Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 31 ra í dag egháls- m 75% Is, ásamt starfsfólki stöðvarinnar ár- náðst svipaður árangur af leg- hálski-abbameinsleit og hefur starf- semin hér vakið athygli erlendra fræðimanna. Hann bendh’ á að leg- hálskrabbamein hafí verið annað til þriðja algengasta krabbamein meðal kvenna á íslandi en nú sé það níunda til tíunda algengasta krabbameinið. Astæður þess að slíkur árangur hefur náðst hérlendis segir Kristján að hluta til orsakast af smæð íslensks þjóðfélags sem geri Leitarstöðinni auðveldara að halda utan um starf- semina og fylgjast með mætingum ís- lenskra kvenna og hafa eftirlit með þeim sem greinast með afbrigðileg frumustrok frá leghálsi. Undanfarin ár hafa um 80% 25 til 69 ára kvenna mætt í leghálskrabbameinsskoðun á þriggja ára fresti. Þá segir Kristján að tölvuvæðingin hafí gjörbreytt allri aðstöðu til eftirlits og gert það mark- vissara og síðast en ekki síst megi þakka árangurinn öruggri meðferð þeirra kvenna sem greinast með af- brigðileg frumustrok. „En þetta kostar allt peninga og menn verða að gera sér grein fyrir afleiðingum þess að draga úr fjár- magni til stöðvarinnar," segir Krist- ján og kemur þar með að öðru atriði sem hann telur marka tímamót í sögu Leitarstöðvarinnar. Það séu þó ekki beinlínis jákvæð tímamót. „Við höfum tvisvar sinnum gert samstarfssamning til fímm ára við heilbrigðisráðuneytið frá 1988. Gengið var frá þeim báðum með að minnsta kosti sex mánaða fyrirvara. I dag erum við samningslaus. Síðasti samningur rann út um síðustu áramót og það er alger nýlunda að ekki sé bú- ið að undirrita samning þegar liðnir eru sex mánuðir af árinu. Rekstur stöðvarinnar er því í mikilli óvissu og er það farið að há verulega allri starf- semi og ákvarðanatökum. Við höfum margoft vakið athygli ráðuneytisins á þessu og höfum við margítrekað óskir okkar um að samningurinn verði end- urnýjaður og margsinnis hefur verið farið yfir samningsdrög, og í það farið ómældar vinnustundir allra aðila,“ segir Kristján. Kristján bendir að lokum á að tíðni forstigsbreytinga sjúkdómsins með- al yngri kvenna hafi farið vaxandi frá 1980 og náð hámarki í kringum 1986. Á sama tíma hefur komið í ljós að þróun þessara krabbameina geti verið hraðari en áður var talið þar sem dæmi séu þess að krabbamein á byrjunarstigi hafi greinst meðal yngri kvenna þremur til fjórum árum eftir eðlilegt frumustrok. Kristján bendir á að mikilvægt sé að hafa tök á þessum vanda og geta brugðist við honum. Forsenda þess sé að hafa fjármagn til reksturs starfseminnar og segir hann það eindregna ósk starfsmanna leitar- sviðs Krabbameinsfélags Islands að ráðherrar heilbrigðismála og fjármála beiti sér í þessu máli, svo íslenskar konur fái áfram notið þess öryggis sem starfsemi stöðvarinnar og verk- samningur ráðuneytisins hafa veitt þeim undanfarin ár. IfeiíSfi!: i 9 S« 91Í9SÍ1I1I ’ 9*., - »✓ ' "■ i iii I inii l'í'lé'- ■ ■ ■ ... , .. , ***&>?- '7> NORSKUR olíuborpallur í Norðursjó. Norðmenn stofnuðu sérstakan sjóð fyrir tæpum tíu árum í því skyni að spara olíuauðinn til mögru áranna og hafa nú safnað í hann andvirði 1.700 milljarða ísl. króna. Stefnt að 10.000 milljarða olíusjóði Tæp tíu ár eru liðin frá því Norðmenn ákváðu að stofna sérstakan sjóð í því skyni að spara olíuauðinn til mögru áranna og gert er ráð fyrir því að eftir áratug hafí þeir safn- að andvirði 10.000 milljarða íslenskra króna. OLÍUSJÓÐUR Norðmanna var stofnaður árið 1990 eft- ir nokkurra ára togstreitu milli stjórnmálaflokkanna um hvernig nýta ætti olíuauð þjóðar- innar. Fjórum árum áður varð verðhrun til þess að arðsemi olíuvinnslunnar minnkaði og Norðmenn áttuðu sig á því að mörg fyrirtæki í öðrum at- vinnugreinum höfðu dregist aftur úr erlendum keppinautum sínum. Olíu- ævintýrið á árunum 1975-86 hafði gert Norðmönnum kleift að halda at- vinnuleysinu niðri og auka útgjöldin til velferðarmála, en það stuðlaði einnig að mikOli verðbólgu, háu gengi norsku krónunnar og miklum kostnaði fyrir- tækja, sem veikti sam- keppnisstöðu þeirra. Hagnaður Norðmanna ______________ af viðskiptunum við út- lönd árið 1985 nam 38 milljörðum norskra króna (tæpum 380 milljörð- um íslenskra) en árið eftir stóðu þeir frammi fyrir 16 milljai’ða n.kr. við- skiptahalla. Tekjur Norðmanna af ol- íusölunni minnkuðu þá um 40 miilj- arða n.kr. vegna verðhrunsins. Raunverð olíunnar lækkaði á ánm- um 1986-97, einkum frá 1991, en olíu- vinnslan stórjókst á sama tíma. Vegna aukinnai’ framleiðslu og lægri vinnslukostnaðar hafa tekjur Norð- manna af olíusölunni aukist aftur. Ár- ið 1996 voru þær orðnar um það bil þær sömu og á árunum 1980-85. Hagstjórnarlæki tii að takast á við hagsveiflur Norska þjóðin er nú skuldlaus og stór fjárfestir á alþjóðlegum mörk- uðum. Norðmenn standa hins vegar frammi fyrir auknum ríkisútgjöldum á næstu árum vegna fjölgunar ellilíf- eyrisþega, einkum eftir árið 2010, og aukins kostnaðar heilbrigðiskerfis- ins samfara henni. Auk þess er búist við að olíutekjurnar minnki á næstu öld, þannig að engin vanþörf verði á digrum sjóði þegar fram líða stund- ir. Aðeins fjárfest í útlöndum Þegar olíusjóðurinn var stofnaður árið 1990 var ákveðið að nota hann ----------- ekki tO fjárfestinga í Noregi á næstu árum þar sem það var meðal ann- ars talið geta leitt til of mikillar þenslu í hagkerf- inu. Þess í stað var ákveðið að fjárfesta aðeins í útlönd- um og svo virðist sem flestir norsku stjórnmálamannanna séu nú sam- mála um að ekki eigi að nota olíuauð- inn til að auka útgjöld ríkisins eða stuðla að meiri neyslu í landinu eins og á síðasta áratug. Sjóðurinn er tengdur fjárlögum norska ríkisins og fé er ekki lagt í hann nema ríkissjóður skili hagnaði (þ.e. með olíutekjunum). Tekjur olíu- sjóðsins eru hreinar tekjur ríkisins af olíuvinnslunni, auk ai’ðsins af fjár- festingum hans. Gjöld sjóðsins eru hins vegar það fé sem þarf til að fylla upp í fjárlagagötin (þegar olíutekj- urnar eru ekki meðtaldar). Fjármálaráðuneytið ber ábyrgð á stjóm sjóðsins og setur reglur um fjárfestingar hans. Seðlabankinn, Norges Bank, stjómar fjárfestingun- um og á að tryggja að arðsemi þeirri sé eins mikil og kostur er miðað við reglur ráðuneytisins. Formlega er sjóðurinn reikningur í seðlabankanum og arðurinn af hon- um er jafn mikill og hagnaðurinn af þeim verðbréfum sem bankinn kaup- ir erlendis í eigin nafni. Seðlabankinn á að fjárfesta í verð- bréfum erlendis með það að mark- miði að halda alþjóðlegri kaupgetu sjóðsins. Pólitískt hagstjórnartæki Að sögn norska fjármálaráðuneyt- isins á sjóðurinn að vera pólitískt hagstjómartæki og gera nýtingu ol- íuteknanna sýnilegri. Lögð hafi verið áhersla á við undirbúning laganna um sjóðinn að sala á eignunum verði að vera hluti af allri fjárlagagerðinni. Við stofnun sjóðsins var einnig kveðið ríkt á um að fé yrði ekki ------------------- lagt í hann nema þegar Deilt um fjár- ríkissjóður skilar hagn- festingarstefnu aði. . , , ,., stjórnvalda bjoðurmn a að þjona tvennskonai- tilgangi. Hann á í fyrsta lagi að vera hag- stjórnartæki til að auka svigrúm Hafa safnað 1.700 milljörðum króna Þar sem ríkissjóður Noregs var rekinn með tapi fyrstu árin efth’ að lögin um olíusjóðinn voru samþykkt var fé ekki lagt í hann fyrr en árið 1996. Verðmæti sjóðsins er nú 170 milljarðar norskra króna (1.700 millj- arðar íslenskra) og gert er ráð fyrir því að hann verði orðinn um 1.000 milljarðar n.kr. (10.000 milljarðar ísl.) fyrir árið 2010. Samkvæmt fyrstu reglugerð fjár- málaráðuneytisins um fjárfestingar sjóðsins (frá 10. maí 1996) var aðal- lega fjárfest í öraggum ríkisskulda- bréfum og gjaldeyrisdreifingin var miðuð við vægi gjaldmiðlanna í inn- flutningi Norðmanna. Ekki fjárfest í nýju iðnríkjunum Ný reglugerð, sem tók gildi í byrj- un síðasta árs, heimilar hins vegar kaup á hlutabréfum í erlendum fyrir- tækjum. Hlutabréfakaupin mega nú nema um 30-50% af heildarfjárfest- ingum sjóðsins. Samkvæmt reglugerðinni má að- eins leggja fé sjóðsins í fyrirtæki sem skráð era á þróuðum hlutabréfa- mörkuðum. Ekki verður fjárfest í nýju iðnríkjunum „að svo stöddu". Dreifing fjárfestinganna á að vera eftirfarandi, samkvæmt reglugerð- inni: • Norður-Ameríka (Bandaríkin og Kanada): 20-40%. • Evrópa (Austurríki, Belgía, Bret- land, Danmörk, Finnland, Frakk- land, Holland, Irland, Italía, Portú- gal, Spánn, Sviss, Svíþjóð og Þýska- land): 40-60%. • Asía og Eyjaálfa (Ástralía, Hong Kong, Japan, Nýja-Sjáland og Singapúr): 10-30%. I reglugerðinni segir að ijárfest verði í löndum sem hafa mikil pólitísk og efnahagsleg tengsl við Noreg og þar sem norsk fyrirtæki hafa fjárfest í veralegum mæli. Fjárfestingar seðlabankans í einstökum fyrirtækj- um mega ekki vera meiri en sem nemur prósenti af hlutafé þeirra. Á hlut í 3.000 fyrirtækjum 60% af fé sjóðsins hefur verið varið til kaupa á erlendum ríkisskuldabréf- um og 40% til kaupa á hlutabréfum í 3.000 fyrirtækjum, allt frá McDon- alds, Microsoft og Disney í Banda- rflqunum til tóbaksfyrirtækja, áfeng- isframleiðenda og þýskra bflafyrir- tækja. Stjómin hefur lagt til að í næstu fjárlögum verði kveðið á um að tekið verði meira tillit til umhverfis- og mannréttindamála í fjárfestingum sjóðsins. Líklegt er talið að sú tillaga verði samþykkt. Hvatt til fjárfestinga í þróunarlöndunum Nokkrir norskir hagfræðingar hafa gagnrýnt fjármálaráðuneytið fyrir að heimila ekki fjárfestingar í fyrirtækj- um í Afríku og Rómönsku Ameríku. Norski prófessorinn Stein Ringen segir að skilgreina þurfi betur hlut- verk norska ríkisins sem „alþjóðlegs kapítalista“ og gagnrýnir þá stefnu að fjárfesta í fyrirtækjum sem þurfi ekki fjármagn. „Ríkið hvetur einka- fyrirtækin til að fjárfesta í Afríku en vill ekki gera það sjálft vegna þess að áhættan er of mikil.“ Norski hagfræðingurinn Henrik Wiig segir í grein í Aftenposten að fjárfestingarstefna fjármálaráðu- neytisins sé í andstöðu við „mikilvæg- ustu hugsunina í hnattvæðingu sam- tímans: frjálst flæði fjármagns þang- að sem arðurinn er mestur“. Með því ----------- að fjárfesta bæði í stór- fyrirtækjum á Vestur- löndum og arðvænlegum fyrirtækjum í þróunar- löndunum verði hægt að auka arðsemi olíusjóðsins stjórnvalda ef olíuverðið lækkar eða staða annarra atvinnugreina versnar. Hluta sjóðsins hefur því verið ráð- stafað þannig að hann geti nýst sem „fjárhagslegur stuðpúði" og hægt verði að nota hann tiltölulega fljótt til að fylla upp í hugsanleg fjái’lagagöt. Sjóðurinn á einnig að vera tæki til að takast á við fjárhagsleg úrlausnar- efni sem tengjast fjölgun ellilífeyris- þega og minnkandi olíutekjum. Hluti sjóðsins hefur því verið notaður í langtímafj árfestingar. og minnka áhættuna. Wiig segir að um 30% fjármagns- ins til hlutabréfakaupanna hafi verið notuð í Bandaríkjunum þótt gengi hlutabréfa í mörgum bandarískum fyrirtækjum sé nú alltof hátt að mati margra sérfræðinga. Strangar reglur um fjárfestingai’nar hafi því aukið áhættuna og skert væntanlega arð- semi sjóðsins. Umræðan í Noregi snýst nú eink- um um fjái’festingarstefnu stjórn- valda, en minna um hvort dæla eigi fé í norska hagkerfið, en viðbúið er að það breytist ef harðna fer í dalnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.