Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 11
w war MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 11 Stjórnvöld áforma að verja 150 milljón- um til stuðnings hrossarækt Gert án samráðs við Félag hrossabænda KRISTINN Guðnason, formaður Félags hrossabænda, segir að ekk- ert samráð hafi verið haft við félag- ið um átak til að efla fagmennsku í hrossarækt, hestamennsku, hestaí- þróttum og hestatengdri ferðaþjón- ustu sem landbúnaðarráðherra kynnti fyrir skömmu. Kristinn telur að undirbúa þurfi þetta átak betur og eins gerir hann athugasemd við að tengja eigi átakið sérstaklega við Skagafjörð. Um er að ræða verkefni sem er ætlað að standa í fimm ár. Ríkið ætlar að leggja fram samtals 150 milljónir, en gert er ráð fyrir að ISkagfirðingar leggi fram 75 millj- ónir og aðrir 25 milljónir. Kristinn sagðist fagna því að loksins ætti að leggja fram fjármagn til hrossa- ræktar á íslandi. Það væri löngu tímabært að gera það. Það gengi hins vegar ekki að binda þetta við Skagafjörð með þeim hætti sem kynnt hefði verið. „Það hlýtur að þurfa að hugsa þetta á landsvísu, nema ef þetta er hugsað sem sér- stakt byggðamál fyrir Skaga- |fjörð.“ Kristinn sagði að stjóm Félags hrossabænda hefði fyrst frétt af þessu máli tveimur dögum áður en það var kynnt á Vindheimamelum í Skagafirði. Þetta hefði því ekki ver- ið unnið í samráði við félagið. Ástæðan væri væntanlega sú að þetta mál hefði farið af stað fyrir frumkvæði heimamanna í Skaga- firði. „Ég vona að þetta mál verði hrossarækt í öllu landinu til fram- dráttar. Það hefur háð hrossarækt- inni lengi hvað það hefur gengið erf- iðlega að fá fjármagn inn í grein- ina,“ sagði Kristinn. Taka þarf tillit til Suðurlands Arni Johnsen, fyrsti þingmaður Suðurlands, sagðist telja það lofs- vert framtak hjá Skagfirðingum að fara út í þetta verkefni. „Það geng- ur hins vegar ekki að afgreiða þetta á þennan hátt af hálfu ríkisins nema að farið verði út í sambærilegt átak á hinu hrossaræktarsvæðinu og þá á ég við Suðurland. Helstu hrossa- ræktarsvæði landsins em Suður- land og Norðurland vestra. Það er grundvallaratriði að þannig sé hald- ið á málum svo að hægt sé að ná sátt um það. Annaðhvort er að gera þetta í samvinnu þessara landshluta eða það sé klárt að sambærilegir möguleikar standi Suðurlandi til boða. Það er mikilvægt að markaðs- setja íslenska hestinn og allt það sem honum fylgir bæði heima og heiman. Ég tel að það væri einungis verið að efna til ófriðar ef þetta er gert á þennan hátt.“ Ámi kvaðst telja það af hinu góða að farið væri út í svona verkefni fyr- ir tilstyrk rfldsvaldsins. Það væri búið að vinna mikið uppbyggingar- starf í hrossarækt, sem þyrfti að styrkja. Verkefnið ætti einnig eftir að styrkja ferðamannaþjónustuna og ferðamannastraum til landsins. „Ég sé ekkert að því að leggja opin- bert fjármagn í þetta. Það er þörf á því að styrkja þennan þátt,“ sagði Ami. fjallað sérstaklega um þessi efni og því ekki að sjá að slík auglýsing stangist á við lög. Þó svo að reglu- gerðin geri ráð fyrir að læknirinn velji gjafann er ekki útilokað að sá sem þarf að fá gjafaegg komi með gjafa. Læknirinn tekur hins vegar endanlega ákvörðun um frá hverjum egg er tekið,“ segir Guðríður. Sigurður minnir á að ekkert í lög- um takmarki rétt þessa fólks tii að auglýsa eftir gjöfum. „En auðvitað hefur maður áhyggjur af því al- mennt eftir svona auglýsingu að þarna fari fjárhagslegir hagsmunir að tengjast efninu. Við vonumst til að þetta verði ekki markaðsmál, á þeim tímum þar sem farið er að leggja mælikvarða markaðarins á næstum hvað sem er. Ein helsta gagnrýnin sem beinst hefur að stað- göngumæðran, sem er að vísu annar hlutur, er einmitt tengd greiðslum fyrir slíkt og er ein ástæðan fyrir því að staðgöngumæðrun hefur ekki verið leyfð hérlendis,“ segir Sigurð- ur. „Ein og ein auglýsing af þessu tagi er þó vart vísbending um viðskipti á þessu sviði og aldrei hafa neinar fregnir um slíkt borist okkur til eyrna. Það getur sjálfsagt gerst hér eins og annars staðar, en ég held að auglýsingin lýsi miklu frekar hinni eindregnu ósk viðkomandi eftir að eignast barn en að verið sé að sækj- ast eftir verslun. Mér þætti það ekki siðferðislega rétt og bendi á að við kaupum ekki Ííffæri úr fólki, þau eru gefin venjulega frá ættingjum, við borgum aldrei fyrir blóðgjafir, að visu mjög gagnstætt því sem gerist t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum, og held að við eigum mjög langt í land með að viðurkenna einhvers konar sölu á blóði og líffæram, þai- á meðal kynframum. Mér finnst ólík- legt að við munum kyngja því að slíkt gerist í einhverjum mæli hér- lendis, en auðvitað er það svo, að ef eitthvað gerist annars staðar í heim- inum getur það gerst hér.“ Þórður bendir á að sumstaðar er það svo, t.d. í Danmörku, að fólk sem er að reyna að eignast barn er beðið að gefa hluta af eggjunum til ann- arra sem þeirra þarfnast. Um leið sé verið að íþyngja fólki. „Kannski verður til barn úr egginu sem það gaf en ekki því sem það notaði sjálft, og þá er ástandið kannski orðið verra en var í upphafi. Við geram þetta ekki hérlendis og ég tel slíkt varhugavert," segir Þórður. Nafnleynd ef óskað er í reglugerð um tæknifrjóvgun frá 1997 segir m.a. að „séu notaðar gjafakynframur skal læknir sem annast meðferð velja viðeigandi gjafa“. Þá er þess getið að óski gjafi eftir nafnleynd sé heilbrigðisstarfs- fólki skylt að tryggja að hún sé virt. í þeim tilvikum má hvorki veita gjafa upplýsingar um parið sem fær gjafakynfrumur eða um barnið né veita parinu eða barninu upplýsingar um gjafann. Barn, sem verður til vegna kynframugjafar þar sem gjafi óskar ekki eftir nafnleynd, getm' er það nær 18 ára aldri óskað eftir að- gangi að skrá til að fá uppíýsingar um nafn gjafans. I þeim tilvikum ber stofnuninni að tilkynna gjafanum um upplýsingagjöfina eins fljótt og auðið er. „Barnið sem af þessu verður fær ekki að vita hver er raunverulegt kynforeldri þess, nema viðkomandi gjafi samþykki það. Þetta ákvæði hefur verið gagnrýnt talsvert, m.a. i kjölfar lagasetningarinnar, enda ættu einstaklingar skýlausan rétt á að þekkja uppruna sinn. Þetta varð eigi að siður niðurstaða Alþingis, en við því er að búast að ekki séu allir á sama máli,“ segir Sigm'ður. „Ég held að lögin eins og þau eru núna, kannski að undanskildu ákvæðinu um nafnleyndina, séu nokkuð góð. Á það skal líka bent, þessu ótengt, að þetta eru meðal fyrstu reglna eða laga í Evrópu sem banna klónun á mönnum." Mótfallnir tengingu við heimsmarkaðsverð FORSTJÓRAR Olíufélagsins og Olís era mótfallnir hugmyndum sem Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, hefur viðrað um að bensínverð skuli tengt heims- markaðsverði þannig að verð á bensíni geti breyst á tveggja til þriggja dága fresti eftir sveiflum á heimsmarkaðsverði. „Ég held að það yrði mjög í þá átt að rugla neytandann í rím- inu. Við höfum reynt að breyta verði um mánaðamót. Á þessu ári, þegar miklar hækkanir hafa orðið á heimsmarkaði, höfum við látið lægra birgðaverð koma fram í verðlaginu. Hefðum við verðlagt eftir heimsmarkaðs- verði á þessu ári hefði bensín til neytenda á íslandi að jafnaði verið hærra á þessu ári en það hefur verið fram til þessa,“ segir Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins. Hann segir að til séu að jafnaði birgðir til tveggja til þriggja mánaða og þegar stöðugar hækk- anir era á heimsmarkaði sé birgðaverðið að jafnaði alltaf lægra. Þegar heimsmarkaðsverð fari lækkandi sé birgðaverðið á hinn bóginn jafnan hærra. Hann segir að á meðan Olíufélagið skili ársuppgjöri tvisvar á ári og arð- semin er innan þess sem markað- urinn krefjist sjái menn svart á hvítu að hækkun bensínverðs sé ekki að skila sér til Olíufélagsins í auknum hagnaði. „Við eram ekki að taka ótæpilega álagningu til okkar í stígandi eða fallandi markaði," segir Geir. Þjónar litluin tilgangi Einar Benediktsson, forstjóri Olís, kveðst ekki sjá að það leysi nokkurn vanda eða þjóni nokkram tilgangi að tengja bens- ínverð hér heimsmarkaðsverði á hverjum degi. Eðlilegt sé að Is- lendingar þurfi að halda meiri birgðir en gengur og gerist ann- ars staðar í Evrópu vegna fjar- lægðar og smæðar markaðarins. „Verðbreytingar skila sér með al- veg sama hætti hingað en það gerist einungis nokkrum vikum síðar. Ég sé ekki að með því að tengja bensínverð heimsmark- aðsverði á hverjum degi sé verið að mæta sérstökum óskum neyt- enda. Mönnum ætti að vera það orðið ljóst að verðþróun á Islandi gerist síðar en í Evrópu eða sem svarar til einum til einum og hálf- um mánuði en meðaltalið til lengri tíma verður hið sama,“ segir Einar. Hann segir að eini tilgangurinn sem hann sjái að geti falist í hug- mynd Kristins sé að með þessu móti væri hægt að slá á þá ósann- gjörnu gagnrýni sem olíufélögin verði oft fyrir vegna annarrar að- ferðafræði sem viðhöfð er við verðlagningu hérlendis en í Evr- ópu. Einar bendir á að álagning ol- íufélaganna hafi ætíð verið krónutöluálagning en ekki í pró- sentum allt frá því að eldsneytis- verð var ákveðið af verðlagsyfir- völdum. Reynt sé að haga mál- um á þann veg að álagningin fylgi innlendri verðlagsþróun. I áætlunum Olís í upphafi árs var sett fram ákveðin framlegðar- krafa sem reynt sé að halda út árið. „Þær breytingar sem hafa orð- ið á síðustu mánuðum era því ein- göngu vegna erlendra hækkana og opinberra álagna. Við höfum ekkert breytt okkar álagningu. Mér finnst við loks fá sanngjama umræðu frá FIB sem gerir ekki athugasemdir við þróun álagn- ingar olíufélaganna á árinu,“ seg- ir Einar. skóli ólafs gauks innritun er hafin og fer fram í skólanum, Síðumúla 17, daglega kl. 14-17, sími 588-3730, fax 588-3731. Eftirtalin námskeið eru í boði á haustönn, en nánari upplýsingar er að fá í skólanum á innritunartíma eða í ítarlegum bæklingi um skólann, sem við sendum þeim sem þess óska, hvert á land sem er: LETTUR UNDIRLEIKUR 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt lög. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fullorðinna. 3. LÍTIÐ FORÞREP Nýtt, spennandi námskeið fyrir börn að 10 ára aldri. 4. FORÞREP II Beint framhald Forþreps eða Forþreps 3 - meiri undirleikur, einkum „plokk" o.m.fl. 5. FORÞREP III Beint framhald Forþreps eða Forþreps 2, dægurlög undanfarinna 20-30 ára, byrjun á þvergripum o.m.fl. 6. BÍTLATÍMINN Eitt af Forþrepunum. Aðeins leikin lög frá bítlatímabilinu, t.d. lög Bitlanna sjálfra, Rolling Stones, vinsæl íslensk lög o.fl. 7. PRESLEYTÍMINN Einkum leikin lög sem Elvis Presley gerði fræg um alla heims- byggðina, ásamt alþekktum lögum íslenskra og erlendra flytjenda frá sama tíma. Afbragðs þjálfun 8. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorðinna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í samvinnu viö Tómstundaskólann. HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR 9.FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gftarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. 10. ANNAÐ ÞREP Framhaid fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 11. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verkefnin þyngjast smátt og smátt. Framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 12. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gitarkennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 13. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikið námsefni verður fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. HÆGT AÐ FA LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 2000 Á ÖNN Sendum vandaöan upplýsingabækling ONNUR NÁMSKEIÐ 14. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Nótnakunnátta áskilin. 15. JAZZ-POPP II / III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning. 16. TÓNSMÍÐAR I / II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða nauðsynleg. 17. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN l/ll Innifalin í námi. 18. TÓNFRÆDI-TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá, sem langar að kynna sér hið auðlærða en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið/ leikið eftir nótum. 19. KASSETTUNÁMSKEIÐ Námskeið fyrir byrjendur á tveim kassettum og bók, tilvalið fyrir þá, sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. V/SA (Ö 588-3730 INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.