Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 52
^ 52 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ dlb ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stfnt í Loftkastalanum kl. 20.30: RENT — Skuld — söngleikur e. Jonathan Larson LAU. 3/7 nokkur sæti laus. SÍÐASTA SÝNING LEIKÁRSINS. Miðasalan er opln mánudaga—þrlðjudaga kl. 13—18, miðvlkudaga—sunnudaqa kl. 1Í-20. Símapantanir fráltl. 10 virka daga. Síml 551 1200. FÓLK í FRÉTTUM ÍASÍflL'NM lau. 3/7 kl. 20.30 Síðasta sýning leikársins HIRÐFÍFL HENNAR HÁTIGNAR Uppselt. Aukasýn. 15., 16. 17. og 18.7 Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga kl. 10 — 18 og fram að sýningu sýningardaga ISLENSKA OPERAN __jiiii illilílijjLj,! Gamanleikrit I leikstjórn Siguröar Sigurjónssonar Fös 2/7 kl. 20 uppselt Fös 9/7 kl. 20 örfá sæti Lau 10/7 kl. 20 örfá sæti Fös 16/7 kl. 20 Lau 17/7 kl. 20 Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10 5 30 30 30 Mtada opn Irí 12-18 oolranað sýntagu OtBlraH lyrtat HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00 Mið 30/6 UPPSELT Fim 1/7 örfá sæti laus Fös 2/7 örfá sæti laus Þri m AUKASÝNING Mið 7/7 TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsláltur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó. Borðapantanir í síma 562 9700. A ÁLFRÚN Örnólfsdóttir í W myndinni Svo á jörðu sem á himni. £% KRISTÍN Jóhannesdóttir og Katrín Ólafsdóttir á blaðamannafundi á Spáni. f LEIKFELAG J REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fýrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: Lltk kufttÍHýflníðÍH eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. fös. 2/7, ath. kl. 21.00, lau. 3/7, uppselt, sun. 4/7, aukasýning. fim. 8/7, fös. 9/7, lau. 10/7. n (wtn Þingborg í Ölfusi Mið. 30/6 Sindrabæ Höfn í Hornafirði Rm. 1/7 Egilsbúð Neskaupstað Fös. 2/7 Herðubreið Seyðisfirði Lau. 3/7. Forsala á aðrar sýningar í sima 5688000 Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá ki. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. BIOIN I BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason Hiidur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Lolita ★★ Útvötnuð útgáfa sögunnar um dóna- kallinn Humbert Humbert og telpu- krakkann Lolitu er borinn uppi af Jeremy Irons og Dominique Sanda í hlutverkum þeirra. Útlitið er flott. Rushmore ★★★ Mistæk, undarleg en oftast fyndin og frumleg mynd um all sérstæðan nemanda í ástar- og tilvistar- kreppu. Bill Murray og nýliðinn Ja- son Schwartzman eru stórskemmti- legir. True Críme ★★★ Eastwood í fínu formi sem blaða- maður í leit að sannleikanum. Góð afþreying. Mulan ★★★'/b Disney-myndir gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Af- bragðs fjölskylduskemmtun. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Matrix ★★★'/2 Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía, með Keanu Reeves í „Speed“-formi. Óvenju út- pæld afþreying. Svikamylla ★★★ Meistarþjófarnir Sean Connery og Catherine Zeta Jones gerast millj- arðaræningjar. E>að er stíll yfir þeim og myndinni, sem er vel lukkuð af- þreying. Ten Things I Hate About You ★★ Gamansöm unglingamynd með nokkrum góðum bröndurum, ann- ars gengur allt sinn vanagang, My Fovoríte Martian ★★ Enn ein mislukkuð tilraun til að færa gamla sjónvarpsþætti yfír á stóra tjaldið. Fyrir yngstu bömin. Jóki björn ★★ Jóki björn og Búbú lenda í ævintýr- um er þau bjarga Sindí úr vonda sirkusnum. Payback ★★★ Ágætlega vei heppnuð endurgerð Point Blank með sama groddayfir- bragðinu en meiri húmor. Toppaf- þreying. Babe: Pig In tbe City ★★ Afturför í flesta staði frá fyrri myndinni að öpunum undanskildum. Tölvuvinnan fín. Pöddulíf ★★★ Ágætlega heppnuð tölvuteiknimynd frá höfundum Leikfangasögu; fjörug, litrík og skemmtileg. HÁSKÓLABÍÓ Perdida Durango ★★ Javier Bardem og Rosie Perez eru mjög sannfærandi í enn einni harð- hausahúmorsmyndinni, sem segir frá dýrslegu pari sem fer hamförum í Texas og Mexíkó. Plunkett og Macleane ★★ Þotuliðið ★★'/2 Woody grínast með stjörnuliðið og meðfyigjandi rassasleikjur. Hann er fyndinn en ekki uppá sitt besta. Gamlárskvöld 1981 ★ Hópur af fólki stefnir í partí á gmlárskvöld. Er það aumur gleð- skapur með ieiðindakrákum. Aríington Road ★★★ Ágætlega gerður spennutryllir um hugsanlega hryðjuverkamenn í næsta nágrenni. Jeff Bridges og Tim Robbins eru góðir. Fávitarnir ★★★'/2 Sláandi kvikmynd von Triers um ungt fólk sem leikur sig vangefið, sem er í raun um það að þora að vera maður sjálfur. Ferskleikinn, hugdirfskan, næmið og dýptin skilja mann agndofa eftir. Waking Ned ★★★ Frumleg lítil kvikmyndaperla frá ír- um um roskna heiðursmenn sem standast ekki freistinguna. Dýrð- lega vel leikin. KRINGLUBÍÓ Matrix ★★★'A Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía, með Keanu Reeves í „Speed“-formi. Óvenju út- pæid afþreying. Ten Things I Hate About You ★★ Gamansöm unglingamynd með nokkrum góðum bröndurum, annars gengur allt sinn vanagang, My Fovoríte Martian ★★ Enn ein mislukkuð tilraun til að færa gamla sjónvarpsþætti yfir á stóra tjaldið. Fyrir yngstu börnin. LAUGARÁSBÍÓ Njósnarínn sem negldi mig ★★ Nær ekki hæðum íyrri myndarinn- ar, treystir of mikið á endurtekið efni, Grín í beinni ★★★ Sataíra um (ó) menningu sjónvarps- gláps og -framleiðslu. Gerist reynd- ar rómatísk gamanmynd. Fín, vel leikin skemmtun. Hver er ég? ★★ Góð áhættuatriði og spenna en ekki heil brú í handriti. REGNBOGINN Matríx ★★★'/2 Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía með Keanu Reeves í „Speed“-formi. Óvenju út- pæld afþreying. Svikamylla ★★★ Meistarþjófarnir Sean Connery og Catherine Zeta Jones gerast miilj- arðaræningjar. Það er stíll yfir þeim og myndinni, sem er vel lukkuð af- þreying. Ekki öll þar sem bún er séð ★★ Nútímaútgáfa af Pygmalion er býsna sæt og fyndin unglingamynd en brokkgeng í stíltökum og fyrir- sjáanleg. STJÖRNUBÍÓ Njósnarínn sem negldi mig ★★ Nær ekki hæðum fyrri myndarinnar, treystir of mikið á endurtekið efni, Illur ásetningur ★★‘/2 Skemmtilega illkvittin og fyndin, en stundum full ósmekkleg ungiinga- mynd um ástlaus stjúpsystkin sem hafa það eitt fyrir stafni að fleka sem flesta. Airbud: Golden Retríever ★★ Bætir litlu við fyrri myndina en hentar vei smáfólkinu með mein- leysislegum góðvilja í garð besta vinar mnannsins. íslenskar kvikmyndir í Barcelona Mjór er mikils vísir Athygli vakti að margir þeir Spánverjar sem komu á fyrstu ís- lensku kvikmyndavikuna í Barcelona höfðu fyrirfram ekki hug- mynd um, að á Islandi væru framleiddar kvikmyndir. Margrét Hlöðversdóttir fylgdist með hátíðinni. slenskar kvikmyndir eru ekki þekkt fyrirbæri hér í Barcelona, þó vissulega hafi hinn almenni bíógestur haft kost á að bera eina og eina mynd augum eins og til dæmis nýlega mynd Einars Heim- issonar Maríu og suttmynd Katrín- ar Ólafsdóttur Slurpinn og Co. Það má nú segja að það hafi verið kom- inn tími tU frekari aðgerða og því lofsvert það framtak starfsmanna Kvikmyndasjóðs og La Filmoteca de la Generalitat de Cataluna að gera þessa kvikmyndaviku að veru- _ leika. Að sögn skipuleggjenda ' skipti stuðningur fyrirtækja eins og SH, SÍF og Flugleiða einnig miklu. Hátíðin fékk góða kynningu bæði í útvarpinu hér í Katalóníu og í dag- blöðum. Myndimar voru sýndar í La Filmoteca, sem er nokkurs kon- ar menningarbíóhús borgarinnar og því þrengri áhorfendahópur sem sækir þangað en í hin almennu bíó- hús. Talsmaður Filmoteca segir að að meðaltali hafi um 50 manns sótt hverja sýningu, sem teljist gott miðað við aðrar svipaðar kvik- myndavikur. Fyrsta skrefið hafi nú verið stigið í að kynna íslenska kvikmyndir Barcelona-búum og vonandi verði framhald þar á og haldnar fleiri hátíðir á næstu árum. Kvikmyndavikan, sem stóð yfir fyrstu vikuna í júní, var opnuð með stuttmynd Katrínar Ólafsdóttur Sl- urpinn og Co. og í kjölfarið fylgdi svo kvikmynd Kristínar Jóhannes- dóttur Svo á jörðu sem á himni en báðar hafa hlotið alþjóðlegar viður- kenningar. Aðrar myndir sem voru sýndar voru myndir Friðriks Þórs Friðrikssonar A köldum kiaka og Börn náttúrunar, Agnes eftir Egil Eðvarsson, Hin helgu vé eftir Hrafn Gunnlaugsson, Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson og Magnús eftir Þráin Bertelsson. Á blaðamannafundi fyrir opnun- ina komu Kristín og Katrín fram sem fulltrúar tveggja ólíkra kyn- slóða í kvikmyndagerð, eins og sjá má af ólíkum myndum þeirra. I mynd sinni Svo á jörðu sem á himni leitar Kristín aftur í arfleifð ís- landssögunnar og sögusviðið er náttúra Islands. I stuttmynd Katrínar er viðfangsefnið hins veg- ar írónísk ádeila á skrifræði nútím- ans og sögusviðið skrifstofa og mjög nýstárlegt að því leyti að myndin er bara ein taka byggð á hreyfíngum. Katrín sagði að þær myndir sem unga kynslóðin væri að gera núna væru gjörólíkar þeim fyrri. Þar spilaði stóran þátt að hennar kynslóð hefði ferðast miklu meira erlendis en kynslóðirnar á undan og tengslin við íslenska náttúru því minni. Þegar talið barst að því að fjár- magna íslenskar myndh- voru Kristín og Katrín sammála um, að það væri útilokað að halda uppi ís- lenskum kvikmyndaiðnaði með eingöngu íslensku fjái'magni í okkar fámenna landi. Það gefur því augaleið að grípa þarf hvert tækifæri til að koma ís- lenskri kvikmyndagerð á framfæri erlendis. Aðspurð um þýðingu þess- arar kvikmyndaviku sagðist Kristín ánægð með að myndimar væru sýndar í sérstöku menningarbíóhúsi borgarinnai-, því þeir sem kæmu hingað væru yfirleitt sérstakir áhugamenn um bíómyndir eða aðiTr kvikmyndagerðarmenn. Hver áhorfandi sé því mjög mikilvægui- og lítil kvikmyndavika geti því gert krafta- ekki síður en stærri. JÓN Sigur- björnsson í myndinni Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.