Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 11 FRÉTTIR Viðbrögð við hugmyndum Hafnarfjarðarbæjar um að bjóða út kennslu Skólastjórar mishrifnir SKÓLASTJÓRAR á höfuðborgar- svæðinu virðast vera misjafnlega hrifnir af þeim hugmyndum Hafn- arfjarðarbæjar að bjóða grunn- skólakennslu út til einkaaðila. Ekki mun standa til að grípa til svipaðra aðgerða í Reykjavík og telja fræðsluyfirvöld þar þær ekki geta leyst þann vanda sem yfirvofandi kennaraskortur skapi. Viktor A. Guðlaugsson, skóla- stjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, segir hugmyndir Hafnarfjarðarbæj- ar áhugaverðar. „Ég hef reyndar ekki séð þetta nema í Morgunblað- inu og veit því ekki hver útfærslan á þessu er, en að því tilskildu að tryggt sé að öllum lögum og reglu- gerðum um skólahald sé framfylgt get ég ekki séð annað en að áhuga- vert sé að prófa eitthvað í þessa veru.“ Segir Viktor raunar að skref í þessa átt hafí þegar verið stigin í Kópavogi þar sem skólastjórar nokkurra skóla hafi í auknum mæli tekið við fjárhagslegri ábyrgð á rekstri skólanna og munu hug- myndir af svipuðum toga hafa verið uppi í Hafnarfirði líka. „Það er því víða verið að hugsa í þessa veru, þ.e. að auka fjárhagslegt sjálfstæði og um leið rekstrarlega ábyrgð skól- anna,“ segir Viktor. Viktor segist sjá þann kost helstan við útboð á kennslu að með því fái stjómendur ákveðinn sveigj- anleika hvað varðar áherslur í rekstri, auk þess sem stjómendur haldi oft betur utan um starfsemi sína eftir því sem ábyrgðin færist nær þeim. Hann segist hins vegar ekki þekkja nægilega vel til hug- mynda Hafnarfjarðarbæjar til að geta dæmt um galla þeirra, en segir þó að miklu skipti hverjir taki að sér þann rekstur sem hér um ræðir. Það sé grundvallaratriði að þar fari ábyrgir aðilar. Niðurstaða Viktors er þó sú að full ástæða sé til að skoða áætlanir Hafnarfjarðarbæjar nánar. „Það væri að mínu mati mjög metnaðarfullt að prófa þessa leið, enda erfítt að meta hana nema tækifæri gefist til þess.“ Jón Ingi Einarsson, skólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík, er ekki sammála Viktori um ágæti hugmynda Hafnarfjarðarbæjar. „Ég held að það séu ýmsir ann- markar á þessu. Skóli er öðravísi en önnur fyrirtæki og ef peningasjón- armið eiga að fara að ráða öllu þar er spuming hvemig þættir eins og sérkennsla og annað koma út.“ Ekki vildi Jón Ingi þó tjá sig nánar um málið, enda væri það nýkomið upp og hann hefði lítið getað velt því fyrir sér. Leysir ekki vandann í Reykjavík Ólafur Darri Andrason, stað- gengill fræðslustjórans í Reykjavík, sagðist lítið geta tjáð sig þegar hann var spurður að því hvort borg- aryfirvöld hygðust bregða á sama ráð og Hafnarfjarðarbær. Kvaðst hann hafa alla sína vitneskju um málið úr fjölmiðlum og vissi því of lítið um það. Sagðist hann þó ekki vita til þess að hugmyndir af þess- um toga hefðu komið fram hjá Reykjavíkurborg og kvaðst að- spurður ekki telja þær hugsanlega leið til lausnar á þeim kennaraskorti sem skólar borgarinnar standa nú frammi fyrir Morgunblaðið/JEG NEIL Bardal, nýskipaður aðalræðismaður íslands í Gimli (t.v.), og Bill Barlow, bæjarstjóri í Gimli, sem segist vera „Heiðurs-Islendingur". „ALÞINGI Islendinga sýndi mikla samstöðu þegar það samþykkti að leggja fé í byggingu Vesturfarasafns í Gimli,“ sagði Svavar Gestsson þegar hann afhenti Earnest Stefansyni framlag íslands. Veiðar í Barentshafí Eru við „rás- markið“ ÚTGERÐIR íslenskra skipa sem fengu úthlutað kvóta í Barentshafi era að undirbúa skipin til veiða. Svalbarði SI, sem er í eigu útgerðarfélagsins Siglfirðings, fékk úthlutað mest- um kvóta, 329 tonnum. Runólfur Birgisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði að ekki væri víst hvenær eða hvort skipið færi til veiða. „329 tonn duga vart fyrir ein- um túr. Útgerðarmenn skipanna sem eiga kvóta þarna era að velta málum fyrir sér. Sumir þurfa að leigja sér kvóta ef það á að vera arðbært að senda skip norður eftir. Ef við sendum skip þá verður það fyrir september," sagði Runólfur. Ekki er enn bú- ið að gefa út reglugerð um veið- amar en von er á henni í þessari viku. Líklegt er að stórútgerðar- fyrirtæki eins og Grandi, Út- gerðarfélag Akureyringa og Samherji sendi skip fljótlega til veiðanna. Þau fengu öll úthlutað kvóta á nokkur skip og geta því fært hann á eitt og þar með auk- ið arðsemisvon veiðanna. Dræm veiði Dræm aflabrögð hafa verið í Smugunni í sumar. Þrátt fyrir það munu íslensk skip fara fyrr en síðar til veiðanna því að veð- ur gerast oft válynd þar um 'slóðir þegar haustar. Aðalræðismaður íslands í Gimli tekur til starfa Nefnd um einkavæðingu starfar áfram Flugvellir á Þing- eyri og ísafirði Fram- kvæmt fyrir 84 milljónir RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að ráðist verði í framkvæmdir við flug- vellina á Þingeyri og Isafirði fyrir samtals um 84 milljónir króna. Gert hafði verið ráð fyrir til- teknum framkvæmdum við flugvöllinn á Þingeyri fyrir um 40,6 milljónir króna en ljóst þykir að kostnaðurinn verði 11 milijónum króna meiri, eða um 52 milijónir króna. Framkvæmdir á ísafirði vora ekki á áætlun í ár að sögn Jak- obs Fals Garðarssonar, aðstoð- armanns samgönguráðherra, en þegar framkvæmt var eftirlit með flugbrautinni á ísafirði komu m.a. í Ijós skemmdir á bundnu slitlagi og talið var nauðsynlegt að ráðast í endur- bætur fyrir næsta vetur. Heild- arkostnaðurinn er talinn nema 32 milljónum króna, þar af 23 milljónir í ár. „Það er lögð mikil áhersla á að Ijúka framkvæmdum á Þing: eyri á þessu surnri í einni lotu. I fyrra var veitt fé til að hefja framkvæmdir þama, en sú fjár- veiting var fryst og færð yfir á þetta ár. Lagt er tii að 34 millj- ónir króna verði fengnar af auknum tekjum flugmálaáætl- unar fyrir árið 1999 og ráðstafað þannig að 23 milljónfr fari til Isafjarðar og 11 miHjónir til Þingeyrar," segir Jakob Falur. NEIL BARDAL, aðalræðismað- ur Islands í Gimli, tók til starfa síðastliðinn laugardag. Bill Barlow bæjarstjóri bauð hann velkominn og Svavar Gestsson afhenti íjórar og hálfa milljón fslenskra króna til byggingar Vesturfarasafns í Gimli. Jafn- framt lýsti Svavar því yfír að ríkisstjórn Islands mun taka þátt í rekstri skrifstofu ræðis- manns f Gimli. John Harvard, þingmaður kanadíska þingsins, afhenti Betel-stofnuninni níu- tfu þúsund dollara sem er framlag kanadfska ríkisins til safnsins. „Það er merkilegt og ein- stakt að erlent ríki setji upp skrifsofu ræðismanns í svo litl- um bæ,“ sagði Bill Barlow bæj- arstjóri við athöfnina. „En þeg- ar litið er á söguleg tengsl Gimli og íslands þá er þetta nyög rökrétt.“ Neil Bardal hefur verið aðal- ræðismaður íslands f Winnipeg undanfarin ár og hefur barist ötullega fyrir því að Island opni sendiráð í Kanada. Þegar Svavar Gestsson tók við sem aðalræðismaður í Winnipeg var ákveðið að Neil yrði gerð- ur að ræðismanni í Gimli, enda býr hann í Húsavík sem er ör- skammt þar frá. „Það er kominn tími til að skilgreina upp á nýtt tengslin milli okkar,“ sagði Neil. „Það eru miklir möguleikar í við- skiptum á milli landanna og ég vil að í Gimli verði miðstöð þeira viðskipta. Við þurfum að flytja út hágæða vörur frá Is- landi og selja þær fólki sem vill aðeins það besta. Vegna þess að í Kanada eru tugir ef ekki hundruð þúsunda manna af ís- lenskum ættum þá er auðveld- ara að markaðssetja íslenskar vörur. Tækifærin blasa við okkur núna en við verðum að grípa gæsina meðan hún gefst því tengslin minnka með hverri kynslóð.“ Bill Barlow telur að mögu- leikarnir á viðskiptum milli Is- lands og Gimli séu nokkrir. Sem dæmi nefndi hann að Is- lendingar hefðu haft samband við hann varðandi útflutning á vatni og í Segrams-verksmiðj- unni í Gimli stæði einmitt ónot- uð átöppunarsamstæða sem hægt væri að nýta. „Eitt að þvf sem við setjum á oddinn er að sannfæra Flug- leiðir um að heíja flug til Winnipeg,“ sagði Neil Bardal. „Þá munu ótal möguleikar opnast, ekki bara í ferða- mannaþjónustu eins og gerðist í Halifax, heldur einnig í vöru- flutningum og viðskiptum. Flugvöllurinn í Winnipeg er einn nútímalegasti og besti hlekkur til að tengja saman flutninga í lofti við lestar og flutningabfla í Norður-Amer- fku. RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sín- um í gær að endumýja skipan fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu sem starfaði á seinasta kjörtímabili og skilaði m.a. skýrslu um störf sín fyrir Alþingiskosningarnar í vor. I nefndinni eru Hreinn Loftsson hrl., formaður nefndarinnar og fulltrúi forsætisráðherra í henni, Jón Sveins- son hrl., fulltrúi utanríkisráðheiTa, Steingrímur Ari Arason hagft’æðing- ur, fulltrái fjármálaráðherra, og Sæv- ar Þór Sigurgeirsson, löggiltur endur- skoðandi, fulltrúi viðskiptaráðherra. Verslunarmannahelgin í London frá kr. 17.500 Frábært tækifæri til að fara til London um verslunar- mannahelgina á hreint frábærum kjörum og njóta heimsborgarinnar í 6 daga. Farið út á miðviku- dagskvöldi og komið heim á þriðjudagsmorgni, þannig að aðeins er um að ræða 2 frídaga. Hjá Heimsferðum getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel í hjarta London. Verð kr. 17.500 Verð kr. Verð pr. mann m.v. hjón með 2 böm, 2 —11 ára með flugvallarsköttum. 20.380 Flugsæti fyrir fullorðinn, 28. júlí, með sköttum. HEIMSFEKÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • simi 562 4600 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.