Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginkona mín, ERLA GUÐNADÓTTIR frá Miðbæ, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í Bólstaðarhlíð 48, andaðist á Landspítalanum, deild 21 a mánudaginn 19. júlí. Helgi Pálmarsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG L. GUÐJÓNSDÓTTIR, Holtsgötu 34, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 11. júlí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 22. júlí kl. 13.30. Jóhanna Sigr. Sigurðardóttir, Jón Erlendsson, Nanna K. Sigurðardóttir, Smári S. Sigurðsson, Guðrún Erla Sigurðardóttir, Þorgeir J. Andrésson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA HELGA FRIÐRIKSDÓTTIR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, miðvikudaginn 21. júlí, kl. 13.30. Páll Sölvason, Pálína Bjarnadóttir, Guðmundur Pétursson, Bjarni Bjarnason, Þórdís Jónsdóttir, Sölvi Pálsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Hafdís Pálsdóttir, Óli Már Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HALLDÓR ÞÓRARINSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 22. júlí kl. 13.30. Ingiberg Þ. Halldórsson, Jórunn Hadda Egilsdóttir, Katrín M. Þórðardóttir, Jens S. Halldórsson, Alexía M. Ólafsdóttir, Ástbjörg Halldórsdóttir, Teitur Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför móður okkar og tengdamóður, JÓNU SIGURJÓNSDÓTTUR, Kópavogsbraut 1 b, sem lést þriðjudaginn 13. júlí, verður ger< frá Grindarvíkurkirkju föstudaginn 23. júl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Grindarvíkurkirkju. Valborg Ó. Jónsdóttir, Börkur Þ. Arnljótsson, Guðlaug R. Jónsdóttir, Margeir Á. Jónsson, Árni Þorvaldur Jónsson, Guðrún Halla Gunnarsdóttir. Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför EIÐS BALDVINSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir þeirra góðu umönnun. Aðstandendur. HAUKUR SVEINSSON + Haukur Sveins- son fæddist í Reykjavík 28. sept- ember 1917. Hann lést á Landakots- spítala 12. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Jónsson, f. 13. júní 1889, d. 12. mars 1966, og Kristín Sigurðar- dóttir, f. 21. júlí 1898, d. 8. septem- ber 1979. Eftirlif- andi eiginkona Hauks er Hólmfríð- ur Sölvadóttir, f. 21. september 1917 á Vatni á Höfðaströnd. Foreldrar hennar voru Sölvi Kjartansson, d. 23. desember 1925, og Kristín Sigurðardótt- ir, f. 24. ágúst 1883, d. 26. apríl 1969. Börn þeirra: 1) Sveinn Þórir, f. 17. október 1940, d. 14. júní 1967. 2) Kristján, f. 10. október 1944, kvæntur ísfoldu Að- alsteinsdóttur, f. 20. mars 1946. Börn þeirra eru: a) Kristín, f. 19. júlí 1968, gift Kristjáni Bárðarsyni ojg eiga þau börnin Agúst Viðar, Jó- hönnu Maggý og Hjalta Snæ. b) Hólm- fríður, f. 22. júlí 1974, gift Lee Wallace og eiga þau soninn Jack. c) Isfold, f. 18. febrúar 1986. Barnsmóðir: Sigríður Skarphéð- insdóttir. Barn þeirra: d) Fann- ey, f. 31. janúar 1968, gift Brynjólfi Gunnarssyni og eiga þau börnm Jóhönnu Lind, Ivar Atla og Árnýju Björk. 3) Guð- mundur Valur, f. 10. október 1952, kvæntur Nönnu H. Ás- grímsdóttur, f. 10. mars 1953. Börn þeirra: a) Haukur, f. 1. desember 1977, kvæntur Jenni- fer R. Guðmundsson. b) Ásgerð- ur Helga Guðmundsdóttir, f. 8. nóvember 1978. Sonur hennar er Guðmundur Helgi Róberts- son. c) Sveinn Þórir, f. 27. janú- ar 1981, unnusta Magnea Helgadóttir. d) Sigurður Valur, f. 18. september 1984. e) Hart- mann Kristinn, f. 10. desember 1990. 4) Edda Björk, f._21. júní 1956, gift Hartmanni Ásgríms- syni, f. 7. ágúst 1955. Börn þeirra eru: a) Ásgrímur, f. 5. febrúar 1980. b) Illugi, f. 3. des- ember 1981. c) Kristín, f. 10. nóvember 1983. d) Guðlaug, f. 13. júní 1985. e) Þórgunnur, f. 22. október 1988. f) Hólmfríður, f. 29. júní 1990. g) Helga Sigríð- ur, f. 12. maí 1992. h) Björn Virgill, f. 9. desember 1995. Barn Hauks utan hjónabands: 5) Hreinn H. Nielsen, f. 19. októ- ber 1937. Haukur starfaði allan sinn starfsaldur hjá Reykjavík- urborg. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Afi okkar var góður maður, það sem okkur er minnisstæðast um hann er að gaman þótti honum að koma til Vestmannaeyja þar sem við búum. Ekki gengu allar ferðir hans til eyja slysalaust fyrir sig. Best munum við þegar brotsjór gekk yfír skip það er hann sigldi með. Þótti honum það fyndið þó að flestir aðrir hafi eigi verið á sömu skoðun. Honum varð lítið meint af að öðru leyti en því að við bræðumir neyddumst til að draga úr fæti hans glerbrot. Afi Haukur var mikill náttúruunnandi og átti rollur og ræktaði tré í massavís, að vísu með meira kappi en forsjá, og fékk hann af slysni út mikið af bonsai trjám á hvert eðli- legt tré. Hann átt beinvaxnasta tré í Reykjavík, sem nú er verið að klóna með ærinni fyrirhöfn af öðrum trjá- plöntuunnendum. Það er best til vitnis um snilli hans á tijáræktar- sviðinu. Gjafmildur, gamansamur og ljúf- ur maður eru þau orð sem best fá lýst okkar heittelskaða móðurföður. Megi Drottinn vera sálu hans náðugur og líta eftir ömmu. Ásgrímur og Illugi Hartmannssynir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku afi, mánudagurinn 12. júlí verður ávallt minnisstæður í mínum huga. En það var þennan dag að þú varst kallaður í burtu og kvaddir þetta líf. Ég átti erfitt með að sætta mig við að þú værir farinn en gat þó huggað mig við það að þú hefðir farið á betri stað. Og þér liði mun betur nú en þér leið síðustu daga þína í lif- andi lífi. Síðustu mánuði hrakaði heilsu þinni verulega og undir það síðasta varstu orðinn mjög slappur. Þinn tími var sennilega kominn. Og ég veit að Sveinn Þórir, sonur þinn, tók þér opnum örmum og mun gæta þín vel. Á stundu sem þessari hrannast upp minningar um liðinn tíma í huga mér. Elsku afi, ég mun ætíð muna þær stundir sem við áttum saman uppi á landi í fjárhúsunum þínum. Og alltaf fannst mér það jafn spennandi að fá að kíkja á stóru, flottu hrútana þína. Það voru ófá skiptin sem ég kom í heimsókn á Langholtsveginn og þú sast á eldhúskolli í forstofunni að gera trjástiklinga klára undir það að verða plantað niður í mold. Þú hafðir mikið vit á tijárækt og sést það best á Veðramótum hve snjall þú varst á því sviði. Við systkinin, ég og Haukur, þá sérstaklega Haukur, vorum alltaf með annan fótinn hjá ykkur ömmu. Þér og Hauki samdi einstaklega vel, voruð mjög samrýndir og samskipti mikil þar til fyrir rúmlega einu ári er Haukur flutti af landi brott. Þið Haukur voruð saman öllum stund- um alveg frá því að hann fæddist og kenndir þú honum margt, þar á meðal vísur er hann þuldi fram og til baka ungur að árum. Það var alltaf svo hlýlegt og gott að koma í heimsókn til ykkar ömmu og mun ég geyma þær minningar að eilífu í hjarta mínu. Elsku afi minn, ég mun ætíð sakna þín og þú munt um aldur og ævi eiga stað í hjarta mínu. Ég bið Guð að styrkja ömmu og aðra ætt- ingja á þessum erfiðu tímamótum í lífi okkar allra. Með þessum orðum kveð ég þig í hinsta sinn, elsku afi minn. Hér áttu blómsveig bundinn af elsku, blíðri þökk og blikandi tárum. Hann fólnar ei en fagur geymist í hjörtum allra ástvina þinna. (H. Loftsdóttir) Þín sonardóttir, Ásgerður Helga Guðmundsdóttir. + Elskulegur drengurinn okkar, bróðir og dóttur- sonur, KRISTINN RÚNAR INGASON, Suðurhólum 22, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 11. júlí, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 21. júlí, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á meðferðarheimilið Virkið. Indíana Þorsteinsdóttir, Rósa Sigrfður Sigurðardóttir, Ingi Rúnar Ellertsson, Þrúða Sif Einarsdóttir, Marteinn Jón Ingason, Rósa G. Halldórsdóttir og aðrir aðstandendur. + Útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ÞURÍÐAR GUÐNADÓTTUR, Grófarseli 17, Reykjavík, fer fram frá Seljakirkju á morgun, fimmtuda- ginn 22. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Páli Hjartarson, börn, tengdabörn og barnabörn. Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför bróður okkar, GUÐSTEINS ÞORSTEINSSONAR frá Köldukinn, Holtum. Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar Sól- vangs fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Sigríður Þorsteinsdóttir, Svava Þorsteinsdóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.