Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 43 MINNINGAR JON KRISTJÁNSSON + Jón Kristjáns- son fæddist í V estmannaeyjum 26. febrúar 1929. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík 18. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 25. júní. Með vorkomunni og nýbyrjuðu sumri virð- ist manni allt svo bjart og fallegt. Trén laufg- ast, grasið grænkar og blómin springa út. Nýjar vonir og væntingar bærast í brjóstum okkar og lífið verður léttara og framtíðin bjartari. Þá hættir manni til að gleyma öllu andstreymi og að sorg- in geti bankað á dyrnar íyrirvara- laust. Tengdafaðir minn Jón Krist- jánsson hafði átt við veikindi að stríða í fjögur ár, þar af var hann rúmliggjandi sl. tvö ár. Hann lést á Skjóli 18. júní sl. Hann var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og átti sínar rætur þar. Tengdamóðir mín Ingibjörg Karlsdóttir er einnig Vestmannaeyingur en sjálf áttu þau sitt heimili nær alla tíð í Reykjavík. Það gladdi Jón mjög þegar ég og sonur hans hófum okk- ar búskap í Vestmannaeyjum enda talaði hann aldrei um eyjamar öðruvísi en „heim“ til Eyja, svo sterk voru ítök æskustöðvanna. Jón var mjög félagslyndur mað- ur og beindi fljótlega kröftum sín- um að íþróttamálum. í Vestmanna- eyjum starfaði hann með Iþróttafé- laginu Þór sem leikmaður, þjálfari og stjórnarmaður. Þegar til Reykjavíkur kom gekk hann í Knattspyrnufélagið Val og var hann formaður handknattleiks- deildar í nokkur ár. Það sem stóð tengdaföður mín- um næst, þessum ljúfa, hlýja og elskulega manni, sem reyndist mér sem besti faðir og vinur í yfir 20 ár, var að sjálfsögðu fjölskyldan, böm- in hans og barnabörnin. Hann sagði alltaf að ríkidæmi hans væri fólgið í bamabörnunum enda kall- aði hann þau ávallt gimsteinana sína. í sumarbústaðinum hjá afa og ömmu áttu þau sínar góðu stundir, þar sem hann leiðbeindi þeim bæði í leik og starfi. Munu þær stundir verða þeim gimsteinar minning- anna þegar fram líða stundir. Þakklát í huga kveð ég elskuleg- an tengdaföður minn og bið þess að hann njóti á nýjum slóðum sömu mildi og kærleika og hann sýndi mér og öðrum í lifanda lífi. Blessuð sé minning þín. Guðrún. Með nokkmm orðum langar okkur systkinin að minnast og kveðja kæran móður- bróður okkar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæfl er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, enþaðerGuðsaðvilja, og gott er allt sem Guði er frá. (V. Briem.) Við erum fátæk af orðum á þess- ari stundu en mun ríkari af minn- ingum. Minningum um hann Nonna frænda sem var og er okkur svo kær og við kveðjum nú hinstu kveðju, mun fyrr en við héldum. Með einlægri barngæsku sinni náði hann að fanga hug okkar og hjarta strax á okkar bernskuárum. Var þá grunnur lagður að þeirri virðingu og væntumþykju sem við höfum alla tíð borið til hans Nonna. Það er virðing og væntumþykja sem frá barnæsku fram á fullorðinsár hef- ur dafnað og styrkst. Höfum við séð það sama endurtaka sig í hug- um yngstu kynslóðarinnar í fjöl- skyldunni, öll laðast þau að honum Nonna frænda og hann að þeim. Minningarnar eru óteljandi enda samverustundirnar margar sem og heimsóknir þeirra hjóna, Nonna og Ingu, á Melaheiðina, til ömmu og afa og til okkar á efri hæðina. Alltaf var það jafn ánægjulegt að sjá Nonna og Ingu birtast í dyra- gættinni. Hin síðari ár hefur heilsa og máttur brugðist honum frænda okkar. Hefur það verið sárt að horfa upp á líkamann hans láta undan veikindum sem enginn fær skilið né við ráðið. Undrum við okkur á slíkum örlögum manns, sem svo mikinn kærleik gaf til manna og verka. Er það huggun harmi gegn að nú hefur Nonni hlotið frelsi frá líkamlegum fjötr- um en söknuðurinn er engu að síð- ur sár. Nú grætur sorg mín gengnum vonum yfir, genginni von sem fyrrum átti þrótt, því slíkum dauða drúpir allt sem lifir, er dagur ljóssins verður s\’artanótt Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls þess góða. Eg bið minn guð að vaka yfir þér. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Hin ljúfu og góðu kynni þökkum við Nonna og teljum það okkar gæfu að hafa átt hann að frænda. Hveija minningu frá liðnum tíma um kæran frænda varðveitum við í hjarta okkar. Við biðjum Guð að veita honum eilífa hvíld og styrkja Ingu, Kalla, Þóru, Kristján, tengdaböm og barnabörn í sorg þeirra og söknuði. Gretar, Þórir, Kristín og Kristján Þór. JONINA GUÐMUNDSDÓTTIR + Jónína Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 26. september 1910. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum, Selfossi, 13. júní síðastliðinn. Utför hennar var gerð frá Selfoss- kirkju 18. júní. Þú sólargeisli, sem gægist inn og glaður skýst inn um gluggann minn, mig langar svo að líkjast þér og ljósi varpa á hvem sem er. (Höf. ókunnur) Elsku amma, það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farin, og að við sjáum þig ekki fljótlega. Þú varst fastur punktur í tilverunni, alltaf svo hlý og góð, og alltaf til staðar. Það var svo gott að búa við hliðina á þér, sjá þér bregða fyrir við gluggann. Inga og Andri læddu sér gjarnan í heimsókn og fengu eitthvað gott í munninn. Andri Björn var ekki hár í loftinu þegar hann tók upp á því að hverfa. Þá var þríhjólið oft fyrir utan Reynivelli 9, Andri búinn að klæða sig úr útifötunum og kominn inn í hlýjuna til langömmu. Það var svo notalegt þegar þú varst að sýsla í garðin- um þínum, að hlúa að blómunum, að spjalla yfir girðinguna. Fáa þekkjum við sem hlúðu eins vel að blómunum og þú. Þú ræktaðir svo sannarlega garðinn þinn, hvort sem um var að ræða fólk eða blóm. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær, núna mátt þú höfði halla, við herrans brjóst, er hvíldin vær. í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J) Takk fyrir allt elsku, amma. Jón Birgir, Sigríður, Inga Berglind og Andri Bjöm. RAGNA ÞORUNN STEFÁNSDÓTTIR + Ragna Þórunn Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 13. janúar 1942, dóttir hjónanna Guðrúnar Bene- diktsdóttur og Stef- áns Guðmundsson- ar. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 19. júní síð- astliðinn og lætur eftir sig eiginmann, Jón S. Guðmunds- son, og tvær dætur, Guðrúnu og Helgu Kristínu. Systir Rögnu er Kristín S. Kvaran. Utförin fer fram frá SeUa- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fallegu orðin um að bestu blóm- in grói í hjörtum, sem geta fundið til, eru mér efst í huga þegar ég hugsa til Rögnu. Hjarta hennar gat svo sannar- lega fundið til og fékk að gera það ótæpilega oft og lengi á lífsleiðinni, að okkur fannst sem þótti og þykir enn vænt um hana. Sum hjörtu sleppa tiltölulega þjáningarlaust í gegnum lífið. Þeim má oft líkja við geldan og grunnan jarðveg sem rétt nær að framfleyta skófum, mosa og kannski stöku steinbrjóti hér og þar. Slíkur gróð- ur er að vísu yndislegur og reyndar má segja að þar hefjist allt sem fag- urt er og gott, en samt er þar að- eins um undirstöðu æðri gróðurs að ræða. Öðrum hjörtum má líkja við djúpan, frjósaman jarðveg, sem stöðugt hefur verið bylt miskunnar- laust, fjölmörgum áratugum saman og á sér auk þess rækt kynslóða að undirstöðu. I slíkan jarðveg hefur áburði að öllu jöfnu verið bætt svo til í hvert skipti sem hann annað hvort hefur verið plægður eða stunginn upp. í honum þrífst því mikið lífríki. Hann andar, er frjósamur og getur nært æðri gróður ekki aðeins um skamma hríð heldur um aldir. Varla blandast neinum hugur um það hvor gerðin er betri, og hjarta Rögnu var frjósamur jarðvegur. Slík hjörtu næra þróaðan gróður löngu eftir að líkam- inn, sem þau slógu í, er horfinn héðan og sloppinn við að hýsa svo erfiðan búseta. Kr abbameinið plægði og stakk upp Rögnu verr heldur en nokkuð annað í tilveru hennar og byrjaði á því fyrir tveimur áratug- um, en hún bar gæfu * til að vaxa af þjáning- um sínum. Til hennar er reyndar varla hægt að hugsa án þess að minnast blóma og gróðurs, í veraldlegri svo sem yfirfærðri merkingu. Hún ræktaði garðinn sinn í tvöföldum skilningi og gerði það flestum betur. Nonna, dætrunum og Kiddý votta ég innilegustu samúð. Franzisca. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. t Hjartanlegar þakkir til fjölskyldu minnar fyrir umhyggju og elsku við andlát og jarðarför sonar míns, HELGA HJÁLMARSSONAR, Hæðargarði 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til allra þelrra sem studdu hann í veikindum hans, séra Pálma Matthías- sonar, Þorvaldar Halldórssonar einsöngvara og dótturdóttur minnar, Rakelar Bergmann. Bera Kristjánsdóttir. i N N U 4U G S I N G Ai Major U.S. Company Expanding in lceland Part time $1.000—2.000 month. Full time $2.000—4.000 month Tel. Mr. Ciabarra 551 7711. Stórt bandarískt fyrirtæki opnar á íslandi Hlutastarf: 1.000—2.000 þandaríkjadalir á mánuði. Fullt starf: 2.000—4.000 bandaríkjadalir á mánuði. Hafið samband við Hr. Ciabarra í síma 551 7711. Viltu léttast? Herbalife næringarvörur. Vantar 30 manns til að missa allt að 10 kg á 30 dögum. 410 kr. á dag. 30 daga skilafrestur. Sjálfstæður dreifingaraðili. Hringdu í Tony í s. 864 0181 Viðurkennd vara Hvernig væri að taka sér tak með hinum frábæru Herbalife heilsu- og næringar- vörum? 30 daga skilafrestur. Ódýrari vara. Sjálfstæður dreifingaraðili. Unnur, símar 557 8335 og 897 9319. ^~m^—mmmm^^^mm—m—mmm* Bakari óskast Bakarameistarinn, Suðurveri og Mjódd óskar eftir bakara til starfa. Æskilegt er að umsækj- endur hafi góða reynslu, frumkvæði og fagleg- an áhuga. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar gefur Ottar Sveinsson, framleiðslustjóri í síma 533 3000. ■■■■^ Taktu þér tak Nýtt— Nýtt Komdu línunum f lag fyrir 300 kr. á dag. Stuðningshópar í boði. Uppl. gefur Margrét í síma 562 1601. Alþjóðlegt stórfyrirtæki mun opna deild á íslandi. Hlutastarf 50—150 þúsund og fullt starf 150—300 þús. Viðtalspantanir í síma 561 1009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.