðum, en að herinn hefði hlaup- ið á sig. Sagði hún að málið væri í „réttum farvegi“. Háttsettir embættismenn Banda- ríkjastjómar tóku í sama streng, og Jamie Shea, talsmaður NATO, full- yrti að það væri „engin ögran“ fólgin í hegðun Rússa. Hann sagði að NATO hefði í raun aldrei haft auga- stað á flugvellinum. Yfirmaður her- afla NATO í Kosovo, Sir Michael Jackson, hefði í upphafi bent á hann sem heppilega bækistöð, en að her- foringjar væra nú að kanna aðra kosti. Af fullyrðingum ýmissa Rússa má á hinn bóginn ráða að aðgerðimar aðfaranótt laugardags hafi verið til þess ætlaðar að sýna að Rússar ætl- uðu sér ekki að eftirláta NATO alla stjóm friðargæslunnar. Vladimír Lukin, formaður utanríkismála- nefndar rússneska þingsins, sagði á sunnudag að taka flugvallarins hefði verið „dramatísk tilraun“ til að stað- festa að NATO hefði ekki öll ráð í hendi sér, og Interfax-fréttastofan hafði eftir ónafngreindum rússnesk- um herforingja að yfirráð yfir flug- vellinum gæfu Rússum aukna vigt í samningaviðræðum um málið. Rússneskt svæði útilokað en málamiðlun hugsanleg The New York Times hafði í gær eftir háttsettum bandarískum emb- ættismanni að lausn deilunnar myndi að öllum líkindum felast í því að um 2.000 rússneskir hermenn yrðu kvaddir til starfa á einu af fimm friðargæslusvæðum NATO í Kosovo, en þau lúta stjóm Bandaríkjamanna, Breta, Frakka, ítala og Þjóðverja. Einnig hefur verið lagt til að Rússr arnir heyri ekki beint undir NATO, heldur verði undir stjóm herforingja frá landi eins og Finnlandi, sem er ekki aðili að Atlantshafsbandalaginu en er þó í góðum tengslum við það. ' Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Robin Coók, utanríkisráðherra Bretlands, ítrek-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.