Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLABIÐ ________________________________________VIÐSKIPTI Hraðfrystihusið, Gunnvér og íshúsfélag Isfirdinga sameinast Með öflugri sjávarútvegs fyrirtækjum landsins STJÓRNIR Hraðfrystihússins hf., Gunnvarar hf. og Ishúsfélags Is- firðinga hf., sem er dótturfélag Gunnvarar hf., hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sameiningu fé- laganna að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Unnið hefur ver- ið að sameiningu félaganna þriggja í eitt félag um nokkurt skeið og verður hið nýja fyrirtæki með öfl- ugri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Kvótastaða þess verður 13 til 14 þúsund þorskígildistonn. Einar Valur Kristjánsson, stjómarformaður Hraðfrystihúss- ins, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að sameining fyrirtækj- anna væri í takt við þá þróun í sjáv- arútvegi að skapa stærri og öflugri fyrirtæki. Það væri einmitt mark- miðið með þessari sameiningu að efla íyrirtækin og ná fram stærðar- hagkvæmni. Hann sagði ekki fullljóst undir hvaða nafni hið nýja fyrirtæki muni starfa en væntanlega verði það Hraðfrystihúsið Gunnvör. Félögin þrjú eru öll með starf- semi I Isafjarðarbæ auk þess sem rækjuvinnsla er í Súðavík. Sameig- inleg velta þessara fyrirtækja var um 3,4 milljarðar króna á síðast- liðnu ári. Hagnaður Hraðfrysti- hússins hf. var 179 milljónir króna árið 1997 og 40 milljónir króna á síðasta ári. Hjá samstæðu Gunn- varar hf. og dótturfélaga var tap bæði þessi ár, 61 milljón króna árið 1997 og 100 milljónir króna árið 1998. Rekstrartap hefur verið hjá íshúsfélaginu hf. mörg undanfarin ár. Ætlunin er að endurskipuleggja sameinaða reksturinn og selja eignir sem ekki nýtast nýja félag- inu, þannig að skuldastaða þess verði viðunandi. Að sögn Einars Vals eiga félögin þrjú miklar eign- ir, hlutabréf og fleira og stefnt er að því að selja ýmsar þeirra eigna sem ekki nýtast beint í reksturinn. Hann gat þó ekki sagt til um hvenær það yrði eða um hvaða eignir væri að ræða. Uppsagnir og endurráðningar Til hagræðingar verður vinnsla bolfisks sameinuð á einn stað í húsi Hraðfrystihússins hf. og starfsfólki þar fjölgað. Fiskvinnslu verður því hætt í húsi Ishúsfélagsins hf. Einar Valur sagði að öllu starfsfólki fs- húsfélagsins í landvinnslu hefði þegar verið sagt upp störfum en hluta þess starfsfólks verður á næstu vikum boðið að starfa hjá Hraðfrystihúsinu. Til að greiða fyr- ir þeim ráðningum mun Hrað- frystihúsið fækka lausráðnu starfs- fólki sínu og þeim sem aðeins hafa starfssamning fram á haust. Að sögn Einars Vals verður samrunaáætlun væntanlega undir- rituð fýrir mánaðamót og í lok ágúst megi búast við að hluthafa- fundir félaganna taki ákvörðun um samrunann fyrir fullt og fast. Hann sagði mjög góða samstöðu um sam- eininguna. Stefnt er að því að ljúka samruna fyrir 1. september næst- komandi og að félagið fari á aðall- ista VÞÍ fyrir áramót. 40% eignarhlutur Islandsbanka - F&M íslandsbanki hf. - F&M er þátt- takandi í sameiningu félaganna og keypti í gær 18,85% hlut í Hrað- frystihúsinu hf. og 67% hlut í Gunnvöru hf. Aðrir hluthafar í Gunnvöru eru Kristján Jóhannsson og Jóhann Júlíusson. Með kaupum á þessum hlutum fær Islandsbanki - F&M tæplega 40% eignarhlut í hinu sameinaða fé- lagi en hefur þegar selt af þessum bréfum er nemur 20% eignarhlut í hinu sameinaða félagi. Kaupendur að þeim hluta eru að jöfnu Þormóð- ur rammi - Sæberg hf. og Ránar- borg ehf. sem er félag í eigu Þor- steins Vilhelmssonar. Eftir standa um 20% í eigu íslandsbanka - F&M sem steftit er að því að selja síðar meir. Steinþór Pálsson, forstöðumaður Islandsbanka - F&M, sagði í gær að tilgangurinn með kaupunum hefði fyrst og fremst verið að greiða fyrir samruna og styðja um- breytingu íyrirtækja í sjávarút- vegi. Á hinn bóginn vænti hann þess að íslandsbanki - F&M hafi einnig af þessu einhvern ávinning. Fundur Verslunarráðs og Bresk-íslenska verslunarráðsins Miövikudaginn 30. júní 1999, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu I_______________________________________________________ LAGMÖRKUN SKATTBYRÐI MEÐ ALÞJÓÐLEGUM FJÁRFESTINGUM • lágmörkun skattbyrði • alþjóðleg eignarhaldsfélög • alþjóðaQármögnun • horfur í skattamálum í Evrópu FRAMSÖGUMAÐUR: _____________________________________ Terry Browne, Deloitte Et Touche FUNDARSTJÓRI: Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka og formaöur Bresk-íslenska verslunarráðsins Terry Browne hefur um 25 ára skeið verið einn helsti sérfræöingur alþjóðlega endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækisins Deloitte Ö Touche í Evrópu og hefur jafnframt á undanfomum áram tekið virkan þátt í umræðum um skattasamræmingu innan Evrópu og aðildarríkja OECD. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eöa bréfasíma 568 6564 eða meö tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS íslensk miðlun og PricewaterhouseCoopers Samstarf um markaðsrannsóknir ÍSLENSK miðlun ehf. og PricewaterhouseCoopers hafa gert með sér samkomulag um víðtækt samstarf við markaðs- rannsóknir. Samningurinn felur í sér að íslensk miðlun mun sér- hæfa sig í úthringingum vegna spurningavagna og sértækra kannana, en Pricewaterhou- seCoopers annast aðferðafræði og úrvinnslu kannana sem hringdar eru út frá íslenskri miðlun. I fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum tveimur kemur fram að með samstarfínu verði afköst aukin við markaðsrann- sóknir, en hægt verði að afla upplýsinga á mun skemmri tíma en áður og skila þeim fyrr til viðskiptavina. Kannanir verða gerðar í starfsstöðvum Islenskrar miðlunar jafnt í Reykjavík, á Raufarhöfn, Stöðv- arfírði og í Vesturbyggð. Á myndinni eru frá vinstri Sig- urður Kristinsson og Svavar Kristinsson frá íslenskri miðl- un, og Reynir Kristinsson og Ingólfur Garðarsson frá PricewaterhouseCoopers. Ný lög um starfsemi kauphalla VÞÍ veitt fyrsta starfsleyfíð FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, hefur veitt Verðbréfa- þingi Islands hf. starfsleyfi til kaup- hallarstarfsemi frá og með 1. júlí næstkomandi, og er það í íyrsta sinn sem íslenskri kauphöll er veitt starfs- leyfi á grundvelli nýlegra laga nr. 34/1998. Einkaréttur Verðbréfaþings íslands til að stunda kauphallarvið- skipti var jafnframt afhuminn með Heildsölubiigðir af vettlingum. Ýmsar stærðir og gcrðir. Níðsterkir, verð mjög hagstætt. S. Gunnbjörnsson ehf. V sími 565 6317 J framangreindum lögum, og VÞÍ veitt- ur frestur til 1. júlí til að aðlaga starf- semi sína hinum nýju lögum, segir í fréttatilkynningu írá iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti. Viðskiptaráðherra hefur jafnframt staðfest þrjár reglugerðir sem taka til viðskipta með verðbréf sem eru opin- berlega skráð í kauphöll. Fyrsta reglugerðin varðar yfirtökuboð, þar sem skylda er að gera eigendum minnihluta hlutafjár kauptilboð um að kaupa tiltekinn hlut þeirra í hlutafé- lagi sem einn aðili hefur eignast meiri- hluta í. I annarri reglugerðinni eru mikilvæg ákvæði varðandi gegnsæi viðskipta með hlutabréf sem skráð eru opinberlega í kauphöll, og í þriðju reglugerðinni eru sett ítarleg ákvæði um skilyrði sem hlutabréf og önnur bréf þurfa að uppfylla til að þau megi skrá í kauphöll. I fréttatilkynningunni kemur fram að með lögunum og reglugerðunum hafi verið stigið stórt skref til þess að tryggja enn betur öryggi fjárfesta á íslenskum fjármagnsmarkaði og að- laga íslensk lög og reglugerðir þeim alþjóðlegu viðmiðunum sem gilda um viðskipti í kauphöllum og skipulegum tilboðsmörkuðum, sem styrkja muni atvinnulíf á Islandi þegar til langs tíma er litið þar sem hlutabréfamark- aðurinn verði atvinnufyrirtækjum æ mikilvægari. FJÖLP0STUR 99.500 heimili 10.500 fyrírtæki PÓSTURINN www.postur.is/fjolpostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.