Morgunblaðið - 29.06.1999, Side 52

Morgunblaðið - 29.06.1999, Side 52
^ 52 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ dlb ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stfnt í Loftkastalanum kl. 20.30: RENT — Skuld — söngleikur e. Jonathan Larson LAU. 3/7 nokkur sæti laus. SÍÐASTA SÝNING LEIKÁRSINS. Miðasalan er opln mánudaga—þrlðjudaga kl. 13—18, miðvlkudaga—sunnudaqa kl. 1Í-20. Símapantanir fráltl. 10 virka daga. Síml 551 1200. FÓLK í FRÉTTUM ÍASÍflL'NM lau. 3/7 kl. 20.30 Síðasta sýning leikársins HIRÐFÍFL HENNAR HÁTIGNAR Uppselt. Aukasýn. 15., 16. 17. og 18.7 Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga kl. 10 — 18 og fram að sýningu sýningardaga ISLENSKA OPERAN __jiiii illilílijjLj,! Gamanleikrit I leikstjórn Siguröar Sigurjónssonar Fös 2/7 kl. 20 uppselt Fös 9/7 kl. 20 örfá sæti Lau 10/7 kl. 20 örfá sæti Fös 16/7 kl. 20 Lau 17/7 kl. 20 Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10 5 30 30 30 Mtada opn Irí 12-18 oolranað sýntagu OtBlraH lyrtat HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00 Mið 30/6 UPPSELT Fim 1/7 örfá sæti laus Fös 2/7 örfá sæti laus Þri m AUKASÝNING Mið 7/7 TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsláltur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó. Borðapantanir í síma 562 9700. A ÁLFRÚN Örnólfsdóttir í W myndinni Svo á jörðu sem á himni. £% KRISTÍN Jóhannesdóttir og Katrín Ólafsdóttir á blaðamannafundi á Spáni. f LEIKFELAG J REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fýrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: Lltk kufttÍHýflníðÍH eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. fös. 2/7, ath. kl. 21.00, lau. 3/7, uppselt, sun. 4/7, aukasýning. fim. 8/7, fös. 9/7, lau. 10/7. n (wtn Þingborg í Ölfusi Mið. 30/6 Sindrabæ Höfn í Hornafirði Rm. 1/7 Egilsbúð Neskaupstað Fös. 2/7 Herðubreið Seyðisfirði Lau. 3/7. Forsala á aðrar sýningar í sima 5688000 Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá ki. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. BIOIN I BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason Hiidur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Lolita ★★ Útvötnuð útgáfa sögunnar um dóna- kallinn Humbert Humbert og telpu- krakkann Lolitu er borinn uppi af Jeremy Irons og Dominique Sanda í hlutverkum þeirra. Útlitið er flott. Rushmore ★★★ Mistæk, undarleg en oftast fyndin og frumleg mynd um all sérstæðan nemanda í ástar- og tilvistar- kreppu. Bill Murray og nýliðinn Ja- son Schwartzman eru stórskemmti- legir. True Críme ★★★ Eastwood í fínu formi sem blaða- maður í leit að sannleikanum. Góð afþreying. Mulan ★★★'/b Disney-myndir gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Af- bragðs fjölskylduskemmtun. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Matrix ★★★'/2 Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía, með Keanu Reeves í „Speed“-formi. Óvenju út- pæld afþreying. Svikamylla ★★★ Meistarþjófarnir Sean Connery og Catherine Zeta Jones gerast millj- arðaræningjar. E>að er stíll yfir þeim og myndinni, sem er vel lukkuð af- þreying. Ten Things I Hate About You ★★ Gamansöm unglingamynd með nokkrum góðum bröndurum, ann- ars gengur allt sinn vanagang, My Fovoríte Martian ★★ Enn ein mislukkuð tilraun til að færa gamla sjónvarpsþætti yfír á stóra tjaldið. Fyrir yngstu bömin. Jóki björn ★★ Jóki björn og Búbú lenda í ævintýr- um er þau bjarga Sindí úr vonda sirkusnum. Payback ★★★ Ágætlega vei heppnuð endurgerð Point Blank með sama groddayfir- bragðinu en meiri húmor. Toppaf- þreying. Babe: Pig In tbe City ★★ Afturför í flesta staði frá fyrri myndinni að öpunum undanskildum. Tölvuvinnan fín. Pöddulíf ★★★ Ágætlega heppnuð tölvuteiknimynd frá höfundum Leikfangasögu; fjörug, litrík og skemmtileg. HÁSKÓLABÍÓ Perdida Durango ★★ Javier Bardem og Rosie Perez eru mjög sannfærandi í enn einni harð- hausahúmorsmyndinni, sem segir frá dýrslegu pari sem fer hamförum í Texas og Mexíkó. Plunkett og Macleane ★★ Þotuliðið ★★'/2 Woody grínast með stjörnuliðið og meðfyigjandi rassasleikjur. Hann er fyndinn en ekki uppá sitt besta. Gamlárskvöld 1981 ★ Hópur af fólki stefnir í partí á gmlárskvöld. Er það aumur gleð- skapur með ieiðindakrákum. Aríington Road ★★★ Ágætlega gerður spennutryllir um hugsanlega hryðjuverkamenn í næsta nágrenni. Jeff Bridges og Tim Robbins eru góðir. Fávitarnir ★★★'/2 Sláandi kvikmynd von Triers um ungt fólk sem leikur sig vangefið, sem er í raun um það að þora að vera maður sjálfur. Ferskleikinn, hugdirfskan, næmið og dýptin skilja mann agndofa eftir. Waking Ned ★★★ Frumleg lítil kvikmyndaperla frá ír- um um roskna heiðursmenn sem standast ekki freistinguna. Dýrð- lega vel leikin. KRINGLUBÍÓ Matrix ★★★'A Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía, með Keanu Reeves í „Speed“-formi. Óvenju út- pæid afþreying. Ten Things I Hate About You ★★ Gamansöm unglingamynd með nokkrum góðum bröndurum, annars gengur allt sinn vanagang, My Fovoríte Martian ★★ Enn ein mislukkuð tilraun til að færa gamla sjónvarpsþætti yfir á stóra tjaldið. Fyrir yngstu börnin. LAUGARÁSBÍÓ Njósnarínn sem negldi mig ★★ Nær ekki hæðum íyrri myndarinn- ar, treystir of mikið á endurtekið efni, Grín í beinni ★★★ Sataíra um (ó) menningu sjónvarps- gláps og -framleiðslu. Gerist reynd- ar rómatísk gamanmynd. Fín, vel leikin skemmtun. Hver er ég? ★★ Góð áhættuatriði og spenna en ekki heil brú í handriti. REGNBOGINN Matríx ★★★'/2 Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía með Keanu Reeves í „Speed“-formi. Óvenju út- pæld afþreying. Svikamylla ★★★ Meistarþjófarnir Sean Connery og Catherine Zeta Jones gerast miilj- arðaræningjar. Það er stíll yfir þeim og myndinni, sem er vel lukkuð af- þreying. Ekki öll þar sem bún er séð ★★ Nútímaútgáfa af Pygmalion er býsna sæt og fyndin unglingamynd en brokkgeng í stíltökum og fyrir- sjáanleg. STJÖRNUBÍÓ Njósnarínn sem negldi mig ★★ Nær ekki hæðum fyrri myndarinnar, treystir of mikið á endurtekið efni, Illur ásetningur ★★‘/2 Skemmtilega illkvittin og fyndin, en stundum full ósmekkleg ungiinga- mynd um ástlaus stjúpsystkin sem hafa það eitt fyrir stafni að fleka sem flesta. Airbud: Golden Retríever ★★ Bætir litlu við fyrri myndina en hentar vei smáfólkinu með mein- leysislegum góðvilja í garð besta vinar mnannsins. íslenskar kvikmyndir í Barcelona Mjór er mikils vísir Athygli vakti að margir þeir Spánverjar sem komu á fyrstu ís- lensku kvikmyndavikuna í Barcelona höfðu fyrirfram ekki hug- mynd um, að á Islandi væru framleiddar kvikmyndir. Margrét Hlöðversdóttir fylgdist með hátíðinni. slenskar kvikmyndir eru ekki þekkt fyrirbæri hér í Barcelona, þó vissulega hafi hinn almenni bíógestur haft kost á að bera eina og eina mynd augum eins og til dæmis nýlega mynd Einars Heim- issonar Maríu og suttmynd Katrín- ar Ólafsdóttur Slurpinn og Co. Það má nú segja að það hafi verið kom- inn tími tU frekari aðgerða og því lofsvert það framtak starfsmanna Kvikmyndasjóðs og La Filmoteca de la Generalitat de Cataluna að gera þessa kvikmyndaviku að veru- _ leika. Að sögn skipuleggjenda ' skipti stuðningur fyrirtækja eins og SH, SÍF og Flugleiða einnig miklu. Hátíðin fékk góða kynningu bæði í útvarpinu hér í Katalóníu og í dag- blöðum. Myndimar voru sýndar í La Filmoteca, sem er nokkurs kon- ar menningarbíóhús borgarinnar og því þrengri áhorfendahópur sem sækir þangað en í hin almennu bíó- hús. Talsmaður Filmoteca segir að að meðaltali hafi um 50 manns sótt hverja sýningu, sem teljist gott miðað við aðrar svipaðar kvik- myndavikur. Fyrsta skrefið hafi nú verið stigið í að kynna íslenska kvikmyndir Barcelona-búum og vonandi verði framhald þar á og haldnar fleiri hátíðir á næstu árum. Kvikmyndavikan, sem stóð yfir fyrstu vikuna í júní, var opnuð með stuttmynd Katrínar Ólafsdóttur Sl- urpinn og Co. og í kjölfarið fylgdi svo kvikmynd Kristínar Jóhannes- dóttur Svo á jörðu sem á himni en báðar hafa hlotið alþjóðlegar viður- kenningar. Aðrar myndir sem voru sýndar voru myndir Friðriks Þórs Friðrikssonar A köldum kiaka og Börn náttúrunar, Agnes eftir Egil Eðvarsson, Hin helgu vé eftir Hrafn Gunnlaugsson, Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson og Magnús eftir Þráin Bertelsson. Á blaðamannafundi fyrir opnun- ina komu Kristín og Katrín fram sem fulltrúar tveggja ólíkra kyn- slóða í kvikmyndagerð, eins og sjá má af ólíkum myndum þeirra. I mynd sinni Svo á jörðu sem á himni leitar Kristín aftur í arfleifð ís- landssögunnar og sögusviðið er náttúra Islands. I stuttmynd Katrínar er viðfangsefnið hins veg- ar írónísk ádeila á skrifræði nútím- ans og sögusviðið skrifstofa og mjög nýstárlegt að því leyti að myndin er bara ein taka byggð á hreyfíngum. Katrín sagði að þær myndir sem unga kynslóðin væri að gera núna væru gjörólíkar þeim fyrri. Þar spilaði stóran þátt að hennar kynslóð hefði ferðast miklu meira erlendis en kynslóðirnar á undan og tengslin við íslenska náttúru því minni. Þegar talið barst að því að fjár- magna íslenskar myndh- voru Kristín og Katrín sammála um, að það væri útilokað að halda uppi ís- lenskum kvikmyndaiðnaði með eingöngu íslensku fjái'magni í okkar fámenna landi. Það gefur því augaleið að grípa þarf hvert tækifæri til að koma ís- lenskri kvikmyndagerð á framfæri erlendis. Aðspurð um þýðingu þess- arar kvikmyndaviku sagðist Kristín ánægð með að myndimar væru sýndar í sérstöku menningarbíóhúsi borgarinnai-, því þeir sem kæmu hingað væru yfirleitt sérstakir áhugamenn um bíómyndir eða aðiTr kvikmyndagerðarmenn. Hver áhorfandi sé því mjög mikilvægui- og lítil kvikmyndavika geti því gert krafta- ekki síður en stærri. JÓN Sigur- björnsson í myndinni Magnús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.