Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ fMtogitiiHjiftife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJARNAM FJARNAM með aðstoð tölva og nýrrar fjarskiptatækni er vafalítið ein mesta bylting sem orðið hefur í mennta- málum í seinni tíð. Fjarnám hefur vissulega verið stundað lengi með ýmsum hætti, einkum með bréfum, en ljóst má vera að ný tölvu- og fjarskiptatækni hefur opnað þessari tegund náms aðra vídd. Hægt er að vera í beinu sambandi við kennarann þó að hann sé staddur í öðru landi. Notast má við sjónvarpstækni til að koma fyrirlestrum á framfæri eða dreifa þeim á Netinu með afar skjótvirkum hætti. Bæði upp- lýsingamiðlun og samskipti verða með öðrum orðum einfald- ari og hraðvirkari en áður og gera fjarnám að raunhæfum valkosti við hliðina á hefðbundnu námi. Hin nýja tækni gerir það til að mynda að verkum að hægt er að ljúka fjarnámi á jafn löngum tíma og sambærilegu hefðbundnu námi. Megingallinn við fjarnámið er að nemandinn fer óhjá- kvæmilega á mis við þann hluta námsins sem felst í tíma- sókn og daglegri umgengni við aðra nemendur og kennara. Samskiptin verða þannig óneitanlega ekki jafn náin og í hefðbundnu námi, nemandinn stendur meira einn og það reynir á sjálfsagann. Kostirnir eru hins vegar ótvíræðir. í flestum tilfellum er fjarnám ódýrara en hefðbundið nám. Það gefur einnig ýmsum sem ekki ættu kost á námi, nema með miklum tilkostnaði og tilfæringum, tækifæri til að mennta sig. Fjarlægð frá menntastofnunum er nú til dæmis ekki hindrun í vegi þeirra sem vilja leita sér menntunar. í gi’ein hér í blaðinu sl. sunnudag kom fram að boðið er upp á mikla möguleika nú þegar í fjarnámi, bæði hérlendis og erlendis. Það má þó ljóst vera að þetta nýja menntunar- form ætti að geta orðið enn mikilvægari þáttur í mennta- kerfi þjóðarinnar, ekki síst með tilliti til hinna dreifðu byggða landsins. Ein af meginástæðum fólksflutnings af landsbyggðinni er ásókn ungs fólks í menntastofnanir á höf- uðborgarsvæðinu og öðrum þéttbýlisstöðum. Með mark- vissri nýtingu þeirra möguleika sem fjarnám býður upp á mætti vafalítið draga úr fólksflóttanum af landsbyggðinni. EVRÓPUMET í VERÐI? TÍMARITIÐ Time gerði nýlega könnun á verði á nokkrum algengum neysluvörum í því skyni að draga fram þann mikla mun sem enn er á vöruverði í ríkjum Vest- ur-Evrópu. Þessi verðmunur mun að mati sérfræðinga minnka verulega á næstu árum og jafnvel hverfa að mestu þegar evran, hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusam- bandsríkjanna, verður tekin í almenna notkun í byrjun næstu aldar. Nú þegar geta neytendur í Vestur-Evrópu borið saman verð á vöru og þjónustu á milli ríkja með tiltölulega auðveld- um hætti. Flestur varningur er verðmerktur í evrum sam- hliða merkingu í gjaldmiðli viðkomandi ríkis. Þegar evran verður að almennum gjaldmiðli er erfitt að sjá hvernig hægt verður að halda uppi verðmun milli ríkja á evrusvæðinu á al- mennum neysluvarningi. Það verður ekki liðið frekar en ef bandarísk fyrirtæki myndu reyna að krefja neytendur á vesturströndinni um fleiri dollara fyrir sömu vöru en neyt- endur á austurströndinni. Það er athyglisvert að tímaritið telur að ástæður verð- munar milli Evrópuríkja megi ekki fyrst og fremst rekja til mismunandi kostnaðar, vegna t.d. leigu á verslunarhúsnæði eða launa, heldur þess að sett sé upp mismunandi verð eftir löndum. Reynt sé að halda verði eins háu og viðkomandi markaðssvæði þolir. í Morgunblaðinu á laugardag voru niðurstöður verðkönn- unar Time birtar og þær bornar saman við verðlagningu á viðkomandi vörum hér á landi. í nær öllum tilvikum var verðið hærra á íslandi en það var hæst í verðkönnun tíma- ritsins. Til dæmis var verð á vinsælum gosdrykk 156% hærra en það var ódýrast og 30% hærra en það var dýrast í Evrópu. Ymsar skýringar koma fram í samtölum við ís- lenska birgja á þessum mikla verðmun. Því er haldið fram að verðlag sé sambærilegt við verðlag á Norðurlöndum, að flutningsgjöld, smæð markaðarins og opinberar álögur haldi uppi verði. Neytendur sætta sig hins vegar ekki við þessar skýringar lengur. Það er nokkuð ljóst að hér líkt og í Evrópu er það mat framleiðenda og innflytjenda á því hvað markaðurinn þolir sem ræður ferðinni við verðlagningu. Virðist það vera mat þeirra að íslendingar séu reiðubúnir að greiða hærra verð en flestar aðrar þjóðir, að hægt sé að setja upp nánast hvaða verð sem er án þess að neytendur fælist í burtu. Ann- ars staðar í Evrópu eru neytendur að segja þessum sjónar- miðum stríð á hendur. Hér á landi hefur hins vegar lítið far- ið fyrir umræðum um þetta hvimleiða Evrópumet í dýrtíð og hvort ekki sé komin ástæða til að eftirláta öðrum efsta sætið í verðkönnur.um. Carl Emil Bardenfleth, stiftamtmaður á íslandi, kon- ungsfulltrúi á Alþingi 1845 og 1847, síðar og dóms- málaráðherra. Morgunblaðið/Jim Smart Jörgen Bardenfleth, forstjóri tölvufyrirtækisins HP í Danmörku. Afkomandi stiftamt- mannsins rennir fyrir lax á Islandi Carl Emil Bardenfleth var stiftamtmaður á Islandi á fyrri hluta síðustu aldar. Hann sat á Alþingi eftir endurreisn þess 1845 sem fulltrúi konungs, átti í ritdeilu við Jón Sig- urðsson, en beitti sér fyrir málstað Islend- inga í skóla- og menningarmálum. Afkom- andi hans, Jörgen Bardenfleth, er forstjóri ---------------------------------------7-- tölvufyrirtækis, og skreppur reglulega til Is- lands til að ræða viðskiptamál og renna fyrir lax. Helgi Þorsteinsson ber saman samskipti á seglskipa- og tölvuöld. TTIN Bardenfleth er upprunin í Bremen í Þýskalandi, en á síð- ustu öld voru margir ættmennanna gengnir í þjónustu danska konungsins og fóru erinda hans til ýmissa hluta konungsríkis- ins og víðar. Einn þeirra, Johan Frederik Bardenfleth, sigldi með leiðangri sem átti að taka land á Austur-Grænlandi, fór í sendiför til Marokkó og í fimm ár var hann land- stjóri í Dönsku Vestur-Indíuum. Sonur hans, Carl Emil Barden- fleth, sem fæddist 1807, gekk einnig í þjónustu konungs. Á unga aldri vingaðist hann við Friðrik krón- prins, sem síðar varð Friðrik VII Danakonungur, en menntun prinsins var í nokkur ár falin Johan Barden- fleth, föður Carl Emils. Carl Emil tók lögfræðipróf árið 1827 og var eftir það um skeið hirð- maður prinsins, en frá og með 1832 gegndi hann embættum í ýmsum hlutum ríkisins. Fimm árum síðar var hann skipaður stiftamtmaður í hjálendu Danaveldis, íslandi. Samskipti dagsins í dag á jafnræðisgrundvelli Jörgen Bardenfleth, forstjóri tölvufyrirtækisins Hewlett-Packard í Danmörku, afkomandi Carls Emils Bardenfleth í beinan karllegg, segist ekki hafa verið sérstaklega fróður um þennan forföður sinn, en eftir að Frosti Bergsson, forstjóri Opinna kerfa, benti honum á að Bardenfleth gamli hefði verið merkur maður og haft sterk tengsl við ísland, tók hann til við að kanna málið. Móðir hans reyndist nokkru fróðari, og tókst að auki að klóra sig fram úr gotnesku letrinu í ævisögu Barden- fleths, sem gefin var út 1890, og sagði syni sínum frá helstu atriðum hennar. Jörgen kemur reglulega til ís- lands til að treysta samstarfið við Opin kerfi, sem er umboðsaðili HP á íslandi. Markaðssvæðið ísland er þó undir umsjón HP í Danmörku sam- kvæmt skipulagi Evrópudeildar HP, sem hefur höfuðstöðvar í Sviss. Jörgen leggur þó áherslu á að sam- skipti hans við ísland séu með öðr- um hætti heldur en tíðkaðist hjá ný- lenduherrum 19. aldar. „í viðræðum okkar ríkir gagnkvæm virðing, við rekum okkar fyrirtæki og Opin kerfi er sjálfstætt fyrirtæki með eigin hagsmuni," segir Jörgen. „Við reyn- um að búa til samstarf sem báðir hafa ávinning af.“ HP stofnaði dótturfyrirtæki á ís- landi árið 1985, en árið 1991 var ákveðið að selja það, og í framhaldi af því varð til fyrirtækið Opin kerfi. „Kaupendurnir voru meðal annars starfsmenn útibúsins, og lykilmenn í fyrirtækinu eru mikið til þeir sömu og voru hjá HP á íslandi," segir Frosti. Nokkrar áhyggjur voru með- al yfirmanna HP í Evrópu yfir því hvernig þetta fyrirkomulag myndi reynast, en að sögn Jörgens hefur allt gengið að óskum. Sjóferðin til íslands engin lystisigling Að halda uppi samskiptum milli ís- lands og Danmerkur er ólíkt auðveld- ara nú heldur en á tímum Carls Emils Bardenfleths. Árið 1837 sigldi hann yfir Atlantshafið tíl að taka við stöðu sinni. „Það er engin lystísigling að fara í apríl á litlu kaupfari frá Kaupmannahöfn til íslands með konu og böm,“ skrifaði hann síðar í æviminningum sínum. Þegar skipið var komið framhjá Helsingjaeyri urðu tvær þjónustustúlkur, sem kona hans hafði tekið með sér, svo sjóveik- ar að þær gátu ekki sinnt börnunum. Bardenfleth segir að í 4-5 daga hafi ástandið verið þannig að hann varð að sinna bömunum sjálfur, því eng- inn annar var á fótum. Það var ekki aðeins seinlegt og erfitt að flytja fólk yfir hafíð, fréttir bámst með sama hætti. í apríl 1840 bárust Bardenfleth þau tíðindi með fyrsta vorskipinu að Friðrik 6. Danakonungur hefði látist í desem- ber, eða fjómm mánuðum fyrr, og að hann væri kallaður heim til að stýra hirð Friðriks krónprins, æskufélaga síns. í dag eru starfsmenn HP í Dan- mörku og Opinna kerfa í daglegu tölvupóstsambandi, og Jörgen Bar- denfleth fer reglulega til viðræðna á Islandi með flugi, og notar stundum tækifærið til að fara í veiði. Jörgen dáist eins og forfaðirinn, að íslensku náttúmnni. Carl Emil Bardenfleth, sagði að vísu að næsta nágrenni Reykjavíkur byði ekki upp á annað en mýrar og grjót, en þegar lengra væri komið frá höfuðstaðnum, til MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 35 dæmis til Þingvalla og að Geysi, kæmi í ljós stórbrotið umhverfi. íhaldssamur og andstæðingur Jóns Sigurðssonar Carl Emil lét vel af dvölinni á ís- landi, og hann virðist þafa fundið sig vel í embætti sínu. I tíð hans var komið á fót svonefndri embættis- mannanefnd, sem var eins konar for- veri Alþingis, og leiddi Bardenfleth hana. Bardenfleth átti einnig eftir að hafa áhrif á málefni Islands eftir lok embættistíðar sinnar. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á ferli sín- um, meðal annars var hann dóms- málaráðherra um skeið. Á fyrstu tveimur þingum endureists Alþingis, 1845 og 1847, var hann fulltrúi kon- ungs. Einar Hreinsson sagnfræðingur, sem vinnur að doktorsritgerð um embættismenn konungs á Islandi, segir að Bardenfleth virðist hafa verið raunsærri stjórnmálamaður en margir samtíðarmanna hans, og stefnumótun hans varðandi ísland hafi mótast af skynsemishyggju, en jafnframt tilraunum til að halda kon- ungsdæminu saman á sundrungar- tímum. Bardenfleth var íhaldsmaður á tímabili þegai’ frjálslyndi var í sókn, og telur Einar að það kunni að skýra af hverju honum hafi ekki verið meira hampað en raun ber vitni í Danmörku, þrátt fyrir það mikil- væga hlutverk sem hann gegndi um miðja öldina. Bardenfleth var lítt hrifínn af þjóðhetju íslendinga, Jóni Sigurðs- syni, og átti meðal annars í stuttri ritdeilu við hann. Bardenfleth taldi Jón ganga of langt í baráttu sinni fyrir auknu sjálfstæði, enda taldi hann íslendinga ekki færa um að standa á eigin fótum. Hann beitti sér hins vegar fyrir stofnun íslensku stjórnardeOdarinnar í Kaupmanna- höfn, og í skóla- og menningarmál- um reyndi hann oftast að tala máli íslendinga. Ottuðust að ættarnafnið hyrfí Bardenfleth-fjölskyldan var aldrei stór, og segir Jörgen að á tímabili hafi verið óttast að ættarnafnið hyrfi, enda fylgdi það að sjálfsögðu aðeins karlkyns meðlimum fjölskyld- unnar. Sonur Carl Emils, Vilhelm, átti fimm börn, þrjá syni og tvær dætur. Aðeins einn sonanna átti börn, en það var föðurafi Jörgens. Nú eru fjölskyldumeðlimirnir um 25 talsins. Jörgen á einn son og frænd- ur hans eiga samtals þrjá syni. Frá lokum 17. aldar og fram í byrjun hinnar 19. leituðu flestir karl- menn Bardenfleth-ættarinnar frægðar í herþjónustu fyrir Dana- konung, en á 19. öld og á fyrri hluta hinnar tuttugustu sóttust margir eftir frama sem embættismenn. Son- ur Carls Emils, Vilhelm Barden- fleth, varð stiftamtmaður í Árósum og nágrenni og amtmaður í Vejle. Hann náði reyndar einnig frama í stjórnmálum eins og faðirinn, var kirkju- og menntamálaráðherra og síðar innanríkisráðherra. Sonur hans, Gunnar Bardenfleth, gegndi ýmsum embættisstörfum og var loks konungsritari. Nú er ættin Bardenfleth gengin úr þjónustu ríkis og konungs og þjónar í stað þess alþjóðlegum stór- fyrirtækjum. Margir forfeður Jörg- ens lærðu lögfræði til að búa sig undir embættísmannsferil, en Jörgen fór til Kaliforníu og lærði viðskiptafræði. Aðalsættin gamla frá Bremen lagar sig stöðugt að nýjum aðstæðum. í sumar hefðir er þó enn- þá haldið. „í eigu ættarinnar eru nokkur málverk frá átjándu öld, sem Johan Frederik Bardenfleth, sem var land- stjóri á Dönsku Vestur-Indíum, átti. Þau erfast alltaf til elsta sonarins af hverri kynslóð. Konurnar í fjölskyld- unni draga nú í efa réttmæti þess, enda er systir mín sú elsta af minni kynslóð í ættinni.“ Jörgen gefur þó ekki upp afstöðu sína til þessarar jafnréttisbaráttu, ypptir aðeins öxl- um eins og til að gefa til kynna að hann geti lítið gert til að breyta alda- ,gömlum ættarhefðum. S Nýr framkvæmdastjóri Evrópuráðsins í Islandsheimsókn Evrópuráðið helgar sig meðal annars borgaralegu uppbyggingarstarfi í Kosovo. Frá bænum Pec. Reuters Formennska Islands í ráð- inu hefiir verið árangursrík WALTER Schwimmer er lögfræðingur og á lang- an feril að baki sem þingmaður Austurríska lýðflokksins ÖVP, sem er kristilegur demókrataflokkur. Á fundi ráðherra- nefndar Evrópuráðsins hinn 23. júní sl. var hann kjörinn til að taka við embætti framkvæmdastjóra stofnun- arinnar af Svíanum Daniel Tarschys. Hann tók við embættinu í byrjun mánaðarins, og er því heimsókn hans til Islands - sem í maí sl. tók við for- mennsku í ráðinu og gegnir henni fram í nóvember - eitt fyrsta emb- ættisverk hans. Auk þess að ræða við Davíð Odds- son forsætisráðherra, Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og fleiri íslenzka ráðamenn sat Schwimmer í gær fund stjómmálanefndar þing- mannasamkomu Evrópuráðsins, sem fram fór í Reykjavík, en hann sóttu hátt í 100 fulltrúar frá hinu 41 aðild- arríki stofnunarinnar. Schwimmer var fyrst spurður hvort hann teldi þau atriði sem ísland hefði lagt áherzlu á í formennskutíð sinni samræmast því sem hann vildi sjálfur sjá Evrópuráðið leggja áherzlu á í starfi sínu. „Eg tel mikinn samhljóm vera með hugmyndum mínum og formennsku- dagskrá íslands. Þau mál sem ísland hefur lagt áherzlu á eru í fullkomnu samræmi við mínar óskir um for- Austurríkismaðurinn Walter Schwímmer, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra Evr- ópuráðsins í síðustu viku, segir í samtali við Auðun Arnórsson mikinn samhljóm vera í því sem hann vill að ráðið leggi áherzlu á í _p starfí sínu og því sem Island hefur lagt áherzlu á sem formennskuríki ráðherra- nefndar stofnunarinnar. Morgunblaðið/Golli Walter Schwimmer segir gangsröð verkefna,“ Schwimmer. í forgrunni íslenzku for- mennskudagskrárinnar stendur að hans sögn hlut- verk Evrópuráðsins í stöð- ugleikasáttmála Mið- og Austur-Evrópu, hlutverk “““““ ráðsins við uppbyggingar- starf í Kosovo, og eftirlit með því að aðOdarríkin fylgi því eftir sem þau hafa skuldbundið sig tO með aðild- inni. Miklu verið komið í verk „í formennskutíð íslands hefur mjög miklu verið komið í verk,“ segir Schwimmer, og nefnir í því sambandi að Halldór Ásgrímsson tók fyrir hönd Evrópuráðsins þátt í leiðtogafundin- um í Sarajevo, þar sem samið var um víðtækan stöðugleikasáttmála fyrir Balkanskaga; skrifstofa Evrópuráðs- ins í Pristina [héraðshöfuðborg Evrópuráðið „hjálpar lýð- ræðinu á fæt- ur“í Kosovo Kosovo] var opnuð í for- mennskutíð íslands, en þar hefur stofnunin fyrst og fremst því hlut- verki að gegna að hjálpa með ráðum og dáð við uppbyggingu lýðræðis og borgaralegs samfé- lags. „Það er að öllum líkindum mikilvægasta verkefnið auk hinnar efnahagslegu endurupp- byggingar, að í Kosovo myndist eðlilegt þjóðfé- lag, sem af eigin hvötum sér sér hag í því að virða leikreglur lýðræðisins,“ segir hann. Eitt það mikilvægasta sem Evr- ópuráðið leggi tO þessa starfs sé hjálp __________ við uppbyggingu sveitar- stjórna; að „hjálpa lýðræð- inu að standa á eigin fót- um“. LykOatriði í þessu starfi sé að kenna íbúun- um að virða skoðana- og prentfrelsi. „Þessu mikOvæga upp- byggingarstarfi í Kosovo hefur verið hrundið af stað í formennskutíð ís- lands og fylgt eftir af krafti," segir Schwimmer. Ennfremur hafi það skýrt komið fram í formennskutíð Is- lands að Evrópuráðið vilji með ráðum og dáð styðja við lýðræðisþróun í Jú- góslavíu; „að undir merkjum lýðræðis og réttarríkis heyri Júgóslavía tO ríkjafjölskyldu Evrópu“. Það sé hins vegar ekki hlutverk stofnunarinnar að steypa stjórnvöldum neins ríkis. „Það sem að mínu mati er mikOvæg- ast að gera með tilliti tO Júgóslavíu er að sjá tO þess að þar skapist sem fyrst aðstæður fyrir raunverulegt skoðana- og fjölmiðlafrelsi. Það er grundvallarforsenda fyr- ir því að lýðræði geti virkað eins og vera ber,“ segir Schwimmer. Sem dæmi um annað áherzluatriði í stai-fi Evrópuráðsins, sem framkvæmdastjórinn og formaður ráðherra- nefndar stofnunarinnar leggist á eitt um að fylgja eftir nefnir Schwimmer að hann og HaOdór Ásgrímsson fari á næstunni í heimsókn tO Ukraínu, tO að minna þarlenda ráðamenn á þær skuldbind- ingar sem fylgir aðOd að ---------- Evrópuráðinu. Meðal þessara skuldbindinga er að samkvæmt samþykkt- um ráðsins ber aðOdar- ríkjum þess að afnema dauðarefsingar. Þetta hef- ur ekki verið gert í Ukraínu, en fyrir þrýsting af hálfu Evrópuráðsins hef- ur engum dauðadómi verið fullnægt þar í landi síðustu misserin. Hið sama segir Schwimmer aðspurður gOda um Rússland. Norræn samvinna til eftirbreytni Að uppbyggingar- og hjálparstarfi í Kosovo vinna auk Evrópuráðsins margar aðrar alþjóðastofnanir, en þeirra helztar eru Sameinuðu þjóð- irnar (SÞ), Evrópusambandið (ESB), Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) og Atlantshafsbandalagið (NATO). Segja má að Kosovo sé viss Lítil lönd þjóna heildar- hagsmunum Evrópu vel prófraun á það hvemig þessum stofn- unum tekst til við að skipta verkum. „Hver stofnun hefur sitt afmarkaða verkefnasvið,“ segir Schwimmer um þetta. „Það mikOvægasta í þessu samhengi er að hver og einn geri það sem hann kann bezt - og að þess sé gætt að ekki séu margir að vasast í sömu verkefnum og að sérhæfíng komi að sem beztu gagni.“ í því skyni að tryggja að verkaskiptingin sé skýr og takist vel í framkvæmd hafi ís- lenzka formennskan komið á sam- ræmingarfundum með Norðmönnum og Finnum, sem um þessar mundir gegna formennsku annars vegar í OSE og hins vegar í ESB. „Það er að mínu matí greinOegur kostur við íslenzku formennskuna, að í hinum meginsamvinnustofnunum Evrópu skuli einnig norrænar þjóðir vera í formennskuhlutverkinu,“ segir Schwimmer. „Norræn samvinna nýtur viðurkenningar í allri Evrópu og þykir tO fyrirmyndar. Takist okkur að móta samvinnu þessara helztu Evrópu- stofnana í anda norrænnar samvinnu væri það ábyggOega mjög jákvætt." Island vísar næsta formennskuríki veginn í nóvember tekur annað „lítið“ Evrópuland við formennsku í ráð- herranefnd Evrópuráðsins, þ.e. Ir- land. „Formennska Islands hefur sýnt fyrirmyndarvinnubrögð með því að vísa veginn fyrir næsta for- -------- mennskuríki,“ segir Schwimmer. Við for- mennskuskiptin verði hægt að halda hiklaust áfram að framfylgja áherzlumálum Evrópu- “ ráðsins, og það sé tíl fyrir- myndar. „I íslenzku formennskutíð- inni hafa áherzlumálin verið valin án tillits tO nokkurra tOtekinna þjóðar- hagsmuna - heildarhagsmunir Evr- ópu hafa ráðið ferðinni," segir hann. „I Evrópusamvinnunni hafa lítil lönd eitt áhugamál: Það er að í álf- unni ríki friður og stöðugleiki og borgaramir njóti réttínda sinna óá- reittir. Þau hafa ekki eftir einhverj- um sértækum þjóðarhagsmunum að líta í formennskuhlutverkinu. Leggist smærri lönd álfunnar á eitt getur okkur að mínu mati tekizt að gera Evrópu að álfu lýðfrelsis, friðai’ og velsældar," segir Walter Schwimmer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.