Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 48
> 48 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ 5 LEIKFELAG \ REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: Utla ktytUnýsbúðÍH eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. Rm. 22/7 AUKASÝN. - laus sæti fös. 23/7 laus sæti lau. 24/7 laus sæti Ósóttar pantanir seldar daglega. Erim byrjuð að taka niður pantanir fyrir ágústmánuð. Miðasalan er opln virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. FOLK I FRETTUM ERLENDAR oooooo Skúli Helgason fjallar um nýjustu plötu Echo & The Bunnymen, What are you going to do with your life. ★★★★ Orðhákur dreg- ur seiminn! 5 30 30 30 HAasala optn Irá 12-18 gg Iram aö sýringu mmralltyrt’1 '#ei HADEGISLEIKHUS - kl. 12.00 Mið 21/7 örfá sæti laus Rm 22/7 örfá sæti laus, Fös 23/7 SNYRAFTUR Rm 22/7 örfá sæti laus Fös 23/7 kl. 23.00 UPPSELT Ath! Aðeins þessar sýningar TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðró. Botðaparrtanir í síma 562 9700. ISLENSKA OPERAN __iiiti IMIJIBJJIIJ Gamanleikrit í leikstjórn Jkf? Siguröar Sigurjónssonar Fös 23/7 kl. 20 örfá sæti Lau 24/7 kl. 20 örfá sæti Ósóttar pantanir seldar daglega Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 12 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga ÉG MYNDI aldrei kalla þá íslands- vini en því verður ekki mótmælt að þeir komu til Islands, létu mynda sig í klakaböndum hér á Fróni og notuðu afraksturinn á umslagi þriðju plötu sinnar, Porcupine, árið 1983. Þeir spiluðu m.a.s. í Laugar- dalshöllinni skömmu síðar þar sem undirritaður mætti ásamt hálfu te- boði eða svo. Landinn lét sér sem sagt fátt um finnast en ég fer ekki ofan af því að tónleikarnir voru feikna góðir. Bunnymen voru stórveldi í bresku poppi á fyrri hluta síðasta áratugar, í klassa með U2, Smiths og örfáum öðrum sem náðu að fanga kraft og kynngi pönktímabiis- ins án þess að missa sjónar af meló- díunni. Ocean Rain frá 1984 er ein af mínum uppáhalds plötum, full af frábærum lögum og tígulega hljóð- skreytt á tíma þegar strengleikar voru fátíðir í poppinu. Upprisa holdsins Ocean Rain var upphafið að enda- lokum Bunnymen, í kjölfarið fylgdi plata sem fór of langt í poppáttina og svo sprakk allt í loft upp. Trommarinn Pete De Freitas lést sviplega og þá var svo komið að engum datt í hug að Bunnymen yrðu annað en bergmál úr gröf frá í gær. En skyndilega fyrir tveimur ár- um reis sveitin úr dái, gaf út ágæta plötu, Evergreen, og fylgir henni nú eftir með þessari sem telst vera átt- unda breiðskífa Echo & the Bunny- men. Heldur er nú farið að grisjast á skútunni, því bandið telur nú bara tvo: söngvarann Ian McCulloch og gítarleikarann Will Sergeant. Bassaleikarinn Les Pattinson er ekki lengur gildur limur og spilar bara í einu lagi. ¥ Óperukór Konunglega Leikhússins í Kauymannahöfn I he L heldur tónleika með dönskum söngvum, óperuþáttum og Negro Spirituals í Hafnarborg miðvikudaginn 21. júlí kl. 20.30. Mdagisltl etjjasosa .ellgPÍlu llölgtffl feríaskrifstofa stúdenta Alltaf á miðvlku-, fimmtu-, og föstudögum Háöegisverður kl. 12.00, eýningin hefet kl. 12.20 og lýkur um kl. 12.50. Miðaverð með mat 1.450 kr. Lelkarl: Stefán KsrI Stefáneeon Lelkstjórn: Magnúe Geir hórðar6on Miðasölusími 5 30 30 30 Úlfur með silkihanska Nú er nauðsynlegt að rifja það upp að leiðtogi Echo & the Bunny- men, Ian McCulloch, var alræmdur í árdaga fyrir kjaftbrúk og víðáttu- vítt sjálfsáht. Makki kjaftur var hann kallaður af sveitungum sínum fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar um yfirburði Bunnymen á markaðn- um og eitraðar skítapillur í garð kolleganna. A þessari nýju plötu bregður hins vegar svo við að Kjafturinn talar tungu sem ekki gæti grandað kyrr- stæðri flugu með sjóntruflanir. Hvort elli kerling hefur hér mildað stál hins vígfima riddara skal ekki um sagt en hér svífur þroski og angurværð yfir vötnum. Titillinn segir sitt, efi hins „miðaldra“ manns svífur yfir vötnum og ég er ekki frá því að það sé bara vinalegt að heyra Kjaftinn skrolla aðeins á egóinu. Hvað tónlistinni viðvíkur þá er þetta ofbeldislaust gæðapopp, smekklegar laglínur og fínlegar strengjaútsetningar sem stundum Nakin í næstu mynd LEIKARAR virðast margir hverjir velta því lengi fyrir sér hvort þeir eigi að leika í nektarsenum. Leikkonan Rene Russo sá fram á að þurfa að leika í slíkri senu og ákvað að bera málið undir yf- irvaldið í efra. Hún segist fara reglulega í kirkju og hafa spurt Guð hvort hún ætti að koma fram nakin í myndinni The Thomas Crown Affair þar sem hún leikur á móti Bond-manninum sjálfum, Pi- erce Brosnan. „Eg veit ekki til þess að það standi í biblíunni: „Ekki vera nakin í kvik- mynd“,“ sagði Russo í samtali við Los Angeles-tímaritið. Russo var spurð að því hvað hún héldi að páfanum fyndist um uppátækið og svaraði hún því til að á mörgum fallegustu málverkunum sem hanga á veggjum Vatíkansins væru berar konur og því ekkert Stephen King kominn heim EFTIR margar skurðaðgerðir og þrjár vikur á sjúkrahúsi hefur rithöfundurinn Stephen King loks snúið aftur heim til sín. Keyrt var á King er hann var á gangi við sumarhús sitt í Long Island um miðjan júní. Hann er enn of máttfarinn til að ræða við blaðamenn en lét taismenn sína skila þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt hann í verki og hjarta eftir slysið. Nú tekur við endurhæfíng sem mun að líkindum standa yfir í ár en að henni lokinni segja læknar að hann eigi að hafa náð fyrri styrk. minna á mýkri strófur Nicks Cave og er þar ekki leiðum að líkjast. Það er ekkert hérna sem slær mann kaldan af geðshræringu en platan er öll mjög áheyrileg og McCulloch er býsna sympatískur söngvari, sem fer eins og völundur með faglegar tónsmíðar. Hann hefur m.a.s. haft vit á því að ráða hljóðblandarann Mark „Spike“ Stent í sína þjónustu á þessari plötu en hann þykir ein- hver færasti söngblandari í brans- anum, vann m.a. með Björk á Homogenic. Þá koma Fun Lovin Criminals fram sem gestaleikarar í tveimur lögum. Bestu lög plötunnar eru titillagið What are you going to do with your life? þar sem hinn nýi ljúfsári tónn efahyggju og hógværðar er sleginn og London Metropolitan Orchestra leikur undir af stakri smekkvísi; Rust; Get In The Car; Lost on You og Fools like us, allt léttleikandi gít- arpopplög með grípandi laglínu. Grátt en gaman Maður hefur séð marga gamla pönk- og nýbylgjukalla lafa í leður- gallanum löngu eftir að ístran er búin að sprengja burt öryggisnæl- umar en Makki og félagar em blessunarlega lausir við alla auma fortíðarfíkn. Reyndar er það ekki svo skrýtið, Bunnymen vom aldrei í hópi þeirra sem gáfu skít í gömlu meistarana, áhrif frá sveitum eins og Doors vora t.d. fyrir hendi allt frá fyrstu tíð. Hér glansar grá- sprengdur virðuleiki manna sem þekkja tímana tvenna og nýta sér það. Að lokum. What are you going to do with your life? er besta plata Echo & the Bunnymen síðan 1984 og á skilið að fá fjórar stjömur. P.s. Nýjustu fréttir! Ég var að sjá það á Netinu að McCulloeh lýsti því yfir í nýlegu viðtali að Echo & The Bunnymen væri besta hljóm- leikasveit veraldar. Makki kjaftur lifir! ósiðlegt við það. Myndin, sem frumsýnd verður vestanhafs í byijun ágiíst, íjaliar um millj- énamæring sem stundar sér til gamans að ræna banka. Russo leikur lögreglukonuna sem kemst á snoðir um málið en verður ástfangin af auð- kýfingnum myndarlega. Stutt Brosnan hættir IRSKI leikarinn Pierce Brosnan, sem leikið hefur breska njósnar- ann James Bond undanfarin ár, er farinn að huga að því að gefa frá sér hlutverk- ið. Brosnan, sem er 46 ára, hefur ákvcðið að hann muni aðeins leika í ijómm James Bond myndum. Tvær hafa þegar verið sýndar og sú þriðja, „The world is not enough", verður frumsýnd vestanhafs í október. Það á svo eftir að gera þá fjórðu og eftir það mun Brosnan kveðja Bond. Hann segist ekki vilja fest- ast í hlutverkinu og að hann hafi áhuga á því að leika í annars kon- ar kvikmyndum. Þeir sem þekkja til í kvikmynda- iðnaðinum segja að vel gæti komið til greina að eftirmaður hans yrði svartur. Brosnan sjálfur hefur gef- ið í skyn að Colin Salmon, sem lék í „Prime Suspect", gæti orðið lík- legur eftirmaður hans. Kvikmynd um 2Pac S J ÓNVARPSSTÖÐIN MTV er að fara að gera kvikmynd um ævi rapp- arans 2Pac Shakur. 2Pac var einn vinsælasti rappari fyrr og síðar en var skotinn til bana í september 1996. Það verða að mestu óþekktir leikarar sem leika í myndinni en frægir tón- listarmenn munu koma fram í henni. Skortur á kyn- þokkafullum karlmönnum? NOKKRIR af helstu sjónvarps- þáttaframleiðendum Bandaríkj- anna kvarta nú yfir því að Hollywood virð- ist hafa orðið uppiskroppa með kynþokka- fulla karlmenn. Framleiðend- ur Bráðavaktar- innar segja að hvorki Noah Wyle, sem leikur John Carter, né Eriq La Salle, sem leikur Peter Benton, takist að fylla í það skarð sem hjartaknúsarinn Gieorge Cloo- ney, sem lék Doug Ross, skildi eft- ir sig þegar hann hætti að leika í þáttunum á dögunum. Þættirnir „Law and Order“ hafa einnig dal- að í vinsældum síðan Benjamin Bratt, kærastinn hennar Juliu Ro- berts, hætti að leika í þeim. Haft hefur verið eftir forstjóra eins sjónvarpsversins í Hollywood að skortur sé á kynþokkafullum karlmönnum um þessar mundir. Það sé verið að leita að karlmönn- um til að koma í stað leikara sem séu að hætta og að það hafi aldrei verið jafn erfitt og nú. Þannig að nú hlýtur að vera tækifærið, strák- ar! Meiri texti, minni hasar HASARMYNDAHETJAN Sylvester Stallone mun brátt sýna á sér nýja hlið. Næsta kvikmynd hans, „Detox“, er dramatísk spennumynd og þar leikur Stallone lögreglumanninn Ja- ke Makoy. Segist hann hafa tekið hlutverkið að sér því það sé meira krefjandi andiega en líkamlega og í myndinni sé mikið um samtöl og lítið um átök. George Clooney
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.