Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 GUNNAR MAGNÚS MAGNÚSSON + Gunnar Magnús Magnússon fæddist á Mýrargötu 1 í Reykjavík 22. nóvember 1923. Hann lést á Land- spítalanum 26. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Magnús Þórðarson, sjómaður í Reykja- vík, f. 6. apríl 1884 í Presthúsum í Mýr- dal, d. 22. maí 1934, og Jóna Jónsdóttir, húsfreyja, f. 5. nóv- ember 1889, að Mið- teigi á Akranesi, d. 16. janúar 1946. Systkini Gunnars eru: Ingibjörg, f. 5. september 1915, d. 12. ágúst 1977; Jón, járnsmið- ur, f. 28. janúar 1925; og Sigrún, f. 5. júlí 1927. Hinn 10. nóvember 1945 kvæntist Gunnar Borghildi Guðmundsdóttur, f. 8. febrúar 1925. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðjónsson, kaup- maður í Reykjavík, f. 19. júní 1894, d. 3. september 1961, og Anna María Gísladóttir, hús- freyja, f. 18. mars 1893, d. 10. apríl 1981. Börn Gunnars og Borghildar eru: 1) Arndís Jóna, f. 3. aprfl 1946, gift Erlingi Viðari Leifs- syni, tæknifræðingi, f. 9. janúar 1942. Börn þeirra eru: Borghild- ur, lögfræðingur, f. 31. maí 1969. Sambýl- ismaður hennar er Viðar Lúðvíksson, héraðsdómslögmaður, f. 15. desember 1972. Barn Borghildar er Arnhildur Anna Árnadóttir, f. 23. júní 1992; Anna Björg, nemi við HI, f. 15. febrúar 1976. Sambýl- ismaður hennar ei- Grímur Sig- urðsson, nemi við HI, f. 29. desem- ber 1977; Gunnar Orn, nemi, f. 24. aprfl 1980. Unnusta hans er María Stefánsdóttir, nemi, f. 14. mars 1980; og Arndís María, f. 27. júní 1984. 2) Guðmundur Örn, doktor í þjóðhagfræði, f. 21. ágúst 1949, kvæntur Lenu Hallbaek, bóka- safnsfræðingi, f. 24. desember 1948. Börn þeirra eru Magnús Örn, f. 15. júlí 1987; og Anna Mal- in, f. 13. nóvember 1989. 3) Hildigunnur, uppeldis- og mennt- unarfræðingur, f. 9. nóvember 1958, gift Asbirni Jónssyni, fram- Vinur minn og tengdafaðir, Gunn- ar Magnússon, lést að kvöldi 26. ágúst með þeirri hógværð og æðru- leysi sem einkenndi hann jafnan. Ég kom inn á heimili þeirra Borghildar og Gunnars fyrir liðugum 35 árum þegar við Addý kynntumst og frá þeirri stundu varð ég strax heima- gangur þar og var tekið sem syni og vini. Ósjaldan var það sem farið var í helgarferðir út á land á þessum ár- um og var gaman að kynnast og fræðast um sögu staðanna, menn og málefni því það kom glögglega í ljós hve þau Borghildur og Gunnar voru vel að sér og víðlesin bæði um liðna tíma og það sem efst var á baugi. Þetta eru ekki ný sannindi fyrir vini og kunningja þeirra hjóna því bókasafni þeirra var ekki hróflað saman af handahófi, heldur valið af smekk og næmi. Það sem Gunnar tók sér fyrir hendur gerði hann af alhug - í bestu merkingu þess orðs. Hann ólst upp í fjögurra systkina hópi, næstelstur. Hann missti foður sinn á unga aldri en með dugnaði Wíinninflarfert <KrabBameinsfé[agsins ♦ 5621414 Krabbameinsféiagið móður hans og góðu upplagi systkin- anna urðu þau öll nýtir þjóðfélags- þegnar. Gunnar fór snemma að vinna og barðist raunar til mennta því hann vann alltaf jafnhliða námi sínu í Verslunarskólanum. Hugur hans stóð til framhaldsnáms í hag- fræði, en þröngur hagur og síðari heimsstyrjöldin sáu til að það rættist ekki. En þá varð það mér til happs, að hann kynntist Borghildi og úr því gekk hann æviveginn með henni. Þau eignuðust þrjú börn, Arndísi Jónu, Guðmund Orn og Hildigunni og hvöttu þau til þeirra mennta sem hugur þeirra stóð til. Einnig þegar barnabörnin bættust við var ávallt fylgst vel með hvað þau tækju sér fyrir hendur í leik og starfi. Góð frammistaða var alltaf launuð með jákvæðum orðum eða umbunað á annan hátt, hönd strokið blítt um vanga eða eitthvað dregið upp úr vasanum. Þrátt fyrir allt of annasöm aðal- störf Gunnars í rúm 50 ár hjá sama fyrirtæki, þá var hann afkastamaður á öðrum sviðum líka eins og sjá má í ám Legsteinar Lundi v/Nýbýlaveg 50LSTE1NAK 564 3555 Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 IXIIIXIIXIIIII LEGSTEINAR f rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrvai. Yfir 45 ára reynsl: Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. ii S.HELGAS0N HF STEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 MINNINGAR kvæmdastjóra, f. 7. febrúar 1959. Börn þeirra eru: Jón Gunnar, f. 31. október 1986; Ás- björn Daníel, f. 4. október 1993; og Amdís, f. 25. september 1998. Gunnar brautskráðist úr Verslunarskóla Islands 1943. Starfaði hjá Vélsmiðjunni Héðni 1942-1993 sem aðalbókari, skrifstofustjóri _ og fram- kvæmdastjóri. I stjórn Verslun- armannafélags Reykjavíkur 1944-1951. í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna 1951-1953. f skólanefnd Verzl- unarskóla íslands 1955-1973. Formaður Styrktar- og sjúkra- sjóðs verslunarmanna í Rvík. 1964-1989 og í stjórn þess til æviloka (sá sjóður var stofnaður 1867). Formaður Lionsklúbbs- ins Baldurs í Rvík. 1958-1959. í umdæmisstjórn Lionshreyfing- arinnar á íslandi 1966-1967. Hlaut einnig Melvin Jones við- urkenningu Lionshreyfingar- innar. í ritnefnd tímaritsins Frjálsar verslunar 1948-1966 og ritstjóri þess 1950-1955. Liggja eftir hann margar grein- ar í því tímariti um fjármál og málefni verslunarstéttarinnar. Hlaut gullmerki VR 25. janúar 1981 í tilefni 90 ára afmælis fé- lagsins. Utför Gunnars Magnúsar Magnússonar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. samantekt hér að framan. Ég held þó að honum hafi þótt vænst um störf sín í þágu Verslunarskóla Is- lands og ekki síst Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna í Reykjavík en fyrir störf hans og til- stilli var þeim félagsskap bjargað frá því að verða lagður niður. Var þetta menningarsöguleg björgun því félag- ið er eitt hið elsta starfandi á land- inu. Á árum áður ferðuðust Borghildur og Gunnar víða erlendis. Minning- arnai- geymdu þau í myndum, skráðu þær og komu með fallega hluti heim í búið eða gáfu veitul sínum nánustu. Á síðustu árum hrakaði heilsu Gunnars en hógvært eðli hans og dugnaður til að standa sig vel í öllu þvi sem hann tók sér fyrir hendur - af alhug, bar hann áfram og endur- hæfði. Nákvæmni hans og heiðarleiki bnigðust honum ekki, enda var sæmdarmaðurinn viðbúinn kallinu þegar það kom. Blessuð sé minning tengdafoður míns. Almættið bið ég að styrkja tengdamóður mína, börn þeirra, ætt- menni og vini í þessari sorg og missi. Erlingur. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn, og þú munnt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín“ (Kahlil Gibran). Það var gleði mín að fá að kynnast afa Gunnari. Alltaf þegar hann kom í heimsókn á fína, rauða bilnum sínum og settist í gamla góða stólinn sinn og drakk kaffíð sitt með okkur. Oft kom hann og rétti mér 100 krónur og sagði: „Það er kominn tími, þetta er prívat, bara fyrir þig.“ Afi Gunnar var stundvis, sjálf- stæður og rosalega skipulagður, það var allt í röð og reglu hjá honum. Hann vildi að allir fengju góða menntun. Hann spurði alltaf hvenær skólinn byrjaði, klukkan hvað og hvenær hann væri búinn. En það er gott að vita til þess, að hann mun alltaf vera hjá mér. Hann mun vera hjá mér þegar ég held áfram í skólanum og þroskast meira og eins þegar ég eignast fjölskyldu. Afi Gunnar er fluttur til himnaríkis og einhvern tímann flyt ég til hans. Lífið er eins og laufblað, á haustin falla laufblöðin af trjánum og það koma ný í staðinn á vorin. Guð veri með afa Gunnari. Arndís María. Elsku afi Gunn er nú farinn frá okkur, hátt í 76 ára, og endalaus íjöldi minninga streymir um hugann, svo ég veit varla hvar skal byrja. Eitt það fyrsta sem kemur upp i huga mér þegar minnst er á afa Gunn er stundvísi, áreiðanleiki, gjaf- mildi og virðulegi hatturinn hans. Ég man alltaf eftir því þegar hann kom á Fairmontinum með Andrésblöð og síríuslengjur í hverri viku, og gaukaði svo jafnvel að mér brúnum fimmtíu króna seðli svo að ég gæti keypt mér aðra siríuslengju þegar hin væri búin. Einnig er gott að minnast þegar við nafnar vonim að glugga í frímerkjasafnið hans í kjall- aranum á Lynghaganum. Afi var mikill safnari, hvort sem um frímerki eða bækur var að ræða og ég minnist þess þegar ég átti einu sinni að gera heimildaritgerð í skólanum. Bóka- safnið í nágrenninu bjó yfir tak- mörkuðum fjölda heimilda, þannig að ég rabbaði við afa um ritgerðina, hann klóraði sér í kollinum, gekk að einni bókahillunni inni á kontór og dró fram nokkrar gamlar bækur. Bókasafnið hans afa trompaði þar með hitt bókasafnið. Afi Gunn stóð heldur betur í útgáfumálum á sínum tíma, var ritstjóri Frjálsrar verslun- ar. Þegar ég vann að útgáfu skóla- blaðs nú í vor var því ekkert sjálf- sagðara en hann lánaði mér skrif- borðið sitt og heilt herbergi undir tölvur og tækjabúnað þannig að allt tækist sem best. Svo kíkti hann alltaf inn til mín, athugaði hvernig gengi um leið og hann dyttaði að frí- merkjasafninu sínu. Amma og afi voru dugleg að heimsækja okkur á Selbrautinni á rauða bílnum, en nú fæ ég víst aldrei aftur að gefa honum afa mínum ábót á kaffið sitt, þar sem hann sat í horninu sínu inni í eldhúsi. Um leið og ég bið góðan Guð að taka vel á móti afa Gunn í himnaríki, vil ég biðja hann að styrkja ömmu í hennar miklu sorg. Gunnar Örn. Styrktar- og sjúkrasjóður verslun- armanna í Reykjavík var stofnaður 24. nóvember 1867 af kaupmönnum og faktorum í Reykjavík, Hafnarfirði og á Suðurnesjum. Þessi sjóður var stofnaður til þess að styrkja fátækar ekkjur og efnalitla starfsmenn. I sjóðnum hafa alla tíð allt fram á þennan dag verið verslunarmenn, kaupmenn og heildsalar. Árið 1964 kom fram tillaga á aðalfundi að leggja sjóðinn niður. Fyrir fram- göngu góðra manna, sem vildu halda áfram starfsemi þessa gamla og elsta styrktar- og sjúkrasjóðs á Is- landi, sem jafnframt hefur mikið sögulegt gildi í verslunarsögu þjóð- arinnar og er forveri sjúkratrygg- inga hér á landi, var tillagan felld. Það er ekki ætlunin að rekja hér sögu sjóðsins frekar. Gunnar Magnússon var kjörinn 16. formaður sjóðsins þetta ár og gegndi því mikilvæga hlutverki í 25 ár og síðan hefur hann verið í stjórn sjóðsins allt til þessa dags eða lengur en nokkur annar sjóðsfélagi Styrkt- ar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna í Reykjavík. Fyrir nokkrum árum var Gunnar kjörinn heiðursfélagi sjóðs- ins. Við félagarnir í stjórn sjóðsins þökkum honum fyrir mjög svo óeig- ingjörn og góð störf í þágu sjóðsins alla tíð. Hann var hvers manns hug- ljúfi, traustur maður sem lét orð standa og hans er sárt saknað. Við færum ekkju hans, börnum hans og allri fjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur með þakklæti fyi’ir lánið á Gunnari. Guð veri með ykkur öllum. Stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna í Reykjavík. Nú fer óðum að styttast í að við fé- lagarnir í Lionsklúbbnum Baldri komum aftur til fundastarfa að af- loknu fundahléi. Það hefur alltaf ver- ið tilhlökkunarefni að hittast á ný á haustmánuðum, blanda geði og spjalla saman um það sem helst hef- ur drifið á daga okkar frá því við kvöddumst á síðasta fundinum í maí. En nú hefur dregið ský fyrir sólu, og það er skarð fyrir skildi hjá okkur félögunum í Baldri. Einn af frum- kvöðlunum og stofnendum Baldurs, Gunnar Magnússon, hefur kvatt okkur og tómarúm hefur myndast á fundum okkar framvegis. Liðnir eru um sex áratugir frá því við Gunnar kynntumst fyrst á náms- árum okkar í Verslunarskóla Is- lands, en tvö ár skildu á milli ár- ganga okkar. Þau kynni jukust með árunum, sem urðu svo að ævilöngum vinskap og margvíslegu samstarfi okkar á milli síðar meir. Gunnar brautskráðist frá VI 1943. Sumarið 1942 var hann í hlutastarfi hjá Vél- smiðjunni Héðni, en strax að námi loknu réðst hann í fullt starf hjá fyr- irtækinu. Gunnar starfaði síðan óslit- ið hjá Héðni í hálfa öld og sinnti m.a. störfum aðalbókara, skrifstofustjóra og síðan framkvæmdastjóra. Síðustu árin varð hann að draga úr vinnu sinni sökum heilsubrests. Gunnar var samviskusamur og dugandi starfsmaður, vel liðinn af samstarfsfólki sínu, sinnti fjölmörg- um stórverkefnum hjá Héðni, og fá- títt má telja að sami maður starfi óslitið I fimm áratugi hjá sama fyrir- tæki, eða allan sinn starfsferil. Þótt við Gunnar værum aðskildir í nokkur ár skömmu eftir að við höfð- um lokið burtfararprófi frá VI, og ég hafði farið til náms erlendis, rofnaði aldrei samband okkar á milli. Við skrifuðumst á og færðum hvor öðrum fréttir af okkar högum. Gunnar færði mér nýjustu tíðindi heiman frá Fróni, og ég reyndi að upplýsa hann um hvernig Texas kæmi mér fyrir sjónir og sagði honum sögur af mínum hög- um og ýmsu fólki, sem ég umgekkst og kynntist á þessum árum úti í hin- um stóra heimi. Eftir að ég sneri aftur á heimaslóð- ir að loknu námi erlendis, leið ekki á löngu að við Gunnar fórum að hittast á ný og samband varð mikið á milli okkar. Gunnar hafði þá verið kvænt- ur Borghildi í rösk tvö ár, og var ég tíður gestur á heimili þeirra hjóna. Gunnar hafði snemma gangið í Verslunarmannafélag Reykjavíkur og sat í stjórn félagsins, þegar ég kom heim frá námi. Hann hafði mik- inn áhuga á félagsstörfum, og tel ég næstum víst að Gunnar hafi orðið þess valdandi að ég gekk fljótlega í VR. Við sátum saman í stjórn félags- ins í nokkur ár og ennfremur í rit- stjóm Frjálsrar verslunar, sem þá var gefin út af VR. Við vorum saman í ritstjórn í átta ár, þar af ritstýrðum við blaðinu í sex ár. Þá vorum við Gunnar saman í stjórn Heimdallar um skeið. Á 90 ára afmæli VR árið 1981 var okkur Gunnari fært gull- merki félagsins sem þakklætisvottur fyrir störf í þágu félagsins. Enn lágu leiðir okkar Gunnar sam- an hvað varðar félagsmálin. Tel ég það vera eitt merkilegasta sporið sem við stigum saman, þegar á heild- ina er litið. Á vordögum 1953 hafði Sveinbjörn Árnason, kaupmaður, samband við okkur Gunnar og var erindið hvort við gætum hitt hann niðri á Hressingarskála, því hann þyrfti endilega að spjalla við okkur um ákveðið mál. Tilgangur Sveán- bjöms með þessu fundarboði var svo sá að kanna hug okkar Gunnars varðandi stofnun nýs Lionsklúbbs í Reykjavík, sem hefði aðallega innan sinna vébanda unga menn. Svein- björn var þá félagi í Lionsklúbbi Reykjavíkur, sem þá var næstum tveggja ára gamall, og félagamir flestir komnir yfir miðjan aldur. Sannast sagna vissum við Gunnar harla lítið um þennan félagsskap, en ég hafði þó kynnst honum lítið eitt meðan ég dvaldist í Bandai-íkjunum. Við Gunnar voram þó margs vísari, þegar við héldum aftur út í Austur- stræti eftir kaffisopann á Hressó, og loforð gáfum við Sveinbirni um að at- huga málið. Eftir að hafa rætt þetta okkar á milli fram og aftur og reynt að afla okkur sem bestra upplýsinga um markmið og stefnumál Lions- hreyfingarinnar, ákváðum við Gunn- ar að reyna að gangast fyrir stofnun nýs Lionsklubbs í Reykjavík, annars í röðinni á Islandi. Klúbburinn hlaut nafnið Baldur, og vora stofnfélagar tólf eins og alþjóðareglur Lions kváðu á um. Stofnskrárhátíð Baldurs var síðan haldin 24. október 1953 á degi Sameinuðu þjóðanna, og fór hún fram í húsi VR í Vonarstræti. Við Gunnar höfum sennilega aldrei reiknað með því eftir fundinn góða á Hressó, að við ættum eftir að starfa saman með þessum framburði okkar, sem skírður var Baldur, í hartnær fimm áratugi. Gunnar átti stóran þátt í uppbyggingu og starfi Baldurs, og var vakinn og sofinn yfir vel- gengni hans alla tíð. Það taldist til stórtíðinda, ef Gunnar var ekki mættur á fund, en það var þá því að- eins að hann væri staddur erlendis eða hann væri með flensu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.