Morgunblaðið - 21.07.1999, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.07.1999, Qupperneq 44
' 44 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk Hæ, stjóri, erum við komin yfir í leiknum? Nei, við crum ekki Erum við Já, við erum undir, ^rfir, og við verðum undir? og við verðum líklega líklega aldrei yfir! alltaf undir! Einhveijar fleiri Hvemig spumingar? hefur þér liðið? » BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hugarfarsbreyting íslenskra kvenna: Frá Huldu til Sivj- ar og Þorgerðar: Frá Pétri Péturssyni þul: VART líður sá dagur að ekki sé rætt og ritað um væntanlega kristnitöku- hátíð, „friðarferli", svo þokkalegt sem það orð er nú, ílokkun úrgangs, lífrænt efni og guð má vita hvað. A tímum hringborðsumræðna og ráðstefnuhalds mætti e.t.v. ræða um þá geigvænlegu breytingu sem orðið hefur á afstöðu íslenskra kvenna til friðarmála og hernaðar. Hvað hefur gerst í íslensku þjóðlífi sem veldur þessu? Hulda skáldkona, Unnur Bjarklind, kvað hátíðarljóð sitt: Hver á sér fegra föðurland. Islenska þjóðin hlýddi hugfangin á ljóðið sungið á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944. Ljóðið er óður til friðarins. Sungið er um þjóðina, „sem þekkir hvorki sverð né blóð“. Islendingar neituðu að verða við kröfu banda- manna um að segja Þjóðverjum stríð á hendur þrátt fyrir manntjón af völdum þýskra kafbáta. Fast var haldið við hlutleysi og vopnleysi. Nú bregður svo við að íslenskar konur, ungar mæður, sem kjömar hafa verið til setu á Alþingi, ganga fram fyrir skjöldu og lýsa fögnuði og ánægju vegna loftárása á borgir í fjarlægu landi, klappa árásarsveitum NATO lof í lófa og finna það eitt að framferði hersveitanna, að árásimar hefðu átt að hefjast fyrr. Sjónvarps- áhorfendur sáu eldtungur bera við himin er sjúkrahús í Belgrad og að- setur erlendra sendiráða hrandu til granna. Það vakti furðu að Siv Frið- leifsdóttir, sem ber friðinn í föður- nafni sínu og er formaður bygginga- nefndar barnaspítala, skuli láta sér slík orð um munn fara. Hún á að segja af sér formennsku. Bamaspít- ali Hringsins getur ekki leyft sér þá ósvinnu að hafa valkyrju, sem fagnar bálkesti, sem brennir sjúkrahús í höfuðborg annars ríkis til grunna. Þá hefur Siv orðið tíðrætt um flokkun sorps og talað fagurlega um lífrænan úrgang. Hvað um sorpeyð- ingu bandaríska hersins í hrauni fyr- ir sunnan Hafnarfjörð? Þar var flutt rasl af flugvellinum, kveikt í því og eldar látnir skíðloga eins og eftir loftárás NATO á Belgrad. Bólu- Hjálmar kvað um gimsteina í mannsorpinu. Ætlar Siv Friðleifs- dóttir okkur íslendingum það hlut- skipti að vera einskonar lífrænt mannsorp í herþjónustu NATO? Þá vakti það ekki minni furðu er dóttir skátahöfðingjans Gunnars Eyj- ólfssonar og tengiliður við meðhjálp- ara Keflavíkurkirkju, nýkjörin þing- maður, lýsti fognuði yfír loftárásum þeim sem hér vora taldar. Sprengj- urnar féllu í grennd bamaheimila og íbúðarhúsa. Þingkonan unga er í hópi verðandi mæðra. Er ekki ótrúleg fjarlægð milli ljóðlína Huldu skáld- konu um friðsömu þjóðina við ysta haf, sem þekkir hvorki sverð né blóð og ungu þingkvennanna sem fagna eldi og blóði og sprengjum, sem rign- ir yfír vamarlausan almenning í Belgrad? Og brýrnar yfír Dóná, sem féllu hver af annarri. Það var sú tíð að íslenskir karlakórar ferðuðust um meginlandið og sungu: „Dóná, svo blá“. Aldrei framar verður Dóná blá. Enginn íslenskur kór getur með hreinni samvisku sungið það ljóð. Og hætt er við að raddimar verði ryðg- aðar ef einhverjum skyldi hafa dottið í hug að syngja ljóð Huldu um friðar- ást Islendinga. Er ekki þörf á hugarfarsbreytingu? Eða á heimabær utanríkisráðherra, VOPNA-fjörður, að verða höfuðborg og hugsjónabanki íslendinga? Siðblinda þeirra sem fögnuðu því að sprengjum var varpað á Belgrad nú lýsa með orðum fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO sem var látinn hætta störfum vegna misferl- is. Hann sagði: „I never done somet- hing wrong“. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Yitið þið? Frá Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur: STJ ÓRNMÁLAFLOKKURINN „Náttúralögmálaflokkurinn" er til í rúmlega 80 löndum, og sífellt bætast fleiri í hópinn. Hann heitir á ensku The Natural Law Party (skammstaf- að: NLP). Markmið Náttúralög- málaflokkanna er eitt og hið sama um allan heim, en það er að landslög séu í samræmi við og í sátt við lög- mál náttúrannar. Ef samræmi er á milli náttúrulögmálanna og lands- laga stríðum við ekki gegn heldur höfum stuðning frá náttúrulögmál- unum í stjórnun (stjórnmálum) og í samfélaginu öllu. Það táknar að jafn- vægi og friður er í stað árekstra. I Frakklandi, Hollandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, á Indlandi og Italíu hafa Náttúralögmálaflokkarnir fólk í opinberam stöðum og fer því fjölg- andi. Sjötta heimsþing flokkanna (Natural Law Parites) verður í Bonn í lok júlí nk. Slóðin hjá NLP er www.natural-law-party.org í Pakistan var Náttúrulögmála- flokkur stofnaður í byrjun júlí, og farið að gera ráðstafanir til að koma á friði í Kasmír - með því að hafa stuðning náttúralögmálanna í stað þess að stríða gegn þeim eins og lög- gjöf sumra ríkja gerir óneitanlega. Tæknin á bak við það að vinna með (en ekki gegn) lögmálum nátt- úrannar, og öðlast þannig meðbyr frá þeim, er útskýrð með einfaldri eðlisfræði sem allir geta auðveldlega skilið. Dr. John Hagelin, eðlisfræðingur, er í framboði sem forseti Bandaríkj- anna fyrir Náttúrulögmálaflokkinn (NLP) þar. GUÐRÚN KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, hugverktaki/rithöfundur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.