Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 44
' 44 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk Hæ, stjóri, erum við komin yfir í leiknum? Nei, við crum ekki Erum við Já, við erum undir, ^rfir, og við verðum undir? og við verðum líklega líklega aldrei yfir! alltaf undir! Einhveijar fleiri Hvemig spumingar? hefur þér liðið? » BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hugarfarsbreyting íslenskra kvenna: Frá Huldu til Sivj- ar og Þorgerðar: Frá Pétri Péturssyni þul: VART líður sá dagur að ekki sé rætt og ritað um væntanlega kristnitöku- hátíð, „friðarferli", svo þokkalegt sem það orð er nú, ílokkun úrgangs, lífrænt efni og guð má vita hvað. A tímum hringborðsumræðna og ráðstefnuhalds mætti e.t.v. ræða um þá geigvænlegu breytingu sem orðið hefur á afstöðu íslenskra kvenna til friðarmála og hernaðar. Hvað hefur gerst í íslensku þjóðlífi sem veldur þessu? Hulda skáldkona, Unnur Bjarklind, kvað hátíðarljóð sitt: Hver á sér fegra föðurland. Islenska þjóðin hlýddi hugfangin á ljóðið sungið á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944. Ljóðið er óður til friðarins. Sungið er um þjóðina, „sem þekkir hvorki sverð né blóð“. Islendingar neituðu að verða við kröfu banda- manna um að segja Þjóðverjum stríð á hendur þrátt fyrir manntjón af völdum þýskra kafbáta. Fast var haldið við hlutleysi og vopnleysi. Nú bregður svo við að íslenskar konur, ungar mæður, sem kjömar hafa verið til setu á Alþingi, ganga fram fyrir skjöldu og lýsa fögnuði og ánægju vegna loftárása á borgir í fjarlægu landi, klappa árásarsveitum NATO lof í lófa og finna það eitt að framferði hersveitanna, að árásimar hefðu átt að hefjast fyrr. Sjónvarps- áhorfendur sáu eldtungur bera við himin er sjúkrahús í Belgrad og að- setur erlendra sendiráða hrandu til granna. Það vakti furðu að Siv Frið- leifsdóttir, sem ber friðinn í föður- nafni sínu og er formaður bygginga- nefndar barnaspítala, skuli láta sér slík orð um munn fara. Hún á að segja af sér formennsku. Bamaspít- ali Hringsins getur ekki leyft sér þá ósvinnu að hafa valkyrju, sem fagnar bálkesti, sem brennir sjúkrahús í höfuðborg annars ríkis til grunna. Þá hefur Siv orðið tíðrætt um flokkun sorps og talað fagurlega um lífrænan úrgang. Hvað um sorpeyð- ingu bandaríska hersins í hrauni fyr- ir sunnan Hafnarfjörð? Þar var flutt rasl af flugvellinum, kveikt í því og eldar látnir skíðloga eins og eftir loftárás NATO á Belgrad. Bólu- Hjálmar kvað um gimsteina í mannsorpinu. Ætlar Siv Friðleifs- dóttir okkur íslendingum það hlut- skipti að vera einskonar lífrænt mannsorp í herþjónustu NATO? Þá vakti það ekki minni furðu er dóttir skátahöfðingjans Gunnars Eyj- ólfssonar og tengiliður við meðhjálp- ara Keflavíkurkirkju, nýkjörin þing- maður, lýsti fognuði yfír loftárásum þeim sem hér vora taldar. Sprengj- urnar féllu í grennd bamaheimila og íbúðarhúsa. Þingkonan unga er í hópi verðandi mæðra. Er ekki ótrúleg fjarlægð milli ljóðlína Huldu skáld- konu um friðsömu þjóðina við ysta haf, sem þekkir hvorki sverð né blóð og ungu þingkvennanna sem fagna eldi og blóði og sprengjum, sem rign- ir yfír vamarlausan almenning í Belgrad? Og brýrnar yfír Dóná, sem féllu hver af annarri. Það var sú tíð að íslenskir karlakórar ferðuðust um meginlandið og sungu: „Dóná, svo blá“. Aldrei framar verður Dóná blá. Enginn íslenskur kór getur með hreinni samvisku sungið það ljóð. Og hætt er við að raddimar verði ryðg- aðar ef einhverjum skyldi hafa dottið í hug að syngja ljóð Huldu um friðar- ást Islendinga. Er ekki þörf á hugarfarsbreytingu? Eða á heimabær utanríkisráðherra, VOPNA-fjörður, að verða höfuðborg og hugsjónabanki íslendinga? Siðblinda þeirra sem fögnuðu því að sprengjum var varpað á Belgrad nú lýsa með orðum fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO sem var látinn hætta störfum vegna misferl- is. Hann sagði: „I never done somet- hing wrong“. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Yitið þið? Frá Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur: STJ ÓRNMÁLAFLOKKURINN „Náttúralögmálaflokkurinn" er til í rúmlega 80 löndum, og sífellt bætast fleiri í hópinn. Hann heitir á ensku The Natural Law Party (skammstaf- að: NLP). Markmið Náttúralög- málaflokkanna er eitt og hið sama um allan heim, en það er að landslög séu í samræmi við og í sátt við lög- mál náttúrannar. Ef samræmi er á milli náttúrulögmálanna og lands- laga stríðum við ekki gegn heldur höfum stuðning frá náttúrulögmál- unum í stjórnun (stjórnmálum) og í samfélaginu öllu. Það táknar að jafn- vægi og friður er í stað árekstra. I Frakklandi, Hollandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, á Indlandi og Italíu hafa Náttúralögmálaflokkarnir fólk í opinberam stöðum og fer því fjölg- andi. Sjötta heimsþing flokkanna (Natural Law Parites) verður í Bonn í lok júlí nk. Slóðin hjá NLP er www.natural-law-party.org í Pakistan var Náttúrulögmála- flokkur stofnaður í byrjun júlí, og farið að gera ráðstafanir til að koma á friði í Kasmír - með því að hafa stuðning náttúralögmálanna í stað þess að stríða gegn þeim eins og lög- gjöf sumra ríkja gerir óneitanlega. Tæknin á bak við það að vinna með (en ekki gegn) lögmálum nátt- úrannar, og öðlast þannig meðbyr frá þeim, er útskýrð með einfaldri eðlisfræði sem allir geta auðveldlega skilið. Dr. John Hagelin, eðlisfræðingur, er í framboði sem forseti Bandaríkj- anna fyrir Náttúrulögmálaflokkinn (NLP) þar. GUÐRÚN KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, hugverktaki/rithöfundur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.