Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nefnd um framtíðarstefnu í málefnum aldraðra skipuð í haust Aldraðir hafa dregist aftur úr í tekjum Félagsvísindastofnun hefur safnað í skýrslu viðamiklum upplýsingum um lífs- kjör og lífshætti aldraðra og er þar bæði að fínna kynslóðagreiningu og samanburð milli landa. Jóhannes Tómasson gluggaði í skýrsluna sem kynnt var á blaðamanna- fundi hjá heilbrigðisráðherra í gær. TEKJUR aldraðra hjóna voru um 54% af meðaltali allra hjóna og sambúðar- fólks á síðasta ári, meðal- tekjur aldraðra einstaklinga voru um 69% af meðaltekjum allra ein- hleypra á aldrinum 18-80 ára, rúm- lega 90% fólks á aldrinum 68-80 ára býr í eigin húsnæði, um 74% þeirra eiga bíl og 37% ellilífeyrisþega ferð- ast til útlanda á ári hverju. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu Félagsvísindastofnunar á lífskjörum, lífsháttum fjg lífsskoð- unum eldri borgara á Islandi árin 1988 til 1999 með samanburði við aðra aldurshópa og önnur lönd. Skýrslan var unnin fyrir fram- kvæmdanefnd um ár aldraðra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið. Er hún tekin saman með úr- vinnslu og greiningu á efni í gagna- banka Félagsvísindastofnunar en þar er m.a. um að ræða reglulegar kannanir hennar þar sem grund- vallarúrtak er oftast þrjú þúsund manns á aldrinum 18 ára og eldri og stundum lagðar saman fleiri kann- anir. Nauðsynlegt að nýta upplýsingamar Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra kynnti efni skýrslunnar á ríkisstjórnarfundi í gær og var hún jafnframt kynnt fjölmiðlum. Ráðherra lagði til að sett verði á fót nefnd sem móta skal framtíðar- stefnu í málefnum aldraðra til næstu 15 ára. Segir hún nauðsyn- legt að vanda vel skipan nefndar- innar og skilgreina verksvið hennar. í samtali við Morgunblaðið benti Ingibjörg á að nú lægju fyrir miklar upplýsingar um hagi aldraðra á Is- landi sem nauðsynlegt væri að nýta. Hún segir að í dag standi 6,6 menn á vinnualdri á bak við hvern lífeyris- þega 67 ára og eldri og að því sé spáð að fjöldinn verði kominn niður í 3,3 árið 2030. Sé nauðsynlegt í ljósi þessarar þróunar í aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar að móta framtíðar- stefnu í málefnum aldraðra og taka mið af fyrirsjáanlegum breytingum í samfélaginu næstu árin. Stefán Olafsson kynnti skýrsluna en höfundar ásamt honum eru Karl Sigurðsson og María J. Ammendr- up. Hann segir hana annars vegar byggjast á tölum og staðreyndum um lífskjör og aðra lykilþætti og hins vegar á huglægu mati aldraðra á kjörum sínum, lífsháttum, svo sem vinnu og tómstundum og síðan lífs- skoðunum. Aldraðir íslendingar njóta sam- bærilegra kjara og best þekkjast á Norðurlöndum og segir Stefán ráð- stöfunartekjur hjóna og sambúðar- fólks heldur hærri en ráðstöfunar- tekjur sömu hópa í Svíþjóð og Dan- mörku og mun hærri en í Finnlandi. Mælt var í sama gjaldmiðli og tekið tillit til mismunandi kaupmáttar. Hann segir tekjusamsetninguna hins vegar ólíka enda sé atvinnu- þátttaka aldraðra hvergi meiri en á Islandi. I grannríkjunum eru lífeyr- istekjur, einkum opinberar lífeyris- bætur, hærri en á Islandi og skattar hærri. Aldraðir Islendingar hafí hins vegar meiri atvinnutekjur og njóti lægri skatta. Stefán segir nokkum mun milli hópa aldraðra og þeir sem ekki njóti atvinnutekna, hafi ekki náð því að afla sér lífeyrisréttinda í starfstengdum sjóðum, fatlaðir og langveikir standi höllum fæti. Þeir þurfi að treysta á grunnbætur al- mannatryggingakerfisins og búi við þröngan kost eigi þeir ekki eignir. Þetta eigi líka við í meira mæli um konur en karla. Meðalfjölskyldutekjur 149 þúsund krónur Meðalfjölskyldutekjur hjóna og sambúðarfólks í hópi aldraðra voru Morgunblaðið/Ásdís Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í gær lagði Ingibjörg Páimadóttir heilbrigðisráðherra fram skýrslu um lífskjör og Iífshætti aldraðra og var skýrslan jafnframt kynnt fjölmiðlum. Eldri borgarar ánægðir með iífið - almennt Eldri borgarar í 15 OECD rikjum 1990 01 23456789 Einkunn frá 1 (óánægð/ur) til 10 (ánægð/ur) um 149 þúsund krónur í fyrra en meðaltekjur allra hjóna og sambúð- arfólks 277 þúsund krónur. Aldraðir höfðu því um 54% af meðaltekjum allra. Fjölskyldutekjur allra hjóna og sambúðarfólks hækkuðu árin 1995 til 1998 um rúm 30% á föstu verðlagi en fjölskyldutekjur aldr- aðra hækkuðu þá um 15,5%. „í góð- æri því sem ríkt hefur frá 1995 hafa fjölskyldutekjur hjóna og sambúð- arfólks í hópi eldri borgara hækkað einungis um helming af því sem fjöl- skyldutekjur allra hafa hækkað. Það virðist því ljóst að eldri borgar- ar hafa dregist afturúr í tekjuþró- uninni og ekki náð að halda í við tekjuþensluna á vinnumarkaðnum. Þannig var það einnig í góðærinu frá 1987-89,“ segir m.a. í skýrslunni og bent er á að tekjur aldraðra hafi á hinn bóginn verið stöðugri í efna- hagslægð í kjölfar síðasta góðær- iskafla og hafi ekki lækkað jafn mikið og tekjur yngra fólks sem væri mjög virkt á vinnumarkaði. Anægja aldraðra með fjárhagsaf- komu sína árið 1999 hefur minnkað nokkuð frá 1990. Árið 1990 voru aldraðir ánægðastir allra aldurs- hópa með fjárhagsafkomu sína en fólk á aldrinum 18 til 44 ára óá- nægðast. Eldri borgarar voru orðn- ir óánægðastir nú og telja skýrslu- höfundar það skýrast mest af þeirri staðreynd að tekjur eldri borgara hafi hækkað markvert minna en tekjur annarra þjóðfélagshópa frá 1995 til 1999. Fátækt fer minnkandi Fram kemur í skýrslunni að um- fang fátæktar meðal aldraðra fer minnkandi. Fátæktarmörk eru skil- greind sem 50% af meðalfjölskyldu- tekjum á mann en bent er á að þessi skilningur þýði að fátækt sé afstæð og taki mið af aðstæðum í þjóðfélag- inu. Þeir sem skilgreindir eru sem fátækir séu í reynd lágtekjuhópur. Árið 1988 var umfang fátæktar meðal ellilífeyrisþega á Islandi 12,4% en var komið niður í 4,3% ár- in 1997-98. Segir í skýrslunni að hér muni mest um aukin réttindi nýrra eftirlaunamanna í starfstengdum lífeyrissjóðum. Sé litið á alla 20 ára og eldri var umfang fátæktar 7,8% 1988 en 6,8% á síðara tímabilinu. Meðaltal í nokkrum Evrópulöndum, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjun- um var 8% fyrir 20 ára og eldri en 6,4% fyrir ellilífeyrisþega. Fjölmörg atriði um lífshætti aldr- aðra er að finna í skýrslunni og seg- ir að þeir séu sérlega virkir í heim- sóknum til ættingja og sumarbú- staðalífi og að þeir gisti einnig frek- ar á Edduhótelum og í bændagist- ingu en á tjaldstæðum. Þeir eru álíka virkir og þeir sem yngri eru í að bjóða í mat og fara í matarboð, einnig að fara í leikhús, á tónleika, myndlistarsýningar og bókasöfn en aldraðir stunda í minna mæli veit- ingahús, skemmtistaði og kappleiki og nota minna skyndimat og mynd- bandsspólur. Varðandi lífsskoðanir kemur meðal annars fram að aldraðir séu mun trúaðri en þeir sem yngri eru og leggi meiri áherslu á mikilvægi trúarinnar. Um 90% þeirra sem eru á aldrinum 67 ára til 80 fengu trúar- legt uppeldi en um 60% þeirra sem eru 18-24 ára og benti Stefán á að þetta ætti að vera forráðamönnum kirkjunnar leiðbeining í starfi sínu. Fjölbreytt verkefni Jón Helgason, formaður fram- kvæmdanefndar árs aldraðra, segir að vegna þeirra miklu breytinga í þjóðfélaginu og á atvinnuþátttöku fólks verði að endurskoða viðhorfin til aldraðra. Nýta verði þekkingu þeirra og reynslu og gera aldraða sem virkasta í atvinnulífi og á öðr- um sviðum þjóðfélagsins. Framkvæmdanefnd um ár aldr- aðra hefur unnið að ýmsum verk- efnum á ári aldraðra, m.a. samið um gerð útvarpsþátta, margs konar námskeiðahald og nú standa yfir danslagakeppi og ljósmyndasam- keppni. Danslagakeppninni lýkur með dansleik á Hótel íslandi í Reykjavík 21. nóvember og ljós- myndasamkeppnin er í samvinnu við Lesbók Morgunblaðsins og Hans Petersen. Yfirskrift hennar er: Lífið, orkan og árin. Utanríkisráðuneytið sendi yfírlýsingu til Taflands vegna veiks fslendings þar Ríkið ábyrgist að greiða læknishjálp ÍSLENSKA ríkið hefur ábyrgst að greiða sjúkrakostnað 73 ára gamals Islendings, sem legið hefur á sjúkrahúsi í Bangkok í Taílandi síð- an 19. maí. Þetta kom fram í sam- tali Morgunblaðsins við Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra í gær. Heilbrigðisráðuneytið og utan- ríkisráðuneytið unnu í sameiningu að þessu máli, að sögn Ingibjargar. Síðastliðinn laugardag sendi utan- ríkisráðuneytið sjúkrahúsinu „Samitivej Hospital" í Bangkok yf- irlýsingu þess efnis að sjúkrakostn- aður mannsins yrði greiddur að fullu frá og með 17. júlí og þar til annað yrði ákveðið. Ábyrgðaryfirlýsingin nær ekki til læknismeðferðar sem maðurinn hlaut fyrir 17. júlí, en Andri Árna- son, lögmaður mannsins, sagði að aðrir hefðu gengist í ábyrgðir fyrir þeirri upphæð, m.a. hefði ræðismað- ur íslands í Bangkok gengið í per- sónulega ábyrgð. Hann sagði hins vegar að sjúkrahúsið hefði neitað að framkvæma dýra aðgerð, nema að maðurinn hefði getað ábyrgst greiðslu vegna kostnaðarins og vildu þeir helst fá yfirlýsingu frá op- inberri stofnun sem ti-yggingu fyrir því. Nú er yfirlýsingin komin en Andri sagðist ekki vita hvort búið væri að framkvæma aðgerðina. í yfirlýsingu ráðuneytisins óskar það eftir því að maðurinn fái þá læknismeðferð sem nauðsynleg þyki og að samráð verði haft við lækni mannsins hérlendis varðandi meðferðina. I lok yfirlýsingarinnar segir að ráðuneytið sé að kanna ábyrgðatryggingu mannsins og ábyrgð ríkisins gagnvart þeim lækniskostnaði sem safnast hafi upp þar til 17. júlí. Andri sagði að þessi yfirlýsing frá ráðuneytinu breytti engu um þá ákvörðun að lögsækja Karl Steinar Guðnason, forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins, vegna ákvörðun- ar tryggingaráðs að synja veika manninum um tryggingavernd. „Ég skildi utanríkisráðuneytið þannig að þeir féllust á að gefa út þessa yfirlýsingu í ljósi þess að það væri búið að höfða flýtimeðferðar- mál,“ sagði Andri. Með nýju almannatryggingalög- unum sem tóku gildi 1. júlí er fyrst og fremst komið betur til móts við námsmenn, að sögn Ingibjargar, en einnig er aukinn sveigjanleiki gagn- vart þeim sem vilja vera langdvöl- um erlendis. Andri sagði að sam- kvæmt nýju lögunum hefði Trygg- ingastofnun víðtækari heimildir til að ákveða hvort menn hefðu hér lögheimili eða ekki. í máli veika mannsins var hinsvegar farið eftir gömlu lögunum og sagðist hann telja að samkvæmt þeim hafi stofn- unin ekki haft þessa heimild. í framhaldi af þessu máli fannst Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigð- isráðherra rétt að koma því á fram- færi við þá sem hugsuðu sér að vera langdvölum í löndum þar sem íslendingar hefðu ekki bindandi samninga varðandi sjúkratrygginar að kynna sér tryggingamál sín áður en þeir legðu af stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.